Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 42
.42 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Sólstöðuferð á Strandir KLUKKAN nálgast miðnætti þann 21. júní þegar við stígum út úr rútunni inn í bjarta, svala sumamóttina við bæinn Munaðar- nes. Þessi bær við Ingólfsfjörð á '' Ströndum þótti einhver besta jörð- in í Árneshreppi þegar stuðst var við hlunnindi. Þar var selveiði, dúntekja, rekaviður og heimræði. Nú er öldin önnur, þótt enn sé búið hér. Við göngum um bæjar- hlaðið og_ meðfram skeijóttri ströndinni. í norðri skaga Dranga- skörð út í hafið, svört við sjón- deildarhring, og litlu austar skín sólin lágt á lofti, glóandi hnöttur á leið austur og niður að haffletin- um. Hún kveikir í skýjunum fyrir ofan og varpar löngum, dumbra- uðum dregli yfir hafflötinn. Við setjumst undir klett og njótum fegurðarinnar. Á sjónum syndir æðarfuglinn með unga sína. Sum- ir ferðafélagarnir ganga um fjör- una og huga að reka, gefa sólinni gætur. Klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir eitt snertir sólin mjúklega sjónarrönd, dvelur þar nokkur andartök en hefur svo göngu sína á ný upp á himinhvel- ið. Og báran andar létt við lága strönd. Við snúum heim í hús Ferðafélags íslands og sofnum undir háum fjöllum Norðurfjarð- ar. Á Valgeirsstöðum í þessari sólstöðu- og fræðslu- ferð F.í. var í fyrsta sinn gist á Valgeirsstöðum, nýjasta húsi Ferðafélagsins sem stendur við Norðurfjörð á Ströndum. Nú hef- ur verið ákveðið að fara svipaða ferð dagana 12. - 15. júlí nk. Norðurfjörður er stuttur fjörður sem gengur inn úr Trékyllisvík. Ferðafélagið festi nýlega kaup á jörðinni Norðurfjörður II með gögnum hennar og gæðum. Húsið er tvílyft, ákaflega heimilislegt og aðstaða öll góð. Þar eru sjö svefnherbergi og geta 25 ferða- langar gist í kojum. Auk þess er eldhús með eldhúskrók, setustofu og baði. I litlum matjurtagarði vex rabarbari. Úr glugga á gangi má sjá út á fjörðinn og yfir á Reykja- neshyrnuna, en þaðan er útsýni gott. Og veðrið lék við okkur, sól og heiðskírt flesta daga. Stutt er í kaupfélagið sem er í Norðurfirði eða um tíu mínútna gangur. Nokkru lengra er í sund- laug að Krossanesi eða um 5 km en þar er mikill jarðhiti. Sundlaug- in er hin myndarlegasta, var byggð árið 1954 í fjöruborðinu, og er hún opin allan sólarhring- inn. Þar syntum við öll kvöld, slöppuðum af og hlustuðum á sjávarniðinn. Eitt kvöldið hreins- uðu félagar úr ungmennafélaginu Leifi heppna fjöruna við laugina, og var það allt til mikillar fyrir- myndar. Við vorum stödd á byggðar- enda. Fyrir norðan okkur tóku við eyðibyggðir Austurstranda og Homstranda. Kista Dapurlegur þáttur í íslandssög- unni eru galdrabrennurnar á sautjándu öld . Galdraplágan var skæðust á Vestfjörðum og tengist mjög nafni Þorleifs Kortssonar sem þá var sýslumaður. Hann var menntaður í Þýskalandi en þar risu galdraofsóknimar hæst í Evr- ópu. Þá hafa Vestfirðingar búið mjög afskekkt og þótt einrænir og fornir í skapi. í Trékyllisvík er gjá sem er opin fram í sjó, nokkuð löng og djúp, sem nefnist Kista. I henni vom þrír menn brenndir á báli fýrir galdra haustið 1654, þeir Þórður Guðbrandsson, Egill Bjarnason og Grímur Jónsson. Ætla má að þeir hafi verið brenndir ofarlega í gjánni þar sem sjór náði ekki til. Þeir hafa verið bundnir við rekavið þar sem nú er gijót. Allt umhverfið er dautt, dmngaleg og ófijótt - og þó. Á nokkrum stöðum ofarlega í gjánni hefur burnirót skotið rótum og gul blómin lýsa eins og sólir. I heimildum frá 17. öld segir m.a.: „Það kemur í góðar þarfir um Ferðafélafflð festi nýlega kaup á jörðinni Norðurfjörður II á Ströndum. Gerður Steinþórsdóttir skrifar um ferð þang- að, miðnætursól í Munaðarnesi, galdra- brennur og fleira. þessar mundir, að reki er mikill á Ströndum. í Trékyllisvík hafa nú tvívegis verið kynt galdrabál með fimm daga millibili." Stund og staðir Reykjaneshyrnan er stakt strýtumyndað íjall og nýtur sín vel þótt það sé ekki hátt. Það er auðvelt uppgöngu en sjávarmegin er fjallið snarbratt og víða ógengt. Sólin tók að skína og gerðist æði heitt daginn sem við gengum á Hyrnuna. Af henni sá vítt og allt til Drangajökuls í norðri. Hvítir mávar flugu yfir lognbláu hafinu. Undir fjallinu er nes. Þar er einkennilegur sjávarhellir sem nefnist Dugguhola, djúpur og dularfullur og berast frá honum drunur og soghljóð í vondum veð- ram. í þetta sinn var allt kyrrt en skuggi féll inn um hellisopið. Leiðsögmaður okkar í þessari fræðsluferð var Haukur Jóhann- esson jarðfræðingur, varaforseti Ferðafélagsins og Strandamaður. Undir hans leiðsögn var ljóst að „alþakinn nöfnum og sögnum er sérhver staður". Haukur bjó á æskuárum í Trékyllisvík en faðir hans var skólastjóri á Finnboga- stöðum. Skólahúsið er ákaflega reisulegt og fallegt, en Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði það. Stutt er að Gjögri við Reykjar- fjörð. Á Gjögri var verstöð um aldir sem einkum var þekkt fyrir mikla hákarlaútgerð. Haukur sagði okkur frá opnu hákarlaskip- unum og skrínukosti sjómanna, hvemig hákarlinn var verkaður og gjörnýttur. Afi hans hafði t.d. sagt honum að menn hefðu rist á kvið hákarlsins og tínt úr honum heilu þorskana. A Gjögri fengum við flís af reyktum rauðmaga, grásleppuveiði að vori er nær eina útgerðin sem eftir er á Gjögri. Síðan gengum við hjá flugvellin- um á Gjögri en þangað er flogið tvisvar í viku. Við héldum niður að vitanum og síðan meðfram ströndinni þar sem spretta heitar laugar í hverri vík. Þjóðveiji sem var í ferðinni talaði af sannfær- ingu um möguleika til sjóbaða þarna og mikinn lækningamátt þarans í fjörunni. Það var með söknuði sem við yfirgáfum Valgeirsstaði þann 23. júní eftir fjögurra daga ferðalag. Þetta hús er eins og önnur hús F.í. boðið félögum og öðrum til gistingar. Á leiðinni suður varpaði Helga Helgadóttir, sem er brott- fluttur Vestfirðingur, fram þess- ari stöku að skilnaði: Nú er bjart um byggð og ijörð bláir tindar skarta sínu. Ennþá vekur vestfirsk jörð vorylinn í hjarta mínu. Höfundur á sæti í stjórn Ferðnfélags íslands. FERÐALANGARNIR við Valgeirsstaði, hús F.f. Á SÉRSTÖKU KYNNINGARVERÐI TIL 31. JÚLÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.