Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 27 ERLENT Misheppnaðar tilraunir til að koma forseta Bosníu-Serba frá Vilja herða atlöguna að Radovan Karadzic Ánægja með framkvæmd kosn- inga í Mostar Sarajevo. Reuter. ÞEIR sem stýra uppbyggingarstarfi í Bosníu hvöttu í gær til þess að atlagan að Radovan Karadzic, „for- seta“ Bosníu-Serba, yrði hert svo að koma mætti honum frá völdum. Karadzic niðurlægði andstæðinga sína enn einu sinni um helgina er honum tókst að komast hjá því að vera settur af. Gengið var til kosninga í Most- ar um helgina og fóru þær frið- samlega fram þó að talið sé að úrslitin muni draga enn skýr- ar fram en áður hvílík hyldýp- isgjá skilur að Króata og múslima í borginni. Vesturveldin lýstu í gær óánægju sinni með yfirlýsingu frá því á sunnudag um að Karadzic hefði afsalað embætti forseta til varafor- seta sínum, Biljana Plavsic. Hún lagði á það áherslu að Karadzic héldi völdum þrátt fyrir þessa breyt- ingu, að minnsta kosti fram til 14. september, er gengið yrði til kosn- inga. Áður hafði Carl Bildt, sem stýrir uppbyggingarstarfi í Bosníu, lýst því yfir að Karadzic hefði látið af völdum, en reyndist fullfljótur á sér, rétt eins og í maí, er hann sagði að Karadzic myndi fara frá, en neyddist til að taka það aftur. Michael Steiner, næstráðandi Bildts, sagði í gær að það væri undir samfélagi þjóðanna komið að fylgja eftir orðum sínum með gerð- um. Varaði hann við því að mistæk- ist að koma Karadzic frá völdum, stefndi það fyrstu kosningunum eftir að stríðinu lauk í Bosníu i voða. Karadzic með bakþanka Bildt hélt til Sarajevo í gær til að reyna að bæta stöðu mála eftir niðurlægingu helgarinnar. Fyrir helgi hótaði hann því að gripið yrði til refsiaðgerða færi Karadzic ekki frá fyrir 1. júlí en varð að taka þær hótanir aftur. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims lýstu því yfir á laugardag að vel kæmi til greina að grípa til viðskiptaþvingana, færi Karadzic ekki frá, en settu engin tímamörk. Steiner sagði í gær að viðskipta- þvinganir væri aðeins ein af þeim aðgerðum sem til greina kæmu til að þrýsta á Bosníu-Serba, en neit- aði að gefa upp hvaða aðrir mögu- leikar væru. Að sögn óháðu V/P-fréttastof- unnar í Belgrad, er talið að Karadzic kunni að sjá eftir því að hafa afsal- að forsetaembættinu til Plavsic og að ekki sé útilokað að hann skipi „utanríkisráðherrann“ Aleksa Buha í hennar stað. Friðsamlegar kosningar Vesturveidin lýstu í gær yfir ánægju sinni með framkvæmd fyrstu kosninganna sem fram fara í Bosníu frá því að stríðinu lauk. Riðið var á vaðið í borginni Mostar á sunnudag og kosið í borgarstjórn en Evrópu- sambandið hefur farið með stjórn borgarinnar um rúmlega eins árs skeið. Borgin skiptist á milli hverfa múslima og Króata og hefur ríkt hatur á milli þjóðanna þar. Kosningarnar fóru friðsamlega fram og þeir sem með þeim fylgdust sögðu að þær gæfu vonir um að það sama gilti um kosningarnar sem fram eiga að fara í Bosníu í septem- ber. Búist er við að úrslit liggi fyrir í dag eða á morgun og að flokkar þjóðernissinnaðra Króata og músl- ima vinni stærstan sigur. Um 100.000 manns voru á kjör- skrá í Mostar og geysilega ströng öryggisgæsla á kjörstöðum, auk þess sem alþjóðlegir eftirlitsmenn voru á kjörstöðum. Ottuðust margir að upp úr kynni að sjóða þar sem fólk þyrfti í mörgum tilfellum að fara yfir í hverfin sem það bjó í fyrir stríð til að kjósa, hverfi sem nú eru byggð fólki af öðru þjóðerni. éJOTUN ÍSi lUn.., VlUcLLVUIIl Jotun viðarvöm er þekkt um öll Norðurlönd fyrir góða endingu. Hún hefur nú verið notuð á íslandi í 20 ár og reynst einkar vel. DEMIDEKK cr þekjandi olíuakrylviðarvöra með frábært veðrunarþol. Fáanleg í yfir 300 litum. TREBITTer öflug, hálfþekjandi olíuviðarvörn sem hrindir vel frá sér vatni. Fáanleg í yfir 100 lituin. Fæst einnig þekjandi í yfir 300 litum. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 • Sími 525 3000 Helluhrauni 16 Sími565 0100 TREOL.1E er olía á gagnvarið timbur og lientar vel á sólpallinn. Fáanleg í sömu htum og Trebitt. MARBERT kaupauki Glæsileg svört hliðartaska fylgir með PROFUTURA og einum hlut úr nýju förðunarlínunni. PROFUTURA er hrukkubaninn. Einstakt krem með Liposom og Nanopart sem er 30 sinnum öflugara og ber A og E vítamín inn í húðina. Árangur: Húð þín verður unglegri, frískari og einfaldlega fallegri. Dag- og næturkrem fyrir eðlilega og þurra húð. mmm Stef n u mót við ísIand Njóttu þess að dveija á Hótel Eddu í sumar og eigðu stefnu- mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi. I næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti- legri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmta nóttin er frí! 5 Ef dvalið er í uppbúnu herbergi í fjórar nætur ; á Hótel Eddu f sumar er fimmta nóttin án œ “ endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti af I hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996. Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavlk • Sfmi 562 3300 Heimasíða: httpVAvww.arctic.is/ítb/edda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.