Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 156. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS F-16 hrapar í Pensacola F-16 orrustuþota hrapaði niður á íbúðarhús í Pensacola á Flórída í gær og var fjögurra ára drengs saknað. Húsið varð alelda. Hjón sem í því bjuggu slösuðust og voru flutt í sjúkrahús. Erla Kristjánsdóttir háskóla- nemi sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa heyrt gífurlegan hávaða er þotan fórst, en hún býr rétt hjá slysstaðnum. Flugmaðurinn skaut sér út í fallhlíf á síðustu stundu og komst lífs af. Hann var að feija þotuna frá Suður-Karólínu undan fellibyl sem þangað stefndi. Ár liðið frá því Bosníu-Serbar tóku Srebrenica Fimmveldin ósammála Reuter Fulltrúar fímmveldanna áttu á miðvikudag árangurslítinn fund í London þar sem þeir ræddu hvaða leiðir væru vænlegastar til þess að koma Mladic og Karadzie undir lás og slá. Segja sendifulltrúar að hart hafi verið deilt á fundinum. „Þessi venjulega óreiða" var lýsing eins þeirra á fundi fulltrúa Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Bandaríkj- anna og Rússlands. Niðurstaðan var óskýr yfirlýsing fundarins um nauðsyn þess að tví- menningunum yrði komið frá völd- um. Ekkert sagði hins vegar um hvernig það skyldi gert. Að sögn sendifulltrúanna hvetja Bandaríkja- menn til að gripið verði til aðgerða en Evrópuríkin leggja áherslu á að allrar varkárni verði gætt. Mladic og Karad- zic verði gómaðir Haag, Tuzla, Brussel. Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag gaf í gær út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Ratko Mladic, yfir- manni hers Bosníu-Serba, og Radovan Karadzic, leiðtoga þeirra. Þeir eru ákærðir fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi, m.a. fjöldamorð á þúsundum múslima frá borginni Srebrenica en í gær var eitt ár liðið frá því að hún féll í hendur Bosníu-Serbum. Carl Bildt, sem stjórnar uppbyggingarstarfi í Bosníu, hvatti til þess að Mladic og Karadzic yrðu gómaðir sem fyrst. Áður hafði verið gefin út hand- tökuskipun sem gilti í Bosníu en nú eru Mladic og Karadzic í raun á flótta undan réttvísinni hvar sem þeir koma. í gær lauk tveggja vikna vitnaleiðslum fyrir. stríðsglæpadóm- stólnum, þar sem saksóknarar kynntu mál sitt. Ákvað dómstóllinn í kjölfar þess að næg rök væru fyrir því að gefa út handtökuskipun á hendur tvímenningunum. Kvenleiðtogar víða að úr heimin- um hvöttu í gær til þess að sannleik- ur og sanngirni yrðu höfð að leiðar- ljósi við rannsóknina á örlögum þús- unda múslima sem saknað er eftir fall Srebrenica. Konurnar voru gestir á fundi um 6.000 kvenna frá borg- inni, sem haldinn er í Tuzla. KONUR frá Srebrenica fá ekki ráðið við tilfinningar sínar á útifundi á íþróttavelli í Tuzla í gær þar sem falls borgar þeirra í hendur Bosníu-Serba var minnst. ■ Leynisamkomulag/17 Fall háttsetts rússnesks hershöfðingja í Tsjetsjníu líklegt til að valda reiði Herja á aðsetur Jandarbíjevs Moskvu. Reuter. HÁTTSETTUR höfðingi í rúss- neska hernum féll í Tsjetsjníu í gær þegar bifreið hans var ekið yfir jarð- sprengju, að sögn fréttastofunnar Interfax. Hershöfðinginn, Nikolaí Skripn- ík, var næstæðsti yfirmaður her- sveita rússneska innanríkisráðu- neytisins í Norður-Kákasus. Hann var á ferð nærri bænum Gekhi, sem Rússar hafa heijað á undanfarna daga. Fréttaskýrendur telja líklegt að fall Skripníks muni vaída reiði yfír- manna í hernum, sem voru andvíg- ir friðarsamningum sem ráðamenn í Rússlandi gerðu við leiðtoga upp- reisnarmanna í Tsjetsjníu, Zelik- man Jandarbíjev. Yfirmaður í rúss- neska herliðinu staðfesti í gær að gerðar væru sprengjuárásir á aðset- ur Jandarbíjevs í suðurhluta Tsjetsj- níu. Rússneskar fréttastofur greindu frá því í gær, að á undanförnum sólarhring hefðu fimm rússneskir hermenn fallið í átökum, og 23 særst. í fréttaskeyti frá Itar-Tass segir að fjöldi óbreyttra borgara hafi fallið þegar þeir lentu á milli rússneskra hersveita og uppreisnar- manna sem reyndu að brjóta sér leið út úr Gekhi. Tilræði í Moskvu Fimm manns slösuðust þegar sprengja sprakk í strætisvagni í miðborg Moskvu í gær. Sprengj- unni var komið fyrir í poka sem skilinn var eftir í vagninum. Alexander Lebed, yfirmaður Öryggisráðs Rússlands, fékk á miðvikudag það hlutverk að hafa yfirumsjón með baráttu gegn glæpum í höfuðborginni. Hann sagði í gær, að sprengingin í stræt- Reuter LÖGREGLUMENN rannsaka sprengitilræðið í Moskvu. isvagninum væri heimskulegt áður en hægt yrði að komast að hryðjuverk. Hann sagði að fleiri því hver bæri ábyrgð á verknaðin- staðreyndir þyrftu að verða ljósar um. Reuter CHOI Seung-chang með hjól- barðaslöngur vafðar um mittið. Flýði frá N-Kóreu Farið með fólk eins o g skepnur Seoul. Reuter. NORÐUR-kóreskur verkamaður, sem flýði land og komst á sundi til suður-kóreskrar eyjar, sagði í gær, að farið væri með almenning í Norður-Kóreu eins og skepnur. „Ég flýði ekki aðeins vegna matarskortsins, heldur vegna þess, að fólki er ekki líft í land- inu. Það er komið fram við al- menning eins og skepnur og land- ið líkist mest stóru fangelsi," sagði Choi Seung-chan við frétta- menn. Choi var dreginn upp úr sjónum við Kanghwa-eyju í Imjin-óshólm- unum við vesturströnd landsins. Kvaðst hann hafa tekið þá ákvörð- un í júní að reyna að flýja land og hefði flóttinn tekið þrjá daga. Notaði hann reiðhjólaslöngur til að halda sér á floti í sjónum. ♦ ♦ ♦----- Nichols var pyntaður í Búrma Oslo. Reuter. NORÐMENN sögðu í gær að heiðurs- konsúll þeirra í Búrma, Leo Nichols, hefði verið pyntaður áður en .hann lést í fangelsi í Rangoon 23. júní. Jan Egeland, aðstoðarutannkisráð- herra Noregs, sakaði herstjómina í Búrma um mannréttindabrot, og sagði að Nichols hefði verið neitað um svefn í fangelsinu eftir að hann var tekinn höndum í maí. Nichols var 65 ára gamall, sykur- sjúkur og veill fyrir hjarta. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi og gefið að sök að hafa haft síma og faxtæki á heimili sínu án leyfis yfir- valda. Fullyrt er, að raunverulega ástæða handtöku Nichols hafi verið stuðning- ur hans og vinátta við Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðissinna. „Að neita fólki um svefn í fangelsi er vel þekkt pyntingaraðferð. Að henni skyldi beitt á mann, sem var veill fyrir hjarta og sykursjúkur veld- ur því, að við fullyrðum að yfírvöld í Búrma beri ábyrgð á dauða [Nic- hols],“ sagði Egeland. ■ Sápuóperan/17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.