Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
______ALPARMIIMIMING___
ÞÓRUNN PÁLSDÓTTIR
JÓN GÍSLASON
+ Jón Gíslason
var fæddur í
Norðurhjáleigu í
Álftaveri 11. jan-
úar 1896. Hann
var einkasonur
hjónanna Gísla
Magnússonar,
hreppstjóra, og
konu hans, Þóru
Brynjólfsdóttur.
Auk Jóns eignuð-
ust þau fjórar dæt-
ur. Þær voru: Vig-
dís Anna, Matt-
hildur Málfríður
og Guðlaug Marta.
Ein dóttir, Júlía Ágústa lést á
öðru aldursári. Hjá Þóru og
Gísla ólst einnig upp Rannveig
Jónsdóttir, Sverrissonar í Holti.
Jón Gíslason lést 79 ára að
aldri, 2. apríl 1975.
Þórunn Pálsdóttir var fædd
í Jórvík í Álftaveri 5. september
1896. Hún var dóttir Páls Sím-
onarsonar og síðari konu hans,
Hildar Runólfsdóttur. Þórunn
átti sjö hálfsystkini og fjögur
alsystkini. Alsystkini hennar
voru Kristján, Guðlaug og Sím-
on og einnig Guðrún, sem lést
á fyrsta ári. Þórunn Pálsdóttir
lést 27. október 1989, 93 ára
að aldri.
Þórunn og Jón eignuðust 13
börn. Af þeim komust 8 synir
og 4 dætur til fullorðinsára, en
ein dóttir, Guðlaug, dó skömmu
eftir fæðingu. Systkinin tólf eru:
Þórhildur, sem lést í febrúar sl.,
gift Kjartani Sveinssyni frá Vík
í Mýrdal. Þau eiga 28 afkomend-
ur. Júlíus, bóndi í Norðurhjá-
leigu, kvæntur Arndísi Salvars-
dóttur frá Reylgafirði við Isa-
fjarðardjúp. Þau hafa eignast 28
afkomendur. Gísli, símamaður í
Mosfellsbæ, kvæntur Svövu Jó-
hannesdóttur frá Heijólfsstöð-
um í Álftaveri. Hún lést 1995.
Þau eiga níu afkomendur. Pál-
ína, húsfreyja í Vestmannaeyj-
um, gift Ragnari K. Bjarnasyni
frá Norðfirði. Hann lést 1991.
Þau eiga átta afkomendur. Böð-
var, bóndi í Norðurhjáleigu,
ókvæntur. Sigurður, bóndi í
Kastalabrekku í Ásahreppi,
kvæntur Steinunni Sveinsdótt-
ur frá Þykkvabæjarklaustri í
Álftaveri. Þau hafa eignast 33
afkomendur. Guðlaugur, bóndi
á Voðmúlastöðum í Austur-
Landeyjum, kvæntur Sæbjörgu
Tyrfingsdóttur frá Lækjartúni
í Ásahreppi. Þau hafa eignast
sjö afkomendur. Jón, járnsmið-
ur í Mosfellsbæ, kvæntur Guð-
rúnu Jónsdóttur frá Þver-
spyrnu í Hrunamannahreppi.
Þau hafa eignast 12 afkomend-
ur. Fanney, húsfreyja á Sel-
fossi, gift Hergeiri Kristgeirs-
syni lögreglumanni. Þau eiga
ellefu afkomendur. Sigrún, hús-
freyja á Selfossi, gift Stefáni
Ármanni Þórðarsyni frá Vík í
Mýrdal. Þau eiga 18 afkomend-
ur. Sigþór, bóndi í Iljarðartúni
í Hvolhreppi, kvæntur Gerði
Óskarsdóttur frá Varmadal á
Rangárvöllum. Þau eiga tíu af-
komendur. Jónas, bóndi í Kálf-
holti í Ásahreppi, kvæntur Sig-
rúnu ísleifsdóttur frá Ekru á
Rangárvöllum. Þau eiga tíu af-
komendur.
í ár, 1996, minnast afkomendur
hjónanna Jóns Gíslasonar og Þór-
unnar Pálsdóttur í Norðurhjáleigu
þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu
beggja í Álftaveri í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Jón og Þórunn ólust
bæði upp á myndarheimilum og
nutu almennrar skólagöngu eins og
hún þá tíðkaðist. Auk þess fór Jón
í unglingaskóla til Víkur í Mýrdal.
Þau gengu í hjónaband 17. nóvem-
ber 1917 og hófu búskap í Norður-
hjáleigu, þar sem þau tóku við bús-
forráðum árið 1922.
Svo sem sjá má áttu þau Jón og
Þórunn í Norðurhjáleigu miklu
barnaláni að fagna og er ættbogi
þeirra nú orðinn allstór, telur 174
afkomendur. Þá er ekki síður mik-
ils um vert að hópurinn er samheld-
inn og frændrækinn með afbrigð-
um, svo að hver samkoma innan
fjölskyldunnar er á við ættarmót.
Ekíci er hægt að minnast þeirra
hjóna án þess að Kötlugosinu 1918
verði gerð nokkur skil, svo mjög
sem það markaði fyrstu búskaparár
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII skráa sem í
daglegu tali eru nefndar DOS-
textaskrár. Þá eru ritvinnslu-
kerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úr-
_ , vinnslu.
Það eru vinsamleg tilmæli
blaðsins að lengd greina fari
ekki yfir eina örk a-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd - eða 2.200 tölvu-
slög Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir.grein-
unum.
þeirra og efalaust allt lífsviðhorf.
Þann 12. október voru bændur úr
Álftaveri að koma úr annarri leit
með nokkurt fjársafn. Alls voru
fjórtán manns við smalamennsku,
Jón Gíslason þar á meðal, þegar
þeir urðu varir viðjökulhlaupið, sem
jafnan fylgir Kötlugosum, aðeins
200-300 metra að baki sér. Áttu
menn ekki annan kost en að hleypa
hestum sínum eins og þeir framast
komust til að ná á hraunbrúnir
norðan við Álftaverið, skammt þar
frá sem heitir í Skálmabæjarhraun-
um. Mátti engu muna því að flóð-
hrönnin skall að baki þeim, aðeins
um 40 metrum aftan við síðasta
hest sem á brúnina komst. Flóðinu
fylgdi mikill gnýr og brestir, því
að það velti á undan sér margra
metra háum jakahrönnum sem
plægðu upp jarðveginn og skófu
sums staðar niður í klappir. Til að
auka enn á ósköpin dundi yfir ösku-
fall með myrkri og miklum þórdun-
um. Gátu menn sig hvergi_ hreyft
þann dag og næstu nótt. Á sama
tíma og smalamenn hleyptu hestum
sínum sér til lífs, flýði fólk af bæjum
sunnar í sveitinni í útihús sem
hærra stóðu. Þeirra á meðal var
Þórunn Pálsdóttir sem þá var langt
gengin með fyrsta barn þeirra
hjóna, og er tæplega hægt að gera
sér í hugarlund hve skelfilegt hefur
verið að hugsa til sinna nánustu i
flóðvegi Kötlu og vita ekki afdrif
þeirra. Má nærri geta feginleik
beggja að hittast og frétta að allir
sveitungar þeirra höfðu sloppið lífs
undan hamförunum. Kötluhlaupið
1918 olli miklum búsiijum í Álfta-
veri og engar voru viðlagatrygging-
ar til að létta mönnum áföllin. Það
var því mikið fyrir ábúendur að
takast á við, og kom sér vel fyrir
þau Jón og Þórunni að þau voru
ung og hraust og til stórátaka fall-
in á fyrstu búskaparárum sínum,
sem mörkuðust af vetrarharðindum
og náttúruhamförum.
Ástríki og samheldni var mikil
með þeim Jóni og Þórunni í Norður-
hjáleigu. Þau voru samstíga um
allt er laut að þörfum hins stóra
heimils síns og einnig þeim fjöl-
mörgu skyldustörfum sem Jón tók
að sér um ævina. Auk þess að vera
hreppstjóri og oddviti Álftavers-
hrepps um áratugaskeið var Jón
framarlega í öllum málum sem til
heilla horfðu bændum í Vestur-
Skaftafellssýslu og á Suðurlandi,
svo sem mjólkursölumálum og mál-
efnum Sláturfélags Suðurlands.
Hann átti sæti á Alþingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn á árunum 1947-
1953. Fulltrúi Búnaðarsambands
Suðurlands var hann á Búnaðar-
þingi árin 1954-1972. Sýslunefnd-
armaður var hann frá 1944 til ævi-
loka. Önnur skyldustörf sem Jón
rækti fyrir heimahérað sitt er of
langt mál upp að telja.
Jón var mikill áhugamaður um
nýtingu allra hlunninda sem töldust
á þeim tíma, svo sem eggjatöku,
selveiði og sjóbirtingsveiði í Kúða-
fljóti og viðarreka á fjörum. Einnig
þar voru þau hjón samhent, því að
Þórunn verkaði selskinn og nýtti
silung og egg til matar á ýmsa lund.
Jón Gíslason var hrókur alls
fagnaðar í vinahópi, meðalmaður á
hæð en sýndist stór, því hann bar
höfuðið hátt eins og þeir geta sem
vinna verk sin vel og af kostgæfni.
Hann var maður athafna og skilaði
gifturíku ævistarfi. Jón lést 79 ára
að aldri, 2. apríl 1975.
Þórunn Pálsdóttir var mjög smá-
vaxin kona, fínleg og einstaklega
glaðlynd. Hún hafði þann sérstaka
hæfileika að sjá alltaf það besta í
hverjum manni og gerði gott úr
öllum aðstæðum, hversu erfiðar
sem þær sýndust öðrum. Það varð
flestum barnabörnum hennar
kappsmál að verða stærri en amma
og líklega tókst þeim það öllum.
Ekki skorti hvatninguna af hennar
hálfu. En líkamleg stærð hennar
var í engu samræmi við það rúm
sem hún fyllir í hugum afkomenda
sinna, sem minnast hennar með
þakklæti og gleði í huga.
Góðrar heilsu til líkama og sálar
naut Þórunn tvö ár fram yfír ní-
rætt og hélt heimili í Norðurhjáleigu
með Böðvari, syni sínum. Þar var
ævinlega allt fáð út úr dyrum og
aldrei var skortur á kökum og
kjarngóðum íslenskum mat, sem
hún reiddi fram af elskusemi og
umhyggju fyrir gestum sínum.
1988 varð hún fyrir því óláni að
beinbrotna og slíkt er erfitt oldnum.
Hún varð þá háð umönnun góðs
fólks, sem hún þáði með sinni glöðu
lund. Þórunn Pálsdóttir lést 27.
október 1989, 93 ára að aldri.
Helgina 12.-14. júlí 1996 koma
á annað hundrað afkomendur þeirra
Jóns og Þórunnar í Norðurhjáleigu
saman til að minnast 100 ára fæð-
ingarárs þeirra. Hvar skyldi
skemmtilegra að koma en á fæðing-
arstað pabba og mömmu, afa og
ömmu, langafa og langömmu í
Norðurhjáleigu í Álftaveri, þar sem
ábúendur bjóða frændsystkini sín
velkomin með sama höfðingsskap
og Jón og Þórunn buðu áður til sín.
Eygló Gísladóttir.
ASTRIÐUR
TORFADÓTTIR
+ Ástríður Torfa-
dóttir var fædd
18. ágúst 1905. Hún
lést á Dvalarheimil-
inu Höfða á Akra-
nesi 6. júlí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Torfi
Jónsson og Ástríð-
ur Hannesdóttir.
Ástríður ólst upp á
Oddastöðum i
Lundarr eykj adal.
Ástríður giftist
Hannesi Frímanni
Jónssyni 28. júní
1932, og eignuðust
þau fjóra syni, fyrsti drengur-
inn dó í fæðingu óskírður. Hin-
ir eru eftir aldursröð: 2) Sig-
urður Ástvaldur, lést af slysför-
um 3. ágúst 1990, hann var
kvæntur Svölu Ivarsdóttur og
þeirra börn eru: Ástríður, Sig-
rún Valgerður, Hannes Frí-
mann og íris Guð-
rún. 3) Birgir Vikt-
or, hans kona er
Laufey Kristjáns-
dóttir, þeirra börn
eru: Hannes Viktor
og Marta María,
ásamt þremur börn-
um Laufeyjar frá
fyrra hjónabandi
sem eru Margrét,
Ella Kristín og Jó-
hann Þór. 4) Jón
Kristján, hans kona
er Birna Kristjáns-
dóttir, þeirra börn
eru: Ástríður
Hanna, Ágúst Bjarki og Heiða
Björk. Börn Jóns og Birnu fyr-
ir hjónaband eru Sturla Hólm
og Ella Kristín.
Bálför Ástríðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gieddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(H. Andrésdóttir.)
Ásta tengdamóðir mín skildi við
þetta líf 6. þessa mánaðar 90 ára
gömul, hún kvaddi um bjarta sum-
arnótt er landið okkar skartaði sínu
fegursta.
En hún var viðbúin, hún var södd
lífdaga og löngu tilbúin til brottfar-
ar úr þessum jarðneska heimi, með
tilhlökkun um endurfundi við
gengna ástvini.
Hún missti frumburð sinn við
fæðingu, og syrgði hún drenginn
sinn alla ævi. Síðan sinn ástkæra
lífsförunaut, Hannes Frímann, er
lést langt um aldur fram og var
okkur öllum harmdauði, þá son sinn
Sigurð, er lést í hörmulegu slysi
1990, síðan unga eiginkonu sonar-
sonar 1992, það fyllti mælinn og
fannst henni að almættið væri harla
óréttlátt og færi ekki með rétta röð
í ákvarðanatöku í þessum efnum.
Við tengdamóðir mín áttum sam-
leið í full 35 ár, og" ekki vorum við
alltaf á eitt sáttar, en við lærðum
að meta hvor aðra og bera virðingu
fyrir skoðunum hvor annarrar. Við
andlát hennar finnst mér að hafi
slitnað mjög sterkur þráður og finn
ég til mikils saknaðar nú þegar hún
er öll. Ég vsrð henni ævinlega þakk-
lát fyrir allt það góða sem hún lagði
af mörkum til hagsældar fyrir mig
og mína fjölskyldu, ekki síst eftir
lát manns míns.
Ásta var lágvaxin kona, og börn-
in mín voru fljót að vaxa henni
yfir höfuð, og kölluðu hana gjarnan
„ömmu litlu“, í gælutón, þau voru
mjög hænd að henni og nutu allrar
hennar ástúðar og elsku alveg frá
frumbernsku.
Á svona stundum verður oft erf-
itt tungu að hræra, því öll orð verða
oftast eins og hjóm eitt.
Ég kveð tengdamóður mína í
þökk, fari hún í friði.
Mitt við andlát augum fyrir mínum,
upp, minn Drottinn, haltu krossi þínum.
Gepum myrkrið lífsins ljós að sjá.
Leyf mér, góði Jesú.
Vertu mér hjá.
Bend mér upp og yfír tjöldin skýja.
Upp mig tak, lát jarðarmyrkrin flýja.
Fyrir ljósi landinu engla frá.
í lífi og dauða,
Herra, vertu mér hjá.
(Stefán Thorarensen.)
Svala ívarsdóttir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Á laugardagsmorgninum hringdi
síminn hjá okkur systkinunum og
mamma vildi láta okkur vita að
amma litla væri dáin. Þessi frétt
kom okkur ekki á óvart því við
höfðum búist við þessu í nokkurn
tíma. En engu að síður varð manni
bilt við.
Móðir hennar dó af barnsförum
og ömmu þá komið til móðurfólks
síns í Deildartungu og þar var hún
fyrstu árin. Annars var hún alin
upp hjá móðursystur sinni og manni
hennar á Oddstöðum í Lundar-
reykjadal.
Eftir húsmæðraskólanám var
hún í kaupmennsku og þar kynntist
hún afa. Þau hófu búskap á Akra-
nesi og þar fæddust synir þeirra.
Við systkinin viljum þakka ömmu
fyrir samfylgdina, hlýju hennar og
góðmennsku í okkar garð. Hún
hefur verið svo stór hluti af lífi
okkar. Við vorum fyrstu barnabörn-
in hennar og hennar heimili var
okkar annað heimili. Við nutum
þeirra forréttinda að fá að hafa
hana svo lengi með okkur.
Minningarnar hrannast upp um
ýmislegt sem við brölluðum og vilj-
um við þakka það. Alltaf var amma
tilbúin að baka fyrir okkur kleinur,
pijóna sokka eða bara að stinga
einhveiju upp í litla munna. Megir
þú fara í friði, amma mín, nú þegar
þú ert loks komin til ástvina þinna
sem þú hefur saknað svo mjög. Guð
geymi þig.
Kveðja frá Diddabörnum.
Ásta, Sigrún, Hannes og íris.
I nokkrum orðum langar okkur
að minnast Ástu ömmu.
Fyrir 27 _ árum kynntumst við
mjög náið Ástríði Torfadóttur, þá
flutti móðir okkar ásamt okkur
þremur systkinum frá Vestmanna-
eyjum til Akraness. Móðir okkar
giftist fósturföður okkar Birgi
Hannessyni, syni Ástu ömmu eins
og við ávallt kölluðum hana. Fyrstu
árin okkar á Akranesi bjuggum við
í Norðtungu hjá Ástu, hún var þá
orðin ekkja. Asta tók einstaklega
vel á móti okkur systkinum, hún
reyndist okkur mjög góð amma,
alltaf tilbúin að rétta okkur hjálpar-
hönd ef við þurftum á að halda.
Það var afar fallegt og náið sam-
band á milli þeirra mæðgina Ástu
og Birgis og þótti okkur mjög vænt
um það. En núna er langri og far-
sælli ævi lokið og komið er að
kveðjustund. Við systkinin þökkum
þér, Ásta mín, fyrir góð kynni. Guð
geymi þig.
Ella Kristín, Margrét
og Jóhann Þór.
Hún elsku amma okkar er dáin.
Okkur systkinin langar að kveðja
þig, amma mín, með þessum sálmi.