Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 56

Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska /téoUrcttUrinn, d. cu5 ue/a saenskarjcjo.tboauroq <&£jai/arré.-tttnn. ^ PQSta .'■Hvcáa. -fálM u/U boriií. suona. mcot..) áröLU/m, áUtum, T Ferdinand Hver er þessi kona þarna sem stendur við dyrnar? Hún er dyravörður... Er hún þarna til að hjálpa fólki við að komast inn eða að koma í veg fyrir að fólk fari út? BRÉF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Litið í blöðin 4 minningargreinum, þær séu ekki annað en lofrollur. En flest þau sem andast, hafa unnið eitthvað þarft um dagana; á því leikur enginn vafi. En því miður er málið oft á þess- um greinum ekki nógu vandað. Má kannske segja, að vart sé við því að búast að allir þeir, sem skrifa ; eftir vini sína og ættingja séu rit- snillingar. Þar er fornafnið það um ; of notað í mörgum tilvikum. Ég hefi í nokkrum bréfum til Morgun- ’ blaðsins bent á þetta, en líklega hefur þeim lítt verið veitt athygli. ; Ekki er sama, hver um ræðir; það sést allt of oft. Þó sagði rithöfundur einn við mig fyrir nokkrum árum, ] að ábendingar mínar um þetta efni hefðu leitt til þess, að hann strikaði út tólf slík ofnotuð fornöfn úr texta, sem hann vann þá að. Þótti mér að vonum vænt um þessa yfirlýs- ingu frá virtum rithöfundi. Mál- notkunin er sterkasti þátturinn í ritmennsku hvers rithöfundar. Hún , sker úr um hæfni hans á ritvellin- um. Ég ætlaði mér að vera fáorður, vegna þess að það tel ég sigur- stranglegast í hverri umræðu. En hversu margir veita þessum orðum mínum athygli? Hefðu þau ef til vill notið þess, ef einhver annar en ég hefði sett sitt ágæta nafn undir þau? AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Frá Auðuni Braga Sveinssyni: FRÓÐLEGT er að fletta blöðum, og skiptir þá ekki máli, hver flokks- litur þeirra er, ef hann er þá ein- hver. Stundum er málnotkunin til mikillar fyrirmyndar. En við ber, að klæmst er á málinu og notuð allt of mörg orð. Meiri vandi er að takmarka sig á ritvellinum en að vaða elginn. Um kunnan stjórn- málamann einn heyrðist þannig til orða tekið í æsku minni, og þótti mér ætíð lítið til hans koma fyrir bragðið. Sjálfur fékk ég eitt sinn það verkefni að setja saman stuttan kynningartexta á baksiðu bókarum- slags. Og er það erfiðasta verkefni, sem ég hefi fengið á þessum vett- vangi. Ég gerði mörg uppköst, og valdi ég loksins það skásta. Ég hef sagt fólki frá þessari reynslu minni, en það átt erfitt'með að trúa. Vart er við því að búast, að allir þeir sem rita í dagblöð, séu snilling- ar í ritmennsku. Fjölmargir, sem óvanir eru að setja saman texta, rita æviminningar fólks í blöðin. Mikil framför var, er æviatriði hins látna voru sett út af fyrir sig, í upphafi æviminningar. Mun Morg- unblaðið hafa riðið þar á vaðið, og hafi þeir þar á bæ þökk fyrir frum- kvæðið. Smám saman verður þarna til hið fróðlegasta minningasafn, sem sagan geymir. Veit ég vel, að marg- ir hafa litlar mætur á öllum þessum Upplýsingar um Alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Alnetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni'til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.