Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 47 ÞORODDUR TH. SIG URÐSSON + Þóroddur Th. Sigurðsson fæddist á Patreksfirði 11. október 1922. Hann lést á Land- spítalanum 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrr- Þey. Þóroddur Th. Sigurðsson er lát- inn. Við höfðum vonast til að geta lengur notið samvista við gamlan vin en hinn illkynja sjúkdómur var vægðarlaus. I hópi 13 bekkjarbræðra og í heimavist MA hófust kynni við þennan trausta, hægláta en ein- beitta Vestfírðing og hefi ég síðan æ meir metið vináttu hans. Þóroddur var góður námsmað- ur, vandvirkur og samviskusamur við hvaðeina sem hann tók að sér. Þessir hæfileikar ásamt óbilandi áhuga gerðu honum kleift að ljúka merku ævistarfi svo til fyrirmynd- ar var. Sjóndeildarhringur hans var víður og áhugi hans og þekking á ýmsum fræðasviðum gerðu hann að eftirsóttum og vel metnum ráð- gjafa. Gott var að eiga vináttu Þór- odds og nutum við Anna þess að vera samvistum við þau hjónin heima og heiman. Minnisstæðar eru skötuveislurnar á Þorláks- messu, ferðirnar að Harðbak þar sem við gengum varpið, vitjuðum neta og nutum náttúrunnar við heimskautsbaug. Allt þetta^ þökk- um við Anna og sendum ínu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Tómas A. Jónasson. Kveðja frá stjórn Veitustofnana Reykjavíkurborgar Föstudaginn 21. júní sl. var af- hjúpuð bijóstmynd af Þóroddi Th. Sigurðssyni, fyrrverandi vatns- veitustjóra í Reykjavík, í Gvendar- brunnarhúsi Vatnsveitunnar, en þann sama dag fór útför Þórodds fram í kyrrþey. Þóroddur var vatnsveitustjóri í 35 ár, eða frá 1958 til 1993. Við upphaf þess tímabils var Vatn- sveita Reykjavíkur eins konar sveitaveita, sem ekki hafði fengið neitt reglulegt viðhald og átti að baki 50 ára sögu vatnsskorts og skömmtunar. Fyrir hans tíma hafði ekki verið neinn eiginlegur vatnsveitustjóri heldur hafði Vatnsveitan verið rekin samhliða öðrum stofnunum, svo sem hitaveitu, með slökkvilið- inu eða borgarverkfræðingsemb- ættinu. Aðstaða var afskaplega takmörkuð, skrifstofur í Skúlat- úni, verkstæði lager o.fl. í skúrum og bröggum á þrem stöðum í borg- inni. Vatnsból voru opin og óvarin fyrir flóðum í Hólmsá og Suðurá. Flutningsgeta aðalæða var minni en vatnsþörf borgarinnar og miðlun var afskaplega tak- mörkuð. Vanhöld höfðu verið á að lagnir væru mældar inn svo að upplýsingar um lagnakerfi Vatnsveitunnar voru nánast eng- ar. Á þeim 35 árum sem Þóroddur var vatnsveitustjóri var fyrirtæk- inu gjörbylt, vatnsöflun komið í lag, flutningsgeta margfölduð, aðstaða sameinuð á einum stað og komið í gott horf, tæknideild og öflugri teiknistofu komið á. Dreifikerfi Vatnsveitunnar var stóreflt og endurnýjaðir viðkvæm- ustu staðir, gæði kerfisins voru stóraukin með betri vinnubrögð- um, fleiri' lokum, tvöföldum að- færsluæðum, stórbættum bruna- vörnum og upptöku nýrrar tækni svo sem mælingum, tölvukerfum og stýriráðum og öll vatnsöflun flutt í lokaðar lindir og vatnstök- unni dreift yfir mörg svæði. Gvendarbrunnahús var loka- punkturinn í þeirri þróun en með því að það var tekið í notkun var endanlega hætt að notast við opn- ar lindir. Það má segja um Þórodd Sig- urðsson að hann hafi verið allt í senn — mikilhæfur embættismað- ur, sem gætti hagsmuna Vatns- veitunnar af trúmennsku — fræði- maður á sínu sviði, sem leitað var til um vandasöm verkefni um laga- setningu á sviði vatnsmála — og hugsjónamaður á framtíð vatnsins sem útflutningsvöru íslendinga, en Þóroddur var frumkvöðull að stofnun Þórsbrunns, vatnsútflutn- ingsfyrirtækis Vífilfells, Hag- kaups og VR. Að leiðarlokum vill stjórn Veitu- stofnana Reykjavíkurborgar þakka Þóroddi Th. Sigurðssyni uppbyggingarstarf Vatnsveitu Reykjavíkur, því að enginn maður átti meiri þátt í því að færa fyrir- tækið til nútímahorfs en hann. Alfreð Þorsteinsson, formaður. Það voru sorglegar fréttir sem okkur starfsfólki Vatnsveitu Reykjavíkur bárust í byijun þessa árs, þegar út spurðist að nú væri okkar kæri Þóroddur, fyrrverandi vatnsveitustjóri, sennilega að leggja upp í sína hinstu för. Þá hafði hann nýverið greinst með illkynja sjúkdóm. Ekki gerðum við okkur þó grein fyrir hversu skammur sá tími átti eftir að verða sem hann átti eftir ólifað. Fráfall hans er okkur sárt enda er nú fallinn í valinn ekki einung- is einstakur brautryðjandi og heiðursmaður, heldur einnig kær félagi. Því miður hættir okkur til að gleyma og finnast allir hlutir sjálf- sagðir og eðlilegir. En því fer fjarri að svo sé raunin. Þóroddur varð vatnsveitustjóri árið 1958, stuttu eftir að Vatns- og Hitaveitu Reykjavíkur hafði verið skipt upp í tvö fyrirtæki. Þetta var upphaf mikilla umskipta á högum Vatns- veitunnar, meiri umskipta en nokkurn mann á þeim tíma gat órað fyrir. (En allar framfarir kosta sitt gjald og vissulega þurfti Þóroddur að greiða sitt gjald.) Hann helgaði sig fyrirtækinu af öllum hug og öllu hjarta enda er saga Vatnsveitunnar og saga Þór- oddar svo samofin að ógerlegt er að greina þar á milli. Hann vann iðulega langan vinnudag og löngu eftir að allir aðrir voru farnir heim að vinnudegi loknum var ennþá ljós á skrifstofunni hjá Þóroddi. Það var gjaman viðkvæði á hans heimili að íjölskyldan kæmi númer tvö. Það hefði vitanlega ekki geng- ið ef eiginkona hans, Kristín Guð- mundsdóttir, hefði ekki ávallt stutt dyggilega við bakið á eiginmanni sínum. En Þóroddur vann líka þrekvirki. Sá maður sem spáð hefði þeim róttæku breytingum sem áttu eftir að verða á högum Vatnsveitunnar hefði án nokkurs vafa verið álitinn draumlyndur maður í besta falli. Þóroddur átti sér líka draum og hann varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að láta draum sinn rætast. Draumsýn hans varð hans ævistarf og þegar hann lét af störfum Vatnsveitustjóra síðla árs 1993 gat hann litið stoltur um öxl. Þóroddur tók sér á hendur metnaðarfullt verkefni þegar hann gerðist vatnsveitustjóri árið 1958 og eflaust metnaðarfyllra og stór- brotnara en hann gerði sér nokk- urn tíma í hugarlund sjálfur. Það er eitt að hafa hugsjónir, annað að feta hina erfiðu og grýttu slóð að markmiðinu. Þóroddur var brautryðjandi. Hann ávann sér virðingu og varð bæði virtur fræði- maður á sínu sviði sem og fram- kvæmdamaður. Til hans gátu menn leitað og fóru sjaldnast tóm- hentir til baka. Þóroddur hafði líka stórt hjarta. Honum var annt um starfsfólk sitt og kom fram við það af nærgætni. Þegar menn voru farnir að reskjast og starfs- orkan þvarr var hann ávallt reiðu- búinn til þess að finna þeim önnur störf innan fyrirtækisins sem bet- ur hæfðu. Vatnsveitan var því eins og ein stór fjölskylda. Nú þegar við kveðjum Þórodd hinstu kveðju er það okkur bæði ljúft og skylt að doka ögn við, líta yfir farinn veg og virða fyrir okk- ur þá slóð sem Þóroddur gekk og þær vörður sem hann hlóð. Árið 1958 bar rekstur Vatnsveitunnar þess öll merki að fé til fram- kvæmda hafði verið af skornum skammti og að lengst af hafði hún verið rekin í hjáverkum, sem hluti af eða samhliða öðrum stofnunum s.s. Slökkviliði, Borgarverkfræð- ingi og Hitaveitu eins og fyrr er getið. Dreifíkerfið var orðið lélegt og hafði nánast ekkert reglulegt viðhald fengið í 50 ára sögu Vatns- veitunnar. I ofanálag voru vatn- söflunarmálin einnig í ólestri. 50 ára saga Vatnsveitunnar var því saga vatnsskorts og skömmtunar. Þá var aðstaða fyrirtækisins einn- ig afskaplega bágborin. Skrifstof- ur voru í Skúlatúni og önnur starfsemi í skúrum og bröggum á víð og dreif um bæinn. Vatns- bólin voru opin og óvarin fyrir flóðum úr Hólmsá og Suðurá. Flutningageta aðalæða var minni en vatnsþörf bæjarins, miðlun afskaplega takmörkuð og dreifi- kerfið hriplekt. Þá var upplýs- ingakerfí veitunnar í mesta ólestri enda engin markviss skráning upplýsinga farið fram. Fljótlega eftir að Þóroddur varð Vatnsveitustjóri lét hann hefja til- raunaboranir eftir vatni í Heið- mörkinni með það að markmiði að hefja vatnstöku úr lokuðum vatnsbólum. Boraðar voru tugir hola og mörkuðu þær fram- kvæmdir upphafíð að þeim stór- kostlegu breytingum sem fyrir- tækið átti eftir að taka undir hans stjórn. Það var hins vegar ekki fyrr en með flóðunum í Elliðaánum árið 1968 sem augu manna opnuð- ust fyrir nauðsyn þess að tryggja öryggið í vatnsöflunarmálunum. í kjölfarið rak hver viðburðurinn annan. Fyrirtækinu var gjörbylt. Vatnsöflunarmálum var komið í lag og jöfn gæði vatnsins tryggð með vatnstöku úr borholum. Loka- þátturinn í þeirri þróun var þegar Gvendarbrunnahúsið var tekið í notkun árið 1984, en þá var endan- lega hætt að dæla vatni úr opnum vatnsbólum. Þá var öryggi í vatns- öflun aukið til muna með nýjum virkjunarsvæðum í Heiðmörkinni og flutningsgeta aðalæða marg- földuð. Dreifíkerfi Vatnsveitunnar var einnig tekið föstum tökum, það stóreflt og markvisst farið að vinna að viðhaldi þess og endur- bótum. Áfangasigur vannst árið 1986, en það var í fyrsta sinn í sögu Vatnsveitunnar sem vatn- snotkun minnkaði milli ára. Frá þeim tíma til dagsins í dag hefur vatnsnotkunin minnkað jafnt og þétt og ber fyrst og fremst að þakka það markvissum vinnu- brögðum við viðhald dreifíkerfisins með aðstoð bestu tækni sem völ er á. Þá var aðstaða fyrirtækisins sameinuð á einum stað þar sem núverandi bækistöð er og starfsem- inni komið í gott horf. Nú þegar við kveðjum Þórodd hinsta sinni er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að vera þeirra gæfu aðnjótandi að starfa með honum. Fyrir þetta þökkum við honum af hlýhug og vottum ínu, eftirlifandi eiginkonu hans, og fjölskyldu samúð okkar og virðingu. Starfsfólk Vatnsveitu Reykjavíkur. ÞURIÐUR SIGUR- BJARNADÓTTIR HANSEN + Þuríður Sigur- bjarnadóttir Hansen var fædd í Rvík 18. desember 1914. Hún lést í Danmörku 11. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurbjarni Guðna- son vélstjóri, f. 26. nóv. 1881 i Glóru í Hraungerð- ishreppi, d. 19. nóv. 1918 úr spönsku veikinni í Englandi, og Sigríður Krist- insdóttir, f. á Suð- ur-Reykjum í Mos- fellssveit 10. sept. 1884, d. 16. febr. 1923. Þuríður var næst- yngst sjö systkina. Látin eru: Guðni, Felix Ottó, Jörundur og Sigurbjörg. Eftir lifa Ingibjörg, ekkja, búsett í Danmörku, og Valur, sem er ekkill og býr í Reykjavík. Þuríður eignaðist dótturina Ernu Júlíusdóttur ung að árum. Síðar giftist hún dönskum manni, Júlíusi Han- sen, sem er látinn fyrir _ nokkrum árum. Áttu þau saman dæturnar Lorey og Vivian sem eru giftar og búsettar í Dan- mörku, og Onnu sem er látin. Útför Þuríðar fer fram frá kap- ellu Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Þú, bláfjalla geiraur með heiðjöklahring, um hásumar flý ég þér að hjarta. Ó, tak mig! faðm. Minn söknuð burt ég syng um sumarkvöld við Álftavatnið bjarta. Þín ásjóna, móðir, hér yfir mér skín með alskærum tárum kristals dagga. und miðsumars himni sé hvílan mín. Hér skaltu, ísland, bami þínu vagga. Hér andar guðs blær og hér verð ég svo frjáls, í hæðir ég berst til ljóssins strauma, æ Iengra, æ lengra að lindum himinbáls, uns leiðist ég í sólu fegri drauma. (Steingr. Thorst.) Hún Þura okkar er komin heim, eftir nær 60 ára búsetu í Dan- mörku. Hennar hinsta ósk var að fá að hvíla í íslenskri mold á Iand- inu sínu fagra með ijöllin í kringum sig sem hún dáðist svo að. Fjögurra ára missti hún föður sinn. Níu ára var hún þegar móðir hennar dó. Ekki voru tryggingar eða bætur þá svo barnahópnum var tvístrað. Þura ólst upp í Grímsnesi. í yaðnesi mun hún hafa verið lengst. Öll stríðsárin bjó hún í Danmörku, og það hefur ekki alltaf verið dans á rósum. is- lenskuna talaði hún vel þótt hún væri komin með danskan hreim. Við hjónin minnumst ferða með henni fyrir Hvalfjörð í yndislegu veðri. Hún dáðist sem fyrr að feg- urð fjallanna og sagði að ekki yrði gaman að aka Hvalfjörðinn ef allt væri fullt af tijám. Maður sæi bara trén og það er ekkert útsýni. Elsku frænka. Mikið á ég eftir að sakna þín , en ég veit að Guð gefur þér gott líf á himnum og þar hittir þú þína ís- lensku ættingja og vini því þín ósk var að fá að hvíla í íslenskri mold. Ég gleymi aldrei þeim móttökum sem ég fékk hjá þér þegar ég bank- aði upp og sagði: Þura mín, nú er ég komin í heimsókn og þú með þínu bjarta brosi bauðst mig vel- komna hvenær sem var. Ég man hvað þú varst mér alltaf góð, eins og móðir í útlandinu og við fórum alltaf að bralla eitthvað saman, skruppum yfir sundið til Svíþjóðar og fengum okkur að borða og sátum svo og horfðum á sjónvarpið og töluðum um allt og alla fram eftir allri nóttu. Það verður hálfdapurlegt að koma aftur í Birkeröd og engin Þura til að heimsækja. En ég á allt- af minninguna um þig í huga mér. Elsku Þura, Guð varðveiti þig. Soffía frænka. Eitt sumar sóttum við Þuru heim til Danmerkur. Ferðaðist hún mikið með okkur. í einni verslun fór ég að dást að bútasaumsteppum. Nei, sagði Þura, bútasaumsteppi gat hún ekki litið, það minnti hana svo á stríðsárin, þegar sængurfötin voru svo bætt að varla sást hvernig þau voru upprunalega. Þessi orð sögðu margt um hagi hennar á þeim tíma. Á kveðjustund er margs að minn- ast, og þakka ég Þuru alla hennar vináttu og kveð kæra vinkonu, Baddi þakkar ástkærri föðursystur, sem var honum svo kær. Hafðu þakkir fyrir allt. Sigurbjarni og Jóhanna. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 “ft- Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. ai S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.