Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 39 AÐSENDAR GREINAR Fj ár magnstekj uskattur ellilífeyrisþega Á NORRÆNNI ráðstefnu um framtíð velferðarsamfélagsins, sem haldin var nýlega, kom fram að ellilífeyr- isgreiðslur, sem hlut- fall af vergri þjóðar- framleiðslu árið 1994, voru miklu lægri á ís- landi en í flestum öðr- um Evrópulöndum. Árið 1994 fengu 24.105 ellilífeyrisþeg- ar greidda rúma 10 milljarða í ellilífeyri, en þá nam verg þjóðar- framleiðsla rúmum 421,7 milljörðum króna. Það þýðir, að Margrét H. Sigurðardóttir 2,38% af vergri þjóðarframleiðslu fóru í lífeyri til ellilífeyrisþega á íslandi 1994. Til samanburðar við hin Norðurlöndin greiddi Noregur 6,5% af vergri þjóðarframleiðslu 1994 í ellilífeyri, Danmörk 7%, Sví- þjóð 10,5% og Finnland 10%. Nú á að skerða 2,38 prósentin, sem ríkið var svo rausnarlegt að greiða ellilífeyrisþegum, með því að láta vaxtatekjur skerða trygg- ingabætur þeirra ofan á annað, en vextir hafa verið skattfijálsir. Á síðasta degi Alþingis varð þessi vaxtatekjuskattur að lögum og mun hann nema 10%. Jafnframt mun skattur af öðrum ijármagnstekjum, svo sem leigu, söluhagnaði, arði o.fl. verða 10% í stað 41,94% áður, það er að segja, ef tekjur einstakl- inga eru komnar yfir skattleysis- mörkin, sem eru 58.522 kr. á mán- uði. Mig langar til að ræða nánar um skatta. Margir tala um tvís- köttun, en ég vil meina að það hafi verið um þrísköttun að ræða þegar lífeyrissjóðs- greiðslur eiga hlut að máli síðan árið 1988, að staðgreiðsla skatta var tekin upp. Fyrst borgum við skatt af 4%, sem við lögðum í lífeyrissjóð. Síðan borgum við skatt þegar við fáum greiðslu úr lífeyrissjóðnum og 3. og versti skatturinn (sem er dulbúinn) er, að 45% af lífeyrissjóðsgreiðslunni skerðir tekjutryggingu, heimmilis- uppbót og sérstaka heimilisuppbót- in skerðist um 100%. Hvers vegna vorum við að greiða í lífeyrissjóð? hjá þeim, sem enn eru að vinna og greiða 4% af launum í lífeyrissjóð, en þeim skatti lýkur 30. júní. Það er einnig athyglisvert, hvað ellilífeyririnn er orðmn lítill hluti af bótagreiðslunum. Áður var hann töluverð upphæð og hann fengu allir, óháð tekjum frá 67 ára aldri, fram til ársins 1992. . Árið 1979 var tekjutrygging 91,84% af ellilífeyri. Nú í dag er óskert tekjutrygging 24.605 kr. á mánuði og ætti ellilífeyrir því að vera 26.791 kr. ef sama hlutfall héldist, en hann er aðeins 13.373 kr. hjá einstaklingi. Það er nefni- lega mun auðveldara að skerða tekjutrygginguna en ellilífeyrinn. Fjármálaráðherra gerði grein fyrir því í Morgunblaðinu 12. júní sl. að vaxtatekjur yrðu skattskyldar Er hægt að skerða bótagreiðslur með vaxtatekjum 1995, spyr Margrét H. Signrðardóttir, þegar vextir verða ekki skatt- skyldir fyrr en 1997. frá 1. janúar 1997. Þetta þýðir, að eingöngu vaxtatekjur, sem skapast eftir gildistöku laganna, verða skattskyldar. Ennfremur las ég tvær ágætar greinar eftir fjármála- ráðherra í Morgunblaðinu 20. og 21. júní um samræmda skattlagn- ingu fjármagnstekna, en hann minntist ekki einu orði á það, sem ég óttast mest! Það er skattur, sem eingöngu kemur niður á lífeyrisþeg- um með skerðingu á tekjutrygg- ingu, heimilisuppbót og sérstakri heimilisuppbót. Sú regla hefur verið notuð, að 45% af skattskyldum tekjum öðrum en bótum almannatrygginga hafa Júní1996 Dæmi um greiðslur til þriggja kr. kr. kr. ellilífeyrisþega eldri en 70 ára, þar Lífeyrissjóðsgreiðslur 0 40.000 81.000 sem tveir fá greiðslur úr lífeyris- Ellilífeyrir 13.373 13.373 13.373 sjóði. Tekjutrygging 24.605 18.444 0 Heimilisuppbót 8.364 6.270 0 SÁ TÖFLU Sérstök heim.uppbót 5.754 0 0 Uppbót 35% 4.681 0 0 Ekki eru greiddar gullfyllingar, Uppbót 25% 0 3.343 0 krónur eða brýr. Skattleysismörk Samtals: 56.777 81.430 94.373 58.522 80.986 = 0 tekjutrygging. Sjónvarpsgjald 2.000 2.000 0 Ríkið var fljótt að draga 15% Fastagjald af síma 461 0 0 skattaívilnunina, sem lífeyrissjóðs- Alls: 59.238 83.430 94.373 þegar 70 ára og eldri fengu í fyrra, Skattur 41,94% 0 -9.608 -15.036 til baka um síðustu áramót. Þeir Nettó tekjur 59.238 73.822 79.337 fengu hana í eitt ár, en hefðu átt Greiðslur TrvEreinera- 75% 50% 0 að fá hana að minnsta kosti í 5 ár. stofnunar í tannvið- Enn er verið að taka skatt af 1% gerðum skert tekjutryggingu og heimilis- uppbót. Þó má einstaklingur hafa 18.110 kr. á mánuði, áður en skerð- ing hefst og 26.308 kr. ef hann er með greiðslur úr lífeyrissjóði. í fyrra tilfellinu fær maðurinn ekkert nema ellilífeyri, kr. 13.373 á mánuði, ef aðrar tekjur eru 72.788 kr. á mán- uði eða meiri og lífeyrissjóðsþeginn fær einnig bara 13.373 kr. ef tekjur hans eru 80.986 kr. eða meiri á mánuði. Annað hjóna fær 12.036 kr á mánuði í ellilífeyri, en heildar- greiðslur til hvors þeirra eru yfir- leitt aðeins 70% af því, sem ein- staklingur getur fengið. Ég hef verið að reyna að komast að því, hvort vaxtatekjur muni skerða tekjutryggingu nú í haust, þegar nýjar tekjur verða teknar inn af síðasta skattframtali. Mér er sagt, að 50% af vaxtatekjum verði færðar inn og 45% af þeirri upphæð muni skerða tekjutryggingu og heimilisuppbót. Þetta þýðir, að 22,5% af vaxtatekjum 1995 muni skerða tekjutrygginguna ef hún er fyrir hendi. Þetta getur þýtt það, að lífeyris- þeginn missi þá tekjutryggingu, sem hann hafði, og þau hlunnindi sem fylgdu henni. Láglaunauppbót, orlofsuppbót og desemberuppbót falla þá niður. Einnig fær hann ekki lyfjauppbót, frítt sjónvarps- gjald né greiðslur í tannviðgerðum. Hann fær bara ellilífeyri kr. 13.373 á mánuði. Hvernig má það vera, að hægt sé að skerða bótagreiðslur með vaxtatekjum frá árinu 1995, þegar vextir verða ekki skattskyldir fyrr en 1. janúar 1997? Við í Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælum þessu harðlega. Höfundur er viðskiptafræðingur og varaformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Snj óflóðavamir ÖLLUM eru í fersku minni hinir hræðilegu atburðir á Vestfjörð- um. Þjóðin sýndi hug sinn í verki með söfn- unum og gjafir bárust víða að. í rauninni má segja að öll þjóðin hafi vakn- að við vondan draum því missir mannslífa er nokkuð sem við get- um aldrei sætt okkur við. Þó eignatjón verði óhjákvæmilega í svona hamförum tekur það ekki eins í og mannsk- aði. íbúar þessara þorpa virðast virkilega hafa leikið sér að eldinum og ekki hlustað á viðvaran- ir glöggra manna, beinlínis þaggað niður í þeim. Má nefna er Súðvík- ingar settu leikskólann á versta stað sem hægt var. Minnisstæð er bygging sorpeyð- ingarstöðvar þegar verkamenn við byggingu hennar urðu frá að hverfa vegna snjóflóðahættu, Samt var haldið áfram og stöðin tekin í notk- un. Síðan varð hún fyrir snjóflóði og stóð mjög tæpt að mannskaði yrði. Má segja að aulaheppnin hafí verið með okkur eina ferðina enn. Ekki minnist ég þess að nokkur hafi verið gerður ábyrgur eða regl- ur hertar. Ekki er hægt að halda svona áfram. Það verður að setja skýrari reglur og gera bæjarfélögin sjálf ábyi-g fyrir gjörðum sínum, því ekki er hægt að skattleggja húseig- endur endalaust. Gjald- þol þeirra er fyrir löngu sprengt þannig að þar er enga peninga að hafa. Sé litið til þessara litlu þorpa er ljóst að framtíð þeirra er ekki björt. Breyttar kröfur til lífsgæða gera það að verkum að þau geta ekki staðið undir þeim og munu komandi kynslóðir hafna búsetu í svona fámenni. Þessa er þegar farið að gæta og mun vera erfitt að sporna við því. Tilefni þessarar greinar er kynn- ing á snjóflóðavörnum fyrir Flat- eyri og verð ég nú að segja að ég hef aldrei séð annað eins, hvet ég Flateyringa til að hafna þessu alfar- ið. Það eru til ótal leiðir til að veija byggðina fyrir minni peninga en 400 milljónir. Þegar litið er til svona atburða þarf að huga að því hvaða breyting- ar hafa átt sér stað því þvílíkt hef- ur ekki gerst í hundruð ára. Tilefni þessarar greinar er kynning á snjóflóðavörnum fynr Flateyri, segir Magnús Þórðarson og hvetur Flateyringa til að hafna þeim alfarið. Sé litið á fjallið fyrir ofan þorpið má sjá að tímans tönn hefur unnið á því. Mikið hefur molnað úr því, skriður hafa stækkað og hækkað og þannig orðið brattari. Þetta gerir það að verkum að fyllur er losna úr fjallinu ná nokk- urs konar rússíbanarennsli niður fjallið og niður að þorpinu og fer það eftir aðstæðum hversu langt flóðið dregur. Aðstæður hafa breyst, fyrir utan aukinn halla er nú allt orðið slétt og fellt. Engir stallar og engar nibbur. Þegar snjó- ar ofan á hreinan gleijung er voð- inn vís. Þessar aðstæður hafa verið að skapast á löngum tíma og trú- lega á þetta við víða um land. Það er aðeins tvennt sem stöðvar snjóflóð, það er lóðrétt fall á lárétt- Magnús Þórðarson an flöt og einnig er láréttur flötur snjóflóði ofviða. Þetta náttúrulög- mál getur hver sem er prófað í tröppunum heima hjá sér. Snjóflóð í falli er í raun eins og útdregin harmonikka en þegar það stöðvast hefur hún dregist saman og þunginn á fermetra hefur marg- faldast. Að framansögðu er auðveldast að eiga við flóð er það kemur niður á láglendi þó hægt sé einnig að stalla skriðurnar, en ýtumenn eig- um við góða. Einnig er mjög ódýrt að ýta upp varnargarði við skriðujaðarinn og taka efni úr honum og er þessi lausn sú ódýrasta. Þá má einnig taka fyrir svæðið frá skriðujaðri að þorpinu og stalla það í lárétta fleti og væri vel hugs- anlegt að gera t.d fótboltavöll í leið- inni. Á þessu svæði fer máttinn að draga úr flóðinu og munar öllu hver hallinn er á landinu og því nauðsynlegt að hann sé sem minnstur og mætti vel hugsa sér að hafa hann öfugan á hveijum stalli til að tryggja öruggari svörun. Einnig er hægt að vinna láglendi fyrir þorpið með því að vinna sig lárétt inn í landið en trúlega færi mikill peningur í sprengingar, en gott væri fyrir þorpið að hafa þver- hnýptan hamarinn ofan við sig... Þá má vel hugsa sér að byggja tveggja hæða raðhúsalengju í sveig ofan við þorpið með rammbyggðu steyptu þaki og jarðvegsfyllingu upp á það að ofanverðu og vel haegt að ímynda sér að unnt væri að selja misstórar einingar fyrir allskonar starfsemi og ná inn öllum kostnaði. Allar þessar tillögur eru gjald- gengar og ódýrari en sú sem er í kynningu. Þær fara allar betur í landinu og eru þessvegna mun vist- vænni og get ég nefnt fleiri en læt staðar numið hér. Þar sem hinir svokölluðu sérfræðingar hafa að undanförnu nefnt töluna 10 millj- arða í þennan málaflokk og þeir peningar ekki á lausu né í sjónmáli er nauðsynlegt að við stöldrum við og tökum upp þann góða sið að hugsa áður en við framkvæmum. Hefðum við gert það á undangengn- um árum væri staðan önnur en hún er í dag. Höfundur er byggingameistari og matsnmður. mnuAmmt A I r B I D í T S r [ At s • Tölvutengt tímaskráningar- og aðgangskerfi. • Þægilegt og einfalt í meðförum • Fjárfesting sem borgar sig ' J. ÁSTVflLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, simi 533 3535 L0KAÐ í DAG. Útsalan hefst kl. 8 á morgun Odutitv ehf. tískuverslun v/Nesveg Seltjarnarnesi sími 561 1680
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.