Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsmenn Landmælinga fá aðstoð stéttarfélaga til að kanna réttarstöðu sína Markmið starfsmanna að hnekkja ákvörðun ráðherra Morgunblaðið/Golli FULLTRÚAR starfsmanna Landmælinga íslands funduðu í gær með fulltrúum stéttarfélaga sinna. STARFSMENN Landmælinga ís- lands ætla að leggja höfuðáherslu á að reyna að hnekkja ákvörðun umhverfisráðherra um að flytja stofnunina til Akraness að sögn Hrafnhildar Brynjólfsdóttur tals- manns starfsmanna. Starfsmenn funduðu i gær með fulltrúum stétt- arfélaga sinna og var ákveðið að knýja fram rökstuðning ráðuneytis- ins fyrir ákvörðuninni og óska eftir fundi með þingmönnum Reykjavík- ur og Reykjaness í haust. Hrafn- hildur segir að gögnum um afleið- ingar flutnings systurstofnana Landmælinga á Norðurlöndum úr höfuðstað í dreifbýli verði safnað en Danir hafi hætt við áform um flutning í ljósi reynslu Norðmanna og Svía. Hún segir að starfsmenn ætli fyrst um sinn að leggja til hlið- ar álitamál um réttindi starfsmanna við flutning ríkisstofnana og ein- beita sér að því að færa fram rök gegn flutningi. A fundinum var að sögn Hrafn- hildar almennt rætt hvaða leiðir væru færar til að fá ákvörðuninni hnekkt. „Markmiðið hlýtur að vera að hnekkja þessari ákvörðun á ein- hvem hátt því að við höfum ekki ennþá séð rök sem lúta að því að þetta sé skynsamlegt. Ef þetta væri skynsamlegt horfði málið öðruvísi við,“ segir hún. ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, skorar á Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra að eiga frum- kvæði að því að íslenskt táknmál verði viðurkennt af hálfu löggjafans sem móðurmál heyrnarlausra barna á leikskóla- og grunnskólaaldri. í áliti sem Þórhildur sendi menntamálaráðherra 12. júní sl. kemur fram að ákveðið skref hafi verið stigið til viðurkenningar á ís- lensku táknmáli sem móðurmáli heymarlausra í lögum um fram- haldsskóla, sem voru samþykkt sl. vor. Slíkum ákvæðum sé aftur á móti ekki til að dreifa í lögum um grunnskóla og leikskóla. Þetta telur Þórhildur að bijóti í bága við rétt heymarlausra barna undir 16 ára aldri, sem kveðið er á um! jafnræðis- reglu íslensku stjómarskrárinnar og alþjóðlegum mannréttindasáttmál- um, sem Island er aðili að. Þórhildur bendir á að málvísinda- menn telji táknmál vera fullgilt MIKIL eftirspum hefur verið eftir sérhæfðu starfsfólki hjá fjármála- fyrirtækjum, einkum á verðbréfa- markaði, á undanförnum mánuðum. í mörgum tilvikum hafa verið í boði mun hærri laun en þekkst hafa um árabil og á þetta einkum við um reynda tölvunarfræðinga og viðskiptafræðinga sem hafa aflað sér sérþekkingar og reynslu á þessu sviði, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Gera starfsmönnum keppinautanna tilboð „Það er verið að bjóða þessu fólki mjög góð laun, og mun hærri en maður hefur áður heyrt talað um,“ sagði einn viðmælenda Morgunblaðsins, sem hefur langa Hrafnhildur segir að óskað verði eftir lagaáliti hjá laganefndum BHMR og BSRB en starfsmenn eru allir í stéttarfélögum sem aðild eiga að þessum tveimur heildarsamtök- um stéttarfélaga. Hún segir að- spurð að sérstaklega verði kannað með lögfræðingum stéttarfélag- anna hvort embættisfærsla ráð- herra sé brot á stjórnsýslulögum með því að ekki hafi verið haft samráð við starfsmenn stofnunar- innar. Loks var ákveðið að óska eftir fundi með þingmönnum Reykjavík- ur og Reykjaness jjm málið í haust og ennfremur með borgarfulltrúum Reykjavíkur. „Það hlýtur að vera hagur borgarinnar að halda sem flestum störfum í Reykjavík. Við munum kanna hvort þingmenn og borgaryfirvöld vilja styðja okkur og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið,“ segir Hrafnhildur. Slæm reynsla á Norðurlöndum Starfsmenn ætla að leggja sér- staka áherslu á að vekja athygli stjórnvalda á reynslu nágranna- landanna við flutning ríkisstofnana. „Við vitum að reynslan af flutningi sambærilegra stofnana í Noregi og Svíþjóð hefur verið mjög slæm. Þar mættu menn mörgum og margvís- legum vandamálum og á grundvelli mál, enda er málfræði þess og orða- notkun ekki þýðing á öðru tungu- máli og málfræði íslensks táknmáls er önnur en málfræði talaðrar ís- lensku. íslenskt táknmál er sérstakt mál sem er frábrugðið táknmáli sem talað er í öðrum löndum og þeir sem tala tiltekið táknmál tilheyra sér- stöku málsamfélagi. í kjölfar álits umboðsmanns barna sendi Björn Bjarnason menntamála- ráðherra henni bréf, þar sem fram kemur að hugað verði að þessum sjónarmiðum við gerð nýrra náms- skráa fyrir grunnskóla og fram- haldsskóla og við endurskoðun upp- eldisstefnu fyrir leikskóla. I svar- bréfi Þórhildar til menntamálaráð- herra frá 26. júní sl. ítrekar hún áskorun sína tií Björns um að hafa frumkvæði að því að löggjafinn við- urkenni táknmál sem móðurmál heyrnarlausra barna, og fer þess á leit við ráðherra að fá glöggt svar við áskorun sinni. reynslu af verðbréfaviðskiptum. Mikill uppgangur og harðnandi samkeppni hefur verið á fjármagns- markaði á undanfömum árum, heildarviðskipti með verðbréf hafa margfaldast og fleiri aðilar eru að koma inn á markaðinn. Þá eru verð- bréfaviðskipti að verða mikilvægari þáttur í starfsemi banka og spari- sjóða sem þurfa í auknum mæli á þeirrar reynslu var t.a.m. ákveðið að flytja ekki kortagerðarstofnun- ina í Danmörku. Við ætlum að óska eftir skýrslum um flutning systur- stofnana í Svíþjóð og Noregi og sýna stjórnvöldum hér fram á hve óskynsamleg ráðstöfun það muni reynast að flytja Landmælingar til Akraness." Umhverfisráðherra hefur skipað tvær nefndir til að undirbúa flutn- inginn. Annarri nefndinni er sér- staklega ætlað að fjalla um málefni þeirra starfsmanna sem hyggjast flytja með stofnuninni til Akraness. „ÞETTA mótorhjól er ekkert svakalega stórt, það er næst- um því mátulegt fyrir mig. Ég næ alla vega utan um handföngin á stýrinu. starfsfólki að halda með sérþekk- ingu á þessu sviði. Hefur þess gætt nokkuð að fyrirtæki geri sérhæfðu starfsfólki keppinautanna tilboð um betri launakjör, að sögn heimildar- manna blaðsins. Forstöðumaður hjá fyrirtæki, sem hefur verið að fjölga starfsfólki að undanförnu, sagði að mikil sani- í henni munu eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Akranesbæjar og starfsmanna Landmælinga sam- kvæmt ákvörðun ráðuneytisins. Aðspurð útilokar Hrafnhildur ekki að starfsmenn muni afþakka sæti í nefndinni í ljósi einarðrar afstöðu þeirra gegn flutningnum. Ekki sé til neins að ræða málefni þeirra starfsmanna sem flytja þegar enginn hafí sýnt áhuga á því. „Við munum ekki taka afstöðu til þess hvort við tökum sæti í nefndinni fyrr en ráðu- neytið óskar eftir tilnefningu í nefndina,“ segir Hrafnhildur. Hvað ætli svona hjól kosti annars? Og svo þarf auðvitað hjálm líka. Ég á ennþá pening- inn frá afa og ömmu.“ keppni væri um hæfa og reynda starfsmenn. Hins vegar væri einnig mikið framboð fólks með góða menntun að baki. Að sögn hans gera fjármálafyrirtækin mun strangari kröfur til starfsmanna sinna í dag um frammistöðu og vinnutíma en áður var. Hækkanir eingöngu hjá tilteknum starfsstéttum Það er samdóma álit viðmælenda blaðsins að launaskrið í virðist vera hjá ákveðnum starfsstéttum, s.s. tölvunarfræðingum, eins og kom fram í viðtölum við forsvarsmenn ráðningarfyrirtækja í Morgunblað- inu í gær. Hins vegar verði síður vart við launahækkanir hjá öðrum stéttum. Nýr forstjóri Ríkisspítala Starfið aug- lýst á Norð- urlöndum? STJÓRNARNEFND Ríkisspít- alanna hefur samþykkt að staða forstjóra Ríkisspítalanna verði auglýst og að nýr for- stjóri taki til starfa um ára- mót. Til greina kertiur, að sögn Guðmundar G. Þórarinssonar, formanns stjórnarnefndarinn- ar, að auglýsa starfið á öllum Norðurlöndunum og var honum falið að ræða tillögu þar að lútandi við heilbrigðisráðherra. Sérhæfðir stjórnendur Guðmundur segir að sjónar- mið stjórnarnefndarmanna hafi verið að Norðurlöndin væru orðin samtvinnað márkaðs- svæði. „Menn telja að á Norð- urlöndunum kunni að vera sér- hæfðir menn í stjórnun sjúkra- húsa, sem geti keppt við þá beztu, sem við eigum, um þessa stöðu," segir hann. Guðmundur segir að að mörgu þurfi að gæta, til dæm- is hugsanlegum tungumálaerf- iðleikum og mismunandi stað- háttum á Norðurlöndunum. Vigdís Magnúsdóttir, að- stoðarforstjóri Ríkisspítala, hefur verið starfandi forstjóri frá því í fyrra er Davíð Á. Gunnarsson varð ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins. Vigdís er sett í stöðuna út árið. Tillögur Hreindýraráðs Leyfð verði veiði 268 hreindýra Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. HREINDÝRARÁÐ hefurgefið út tillögur til umhverfisráðu- neytis um fjölda hreindýra sem veiða megi 1. ágúst til 15. september. Ráðið leggur til að veidd verði 268 hreindýr, en það er 23 dýrum færra en í fyrra. Hreindýraráð leggur til að nú verði veiddir 125 tarfar á móti 127 í fyrra og 143 kýr á móti 164. Skipting veiðikvóta milli sveitarfélaga verður svip- uð en þó einhver fækkun. Það má því búast við að jafn erfitt verði fyrir sport- veiðimenn að fá keypt leyfi til veiða og á síðasta hausti, og má búast við að veiðileyfi hækki lítillega. Hreindýraráð leggur einnig til að þeir veiðimenn er kaupa veiðileyfi fái aðeins að skjóta eitt hreindýr hver. Ferðir felldar niður hjá Istravel FERÐASKRIFSTOFAN ís- travel hefur fellt niður sjö ferð- ir í sumar milli íslands og Amsterdam í Hollandi, vegna lélegra bókana. Dæmi eru um að farþegar hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessa. I gær mættu hóllenskir ferða- langar á Keflavíkurflugvöll og fengu þau skilaboð að engin flugvél væri á leið til Amster- dam. Þeir komast heim í dag. Hollenska flugfélagið Transavia Airlines flýgur fyrir ístravel. Að sögn forsvars- manna þess hafa bókanir verið færri en vonast var eftir og því hefur verið samið um flutn- ing á farþegum við önnur flug- félög. Umboðsmaður barna um táknmál Verði viðurkennt sem móðurmál Morgunblaðið/Ásdís Næstum því mátulegt Sérhæft og reynt starfsfólk eftirsótt af fjármálafyrirtækjum Fólki boðin mjög góð laun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.