Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 34

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ Plinrj0m44l»Ial>ií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. I FORSETIÍSLANDS "W Teldur hver á heldur, voru lokaorðin í forystugrein Morgunblaðs- \ ins á kosningadaginn. Og nú hefur þjóðin, eins og allar skoð- anakannanir bentu til, kosið Ólaf Ragnar Grímsson til að gegna embætti forseta íslands næstu ijögur árin. Ólafur er gamalreyndur stjórnmálamaður og um hann og stjórnmálabaráttu hans hafa löngum verið skiptar skoðanir, einkum á þeim árum þegar kalt stríð geisaði í álfunni og utanríkismálin voru viðkvæm deiluefni, en eftir hrun Sovétríkjanna hefur hið pólitíska landslag gjörbreytzt, flokkakerfið er ekki jafnsterkt og kreljandi og áður og þverpólitísk afstaða ræður atkvæði margra. Pólitískar skoðanir og flokksbönd eiga þó einnig verulegan þátt í niðurstöðu forsetakosninganna eins og greinilega má sjá af úrslitum á Austurlandi. Það er einnig harla athyglisvert hvað skoðanakannanir hafa verið nákvæmar um niðurstöðurnar. Þessar kannanir hafa allar sýnt yfir- burðastöðu Ólafs Ragnars Grímssonar. Þótt fylgi hans hafi dalað frá fyrstu könnunum hefur hann augsýnilega haldið forystu frá því hann lýsti yfir framboði sínu og niðurstöðumar eru mikill og athyglisverð- / ur árangur, ekki sízt með tilliti til þess, að hann hefur til skamms tíma verið harla umdeildur stjórnmálamaður. En hann hitti á sína lukkustund eins og forsætisráðherra sagði kosningakvöldið, en utan- ríkisráðherra benti á að þessi glæsilega kosning stjórnmálamanns í embætti forseta íslands hlyti að vera uppörvandi fyrir starfandi stjórn- málamenn, því að hún sýndi að verk þeirra væru metin að verðleikum. Allt er þetta athyglisvert og þá ekki sízt sú staðreynd að úrslitin hafa verið löngu ráðin, ef draga má ályktanir af utankjörstaðaatkvæð- i um. Kosning utan kjörstaða hófst fyrir mörgum vikum, en við taln- ingu kom í ljós, að hlutföllin milli frambjóðenda voru nokkum veginn eins þegar atkvæði utan kjörstaða voru talin og þau vom eftir sjálf- ar kosningarnar á laugardaginn. Það virðist sýna, að meginþorri kjós- enda hefur verið búinn að gera upp hug sinn skömmu eftir að fram- boðsfrestur var útrunninn. Gæti það bent til þess, að áróður í kosn- ingabaráttunni hafi minna að segja en margir hafa talið, t.a.m. er óvíst þegar þetta er haft í huga, hvort sjónvarpsumræður hafa haft jafnmikil áhrif og margir ætla og jafnframt virðist þetta benda til þess, að upphlaup í dagblöðum, gagnrýni og ádeilugreinar vegi ekki jafnþungt og höfundar eða áróðursmeistararnir virðast halda. Hið innra lýðræði sem er virkt afl í hveijum kjósanda virðist því ráða ferðinni og það af miklu meiri þunga en ætla mætti í fljótu bragði. Þannig mátti sjá fyrir mörgum vikum — og stóðu raunar flest- ar vísbendingar til þess — að hinn nýkjörni forseti færi með sigur af hólmi. Lögmál þessa innra lýðræðis þekkir enginn og það geta engin vísindi skýrt þau til fulls eða sagt fyrir um þau með neinni vissu. Þau eiga rætur í viðbrögðum okkar og tilfinningum, sem við þekkjum ekki heldur til neinnar hlítar. Þegar ekki er kosið um gall- hörð málefni heldur fyrst og síðast um persónur — og þá gjarna um samúð eða andúð eða fordóma — hafa menn við lítið annað að styðj- ast en þessar sömu tilfinningar, eða geðþótta sinn. Þó má að sjálf- sögðu oft rekja þessi viðbrögð til þess, hvort kjósendur þekkja til viðkomandi frambjóðanda eða ekki. Gamalkunnir stjómmálamenn geta notið góðs af slíkum óbeinum persónulegum kynnum við kjósend- ur. En þessi óbeinu kynni geta þá einnig orðið forsenda neikvæðrar afstöðu. Ólafur Ragnar Grímsson hefur að vísu verið umdeildur stjórnmála- maður, en hann hefur jafnframt verið atkvæðamikill talsmaður flokks síns og hugmynda, sem hafa að vísu ekki átt upp á pallborðið í þing- ræðislegu flokkakerfi. En opinber þátttaka hans hefur samt skilað honum miklum árangri. Hann hefur um langt skeið verið aðsópsmik- ill þingmaður, hvort sem mönnum hefur líkað málefnaleg barátta hans vel eða illa, og sem slíkur hefur hann eignazt sterka persónu- lega stöðu í þjóðfélaginu. Nærvera hans hefur sem sagt skipt sköpum í þeirri baráttu um forsetaembættið sem nú er nýafstaðin með sigri hans. Miklu minna hefur farið fyrir öðrum forsetaframbjóðendum í þjóðfé- laginu, þótt Guðrún Agnarsdóttir hafí á sínum tíma setið á þingi við góðan orðstír. Ástþór Magnússon var nær óþekktur af þorra manna og Pétur Kr. Hafstein og Guðrún Pétursdóttir, sem hætti við fram- boð fyrir kosningar, voru einna helzt þekkt í eigin röðum og þá af ágætum störfum sínum þar, en síður út í þjóðfélaginu þar sem atkvæð- in eru. Miðað við þessar staðreyndir og þessar aðstæður geta þau öll vel við unað. Ólafur Ragnar Grímsson hefur að vísu notið góðs af þeim minnkandi þjóðfélagsátökum sem fyrr er að vikið og einkennt hafa tímabilið eftir kalda stríðið og þeirri þverpólitísku þróun sem hér hefur orðið og oft hefur verið minnt á hér í blaðinu, en það breyt- ir engu um þá staðreynd, að árangur hans er mikill og óumdeilanleg- ur persónulegur sigur. Hann hefði þótt óvæntur á sínum tíma, nán- ast óhugsandi, en ekki að breyttum aðstæðum eins og nú horfír. Þjóðfélagið er gjörbreytt og enginn þekkir það til hlítar. Eða hver þekkir kjör þeirra sem verst eru settir? Og hvaða áhrif hefur afstað- an til Evrópusambandsins eða auðlindarinnar, en þessi viðkvæmu stórmál eru enn óuppgerð í þjóðfélaginu. Þau eiga áreiðanlega eftir að koma til kasta þingsins — og það líklega fyrr en seinna. Jafnvel um eða upp úr næstu kosningum. Um leið og Morgunblaðið óskar forsetahjónunum Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur og Ólafí Ragnari Grimssyni til hamingju með kosninga- úrslitin, velgengni í nýjum störfum og allra heilla, er ástæða til að minna á að þjóðin hefur síðasta orðið og þeim dómi verður ekki áfrýj- að. Megi sárin eftir Sköfnung, sem Ásgeir Ásgeirsson vék að á sínum tíma, gróa sem fyrst eftir harða rimmu. Ólafur Ragnar Grímsson ætti að hafa burði til að safna þjóðinni saman undir sameiningar- tákni Bessastaða, en það er frumskylda forsetans og meginverkefni, auk annarra starfa sem um er fjallað eða að er vikið í stjórnarskrá íslands, eða þeim anda laganna sem tími og reynsla hafa innblásið í lýðræðishefð okkar. Niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir kosningar og úrslit forsetakjörsins 29. júní 1996 39,5 40,4 39,5 40,86 37,7 % 31129,6 29.6.30'6, 29,20 26,04 | Félagsvísindastofnun 26.-27. júní DV og Stöð 2, 27. júní Talnakönnun 27. júní Gallup 27.-28. júní I ÚRSLITIN 29. júní 3,3 o 5 , 3,4 2 64 =..ZÆ_HS^g >lafur Ragnar Grímsson Pétur Kr. Hafstein Guðrún Agnarsdóttir Ástþór Magnússon Stuðningur við Ólaf Ragnar jókst rétt fyrir kjördag Skoðanakannanir voru nánast sam- hljóða úrslitunum STEFÁN Ólafsson, prófessor og forstöðumaður Félagsvís- indastofnunar, telur að nei- kvæðar auglýsingar sem birtust um Ólaf Ragnar Grímsson skömmu fyrir kosningar hafi leitt til þess að stuðningur við framboð hans jókst. Þetta sé ein af skýringunum á því að Óiafur fékk heldur meira fylgi í kosningunum en skoðanakannanir gáfu til kynna að hann fengi. Ólafur Ragnar fékk 40,9% greiddra atkvæða í kosningunum, en það er heldur meira fylgi, en skoðan- akannanir, sem gerðar voru tveimur dögum fyrir kosningar, gáfu til kynna að hann myndi fá. Þær mældu fylgi hans 39-40%. Fylgi annarra fram- bjóðenda er hins vegar heldur meira í könnunum en í kosningunum. Mun- urinn er þó vel innan skekkjumarka. Síðustu kannanir, sem gerðar voru síðustu tvo dajga fyrir kjördag, gáfu til kynna að Olafur Ragnar væri að auka fylgi sitt. Eina undantekningin er síðasta könnun Gallup, sem gerð var á fimmtudag og föstudag í síð- ustu viku. Þorlákur Karlsson, sér- fræðingur hjá Gallup, sagðist ekki geta skýrt þetta til hlítar. 80% könn- unarinnar hafi verið gerð á fimmtu- deginum og 20% á föstudeginum. Ólafur Ragnar hefði verið með meira fylgi seinni daginn, sem gæfi til kynna að hann hefði verið að auka við sig fylgi. Síðustu kannanir gefa réttustu myndina Ólafur Ragnar Grímsson fékk heldur meira fylgi í kosningunum en skoðanakannanir, sem gerðar voru skömmu fyrir kjördag, gáfu til kynna að hann myndi fá. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar telur að birting nei- kvæðra auglýsinga um Ólaf Ragnar hafi átt -------------------------------------^----- þátt í að auka stuðning við hann. Egill Olafs- son ber úrslit forsetakosninganna saman við skoðanakannanir. hafa þeir oftast verið nær kjördegi en aðrir og þar með haft meiri líkur á að fara nær úrslitum. Blaðið hefur verið að túlka þetta sem mælikvarða á nákvæmni þeirra kannana, en það er algerlega út í hött,“ sagði Stefán. „Almennt má segja um kannanir sem gerðar voru síðustu daga fyrir kjördag, að þær fara eins nálægt úrslitum kosninga og hægt er að ætlast til af könnunum. Skoðana- kannanir eru ekki það nákvæm mæli- tæki að þær eigi að geta sagt fyrir um úrslit kosninganna upp á auka- staf, ekki frekar en að trésmiðir geta notað tommustokk til að mæla tíunda hluta úr millimetra.“ Stefán Ólafsson sagði að meiri lík- ur væru á að kannanir, sem gerðar væru rétt fyrir kjördag, endurspegl- uðu niðurstöðu kosninga en þær sem væru gerðar væru nokkrum dögum fyrir kjördag. Þetta ætti sérstaklega við þegar einhveijar breytingar væru að verða á fylgi, eins og var í þessu tilviki. Að öðru leyti væri ---------- það hending hvaða könnun kæmist næst úrslitunum. Síðasta könnun Félags- vísindastofnunar var gerð 26.-27. júní, en þó að stærstum hluta þann 26. Talnakönnunar og DV Uppsveifla hjá Ólafi rétt fyrir kjördag Þorlákur Karlsson sérfræðingur hjá Gallup sagðist telja ljóst að stuðn- ingur við Ólaf Ragnar hefði verið að aukast daginn fyrir kjördag. Það væri ekki hægt að afgreiða það sem ingar í garð Ólaýs Ragnars hafi bætt í við þessa sveiflu, sem þá var hafin, og fleytt honum upp fyrir allar skoð- anakannanirnar," sagði Stefán. Stefán sagðist þó ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsingarnar væru eina skýringin á auknu fylgi við Ólaf Ragnar. Barátta og baráttuaðferðir frambjóðenda hafi einnig haft sín áhrif. „Um miðja vikuna sýndi skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar að bilið milli frambjóðenda var orðið tiltölulega lítið. Skýringin á því var að hluti af fylgi Ólafs var greinilega að færast til Guðrúnar. Eg tel að þegar það fólk, sem var að færa sig þarna á milli, sá möguleika á að Pétur gæti farið upp fyrir Ólaf hafi það snúið til baka.“ Pétur að dala síðustu vikuna Kannanir traustari en vangaveltur Kannanir voru gerðar 27. júní og síðasta könnun Gallup var gerð 27.-28. júní eða daginn fyrir kjördag. Ef litið er á einstakar skoðana- kannanir er minnstur munur á úrslit- um kosninganna og niðurstöðum síð- ustu skoðanakönnunar DV. Skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar kem- ur þar á eftir, en mestu munar á úrslitunum og könnun Gallup. „DV hefur alltaf lagt áherslu á að gera sína síðustu könnun mjög ná- lægt kjördegi. Þó það gildi ekki núna tilviljun að allar skoðanakannanir sýndu minni stuðning við Ólaf en hann fékk í kosn- ingunum. Stefán er sama sinnis. Hann sagði að skoðanak- annanirnar, sem gerðar voru í vikunni fyrir kosningar og um helgina, sýndu að Ólafur var að missa talsvert mikið fylgi í byijun vikunn- ar. Síðasta könnun Félagsvísinda- stofnunar hefði hins vegar sýnt auk- inn stuðning við hann. Könnunin hafði leitt í ljós að uppsveifla Guðrún- ar hafði stöðvast og Pétur var farinn að missa fylgi. „Ég tel einsýnt að þessi sveifla til Ólafs, sem var hafin strax á miðviku- dag, hafi haldið áfram til kjördags. Mér sýnist að kannanir Félagsvís- indastofnunar gefi þeirri tilgátu stuðning, að þessar neikvæðu auglýs- Samkvæmt könnunum Félagsvís- indastofnunar var fylgi við Pétur að minnka síðustu vikuna fyrir kjördag. Fylgi við hann var 33,3% í könnun sem gerð var 22.-23. júní, 32,6% í næstu könnun og 31,2% í --------- síðustu könnuninni. Hann fékk síðan 29,2% fylgi í kosningunum. Stefán sagði að flest benti til að fylgi hans hefði Uppsi Guðr stöðv náð hámarki viku fyrir kosningar og dalað síðan hægt. „Kosningabarátta hans síðustu vikuna var bara endur- tekning á því sem hafði verið lengi. Það var ekkert nýtt í henni og hún þess vegna kannski ekki til þess fall- in að bæta neinu nýju við. Ég held að hann hafi í upphafi vikunnar ver- ið búinn að fuilnýta sér sín sóknar- færi. Ólafur Ragnar breytti hins veg- ar aðeins um takt í sinni baráttu viku fyrir kosningar og sendi kjósendum m.a. mynd af sér, sem sjálfsagt hefur virkað vel á einhveija." Skoðanakannanir sýndu stóraukið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.