Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 44

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Síðasta og sterkasta mótíð á Suðurlandi Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MIKILL spenningur ríkir fyrir fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna að þessu sinni þar sem saman fer úrval margra bestu hrossa landsins, frábær aðstaða á Gaddstaðaflötum og væntanlega veður við hæfi eins og var á landsmótinu ’94 þar sem þessi mynd var tekin og fjórðungsmótinu 1991 en bæði þessi mót tókust vel í flesta staði. HESTAR Gaddstaöaf latir FJÓRÐUNGSMÓTSUNN- LENSKRA HESTAMANNA FJÓRÐUNGSMÓT sunnlenskra hestamanna hefst á morgun, mið- vikudag, og er gert ráð fyrir að um verði að ræða eitt veglegasta mót sinnar tegundar en jafnframt síðasta fjórðungsmótið sem haldið verður í fjórðungnum ef að líkum lætur. Hafa ýmsir talið að mótið verði að styrk- leika því sem næst landsmótsígildi. Þungamiðja hrossaræktar virðist komin á Suðurland og þar er grósk- an í tamningu og þjálfun hrossa mest. Kynbótasýning verður að líkindum sá þáttur mótsins sem hvað mestr- ar athygli mun njóta. Tólf hross verða sýnd með afkvæmum. Angi frá Laugarvatni er nú kominn í heiðursverðlaun með 129 stig í kynbótamati fyrir 50 afkvæmi eða fleiri. Orri frá Þúfu og Piltur frá Sperðli eru sýndir til fyrstu verð- launa, Orri með 129 stig en Piltur 123 stig. Einn stóðhestur, Platon frá Sauðárkróki, hlýtur önnur verðlaun og er hann með 119 stig. Tvær hryssur í heiðursflokkinn Hryssurnar eru alls átta í af- kvæmasýningu, tvær sýndar til heiðursverðlauna, þær Glíma frá Laugarvatni sem er með 126 stig og Brana frá Kirkjubæ sem er með 124 stig. Af hryssum sem sýndar eru til fyrstu verðlauna standa efstar Gola frá Brekkum og Perla frá Kjartanssstöðum með 119 stig. Næstar með 118 stig koma Blíða frá Gerðum og Dúna frá Stóra-Hofi en Gyðja frá Gerð- um er með 117 stig og Blíða frá Kálfsholti rekur lestina með 116 stig. I einstaklingsflokkum kemur fram mikið úrval mjög góðra hrossa bæði meðal stóðhesta og hryssna. Mætti þar nefna nefna mörg nöfn til sögunnar en látið skal nægja að nefna þá Loga frá Skarði og Víking frá Voð- múlastöðum sem efstir standa að lokinni forskoðun í flokki stóð- hesta sex vetra og eldri. Þykir það tíðindum sæta að hér skuli tveir fjórgangshestar beijast um efsta sætið og kannski talandi tákn um nýja ræktunarstefnu þar sem töltið er í öndvegi. Fjórgangshestar á topnum Ekkert lát virðist á mikilli grósku í ræktunarhópssýningum en alls munu fimmtán hópar koma fram. Þeir eru frá Grenstanga, Þormari Andréssyni, Hvolsvelli, Brynjari Vilmundarsyni, Feti, Torfastöðum, Kirkjubæ, Hala, Vestri-Garðsauka, Miðkoti, V-Landeyjum, Raufarfelli II, A-Eyjafjöllum, Kjarnholtum I, Sigurði Ragnarssyni, Þúfu, Laugarvatni, Hvítárholti, Skarði á Landi og Hrepphólum. Þessar sýningar hafa notið mikilla vinsælda gegnum árin og þykja gefa góða innsýn í hvað hvert bú hefur upp á að bjóða. Aukin spenna í gæðungunum Gæðingakeppnin verður nú með nýja sniðinu sem reynt hefur verið á nokkrum félagsmótum í vor og gefist vel að mati margra. Það má kannski segja að nú fyrst á svona stóru móti þar sem hátt í 70 hross keppa í hveijum flokki komi þetta að fullum notum í tíma- sparnaði auk þess að hleypa meiri spennu í keppnina. Fjórir hestar verða á vellinum í senn í forkeppn- inni en síðan fara 20 efstu í fulln- aðardóm og átta efstu úr þeim slag í úrslit. Undanfarin tvö til þijú ár hafa stóðhestar sett svip sinn verulega á gæðingakeppni stórmótanna. En nú munu þeir að líkindum verða enn meira áberandi því talið er að hátt í tuttugu stóð- hestar muni koma fram í gæðinga- keppninni að þessu sinni. Að minnsta kosti einn stóðhestur kemur fram í yngri flokkunum. Þá er þess að geta að nú í fyrsta sinn verður keppt í ungmenna- flokki. Dagskráin verður nokkkuð hefðbundin, hæfileikar kynbóta- hrossa verða metnir á morgun miðvikudag og fimmtudag. Á fimmtudag hefst einnig gæðinga- keppnin og verður forkeppni í öll- um flokkum lokið klukkan fimm. Um kvöldið fer fram forkeppni úrvalstöltara. Á föstudag snýst dagskráin að mestu um kynbótasýningar þar sem öll kynbótahross mótsins koma fram á yfirlitssýningu. Um kvöldið hefjast kappreiðar og verður þeim lokið klukkan ellefu en þá flyst dagskráin af skeiðvellinum inn á dansgólfið þar sem Guðmundur Valtýsson og hljómsveit hans munu sjá um hlaupagæslu og tímavörslu. Einnig verður boðið upp á sameiginlegan útreiðartúr um kvöldmatarleytið. Á laugardag fara fram fullnaðardómar í öllum flokkum en síðdegis koma ræktunarhópar fram og afkvæmahópar verða sýndir. Um kvöldið verður kvöldvaka og fram fara úrslit í keppni úrvalstöltara. Á sunnudag fara fram úrslit í öllum flokkum gæðingakeppninnar. Efstu kynbótahrossin koma fram og verðlaun verða afhent. Ráð er fyrir gert að mótinu ljúki um 18.30. Valdimar Kristinsson AUSTUR- LANDALILJUR AU STURLANDA- LILJUR heita á lat- ínu Hosta en það er eftir Nikolaus Thomas Host (1761-1834) líf- lækni Austurríki- skeisara við höllina Schönbrunn, en hann var einnig grasafræðingur. Margir hafa trúlega skoðað hallargarð- inn þar, en hann er víðfrægur. Þessar liljur, sem eru einn- ig kallaðar brúskur, eru ættaðar frá Jap- an og Kína og eru frekar nýjar í ræktun hérlendis. Þær eru aðallega ræktaðar vegna blað- anna sem eru oftast stór og breiðlensulaga eða breiðhjarta- laga með áberandi æðastrengj- um sem skreyta plöntuna. Blöð- in eru ýmist einlit græn, oft með bláleitum blæ, yijótt eða með ljósa eða dökka blaðj- aðra. Austurlandalilj- urnar koma frekar seint upp að vori og kíkja þá upp úr jörð- inni eins og lítil kramarhús. Vegna þess hve seint þær koma upp eru þær góðar í laukabeð því blöðin vaxa yfir og fela blöð laukanna þegar þau eru að visna eftir blómgun. Austurlandaliljur eru auðveldar í ræktun og gera ekki miklar kröfur, þó þurfa þær mikla vökvun sérstaklega ef þær eru á sólríkum stað. Þær eru þó skuggaþolnar og njóta sín vel sem þekjuplöntur undir trjám og þegar þær eru farnar að breiða úr sér nær ekkert illgr- esi rótfestu, en það gerist á fáum árum. Þær mynda þá stór- ar og breiðar þúfur. Þær sóma sér vel í skuggsælum hornum í görðum, t.d. með barrtijám og burknum. Blómin eru trektlaga í klasa á löngum stönglum og eru oftast í ljósfjólubláum eða hvítum litum. Þær tegundir sem þrífast hér eru til dæmis blá- brúska (H. sieboldiana) en blöð hennar eru grá- eða blágræn og forlagabrúska (H. fortunei) en af henni eru til margar sort- ir svo sem Aurea og Marginato- alba. Fleiri brúskutegundir og sortir fást í gróðurstöðvum hér. Aðrar plöntur sem fara vel með Austurlandaliljum eru musteris- blóm (Astibe x arendsii) og geitarskegg (Aruncus dioicus). Austurlandaliljur þrífast einnig ágætlega i stórum pottum úti og í blómaskálum. Blöðin eru einnig falleg til uppfyllingar í blómvendi. Hægt er að fjölga þeim auðveldlega með skipt- ingu. Þetta er tegund sem gjarnan má mæla með. BLOM VIKUNNAR 333. þáttur Lntsjón Ágósta Björnsdóttir BRÚSKUR — Austurlandaliljur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.