Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvað fór úrskeiðis við að koma á Guðsríki á jörðu? UNDIRBUNINGURINN fyrir komu Krists var að senda marga spámenn er áttu að undirbúa jarð- veginn fyrir komu Guðsríkis á jörðu. Guð hafði verið að undirbúa þjóðina með því að hafa Tjaldbúð og Must- eri, er táknaði Krist þ.e.a.s lögmál- ið, setningar og ákvæði fyrir alla ísrael. Samkvæmt Malakí spámanni beið fólkið með mikilli eftirvænt- ingu eftir Elía spámanni er átti að koma áður en hinn mikli og ógur- legi dagur Drottins kæmi. (Mal. 4,4-6). Ástæðan fyrir því, að Guð lét Jóhannes vera svo mikinn í augum Gyðinga, var til þess að allt fólkið tryði vitnisburði Jóhannesar. Ef það tryði vitnisburði hans, gæti Jóhann- es leitt marga til trúar á Jesú sem Messías. Jesús talar um Jóhannes skírara sem Elía, er lærisveinarnir spurðu Jesú: „Hann svaraði: Víst kemur Elía og færir allt í lag. En ég segi yður: Etia er þegar kominn, og menn þekktu hann ekki, heldur gjörðu honum allt sem þeir vildu, Eins mun og mannssonurinn píslir þola af hendi þeirra. “ (Mt. 17,10-12). Að vera eða vera ekki spámaður hins hæsta? Spámaður hins hæsta átti að veita þekkingu á hjálpræðinu (Lk. 1:76-77). Og útbúa Drottni atlægan lýð (Lk. 1:17). Er menn hins vegar sendu presta og Lévíta frá Jerúsal- em til Jóhannesar til að spyija hann: „Hver ert þú? Hann svaraði ótví- rætt og játaði: „Ekki er ég kristur." Þeir spurðu hann: „Hvaðþá? Ertu Etia? Hann svarar: „Ekki er ég hann.“ „Ertu spámaðurinn?“ Hann kvað nei við. “ (Jn. 1,19-21). Þó að vissir menn hafi ekki minnst á það í ritningunni, hljóta menn að hafa einhvern tímann spurt sjálfan sig, hver er þessi Jesús frá Nasaret og hvers vegna talar hann um Jóhannes skírara sem Elía eða spámann hins hæsta? En aðrir biðu allan tímann eftir komu Elía, er kæmi beint ofan af himnum í eldvagni, því að hann hafði farið í eldvagni upp í himin- inn. Og menn áttu því von á að hann kæmi með sama hætti niður. Menn er voru uppi á þessum tímum hijóta oftar en einu sinni að hafa spurt hver annan að því hvernig stæði á því, að Jesús segði slíkt eða að spámaðurinn hins hæsta hefði komið. í því sambandi hljóta margir að hafa spurt: Er ekki þessi Jesús að segja þetta af því að Hann er fals- kristur og lýgur bæði gagnvart vitn- isburði hans Jóhannesar og helgirit- unum, þar sem Jóhannes hafði ekki sagst vera spámaðurinn eða hvað þá Elía er ritningin talar um? Fólkið fór því að líta á Jesús sem Fals-Krist um það leyti og Hann fór að segja að Jóhannes hafi verið þessi stóri spámaður eða meiri en spámað- ur. (Mt. 11,9). Er varð til þess að Kristur mætti þessari gífur- legri mótspyrnu allrar þjóðarinnar. Ennþá minni en sá minnsti í Himnaríki „Hver sem því brýt- ur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það, mun kallast minnstur í himnaríki, en sá, sem heldur þau og kennir, mun mikill kallast í himnaríki." (Mt 5,19). Og er Jesús talar um spámann hins hæsta segir Hann að: „Enginn er sá af konu fæddur, sem meiri er en Jóhannes skírari. En hinn minnsti í himnaríki er honum meiri. “ (Mt. 11,11). Hvernig er hægt að útskýra þessi orð hans öðru vísi en, að sá sem hefur brotið minnsta boðorðið og kennt öðrum það er hinn minnsti í himnaríki. Og samkvæmt því er Jóhannes skírari ennþá minni en sá minnsti í himnaríki. Jóhannes skírari hafði reyndar sagt að hann ætti að minnka en Kristur að stækka. Hvað hafði hann á móti því að þeir báðir stækkuðu? Ef hann hefði virkilega trúað því, að Jesús væri Messías, hvernig get- ur hann minnkað þegar Jesús stækkar? Þjóðin þráði lengi komu Krists, en fann hvergi þennan stóra Elía Þorsteinn Sch. Thorsteinsson er átti að veita þekkingu á hjálp- ræðinu (=Jesú). Jóhannes hafði reyndar fengið opinberun um hver Jesús væri en ekki fylgt honum. Er í fangelsið var komið sendi hann menn til Jesú með þá spurningu: „Ert þú sá sem koma skal eða eig- um við að vænta annars." (Mt. 11,3). Var hægt að neita orðum ritningarinnar? Neitun Jóhannesar skírara, að hann væri Elía, varð til þess, að fólkið yfirgaf Jesúm. Það hélt að Elía mundi koma fyrst, þar sem það trúði á spádóma Malakí. Ef það ætti að trúa Jesú, þá yrði það að neita orðum ritningarinnar, sem spáði að Messías mundi koma eftir komu Elía. Vegna þessara Guð gerði Jóhannes mikinn, segir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson, svo að fólkið tryði vitnisburði hans. ólíku svara Jesú og Jóhannesar, varð fólkið að velja hvorum þessara tveggja það vildi fylgja. Frá því fyrir fæðingu hans Jó- hannesar urðu mörg kraftaverk og allir Gyðingar voru hræddir. Eða eins og segir í Lúkasi að: „eftir- vænting vakin hjá lýðnum, og Allir voru að hugsa í hjörtum sínum um Jóhannes, hvort hann kynni að vera Kristur.“ (3,15). En um Jesú frá Nasaret vissi fólk hins vegar ekkert, Hann var sagður vinur tollheimtumanna og bersyndugra, fólks sem flestir af Gyðingaþjóðinni vildu ekki um- gangast. Afneitaði Móður sinni, var litið á sem Guðlastara, eyðileggjara fjöl- skyldukerfis Móselagana, álitinn þjóðglæpamaður verri en ræninginn Barrabas og sagðist vera Herra hvíldardagsins. Hinir lærðu og virtu, prestar og farísear sögðu, að hann ræki út illa anda með fulltingi Beesebúls. I augum fólksins var Jóhannes skírari allt öðruvísi þar sem hann lifði meinlætalífi í auðninni, át eng- ilsprettur og villihunang. Líf hans var svo til allt öðruvísi en annars fólks og hann virtist vera það mik- ill að prestum og mörgu fólki fannst í hjarta sínu, að Jóhannes skírari gæti verið Messías. Að neita köllun sinni og fá fólkið til fylgdar við sig Ekki hafði Jóhannes skírari fylgt Kristi og lærisveinum hans, heldur hélt hann sinni fjarlægð frá honum, og tók ekki þá ábyrgð á sig er honum bar, að vera spámaður hins hæsta. Ef Jesús sýndist meiri en Jó- hannes skírari myndu þeir hafa fylgt Jesú. Ef Jóhannes skírari sýndist meiri en Jesús, myndu þeir hafa fylgt orðum Jóhannesar skír- ara. „Frá dögum Jóhannesar skírara er ríki himnanna ofríki beitt, og ofríkismenn vilja hremma það.“ (Mt. 11,12). Fyrirstaðan er hafði myndast við það að Jóhannes neit- aði og sagðist ekki vera spámaður- inn eða Elía, virkaði eins og vegg- ur gegn Jesú, þar sem fólkið leit á Krist sem lygara. Þessar gefanlegu afleiðingar ásamt öðrum höfðu það í för með sér, að Jesús átti í miklum erfið- leikum með fá þjóðina til trúar á sig eða byggja Guðsríki á jörðu. Höfundur er formaður samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði. Læknum ber að hlíta landslögum MEÐ setningu nýrra upplýsingalaga fá menn rétt til að kynna sér eða fá afrit af eigin sjúkraskrám, gömium sem nýjum. Áður höfðu menn einungis rétt til yngri skráa. Ólafur Ól- afsson landlæknir birtir athugasemdina „Um rétt sjúklinga" í Morg- unblaðinu 18. maí. Þar segir hann meðal ann- ars að embætti hans hafi allt frá 1972 talið það skýlausan rétt sjúklinga, nema í und- antekningartilfellum, að fá að lesa þessar Sigurður Þór Guðjónsson skrár og hafi það gengið vel í flest- árið 1981 um tilfellum. Áthugasemdinni lýkur manna um á þessum orðum: „Landlæknir telur að sjúklingar eigi að öllu jöfnu skýlausan rétt á að kynna sér skráða sjúkrasögu (eigin) eldri sem nýja og er að fullu samþykkur dómi er nýlega féll í Hæstarétti um slík mál.“ Marghraktar blekkingar Eins og hér kemur fram hefur réttur fólks til að kynna sér eigin sjúkraskrá lengi verið til í reynd, en voru sett lög um rétt aðgang að skjölum um Græðum Island tum landkosti Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti 850 Hella Grænt númer 800 8800 Fax 487 5510 persónulegar upplýsingar um þá. Rétturinn til að fá afhenta sjúkra- skrá var þó ekki skráður í læknalög fyrr en árið 1988 þótt hann hefði lengi áður verið virkur. Reis þá upp ágreiningur um það hvort lögin væru afturvirk. Ætlaði löggjafinn að taka af öll tvímæli um að svo skyldi vera. En í meðferð Alþingis voru á þessu höfð kostuleg enda- skipti. Þingið samþykkti að lokum lög sem aðeins leyfðu að afhenda skýrslur sem skráðar voru eftir 1990. Ástæðan fyrir þessari kú- vendingu var sú að voldugum en fámennum hópi lækna tókst að blekkja þingið með hreinum falsrök- um. Sem sé þeim að læknar hafi staðið í þeirri trú áður fyrr að þeir hafi aðeins verið að færa skýrslur sem þeir einir fengju að sjá. Þessu trúðu þingmenn þrátt fyrir stöðugar ábendingar landlæknis og ýmissa annarra um það að réttur til að- gangs að sjúkraskrám hafi lengi verið til í reynd og læknar því vitað það fullvel að skýrslurnar þeirra yrðu kannski lesnar af öðrum. Umboðsmaður Alþingis staðfesti þetta álit landlæknis enda var það nánast viðtekin skoðun Iögfræðinga og studdist meðal annars við lögin frá 1981. En samt tóku gildi ákvæði læknalaga 1990 sem skertu rétt sjúklinga stórlega frá því sem áður var. Réttur sem áður var til var afnuminn með lagaboði. Þetta leiddi til langvinnra mála- ferla sem landlæknir vísar til í at- hugasemd sinni. I dómi Hæstarétt- ar 26. janúar 1995 voru tekin af öll tvímæli um það, að réttur fólks til aðgangs að sjúkraskrám hafi verið fullvirkur löngu fyrir setningu læknalaganna, bæði frá 1988 og 1990. Það var enn ein staðfestingin á því að helstu „rök“ lækna gegn afhendingu eldri sjúkraskráa, að þeir hafi talið þær vera einkagögn sín, eru hreinn þvættingur. Þó Hæstiréttur tæki ekki í dómi sínum beina afstöðu til þrengingarákvæð- anna frá 1990 er ljóst af greinar- gerð og niðurstöðu réttarins, að forsendur þeirra voru ekki á reistar á staðreyndum. Nú varð ekki hjá því komist að endurskoða ákvæðið enn á ný. Það hefur nú verið gert. Alþingi hefur lært sína lexíu og virðir álit Hæstaréttar. En læknarn- ir hafa ekki lært sína lexíu og gera það líklega aldrei. Þeir eru mjög andvígir því að afhenda eldri sjúkra- skýrslur. Og ef marka má fréttir fjölmiðla kyija þeir enn sama gamla sönginn, sem umboðsmaður Alþing- is, Hæstiréttur og nú Alþingi sjálft hafa „blásið á“ eins og fréttakona ríkissjónvarpsins komst svo skemmtilega að orði í kvöldfréttum 23. maí í samtali við Siv Friðleifs- dóttur. Eina nýja stef læknanna er það að nú heita skýrslurnar „hug- verk lækna“. Og enn eru þeir að þrástagast á því að ekki megi af- henda geðskýrslur. Það geti verið hættulegt. Fólk geti orðið bijálað af að lesa þær. Það sé svo veikt fyrir. Lögum samkvæmt, seg- ir Sigurður Þór Guð- jónsson, getur læknir aldrei neitað neinum um afrit af sjúkraskýrslu. Rannsókn Jóns G. Stefánssonar hefur leitt í Ijós að 67% þjóðarinnar fá geðræna kvilla einhvern tíma á ævinni. Og þótt ekki fái allt þetta fólk um sig magnþrungið lækna- hugverk veit það hvert skólabarn nú á dögum, að rök læknanna um þá hættu sem fólki geti stafað af því að lesa geðskýrslur sínar á ein- ungis við um lítinn hluta þess mikla fjölda, sem slíkar skýrslur eru til um. Hinir eru fullfrískir eða velf- rískir að störfum sínum í þjóðfélag- inu. Einnig í mikilvægum ábyrgðar- stöðum. Þeirra á meðal eru nokkrir læknar. Um þetta atriði hafa læknar því einnig í frammi mjög alvarlegar blekkingar. Auk þess eru þetta slæmir fordómar. Þúsundir full- virkra og fullveðja einstaklinga, sem einhvers staðar eru til um geð- skýrslur vegna minni háttar kvilla, eru settir undir sama hatt og þeir tiltölulega fáu sem haldnir eru al- varlegum geðsjúkdómum. Þjóðin ætti ekki að láta framhjá sér fara þessa fádæma fyrirlitningu geð- lækna á flestum sjúklinga sinna. Skynsamlegur fyrirvari Alþingi hefur vitanlega verið svo forsjált að slá varnagla um afhend- ingu sjúkraskráa. Telji læknir að einhver verði hugsjúkur af að lesa hugverkið um sig ber lækninum skylda til að afhenda landlækni hug- verkið, er ákveður síðan hvort við- komandi sjúklingur virkilega klikkist yfir téðu hugverki. Og þó landlækn- ir sé ekki geðlæknir þá stofna skyn- samir og ábyrgir menn bara lækna- ráð eða eitthvað til að hjálpa honum til að skera úr um réttmæti afhend- ingar. En það verður að koma í veg fýrir að læknar geri það að geðþótta- reglu að neita að afhenda sjúklingi skýrslu en láti hana ávallt ganga til landlæknis. Læknirinn verður að rökstyðja neitun sína faglega. Og ráðgjafar landlæknis skeri síðan úr um réttmæti neitunarinnar. Fólk ætti að gera sér eftirfarandi ljóst í eitt skipti fyrir öll. Lögum samkvæmt getur læknir aldrei neitað neinum um afrit af meistaralegu hugverki um sig í formi sjúkraskýrslu. Honum er skylt að afhenda, afhenda, afhenda. Ef ekki sjúklingi þá landlækni. Og í dómsmálinu fræga, sem landlæknir nefnir í Morgunblaðinu og var próf- mál, var svo um hnúta búið að emb- ætti hans og heilbrigðisráðherra var einnig stefnt, beinlínis til þess að Hæstiréttur gæti unnið það þjóð- þrifaverk að hnykkja á því alveg sérstaklega, að þessi kennivöld eigi beinlínis að beita valdi sínu og þvinga þá lækna sem óhlýðnast landslögum um afhendingarskuldu til að afhenda sjúkraskrár. Víkja þeim hreinlega úr starfí ef ekki vill betur. Svona einfalt er þetta. Höfundur er rithöfundur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.