Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 46

Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Guðm. Sv. Hermannssson SÆNSKU Norðurlandameistararnir syngja þjóðsönginn fullum hálsi. Frá vinstri eru Anders Morath, Göran Lindberg, Peter Fredin, Tommy Gullberg, Magnus Eriksson, Magnus Lind- kvist og Sven-Áke Bjerregard. Blekkisögn gaf verð- laun og slemmusveiflu ________Brlds Faaborg, Danmörku N ORÐURL ANDAMÓTIÐ Norðurlandamótið í bridge er haldið í Faaborg á Fjóni, dagana 22.-27. júní, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. íslenska liðið var yfirleitt að spila vel. Eini hálfleikurinn þar sem íslendingamir virtust ekki almennilega vera með á nótunum í, var sá síðari í fyrri leiknum gegn Svíum, og þar sem Svíar og Islendingar börðust um sigurinn í mótinu gilti þessi hálfleikur því í raun tvöfalt. íslendingar áttu þó möguleika á titlinum allt til loka. Síðasta daginn spiluðu íslend- ingar við Dani og Finna. Þótt Danirnir væru á heimavelli var frammistaða þeirra í mótinu mjög slök. Og Jón og Sævar fengu „fly- vende start“ gegn gömlu kempun- um Johannes Hulgaard og Arne Mohr. í fyrsta spilinu fengu þeir að spila og vinna spaðabút meðan Danimir áttu 4 hjörtu, og í öðm spilinu vann Jón 3 grönd dobluð með yfirslag sem Danirnir gátu hnekkt. í þriðja spilinu fékk Jón síðanj)essi spil upp á höndina: S. AKD76432 H. Á52 T. - L. D7 Sævar byijaði á að passa og Hulgaard opnaði á 1 tígli. Jón lét 1 spaða duga, Mohr sagði 2 tígla og Sævar hækkaði óvænt í 2 spaða. Hvaða sögn vill lesandinn velja? Jón hugsaði með sér að nú væri rétti tíminn til að bregða á leik, því Danimir tryðu því aldrei að Jón færi að taka óþarfa áhættu með tvö góð spil inni á reikningn- um. Jón stökk því í 4 lauf, sem sýndu stuttlit í laufi og slemmuá- huga, og þegar Sævar sló af með 4 spöðum stökk Jón í 6 spaða! Norður gefur, AV á hættu Norður ♦ G108 VKD86 ♦ D1065 + 53 Vestur Austur + 5 ♦ ® ¥ G93 * 1074 ♦ G874 ♦ AK932 * KG1094 + A862 Suður + ÁKD76432 ¥ Á52 ♦ -- + D7 DANIRNIR Hulgaard og Mohr skemmtu sér ekki sérlega vel þegar þeir spiluðu við Jón og Sævar á Norðurlandamótinu. Vestur Norður Austur Suður Mohr SÞ Hulg. JB pass 1 tígull 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar pass 4 lauf pass 4 spaðar pass 6 spaðar/ Hveiju átti Mohr að spila út? Eftir nokkra yfirlegu spilaði hann út tígli, og Jón renndi heim 12 slögum þegar hjartað brotnaði 3-3. Eftir þetta þurfti ekki að spyija að leikslokum, og ísland vann Dani 25-0 eftir að hálfleiksstaðan var 70-5. Danimir tóku þessu vel og gáfu Jóni meira að segja sérstök verðlaun í mótslok fyrir þennan blekkisplinter þótt ritstjórar móts- blaðsins skrifuðu að við hefði legið að þeir ritskoðuðu sögnina því hún væri ekki fyrir taugaveiklaða. Erfiðir Finnar Síðasti leikurinn var gegn Finn- um, sem oft virðast spila best gegn íslendingum. Þetta var engin undantekning; í fyrri hálfleiknum tóku þeir ekki vitlaust spil og leiddu með 20 impum. Og það var lítið lát á Finnunum í síðari hálf- leik, fyrr en í næstsíðasta spili: Suður gefur, enginn á hættu Norður + ÁK74 ¥63 ♦ ÁD84 ♦ ÁD8 Vestur Austur + G862 ♦ 93 ¥ D72 ¥ G1054 ♦ K1093 ♦ 962 + 52 ♦ 9764 Suður + D105 ¥ ÁK98 ♦ G5 + KG103 Við bæði borð var lokasamn- ingurinn 6 grönd í suður og útspil- ið var lauf. Við annað borðið náði Finninn Pekka Vihtila aldrei al- mennilegum takti í úrspilinu og tapaði slemmunni að lokum, eins og raunar nokkrir fleiri sagnhaf- ar. Við hitt borðið spilaði Pekka Viitasalo út laufi sem Sævar tók með drottningu í borði og spilaði tígli á gosa. Viitasalo drap með kóng og spilaði meira laufi. Sævar tók nú þrisvar spaða en þegar hann brotnaði ekki tók hann laufa- slagina. Viitasalo í vestur henti tveimur hjörtum en Mika Salomaa í austur hafði hent einum tígli í þriðja spaðann. Sævar vissi nú nokkurn vegin um skiptinguna og tók því hjarta- ás og síðan hjartakóng. Viitasalo mátti ekkert spil missa í kónginn og valdi því að stinga spilunum í bakkann og gefast upp. Hefði átt að setja tígulgosann Menn ræddu það eftir leikinn að Viitasalo hefði átt að gefa tíg- ulgosann. Sævar ætlaði að gefa vörninni tígulslag, hefði hann fengið á tígulgosa, og þá hefði svipuð endastaða komið upp. En hugsanlega hefði Sævar þá reynt að fella tígulkónginn hjá austri og tapað spilinu. Þrátt fyrir þetta spil unnu Finnarnir leikinn 18-12 og á með- an unnu Svíar Dani 22-8 og mótið um leið. Svíar enduðu með 193,5 stig, ísland 183, Norðmenn 180, Finnar 137,5, Danir 107 og Fær- eyingar 82,5. Guðm. Sv. Hermannssson ÞORSTEINN JÓNSSON + Þorsteinn Jóns- son fæddist á Gjögri í Árnes- hreppi í Stranda- sýslu 30. janúar 1935. Hann lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sveinsson kaupmaður á Gjögri og Olga Thorarensen og var hann úr ellefu systkina hópi. Nú eru aðeins þijú systkini hans á lífi, þau Garð- ar, Margrét og Auðunn. Þor- steinn fór ungur í fóstur til Magnúsar Hannibalssonar og Guðfinnu Guðmundsdóttur og átti hann þijú fóstursystkini sem lifa fósturbróður sinn, þau eru Esther, Trausti og Emma. Utför Þorsteins fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Lýs, milda Ijós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. 0, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (M. Joch.) í dag kveðjum við hjartkæran bróður okkar hann Dodda eins og hann var ætíð kallaður strax í bernsku. Þessi vinur okkar fékk hægt andlát og er örugglega kom- inn á nýtt tilverustig meðal sinna ástkæru foreldra og systkina sem á undan eru farin. Hann var einn af fimm systkinum sem varð að fara í fóstur, þegar hjartkær móðir okkar dó frá stóra systkina- hópnum. Hann var afar heppinn með fósturforeldra og systkini sem elskuðu hann sem sinn eigin son og bróður. Við höldum að hann hafi verið veill fyrir sem ágerðist með aldrin- um. Doddi byijaði ungur að vinna og var mikið duglegur í síldinni. Á Djúpuvík fór hann á sjó með fóstra sínum mjög ungur. Eftir að hann kom suður sem full- orðinn maður var hann sjómaður suður með sjó, þá oft kokkur, og var hann mjög laginn við að elda mat. Ölum líkaði vel við hann því hann var afar hlýr og dagfarsprúð- ur sem reyndi verulega á eftir að hann missti alveg heilsuna. Doddi var mikill einstæðingur, en alltaf var hann ljúfur og góður þrátt fyrir sín veikindi. Hans er nú sárt saknað af bróðurdætrum sínum þeim Hjálmfríði og Ráðhildi og átti ég að skila samúðarkveðjum frá þeim. Við sem trúum á annað líf erum viss um það að nú líði honum vel í Guðs friði. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: :,:Hærra, minn Guð til þin,:,: hærra til þín. (M. Joch.) Fyrir hönd okkar systkinanna, Auðunn H. Jónsson. • • BOÐVARB. SIGURÐSSON + Böðvar B. Sigurðsson fædd- ist á Óseyri við Hafnarfjörð 19. maí 1915. Hann lést á Borg- arspítalanum 22. júní síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 1. júlí. Böðvar bóksali var innfæddur Hafnfirðingur og átti heima hér í Firðinum alla ævi; og hér og hvergi annars staðar var starfsvettvangur hans. Á sinn spaugsama hátt kvað hann engan geta talið sig sannan „Gaflara“ nema að uppfylltum báðum þessum skilyrðum. Sá Hafnfirðingur var Iengi vandfund- inn, ungur sem gamall, að hann kannaðist ekki við hann Böðvar í Bókabúð Böðvars. Og nú, þegar hann skyndilega og óvænt fellur frá - glaður og reifur til hinstu stundar og þátttakandi í dagsins önn og erli - þá hrannast minning- arnar upp; minningar um snöfur- legan mann sem jafnan tók á móti vinum sínum og viðskiptamönnum glaður í bragði, lágvaxinn maður og andlitsfríður, herðibreiður og hnarreistur, snyrtilegur í klæða- burði með glettni í augum og spaugsyrði á vörum; tók í nefið | og mátti stundum sjá afleiðingar þess og óspar að bjóða fram þann munað. Minnisstæður er hann og verður vinum sínum og kunningj- um. Böðvar var greiðasamur og brást ekki að hann leysti hvers manns vanda sem til hans leitaði svo fremi sem það var á valdi hans. Hann var einstaklega lipur og vilj- ugur í þessum efnum og hygg ég að viðskiptavinir hans geti af heil- um hug tekið undir það. Hann lenti sem fleiri í hrakviðri þeirrar kreppu sem hijáð hefur þjóðlífið á þessum áratug en slapp fyrir horn og sýndi þá best hvaða mann hann hafði að geyma; lét ekki deigan síga þótt gæfi á bátinn og sigldi fullum seglum, aldinn að árum, til hinsta dags gegnum brim og boða erfið- leikaáranna. Böðvar var félagslyndur maður og tók þátt í félagsmálastarfi í byggðarlagi sínu, m.a. var hann ötull þátttakandi í starfi Félags óháðra borgara sem í 20 ár var í meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og sat í nefndum sem fulltrúi félagsins. Hann var áhugasamur og tók virkan þátt í þeim miklu tiltektum og umbreyt- ingum sem urðu í Hafnarfirði á þeim árum, en vildi ekki rasa um ráð fram, taldi sígandi lukku besta og vann samkvæmt því. Hann hafði m.a. áhuga á umhverfismál- um og í baráttunni fyrir betri umgengni og þrifnaði í bænum á þessum árum smíðaði hann kjör- orðið: Hreinn bær - okkur kær, kjörorð sem vegfarendur veittu athygli og hafði sín jákvæðu áhrif. Þegar þessu tímabili lauk gladdist hann yfir því að þá var Hafnar- fjörður talinn ríkasta og best rekna bæjarfélag landsins í sínum stærð- arflokki. Böðvar B. Sigurðsson bóksali vann yfrið ævistarf og setti svip á umhverfi sitt með glaðværð sinni og viðmótsþýðri framkomu. Hann eignaðist stóra fjölskyldu með sinni samhentu og góðu eiginkonu, Rögnu Hjördísi Agústsdóttur sem lifir mann sinn. Börnin urðu sex og eru nú fyrir löngu uppkomin. Barnabörnin átján og níu langafa- börn hafði honum hlotnast. Ég óska hinni stóru fjölskyldu hans blessunar og velfarnaðar í bráð og lengd. Snorri Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.