Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 55

Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 55 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján Önundarson Gefin saman við haug Þorgeirs Hávarssonar Raufarhöfn. Morgunblaðið. NÝLEGA gaf Jörmundur allsheij- argoði saman brúðhjónin Agústu Valdísi Svansdóttur og Erling Thoroddsen, hótelhaldara á Hótel Norðurljósi, Raufarhöfn. Athöfnin fór fram á Hraunhafnartanga við haug Þorgeirs Hávarssonar að sið Ásatrúarmanna, við nokkuð fjöl- menni gesta. Allsheijargoði lýsti staðarhelgi og mannhelgi að forn- um sið, lýsti griðum og sáttum, auk þess sem hann færði haugfóm. Brúðurin Ágústa Valdís er kris- tinnar trúar. Athugasemd frá Sóknamefnd Grensássóknar Morgunblaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá sóknarnefnd Grensássóknar: „í frétt frá aðalfundi Prestafélags íslands, sem birtist á bls. 9 í Morgun- blaðinu þann 29. f.m., kemur fram eftirfarandi, sem varðar sóknarnefnd Grensássóknar: „Sr. Sólveig Lára kvaðst einnig hafa heimildir fyrir því að sr. Geir hefði haft samband við sóknarnefnd Grensássóknar og mælst til þess að sóknarpresturinn, sr. Gylfi Jónsson, yrði rekinn." Af þessu tilefni telur sóknarnefnd Grensássóknar skylt að koma á fram- færi eftirfarandi leiðréttingu: 1. Sr. Gylfi Jónsson var ekki sókn- arprestur heldur safnaðarprestur Grensássóknar og starfaði á árunum 1988 til 1994. 2. Það er rangt, að sr. Geir Wa- age, formaður Prestafélags íslands, hafí haft samband við sóknarnefnd Grensássóknar og mælst til þess, að sr. Gylfi yrði rekinn. Hvorki sr. Geir né nokkur annar utanaðkomandi prestur kom að máli við sóknarnefnd vegna máls sr. Gylfa. Hér er að sjálf- sögðu undanskilinn prófastur, sem kom að málinu starfsskyldu sinnar vegna. Sóknarnefnd Grensássóknar. Ásgeir Hallsson, Kristín Halldórsdóttir, Karl F. Garðarsson, Þórarinn E. Sveinsson, Þuríður Guðnadóttir. Yfirlýsing frá fyrrv. for- manni sóknarnefndar Seltjaniarness MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hauki Björnssyni, fyrrverandi formanni sóknarnefndarSeltjarnarnesssóknar: „Sumarið 1994 urðu þeir atburðir með kirkjunnar þjóni á Seltjarnar- nesi, og í framhaldi af því í kirkju- stjórn landsins, að undirritaður ásamt meirihluta sóknarnefndar LEIÐRÉTT Nafn misritaðist í frétt um nýjan sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnudag misritaðist nafn hans. Sendiherrann sem mun taka við hér á næstu vikum heitir Day Mount. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. sagði af sér. Að því gerðu hefði und- irritaður helst kosið að gleyma þess- um atburðum sem skjótast. Það hef- ur þó ekki enn tekist, enda verið nær linnulaus umræða í þjóðfélaginu alla tlð síðan af svipuðu tagi. Umræðan hefur þó sem betur fer verið það fjarlæg að ekki hefur veri knýjandi tilefni til að taka til máls fyrr en nú, að sr. Solveig Lára, skv. frétt Morgunblaðsins af aðalfundi Prestafélags íslands á bls. 9 hinn 29. júní sl. segir: „að sr. Geir hefði aðstoðað formann sóknarnefndar Seltjarnamessóknar við að rita bréf til siðanefndar Prestafélagsins, þar sem hún hefði verið kærð“. Þessi orð sr. Solveigar Láru eru alröng og eiga við engin rök að styðj- ast. Hvorki þá né í annan tíma hefur undirritaður notið aðstoðar sr. Geirs við bréfaskriftir." Stóll áður: 2.990. Sessa áður: 1.290. y ’ Kaffíhúsasett Verð áður:, ItBtSÍLÆ 'f .*■ a 3.990,- imhfrjy Veró ádurt 69.900/ Sófasett Hornsófí (Svefnsófi) _ * - i mpmwík . ..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.