Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 45

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 45 . ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FRÉTTIR 100 laxa holl í Norðurá MIKIL veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðustu daga, miklar göngur og góðar tökur. Síðasta holl rauf 100 laxa múrinn, náði 104 löx- um og næsti hópur hóf þegar að landa hveijum laxinum af öðrum. í helgarlok voru komnir um 520 laxar á land úr ánni og hefur hún afger- andi forystu. Mest er það smálax sem menn eru að draga á land þessa dagana, 3-6 punda. Þverá kemur til „Þetta var erfitt um daginn, vatns- hæð óstöðug og óhagstætt veður. Það gekk ekki sem skyldi hjá einu eða tveimur hollum, en þetta er nú allt komið í betri gír, fiskur kominn um alla á og göngur að koma í ána. Það eru komnir um 250 laxar á land,“ sagði Jón Ólafsson, einn leigutaka Þverár og Kjarrár, í samtali í gær- dag. Sannarlega gekk illa á dögun- um, eitt hollið í Kjarrá náði aðeins tveimur löxum en nú er annað hljóð í strokknum. Allt Sogið í gang Fyrsti laxinn veiddist á Landa- klöppinni í Sogi, fyrir landi Syðri- Brúar, á föstudagskvöldið, 14 punda grálúsug hrygna sem tók rauða Frances túbu. Þar með er allt Sogið orðið virkt og fískur veiðist jafnt efst sem neðst. Þykir það lofa góðu fyrir Sogið því það hefur jafnan ver- ið nefnt með ám sem gefa megnið af veiðinni síðsumars. Veiðimenn á Syðri-Brú sáu fleiri laxa en þennan sem þeir veiddu á Landaklöppinni, a.m.k. þrjá, þar af tvo stóra. Sama dag sáu menn á Alviðru nokkra fisk- för fram ána. Þá hefur verið ljóm- andi góð bleikjuveiði í ánni, mest í Bíldsfelli og silungasvæðinu í Ás- garði. Mest af bleikjunni hefur verið 1-3 pund og alltaf eitthvað af vænni físki í bland, 4-5 pund. Lax á land úr Sæmundará Veiði hófst í Sæmundará í Skaga- fírði um helgina og veiddist strax 14 punda hrygna á maðk. „Við sáum lax á fjórum til fímm stöðum, en fengum ekki fleiri. Eiginlega voru nánast vandræði með bleikjuna, það GYLFI Ingason með 22 punda hæng úr Vatnsdalsá, annan tveggja stærstu laxa þessa sumars. Laxinn tók Black Sheep nr. 8 í Hnausastreng. var svo mikið af henni að sums stað- ar var hún á í hverju kasti. Hún var mest þetta 1-1,5 pund,“ sagði Eirík- ur St. Eiríksson, einn leigutaka ár- innar, í gærdag. Hörkuveiði í Leirvogsá „Það eru komnir 32 laxar á land eftir 6 daga veiði. Mér sýnist það gera 2,66 laxa á hveija dagsstöng. Það er mjög gott. Af þessum löxum eru átta merktir úr gönguseiðaslepp- ingu í fyrra. Á laugardaginn komu t.d. 6 slíkir fiskar, allir 4 punda. Þessi slepping gerir kannski gæfu- muninn að við erum að fá fískinn svona snemma í sumar,“ sagði Guð- mundur Magnússon í leirvogstungu um veiðina í Leirvogsá það sem af er. Laxarnir eru flestir 4-5 pund, en nokkrir voru stórir, allt að 16 pund. Hérogþar ... Um helgina voru fjórir laxar, 10-15 punda, komnir á land úr Hús- eyjarkvísl, en veiði hófst þar 17. júní. Lítið er af laxi, en þess meira af urriða sem hefur tekið grimmt. Mest er af 1-2 punda físki. Þá voru um helgina komnir 3 lax- ar á land úr Setbergsá og eitthvað farið að sjást af fiski. Golfgallar, vatnsvörn og öndun, buxur og jakki kr. 13.400,- stgr. 12.730,- Fleece „windbraker11 peysa kr. 7.400,- Golfbolir verð frá kr. 3.700,- Jakld „Rain jammer11 kr. 5.700,- Golfhanskar „all weather11 kr. 800,- Golfbuxur kr. 5.900,- FRABÆRT VERÐ! 5% staðgreiðsluafsláttur járn, tré og pútter 13.400 stgr. 12.730 1/1 golfsett 3-SW járn, 1-5 tré og púter frá kr. 29.200 stgr. 27.740 Golfkerrur verð frá kr. 4.500 Golfpokar verð frá kr. 4.900 Æfingakúlur verð frá kr. 90 Alls konar smávörur SÍMAR: 553 5320 568 8860 ÁRMÚLA 40 1/felSlUnÍn Ein stærsta sportvöruverslun landsins /V44RKID - kjarni málsins! 16.000! StyleWriter 1200 Topp prentari á botnverði! Bleksprautuprentari Prentar gráskala Þrjár síður á mínútu 720x360 punkta upplausn Staðgreitt lí.Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasiðan: http://www. apple. is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.