Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 58

Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FJÖLBREYTT hátíðarhöld verða í Bolungarvík um aðra helgi. Afmælishátíð Bolvíkingafélagsins DAGANA 12.-14. júlí nk. verð- ur haldin 50 ára afmælishátíð Bolvíkingafélagsins í Reykja- vík en það var stofnað 1946. Stjórn félagsins ákvað að halda hátíðina í Bolungarvík og hafa hana eins veglega og unnt væri. Leitað var til aðila í heimabyggð og hafa þeir unnið ásamt stjórninni að undirbún- ingi í allan vetur og er honum nær lokið. Dagskrá hátíðarinnar er í aðalatriðum sem hér segir: Föstudagur 12. júlí: Setning í Ósvör kl. 17. Kórsöngur og leiðsögn um safnið. Atskákmót. Bjöggu- og Lassamót í golfi. Kvöldganga í surtarbrands- námu með leiðsögn. Lifandi tónlist í Finnabæ og Víkurbæ allt kvöldið. Laugardagur 13. júlí: Mar- hnútakeppni fyrir börn og unglinga. Markaðsdagurinn — ýmsar uppákomur. Hljómsveit- in Upplyfting leikur. Hestadag- ur fjölskyldunnar. Drymludag- ar. Knattspyrna. Afmælisfagn- aður í Víkurbæ kl. 20. Sunnudagur 14. júlí: Messa í Hólskirkju. Boðið upp á kaffi fyrir eldri Bolvíkinga í nýja safnaðarheimilinu. Fjölskyldu- ganga í surtarbrandsnámu með leiðsögn. Ljósmyndasýning stendur alla helgina að Vitastíg 1,2. hæð og félagsmiðstöðin verður opin og býður upp á ýmislegt fyrir börn og unglinga. Þá skal minnt á sértilboð á rútuferðum frá BSI fimmtudaginn 11. júlí kl. 13 og með flugi. Þriðjudagsganga í Viðey í KVÖLD verður hin vikulega þriðjudagsganga í Viðey og hefst nú önnur umferð sumarsins í rað- göngum. Að þessu sinni verður gengið austur að Viðeyjarskóla þar sem athyglisverð myndasýning hefur verið sett upp en hún sýnir meðal annars hvemig umhorfs var í þorp- inu Sundbakka á austurodda Við- eyjar. Þá verður svipast um á þeim slóðum þar sem Milljónafélagið hafði aðstöðu í byijun aldarinnar. Því næst verður gengið um suður- strönd eyjarinnar þar sem bæði má fínna eitt hið elsta ömefnið, Þórsnes, og eitt hið yngsta, Kapal- §öru. Á heimleiðinni verður komið við í Kvennagönguhólum þar sem hell- isskútinn Paradís er. Gönguferð- inni lýkur svo heima við Stofu. Viðeyjarfeijan fer frá Klettsvör klukkan 20.30 og til lands aftur um það bil klukkan 22.30. Gestir þurfa ekki að greiða annað gjald en feijutoll, 400 krónur fyrir full- orðna og 200 krónur fyrir börn. Reiki-heilunar og SJÁLFSTYRKINGAR- NÁMSKEIÐ í REYKJAVÍK 9.-11. júlí 1. stig kvöldnámskeið 13.-14. júlí 1. stig helgarnámskeið 15.-17. júlí 2. stig kvöldnámskeið ('aðeins fyrirþá sem hafa haft 1. stig í minnst 3 mánuði) KYNNINGARFUNDUR Norræna húsinu 3. júlí kl. 20:30 Þar sem reikinámskeiðin verða kynnt, Einnig veröurþar kynnt nytt bugrœktar og bamingju námskeið sem byggir á nýrri aðferð sem er fyrsta sinn kennci í Reykjavík. Þarna er um að ræða mjög svo áhrifaríka aðferð til að bæta líf sitt og líðan. Hentar vel þeim sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig til að bæta líf sitt og líðan. Tilvalið fyrir þá sem hafa þegar gert eitthvað í málinu og vilja meira. í lok þessara námskeiða staðfesta þátttakendur hamingjusamning við sjálfan sig. AÐGANGUR ÓKEYPIS. Upplýsingar og skráning á námskeiðin, á fundinum og í síma 587 1334 Guðrún Óladóttir, reikimeistari IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Til forráða manna Hagkaups í Skeifunni HVERS vegna eru ekki fríir plastpokar undir fatn- að, búsáhöld og aðra sér- vöru og annað sem ekki telst til matvara í Hagkaup í Skeifunni. Það er lélegt að þurfa að kaupa plast- poka undir sérvöru ef ein- ungis er keyptur fatnaður og er það trúlega eina verslunin sem selur plast- poka undir sérvöru. Er ekki hægt að breyta þessu og að pokar undir sérvöru verði fríir í Hagkaup eins og annars staðar. Hag- kaup var án efa sú verslun sem stuðlaði hér fyrst að lækkuðu vöruverði og mér fínnst að Hagkaupsmenn ættu að kippa þessu í lið- inn. Stella íslendingar! ÁRIÐ 1994 var ár fjöl- skyldunnar og því slegið upp með litríkum hætti. Fjölmörg dæmi mætti nefna varðandi umræður undanfarin ár hjá stjóm- málamönnunum, þörf á breytingum til að bæta hag fjölskyldnanna í landinu. En það hafa bara verið orðin tóm. Langar mig að biðja íslendinga að íhuga þetta mál. Mikið er talað um menn- ingarmál á íslandi og okk- ur sem menningarþjóð. I Reykjavík stendur yfír Listahátíð, en ég spyr: Fyrir hveija er hún haldin? Ég hef ekki tækifæri til að leyfa börnum mínum að njóta þess sem þar er boðið upp á og auka þar með víðsýni þeirra og þekkingu á listum og menningu. Fjárhagurinn leyfir ekki slíkt. Því spyr ég: Er Listahátíð einungis haldin fyrir „peningafólk"? Ég sem móðir vil hvetja börn mín til að taka þátt í íþróttum og ýmiskonar uppákomum tengdum þeim. Ég fór ásamt dóttur minni á Miðnæturhlaup á Jónsmessunótt. Fyrir það þurfti ég að borga 800 krónur fyrir mig og 600 krónur fyrir dóttur mína. í upplýsingum fyrr um daginn var mér og öðrum tjáð af forsvarsmönnum þessa hlaups að innifalið í verðinu væri bolur og sokkar. Ekki vildi ég valda dóttur minni vonbrigðum með því að hætta við hlaupið vegna fjárskorts, þannig að ég mætti í hlaupið af heilum hug ásamt dóttur minni og fékk að launum „verð- launapening“(medalíu) og Fjörmjólk sem var að renna út (dagsetning). Ég efast ekki um að MS hefur gefíð þessa mjólk í auglýs- ingaskyni fyrir þetta hlaup. En hvorki bar á sokkum eða bol handa ein- um né neinum. Ég undir- rituð, ásamt fleirum, spurði forsvarsmann hlaupsins hveiju þetta sætti en það varð fátt um svör. Fróðlegt væri að vita hvert fjármagn þátttöku- gjaldsins rennur? Mig langar til að vekja athygli íslendinga á því hvert stefnir. Þurfum við virki- lega að borga þetta miklar fjárhæðir til að taka þátt í heilbrigðum uppákomum með börnum okkar eða eigum við bara að sitja heima vegna þess að við eigum ekki pening? Ég vil bera höfuð mitt hátt og að börn mín geri slíkt hið sama og neita að láta ör- birgð sem þessi stjórnvöld bjóða okkur upp á bijóta mig niður á sál og iíkama. Ég vil breytingar til batn- aðar. Það er kominn tími til að við íslendingar látum í okkur heyra varðandi þessi og fleiri skyld mál- efni. Látum ekki bara orð- in tóm standa. Elínborg Andrésdóttir Tapað/fundið Seðlaveski týndist SVART seðlaveski týndist aðfaranótt sunnudagsins 30. júní á leiðinni úr Skeijafírði á Holtsgötu í vesturbænum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 562-2864. Eysteinn. Málverk tapaðist EITT málverk hvarf af vinnustofu málara í vik- unni 11.-20. júní sl. Mál- verið er í stærðinni 136x126 sm, málað með olíu á striga, í blindramma. Málverið byggir á bak- grunni hins fræga mál- verks, Monu Lisu. Viti ein- hver hvað hefur orðið af þessu málverki er hann beðinn að hringja í síma 588-4449. Týnt hjól GLÆNÝTT dökkblátt hjól af gerðinni Mongoose Alta tapaðist frá Japis í Braut- arholti fímmtudaginn 20. júní sl. kl. 14. Hjólið er lík- lega það eina sinnar teg- undar á landinu. Viti ein- hver um hjólið er hann beðinn að láta vita í síma 562-2059. Armband tapaðist GUCCI-gullarmband tap- aðist í annarri ' hvorri Kringlunni mánudaginn 24. júní sl. Finnandi vin- samíega hringi í síma 552-7468. Gæludýr Köttur fæst gefins VEGNA ofnæmis á heimil- inu óskast nýtt gott heim- ili fyrir bröndótta fimm mánaða læðu. Matarílát og kassi geta fylgt. Upplýs- ingar í síma 581-3002 eft- ir kl. 18 eða 553-8775 frá 9-18. Sjöfn. Týndur köttur TÍU ÁRA, ellileg grá læða, með gulum og hvítum lita- tónum, hvarf frá Baróns- stíg miðvikudaginn 26. júní sl. Hún er eyrnamerkt og ekki vön að vera lengi í burtu, en eigendur henn- ar vor nýfluttir í annað hverfi, þannig að hún hlýt- ur að hafa villst. Hafi ein- hver orðið hennar var er hann beðinn að hringja í síma 552-4770. SKAK Umsjón Margcir Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í sviss- nesku deildakeppninni nú í sumar. ítalski alþjóða- meistarinn Bruno Belotti (2.385), Mendrisio, hafði hvítt og átti leik, en rússneski stór- meistarinn Andrei Sokolov (2.585), Bern, var með svart. 21. Hxd5! - Re7 (Þetta jafngildir uppgjöf, en 21. - exdö 22. Rxd5 - Dd8 23. Dd6! var engu betra) 22. Hxd7! - Kxd7 23. Hdl+ - Ke8 24. Re4 - Rg8 25. Dg5 - Hd8 26. Rd6+ - Hxd6 27. Hxd6 og hvítur vann auðveldlega. COSPER Víkveiji skrifar... UM fátt hefur verið meira rætt að undanförnu en forseta- kosningar og þá ekki sízt nú um helgina. Víkveiji hefur veitt því eftirtekt í tali fólks, að töluverðrar gagnrýni gætir á þá fréttamenn og blaðamenn, sem á undanförnum vikum hafa tekið þátt í að spyija frambjóðendur í hinum ýmsum umræðuþáttum í sjónvarpsstöðvun- um. Það virðist vera býsna almenn skoðun, að fjölmiðlamennimir hafi brugðizt í hlutverki sínu, ekki undirbúið sig nægilega vel og ekki verið nógu vel að sér um þau mál- efni, sem til umræðu komu. Þetta er umhugsunarefni fyrir frétta- og blaðamenn yfírleitt. Að vísu er ljóst, að til þeirra eru al- mennt gerðar miklar kröfur og stundum óhóflega miklar um að vera vel að sér í öllum málum, hveiju nafni sem nefnast. Hitt er auðvitað alveg ljóst, að þegar um er að ræða afmarkað málefni eins og forsetaembættið eiga fulltrúar fjölmiðla að hafa möguleika á að undirbúa sig nægilega vel. Þessi gagnrýni er að því leyti gagnleg, að það er löngu tíma- bært, að fjölmiðlar fái sterkt að- hald frá almenningi. xxx AÐ er alveg ljóst, að nú orðið a.m.k. kann fólk ekki að meta ef fjölmiðlamenn eru taldir ganga of langt. Þannig hefur Víkveiji orð- ið þess var, að tilraun fréttastjóra ríkissjónvarps tii þess að sauma að Ólafi Ragnari Grímssyni í umræðu- þættinum sl. föstudagskvöld vegna trúarskoðana hans hefur mælzt misjafnlega fyrir og margir hafa gagnrýnt spyijandann harkalega fyrir spurningar hans og framsetn- ingu á þeim, fremur en þáverandi frambjóðanda fyrir svörin. Það fer ekki á milli mála, að áhorfendur ætlast til ákveðni en hófsemi af hálfu spyijenda. xxx ÞjRÁTT fyrir þessar athuga- semdir verður ekki annað sagt en sjónvarpsstöðvarnar hafi staðið sig vel kosninganóttina. Samstarf þeirra er gott fyrir áhorfendur. Þegar sjónvarpsstöðvarnar tvær voru með sitt hvora útsendingu á kosninganótt var fólk sífellt að skipta á milli af ótta við að missa af einhveiju. Þess gerist ekki leng- ur þörf og þær umræður, sem fram fara á milli þess að tölur berast, hafa að mörgu leyti á sér faglegri blæ en áður var.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.