Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 35

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 35 FORSETAKJÖR Úrslit forsetakjörsins 29. júní1996 _____ ™71 Atkvæðatölur 68.370 °J®f“rr PéturKr. Guðrún Ástþór Hafstein Agnarsd. Magnúss. Auðir seðlar og ógild atkvæði Ólafur Ragnar i ,tu /o Auðir seðlar og ógild atkvæði Guðrún Agnarsdóttir 2,64% Ástþór Magnússon Pétur Kr. Hafstein Hlutfallstölur Kjördæmi: Reykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland LANDIÐ ALLT Frambjóðendur Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði % Atkvæði Hlutfall Ástþór Magnússon 1.812 2,69 1.187 2,74 195 2,28 109 2,08 159 2,61 430 2,63 195 2,53 335 2,62 4.422 2,64% Guðrún Agnarsdóttir 18.413 27,35 10.827 25,00 2.158 25,26 908 17,29 1.523 24,99 4.374 26,80 2.113 27,44 3.262 25,51 43.578 26,04% Óiafur Ragnar Grímsson 24.913 37,00 17.330 40,02 3.955 46,29 2.163 49,75 2.825 46,36 7.470 45,77 3.818 49,58 5.446 42,59 68.370 40,86% Pétur Kr. Hafstein 21.164 31,43 13.519 31,22 2.145 25,11 1.558 29,66 1.534 25,17 3.874 23,73 1.481 19,23 3.588 28,06 48.863 29,20% Auð atkvæði og ógild 1.028 1,53 441 1,02 91 1,07 64 1,22 53 0,87 174 1,07 94 1,22 156 1,22 2.101 1,26% Atkvæði samt. / Kjörsókn 67.330 84,85 43.304 86,81 8.544 87,68 5.252 85,43 6.094 85,12 16.322 86,00 7.701 85,74 12.787 88,43 167.334 85,94% Á kjörskrá 79.351 100% 49.882 100% 9.745 100% 6.148 100% 7.159 100% 18.980 100% 8.982 100% 14.460 100% 194.707 100% fylgi við Guðrúnu Agnarsdóttur vik- urnar fyrir kjördag. I könnunum sem gerðar voru skömmu fyrir kosning- arnar mældist fylgi við hana 26-28%. Svo er að sjá sem fylgisaukning henn- ar hafi stöðvast og hún fær ívið minna fylgi í kosningunum en hún fékk í könnunum sem gerðar voru á mið- vikudag og fimmtudag. Síðasta könn- un Félagsvísindastofnunar gaf þetta tii kynna því að Guðrún mældist með minna fylgi í henni en í könnuninni á undan. Ástþór Magnússon fékk heldur minna fylgi en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að hann fengi. „Reynslan í alþingiskosningum hefur sýnt okkur að ný framboð og óvenju- leg framboð fá iðulega meira fylgi í könnunum en í kosningum. Eg held að þetta eigi við um framboð Ást- þórs. Mönnum hefur líkað ágætlega við hann og hans framgöngu, en hún var óneitanlega það óvenjuleg að þegar á hólminn er komið setja menn atkvæði sitt á hefðbundnari valkosti. Olafur hefur líklega notið góðs af því að einhveiju leyti.“ Stefán sagði að síðasta könnun Félagsvísindastofnunar sýndi að Ól- afur Ragnar hefði verið í sókn, en hinir frambjóðendurnir þrír að tapa fylgi. Ef tekið væri mið af þessari fylgissveiflu og áhrif hennar reiknuð fram til kjördags yrði niðurstaðan nánast samhljóða úrslitum kosning- anna. Skoðanakannanir hjálpuðu Pétri ekki Talsvert hefur verið rætt um það að skoðanakannanir hafi haft mikil áhrif á kosningabaráttuna. Þorlákur sagðist telja varhugavert að gera mikið úr áhrifum kannana á úrslit kosninganna. „Þegar Pétur var búinn að koma sér vel fyrir í öðru sætinu og kann- anir gáfu til kynna að hann væri í talsverðri sókn töldu flestir að þetta --------- yrði barátta milli hans og /eifla Óiafs. Skoðanakannanirnar Úna/ myndu beinlínis stuðla að ,. því. Það gerðist hins vegar aoist ekki. Það var frambjóðand- inn í þriðja sæti sem vann langmest á,“ sagði Þorlákur. Stefán sagði að fyrir tíina skoðan- akannana hefðu spekingar af ýmsu tagi túlkað þá strauma sem þeir töldu eiga sér stað meðal þjóðarinnar. „Svona upplýsingar hafa alltaf verið settir fram í kosningabaráttunni. Nú hafa skoðanakannanir tekið við af mönnum sem hafa verið að túlka landslagið annað hvort út frá tilfinn- ingum sínum eða hagsmunum. Ég held að þetta sé framfaraskref því að kannanir gefa traustari upplýs- ingar en vangaveltur spekinga og ' hagsmunaaðila.“ V. - •-» / * N- r -* * CN '/ g>A-7t< 11 j ttJJJJJJ'1 ujt ir'Jv) iju ui í framboði: Fjöldi atkvæða 82,0% Hlutfall atkvæða Ásgeir Ásgeirsson 32.924 46,7% Bjarni Jónsson 31.045 44,1% Gísli Sveinsson 4.255 6,0% 3,2% 6,0% Auðir og ógildir seðlar 2.223 Samtals: 70.447 3,2% 100,0% 1968 0,9% «112-737 í framboði: Fjöldi atkvæða Hlutfall atkvæða Kristján Eldjárn 67.544 65,0% Gunnar Thoroddsen 35.428 34,1% Auðir og ógildir seðlar 918 0,9% Samtals: 103.890 100,0% 0 4% 14,0% I framboði: Fjöldi atkvæða Hlutfall atkvæða Vigdís Finnbogadóttir 43.611 33,6% Guðlaugur Porvaldsson 41.700 32,2% Albert Guðmundsson 25.599 19,8% Pétur J. Thorsteinsson 18.139 14,0% Auðir og ógildir seðlar Samtals: 546 0,4% 129.595 100,0% í framboði: Fjöldi atkvæða Hlutfall atkvæða Vigdís Finnbogadóttir 117.292 92,7% Sigrún Þorsteinsdóttir 6.712 5,3% Auðir og ógildir seðlar 2.531 2,0% Samtals: 126.535 100,0% 8 kjdrskrga 194.707 167.334 j . 88,94% í framboði: Fjöldi atkvæða Hlutfall atkvæða Ólafur Ragnar Grímsson 68.370 40,86% Pétur Kr. Hafstein 48.863 jj| 29.20% Guðrún Agnarsdóttir 43.578 26,04% Ástþór Magnússon 4.422 2,64% Auðirog ógildir seðlar 2.101 1,26% Samtals: 167.334 100,00% ,26% 2,64% Olafur Ragnar kjörinn með 40,9% atkvæða ÓLAFUR Ragnar Grímsson hlaut 68.370 atkvæði í forsetakosning- unum sl. laugardag eða 40,9% greiddra atkvæða. Pétur Kr. Haf- stein fékk 48.863 atkvæði eða 29,2%, Guðrún Agnarsdóttir 43.578 atkvæði eða 26% og Ástþór Magnússon 4.422 atkvæði eða 2,6%. Auð eða ógild atkvæði voru 2.101 sem er 1,3% greiddra at- kvæða. Fylgi Ólafs mest á Vestfjörðum og Austurlandi Ólafur Ragnar fékk flest at- kvæði frambjóðenda í öllum kjör- dæmum. Fylgi hans var mest á Austurlandi og Vestfjörðum þar sem það var um 50%. Fylgi hans í Reykjavík var 37% og 40% á Reykjanesi. Pétur fékk mestan stuðning í Reykjavík og á Reykjanesi. Hann var með næstmest fylgi í fimm kjördæmum, en Guðrún var með meira fylgi en hann á Vestur- landi, Norðurlandi eystra og Aust- urlandi. Forskot Ólafs Ragnars á Pétur er 11,6% prósentustig. Þetta er nokkuð meiri munur en skoðana- kannanir höfðu gefið til kynna að yrði milli tveggja efstu manna. í forsetakosningunum 1980 var munurinn á Vigdísi Finnbogadótt- ur og Guðlaugi Þorvaldssyni 1,4%. Vigdís var þá kjörin með 33,6% greiddra atkvæða. Kjörsókn var 85,9% Á kjörskrá í forsetakosningun- um voru 194.707 oggreiddu 167.334 atkvæði. Kjörsókn var því 85,9% sem er heldur minna en í forsetakosningunum 1980 og 1968. Kjörsókn var minnst í Reykjavík 84,8% en mest á Suðurlandi 88,4% og Vesturlandi 87,7%. Embættistaka í Al- þingishúsi 1. ágúst NÝKJÖRINN forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tekur við embætti og vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni 1. ágúst nk. í Alþingishúsinu við hátíðlega athöfn. Kristján Andri Stefánsson, deildar- stjóri í forsætisráðuneytinu, segir að undirbúningur vegna embættistök- unnar hefjist á næstu dögum en bú- ast megi við að athöfnin verði með hefðbundnu sniði. „Það eru ríkisstjórn, Alþingi og Hæstiréttur sem standa að innsetn- ingarathöfninni í sameiningu. At- höfnin hefur alla tíð verið í föstum skorðum en nýkjörinn forseti er sett- ur inn í embættið af handhöfum for- setavalds, forsætisráðherra, forseta segir Kristján Andri. Athöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en að lokinni athöfn verður gengið til Alþingishússins þar sem embættistakan fer fram. Forseti Hæstaréttar lýsir forsetakjöri og út- gáfu kjörbréfs og mælir fram eiðstaf eða drengskaparheit sem forseti und- irritar. Að þessu loknu gengur forseti út á svalir þinghússins og minnist fósturjarðarinnar en flytur síðan ávarp í þingsalnum. Athöfninni iýkur með því að sunginn verður þjóðsöngur íslendinga. Virðuleg athöfn Þegar Vigdís Finnbogadóttir var sett í enibætti árið 1980 voru við- staddir embættistökuna, auk hand- hafa forsetavalds, ríkisstjórnin, dóm- arar Hæstaréttar, sendimenn er- lendra ríkja, forsetar Alþingis og fyrstu varaforsetar, formenn stjórn- málaflokka og þingflokka, fulltrúar ýmissa landssamtaka og stéttarsam- banda, forstöðumenn ríkisstofnana og fulltrúar íjölmiðla. Við embættistöku Vigdísar hljóð- aði drengskaparheit hennar: „Ég undirrituð, sem kosin er forseti ís- lands um kjörtímabil það, er hefst 1. ágúst 1980 og lýkur 31. júlí 1984, heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnar- skrá lýðveldisins íslands."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.