Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 53 Ferð yfir Vatnajökul LAUGARDAGINN 6. júlí verða Samvinnuferðir-Landsýn með hóp erlendra ferðamanna á leið yfir Vatnajökul. Nauðsynlegt er að fá hóp á móti sem flytur vélsleðana til baka yfir jökulinn og er þessi ferð því seld á algjöru iágmarks- verði. Með í ferðinni er fararstjóri og á leið yfir jökulinn er einnig sérþjálfaður fjallaleiðsögumaður með allan öryggisbúnað. Fiogið með FI-8040 frá Reykja- vík til Húsavíkur kl. 11.30. Á Húsa- vík bíður rúta eftir hópnum og ekið verður sem leið liggur inn í Kverk- fjöll og væntanlega komið þangað um kl. 19.00. Gist í Sigurðarskála í Kverkfjöllum. Gengið af stað ki. 9.00 á sunnu- dag upp á jökul til móts við hóp útlendinga sem koma sunnan megin yfir jökulinn. Þegar hóparnir hittast er ekið áfram með leiðsögn Jökla- ferða yfir Vatnajökul u.þ.b. 100 km leið yfir að Jöklaseli á Skálafells- jökli. Þaðan er farið með rútu niður af jöklinum í flug kl. 19.35 frá Höfn til Reykjavíkur. Komið til Reykjavíkur kl. 20.30. Verð á mann er kr. 21.000. -----» »—♦--- Sumardag- skrá Nor- ræna hússins Hrafn ræðir um kvikmyndir HRAFN GUNNLAUGSSON kvik- myndaleikstjóri verður fyrirlesari kvöldsins í opnu húsi í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 4. júlí kl. 20. Hrafn ætlar að fjalla um kvik- myndagerð á íslandi og segja frá hugmyndum sínum um víkinga og hvernig hann hefur túlkað þær í kvikmyndum sínum. Hann flytur mál sitt á sænsku. Dagskráin í opnu húsi er einkum ætluð ferðamönnum frá Norður- löndum en íslendingum er að sjálf- sögðu velkomið að hlýða á fyrirlest- urinn. Kaffistofan verður opin til kl. 22 og býður upp á íslenska sérrétti á vægu verði. Á sunnudögum kl. 17.30 er dag- skrá einkum ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndum. Borgþór Kjærnested fjallar um íslenskt samfélag og það sem er efst á baugi í þjóðfélaginu. Borgþór mælir á sænsku og finnsku og gefst fólki tækifæri til fyrirspurna. Kaffi- stofan hefur á boðstólum ýmislegt gott úr hafinu á sunnudögum. ----».+—4--- Sumarferðir Digranes- prestakalls KIRKJUFÉLAG Digranespresta- kalls í Kópavogi efnir sunnudaginn 7. júlí nk. til ferðalags um Borgar- fjörð. Leiðsögumaður verður með í för. Áformað er að leggja af stað frá Digraneskirkju kl. 9.00 um morg- uninn og koma til baka um kvöld- matarleytið. Gengið út í Grandahólma Á STÓRSTRAUMSFJÖRU þriðju- daginn 2. júli stendur Hafnagöngu- hópurinn fyrir gönguferð út í Grandahólma. Mæting kl. 12.30 við hús Slysavarnafélagsins, Granda- garði. Komið verður til baka um kl. 14.00. Allir velkomnir. FRÉTTIR Sýnishorn af Magic-spili. íslandsmót í töfraspili ÍSLANDSMEISTARAMÓT í svo- kölluði Magic-spili verður haldið um næstu helgi 6.-7. júli í Kiwanishús- inu, Engjateigi 11. Búist er við 200-400 þátttakendum. AíagíC-spilið er þess eðlis að þátt- takendur ráða hvernig stokkar þeirra eru samsettir; engir tveir stokkar eru eins. Almenna reglan er sú að því fleiri, margvíslegri og sjaldgæfari spil sem keppandi á því betur stendur þú að vígi. Til að gera ekki þannig upp á milli þeirra sem hafa safnað spilum lengi og efniíegra leikmanna sem eru rétt að byija, verður spilað með glænýja og áður óséða spilastokka fyrri dag- inn, þannig að enginn veit hver fær hvaða spil. Seinni daginn nota spilararnir hinsvegar eigin spil sem þeir setja saman úr stokkunum sem þeir eignuðust fyrri daginn og þeim spilum sem þeir eiga fyrir, ef ein- hver eru. Utanferð í verðlaun Aðalkeppnin mun standa um fjögur sæti á heimsmeistaramótinu í Seattle í Washington, sem fram fer dagana 15.-18. ágúst n.k. Önn- ur verðlan á íslandsmeistaramótinu eru 20 kassar af Mag/c-stokkum sem innihalda samtals yfir 10.000 spil, 20 eintök af spunaspilinu Aski Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir, bandsagir, sponsugur, Yggdrasils, 80 eintök af spunaspil- inu Dungeons & Dragons og 25 eintök af nýjasta geisladiski Sól- strandargæjanna, Kú-Tíví. Heild- arverðmæti verðlaunanna er rúm- lega ein milljón króna. Það verða 97 stigahæstu þátttak- endurnir, þar af tveir fyrri daginn, tveir stigahæstu undir 15 ára og stigahæsti kvenmaðurinn sem skipta þessum verðlaunum sín á milli, samtals 100 þátttakendur. Spuna- og leikjaverslunin Míþríl, Bankastræti 4, tekur við skráning- um á mótið og veitir áhugasömum allar frekari upplýsingai\_ Dagbók lögreglunnar Helgin með rólegasta móti í Reykjavík 28. júní til 1. júlí ALLS voru 318 mál færð til bókar þessa helgi hjá lögregl- unni og verður helgin að teljast mjög róleg. Ails voru átta ökumenn stöðv- aðir, grunaðir um að aka bifreið- um sínum undir áhrifum áfeng- is. Fjórtán ökumenn sættu kæru fyrir að virða ekki lögbundin hraðamörk og fjórir ökumenn fyrir að aka ökutækjum sínum á nagladekkjum þótt fátt í veð- urfari sunnanlands gefi tilefni til slíks dekkjabúnaðar. Minnt skal á að einungis er heimilt að aka á nagladekkjum til 15. apríl. Tilkynnt var um 37 umferðaró- höpp en minniháttar meðsli á fólki urðu í nokkrum þeirra. Alls var tilkynnt um 15 inn- brot og innbrotstilraunir þessa helgi. Gerðar voru þijár inn- brotstilraunir, farið inn á sex heimili, þijú fyrirtæki og þijá bíla. Umtalsverðum verðmætum var stolið. Athyglisvert er að nokkuð virðist bera á að brotist sé inn í bifreiðar og stolið úr þeim geislaspilurum. Innbrotsþjófur hlaupinn uppi Karlmaður sem oft áður hefur komið við sögu í innbrotum var handtekinn af húsráðanda í austurborginni. Húsráðandi hljóp innbrotsþjófinn uppi er hann reyndi að forða sér af vett- vangi. Þá hafði innbrotsþjófur- inn tínt til mikið af rafmagns- tækjum sem hann hafði greini- lega ætlað sér að fjarlægja. Tvær konur sem handteknar voru fyrir þjófnað í verslun í austurborginni reyndust hafa verri samvisku en talið var. Er bifreið þeirra var skoðuð kom í ljós mikið magn af verðmætum sem þær stöllur gátu ekki gert viðeigandi skil á. Málið sætir rannsókn hjá RLR. Karlmaður var handtekinn í miðbænum og fannst amfetam- ín við leit á honum. Málið sætir nú frekari rannsókn hjá lög- reglu. Graðhestur handsamaður Lögreglumenn verða oft að hafa afskipti af dýrum og urðu t.d. í síðustu viku að fá aðstoð vörslumanns hesta við að hand- sama graðhest sem gert hafi sig til við fjórar hryssur án heimild- ar. Auk þess hafði graðhestur- inn slasað hest sem reynt hafði að koma hryssunum til aðstoð- ar. Graðhesturinn hafði sloppið úr girðingu en var settur í ör- ugga geymslu. LAUGAVEGI 29 símar 552 4320 • 552 4321 ■ 552 4322 go barnafatnaði ana 2. til 5. júlí ar Utsölustaðir: Versl. Rollingar, Kringlunni Versl. Bangsi, Bankastræti Versl. Embla, Hafnarfirði Versl. Grallarar, Selfossi Versl. Leggur og skel, ísafirði Versl. Amaró, Akureyri Versl. Sentrum, Egilsstöðum Versl. Blómsturvellir, Hellissandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.