Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 30

Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Prómeþeifur endurvakinn TONOST ( LaugardalshöIIin SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Þorkell Sigurbjörnsson: Columbine; Mendelssohn: Skozka sinfónian; Beethoven: Eroica. Þýzka sinfóníu- hljómsveitin í Berlín undir sijórn Vladimirs Ashkenazys. Laugardals- höllinni, laugardaginn 29. júní kl. 16. TÓNLEIKAR Deutsches Symphonie- Orchesters Berlin í Laugardalshöll- inni á laugardaginn var voru til heið- urs forseta íslands og vemdara Lista- hátíðar, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Á stjómpalli stóð sjálfur heiðursfor- seti Listahátíðar í Reykjavík, Vladim- ir Ashkenazy, er átti fmmkvæði að Btofnun hennar fyrir 26 árum, og á hljómleikapalli 66 meðlimir Þýzku sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín, ;þar sem Ashkenazy hefur verið aðal- i gtjórnandi síðan 1989. Þegar þar við bætist, að erlendar sinfóníuhljóm- sveitir eru fáséðir gestir á okkar þreiddargráðum, þurfti ekki að koma á óvart, að sætanýting Laugardals- jhallar var með allra bezta móti. , Af samanburði við Ijósmynd í tón- Jeikaskrá mátti álykta, að fullskipuð sé hljómsveitin verulega stærri en hér gat að líta, því þar mátti sjá a.m.k. 90 hljóðfæraleikara. En hvað sem því leið, þá gáfu snemmróman- tísk viðfangsefni kvöldsins ekki til- ;efni til fjölmennari hljómsveitar að þessu sinni. Hitt er svo annað mál, hvort afleit ómgleyp akústík hinnar þéttsetnu handboltahallar hefði ekki einmitt þurft á risahljómsveit að halda - hljómsveit sem þar á ofan léki af öllum lífs og sálar kröftum - til að áheyrendur fengju eitthvað „áþreif- anlegt" fyrir sinn snúð. Fyrstu tvö atriði kvöldsins bentu a.m.k. til, að fágun og fínlegheit þrífast illa í gí- maldinu. Þrátt fyrir uppmögnun hljóðkerfis Reykjavíkurborgar, sem manni skilst að þyki mjög viðunandi útbúnaður að gæðum, naut agað og nettlegt spil hljómsveitarinnar sín ekki sem skyldi í fyrri helmingi leiks. Það var ekki fyrr en í 3. sinfóníu Beethovens eftir hlé, þegar hljóm- sveitin tók á honum stóra sínum, að kraftur færðist í leikinn fyrir alvöru fog sinfónískur glæsileiki tók að skila sér með trompi alla leið í hlustir áheyrenda; að hluta fyrir tilstilli magnaravarða, því að þá fyrst virtist takast að laða fram úr græjunum þann hæfilega eftiróm sem þurfti til að lappa sem bjögunarminnst upp á hljómburðarleysi íþróttahofsins. Það er því spuming, hvort hávær- ara verk fyrir stærri hljómsveit hefði ekki verið heppilegra fyrir þennan stað en „Columbine", hið yndislega dívertimentó Þorkels Sigurbjömsson- Morgunblaðið/Jón Svavarsson „EN ÞÓ að Þjóðverjamir hljóti að hafa kunnað meistaraverkið nánast í svefni, eða eins og sagt er syðra, bis Bewusstloskeit, megnaði innblásin stjórn Ashkenazys svo sannarlega að vekja hinn sof- andi jötun til nýrra dáða,“ segir meðal annars í dómnum. ar fyrir flautu og strengjasveit, sem er í raun hálfgildings „intím“ kam- mertónlist, enda þótt ekki megi van- þakka þá erlendu viðkynningu sem íslenzk tónsköpun fékk við sama tækifæri. Verkið er þríþætt, samið 1982 að beiðni Manúelu Wiesler, og hinn ljúfsára léttleika 18. aldar sem svífur yfir vötnum má að hluta rekja til upphafs nokkurra stefja úr leik- hústónlist sem Þorkell samdi fyrir Shakespeareuppfærslu Þjóðleikhúss- ins 1976 á Kaupmanninum í Fen- eyjum. Undirritaður man eftir að hafa, manna hissastur, spurt sjálfan sig á sínum tíma, vankaðan eftir gegndarlaust tilraunaskeið 7. og 8. áratugar, þegar dívertimentóið kom honum fyrst fyrir eyru: Má þetta? Því óneitanlega lét tóntakið ekki að- eins ljúflega heldur einnig kunnug- lega í eyrum. En þetta mátti, sem betur fór, og hinn þokkafulli sikileyjardans 2. þátt- ar er löngu orðinn sígilt eftirlæti út- varpsstöðva hins hlustandi manns. Dívertimentóið var forkunnarfallega leikið af einleikaranum Komeliu Brandkamp, 1. flautu DSOB, og Berlínarbúamir léku af fágun sem átti betri hljóðvist skilda. Fortíðardýrkun rómantismans, sem sumpart kemur fram af angur- væru dálæti á hallarrústum og heift gagnvart hetjuleysi og hnignun sam- tímans (sbr. Jónas: „Nú er hún Snor- rabúð stekkur"), er dæmigerð fyrir 3. sinfóníu Mendelssohns, er kviknaði í huga hins 19 ára snillings, þegar hann stóð í hruninni krýningarkap- ellu Maríu Stúart í Holyroodhöll í Edinborg 1829. Þó er eins og Hálönd- in þokuhjúpuðu hafi upplitazt og dofnað í ítölsku sólinni ári síðar, því ítalska sinfónían, sem samin var í kjölfar suðurfarar tónskáldsins áður en hin skozka var fullgerð, er tölu- vert kröftugra og hugmyndaftjórra verk. Munar kannski ekki sízt um niðurlagsþátt þeirrar skozku, er upp- haflega átti að vera orrustulýsing, en koðnaði á endanum niður í sálm- kennda sveitasælu. Það var eins og Berlínarsinfónían fyndi sig ekki alveg í þessu miðlungs- verki Mendelssohns. 1. þáttur verkaði nokkuð daufur og jafnvel ósamtaka á stöku stað, mest í hinum ósjálfrátt brotnu pizzicato-niðurlagshljómum (E-a). Hálendingaræll 2. þáttar (Vivace non troppo) var heldur fjör- ugri, enda tempóið í efra kanti, og í Adagíó-þættinum birtist göfugur og heilsteyptur strengjahljómur í dapurri eftirsjá tónskáldsins eftir fomri frækn. Kom hann enn gerr fram í punktaðri hrynjandi fyrri hluta loka- þáttar, þar sem og mátti heyra bráð- fallegan tvfleik í tréblæstri, t.a.m. dúett óbóa á einum stað og fagotts og klarinetts á öðrum. Hafi nokkur verið í vafa um að hér færi sinfóníuhljómsveit í fremstu röð, þá fauk sá vafí út í veður og vind, þegar að Iokaatriði tónleikanna kom, hinni mögnuðu 3. sinfóníu Beet- hovens, Eroicu. Verkið er eitt hið þekktasta í sinni grein, en ávallt jafn- ungt og eggjandi í hvert sinn sem maður heyrir það á ný, enda eitt skýrasta dæmi tónsögunnar um stökkbreytingu andagiftar fram yfir þróun. Næsta lítið á undangengnum ferli Beethovens býr mann undir þá nýsköpunarsprengju sem losnar úr læðingi í Hetjuhljómkviðunni, og er engu líkara en að heilabú Beethovens 'hafi orðið fyrir ofskammti af geim- geislum, slíkur er frumkraftur verks- ins. Meðan komur erlendra sinfóníu- hljómsveita eru ekki tíðari hér á hjar- anum en raun ber vitni, er erfitt að öðlast samanburð, því hinn klippti og skomi flutningur á hljómplötum verður aldrei jafnmarktækur og lif- andi spilamennskan, þegar á sjálfan hólminn er komið. Og ekki bætti uppmögnunarhljómurinn úr skák, þó að hann hafi líkast til verið sá bezti fáanlegi í stöðunni. En þó að Þjóðver- jamir hljóti að hafa kunnað meistara- verkið nánast í svefni, eða eins og sagt er syðra, bis Bewusstloskeit, megnaði innblásin stjóm Ashkenazys svo sannarlega að vekja hinn sofandi jötun til nýrra dáða. Hljómsveitin lék af feikilega samstilltum krafti og inn- lifun, og lifnaði nú rækilega yfir hauskúpulaga fílharmónísku grafhýsi Laugardalsins. Það var sem sjálfur Prómeþeifur hinn fomi svifí enn á ný yfir ginnungargapi gímaldsins og færði þakklátum hlustendum náðarg- jöf eldsins úr fórum guðannna, svo lengi verður í minnum haft. RíkarðurÖ.Pálsson Kirkjuhvammshreppur BOKMENNTIR Sagnfræöi Saga Hvammstanga og hins forna Kirkjuhvammshrepps eftir Steingrím Steinþórsson. Fyrra bindi. Hvammstanga- hreppur 1995,322 bls. HVAMMSTANGAHREPPUR var lögfestur árið 1938. Á hálfrar aldar afmæli hreppsins stóð til að semja og gefa út sögu hreppsins. Til þess vannst þó ekki tími. En skammt var í næsta stórafmæli. Hvammstangi átti 100 ára verslun- arafmæli 1995. Var nú stefnt að ; útgáfu í tengslum við það og yrði (það stærra rit. Sú bók sem nú birtist fjallar um Kirkjuhvammshrepp hinn forna eða : Vatnsneshrepp eins og hann var víst stundum nefndur. Hann náði norður undir Tjörn, norðarlega á Vatnsnesinu vestanmegin og suður , á Línakradal. Austurmörkin voru vatnaskil á Vatnsnesíjalli. Saga þessa bindis nær tii ársins 1938 , þegar Hvammstangahreppur var skilinn frá. Mun seinna bindið eiga að gera Hvammstangahreppi skil. Er stefnt að því að sú bók komi út síðla á þessu ári. Þetta myndarlega rit er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn nefnist Liðnar aldir og er hann þrír kaflar: Fyrri tímar. Þar eru rifjaðar upp frásagn- ir fornsagna og sitthvað fleira. Annar kaflinn er mun lengri og er þar gerð grein fyrir Kirkjuhvamms- hreppi frá 1703-1900 og loks er sá þriðji er greinir frá upphafi ftjálsrar verslunar í Vestur-Húnavatnssýslu. Annar hluti ber yfirskriftina Kirkju- hvammshreppur 1900-.1938. Hann er einnig í þremur köflum; Yfirlit, Atvinna og verslun á Hvammstanga 1900-1938 og Félags- og menning- arstarfsemi. Fremst í bók er Inngangur. Þar er staðháttum lýst og Barði Þor- kelsson jarðfræðingur ritar um jarðfræði og veðurfar. Kort er af Vatnsnesi. Enda þótt þetta sé fyrra bindi af tveimur er bókin engu að síður sjálfstætt rit að því leyti að henni fylgja sérstakar skrár yfir tilvísan- ir, nöfn, myndir og heimildir. Héraðssögum er nokkuð þröngur stakkur skorinn, - eða réttara sagt komin er hefð á að þær uppfylli tilteknar kröfur og fylgi vissum reglum um framsetningu. í fyrsta lagi er ætlast til að þær séu vönduð sagnfræði. Höfundur þarf að gæta þess að leita uppi eins mikið af heimildum og kostur er á, gera skipulega og skilmerkilega grein fyrir þeim og túlka þær af hófsemi og fordómaleysi. Hvað efnisskipan varðar er líklega talið eðlilegast eða a.m.k. algengast að fjalla um for- sögu, efnahagsmál, menningarmál og félagsmál. Þessi þættir taka að jafnaði mest rúm. Þá er ennfremur ætlast til þess að höfundur sé vel stílfær, riti vandað mál og texta sem allur almenningur hefur ánægju af að lesa. Ekki er öllum lagið að sameina allt þetta. Vafa- laust eru og gerðar miklar kröfur um útlit rita af þessu tagi, svo sem varðandi letur og leturflöt, millifyr- irsagnir, myndir, innfellda texta o.þ.h. Hvað þetta síðasta varðar er nú orðið auðveldara við að eiga en áður, því til margra ágætra fyrir- mynda er að leita. Er einkar ánægjulegt til þess að hugsa hve smekkvísi hefur aukist mikið. Ekki fæ ég séð að höfundur þess- arar bókar hafi brotið neinar af þessum óskráðu en viðurkenndu reglum. Hann hefur nýtt sér vel fáanlegar heimildir að því er mér virðist. Veldur þar kannski mestu að nú er Jarðabók Árna Magnús- sonar og Páls Vídalíns orðin að- gengileg öllum. Hefur höfundur nýtt sér vel þá miklu heimildanámu og hef ég ekki séð það betur gert af öðrum. Áherslur höfundar hvíla mjög á lífi og líðan þeirrar alþýðu sem í þessum hreppi bjó. Fær les- andinn býsna góða innsýn í mann- líf og afkomuleika fólks. Er ég hrif- inn af því hversu auga höfundar er glöggt. Eins og fram kemur af yfirliti hér á undan fer höfundur nokkuð Listahátíð í Reykjavík 1996 Þriðjudagur 2. júlí Pulp. Laugardallshöll: Al- þjóðlegir popptónleikar kl. 20. Alnæmis- sýning sögð hættuleg heilsunni SÝNINGIN „Ekki vera hrædd“, þar sem fimm alnæmissjúkling- ar eru „hafðir til sýnis“, hefur ekki aðeins vakið athygli og umtal, því nú hafa yfirvöld í Islington þar sem sýningin er, hótað að loka henni þar sem hún sé heilsuspillandi, að því er seg- ir í Independent. Bæjarráðið vitnar í skýrslu breskra heilbrigðisyfirvalda, sem telja að sýni af sýktu blóði kunni að valda sýningargestum heilsutjóni þó að Iíkurnar á því séu hverfandi. Hafa yfirvöld í Islington í austurhluta London krafist þess að blóðsýnið verði sett í læsta hirslu eða fjarlægt af sýningunni. Eigandi sýningarhúsnæðisins segir enga hættu stafa af sýninu og vísar fullyrðingum þess efnis á bug. Vörður standi við blóð- sýnið allan daginn, enginn gest- anna hafi lýst yfír ótta vegna þess og að krafa yfirvalda beri vott um þá vanþekkingu á al- næmi sem verið sé að reyna að vinna bug á með sýningunni. Sýning á húsgögnum SÝNING á húsgögnum eftir sjö félaga í FHÍ, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta, var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Það eru þau Erla Sólveig Óskarsdótt- ir, Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Oddgeir Þórðarson, Kristinn Brynjólfsson, Ómar Sigurbergs- son, Siguijón Pálsson og Þórdís Zoega. Um er að ræða ný húsgögn sem í maí síðastliðnum voru kynnt á Skandinavísku hús- gagnakaupstefnunni í Kaup- mannahöfn. Sýningin er opin frá kl. 10-19 og stendur til 8. júlí. troðnar slóðir um efnisskipan og er það að vonum. Hann hefur lipran frásagnarstíl og mál hans er vand- að. Og síst verður kvartað um útlit og frágang bókarinnar. Það er allt með ágætum. Halda mætti að fátt hafí gerst sem í frásögur er færandi í af- skekktri og fátækri sveit sem Kirkjuhvammshreppi á liðnum öld- um. Og víst hefur líf þar verið ein- hæft að öllum jafnaði. En ef að er gáð er þó frá ýmsu að segja. Þar er Katadalur sem mikið kom við sögu í eina tíð og ekki er langt í Illugastaði. Hér upphófst harmsaga Jóhanns bera. Og líklegast eiga þeir sveitungar Islandsmet ef ekki heimsmet í sérhæfðum útflutningi. Það var þegar bóndi einn seldi úr sér annað eistað til Noregs. Og haldi menn að eijur milli prests og sóknarbarna sé nýtt fyrirbæri kemst maður á aðra skoðun við lestur þessarar bókar. Það var meira að segja löngu áður en nokk- ur orgelmenning varð til truflunar. Höfundur þessarar bókar hefur hér ritað gott og aðgengilegt rit, sem Vatnsnesingar mega vera stolt- ir af. Sigurjón Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.