Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 41 FRETTIR BSRB varar við mis- munun í heilbrigðis- þjónustunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Opnun hjólabrettagarðs á þaki Faxaskála STJÓRN BSRB fagnaði því að heil- brigðisráðherra skuli ætla að taka á | málefnum heilsugæslunnar og stuðlá 1 að eflingu hennar, því heilsugæslan hefur alltof lengi verið látin sitja á hakanum. Stjórnin varar hins vegar alvarlega við ýmsum áformum, sem kynnt eru í skýrslu heilbrigðisráðu- neytisins, um aðgerðir til að efla heii- sugæslu og hafa áhrif á verkaskipt- ingu í heilbrigðisþjónustu, segir í frétt sem Morgunblaðinu hefur borist. Ennfremur segir: „Þar sem mark- | mið skýrslunnar eru skilgreind segir i að stefnt skuli að skipulagningu og ' rekstri heilbrigðiskerfis er tryggi sjúklingum jafnan aðgang. Það skýt- ur því skökku við að ein meginbreyt- ingin sem skýrslan boðar er að tekin skuli upp tvenns konar heilbrigðis- þjónusta í landinu, sem kölluð er valfrjálst stýrikerfí í heilsugæslunni. Einstaklingnum verði gefinn kostur á að merkja við í skattskýrslu hvort 4 hann vilji kaupa sér einskonar | sjúkratryggingu fyrir 1.500-2.000 , krónur og geta þá notið gjaldfrírrar ' þjónustu heilsgugæslustöðva og af- sláttar hjá sérfræðingum. Þetta þýða útgjöld upp á allt að 10.000 krónur Barr-dagar \ í Fossvogs- ! stöðinni NÚ standa yfir barr-dagar í Foss- vogsstöðinni. Barr-dagar eru kynn- ingar- og tilboðsdagar á ýmsum barrtijám sem Fossvogsstöðin ræktar og standa þeir fram á fimmtudag. í fréttatilkynningu segir: „Að þessu sinni miðast tilboðin við ýms- 1 ar tegundir barrtijáa í 2 1 pottum I og/eða pokum. Hingað til hefur i sitka- og blágreni verið hvað vin- sælast og önnur barrtré fengið minni athygli þótt þau hafi staðið sig frábærlega í íslenskri náttúru. Tilgangurinn með barr-dögum er því að vekja áhuga á fegurð og fjöl- breytileika barrtrjáa, hvetja til nýj- unga og örva notkun barrtrjáa jafnt í görðum sem sumarbústaða- og skógræktarlöndum. Jafnframt er það markmið að fá fólk til að velja sér tré á öðrum forsendum en þeim hugmyndum sem menn hafa gert sér um lífslíkur mismunandi barrt- rjáa. Reynsla okkar sýnir að allar plöntur eiga góðar lífslíkur sé þeim valinn staður í samræmi við mis- munandi þarfir þeirra hvað varðar jarðveg, hita, birtu og skjól.“ Einn dagnr í einu í Al-Anon AL-ANON samtökin á íslandi hafa gefið út bókina Einn dagur í einu í Al-Anon. I fréttatilkynningu segir: „í bók- inni er lagt til að við lifum einn dag í einu og bent er á leiðir til að við getum hvem dag fundið huggun, æðruleysi og tilfinningu fyrir því að eitthvað hafí miðað fram á við. Bókin mælir gegn því að áhersla sé lögð á mistök og vonbrigði liðins tíma, framtíðinni er lýst einungis sem röð nýrra daga, hvetjum og einum sem nýju tækifæri til sjálfs- þekkingar og þroska. í bókinni er bent á að dagurinn í dag er aðeins lítið og viðráðanlegt tímabil þar sem erfiðleikar okkar eiga ekki að yfírbuga okkur. Það léttir af hjarta okkar og huga þungri byrði, bæði fortíðar og fram- tíðar. Bókin Einn dagur í einu í Al- Anon er óendanlegur viskubmnnur fyrir alla sem em að reyna að ná á ári hjá fimm manna fjölskyldu. Aðrir munu geta notað þessa þjón- ustu með því að greiða fyrir haná við komu á heilsugæslustöðvar eins og nú tíðkast. Þar sem sambærileg kerfi hafa verið tekin upp hefur orðið til tvenns konar heilbrigðisþjónusta. Annars vegar úrvalsþjónusta fyrir þá sem hafa ráð á að kaupa sér sjúkratrygg- ingu og hins vegar lakari þjónusta, og sums staðar engin, fyrir þá sem ekki hafa sjúkratryggingaskírteinið upp á vasann. Stjórn BSRB mótmæl- ir því harðlega að tekin verði upp kaskótrygging sjúklinga. Það er yfirlýst stefna BSRB að ekki skuli taka greitt fyrir komur á heilsugæslustöðvar né aðrar heil- brigðisstofnanir. Kostnað af rekstri heilsugæslunnar á að greiða af fjár- lögum en hvorki með þjónustugjöld- um né kaskótryggingu. Þá mótmælir stjórn BSRB þeim áformum, sem kynnt eru í skýrsl- unni, um að þjónustusamningar verði gerðir við einkaaðila um rekst- ur heilsugæslustöðva og ákveðin þjónusta innan heilbrigðiskerfisins verði boðin út.“ bata með Al-Anon aðferðinni sem og fyrir alla aðra.“ Bókin er til sölu á skrifstofu Al- Anon, Tryggvagötu 17 og, í bóka- búðum. Hjólabrettaað- staða tekin í notkun MIKIÐ verður um að vera við íþróttahús Hauka í Flatahrauni í dag, föstudaginn 12. júlí, kl. 15.30. Tilefnið er lok námskeiða í verkefn- inu Tómstund fyrir 13 og 14 ára. Hér er um að ræða þijá stóra hópa af ungmennum sem hafa síðustu vikur stundað hjólabrettanámskeið, tölvutónlistargerð og veggjakrots- námskeið. Hátíðin hefst með því að opnuð verður formlega hjólabrettaaðstaða sem hjólabrettaklúbbur Tómstund- ar hefur unnið við á síðustu vikum. Pylsur verða grillaðar á staðnum, frumsamin tölvutónlist eftir ungl- ingana leikin, graffíti- klúbburinn sýnir veggkrot, hjólabrettastrákar sýna listir sína og plötusnúðar leika. íslenskt jurtate GRÆNA smiðjan í Hveragerði hef- ur á síðastliðnum árum verið að þróa te úr villtum íslenskum jurtum en öldum saman hafa íslendingar drukkið jurtaseyði, segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir: „Á boðstólum eru sjö mismunandi teblöndur; kvöldte, morgunte, konute, kvefte, hvers-dags-te, sumarte og fjall- konute. Jurtunum er safnað á völd- um stöðum og þess er gætt að raska ekki umhverfinu þar sem tínt er. Laugardaginn 13. júlí heldur Græna smiðjan stutt námskeið um tejurtir í íslenskri náttúru. Sagt verður frá jurtum sem gott er að nota í te og saga þeirra rakin. Far- ið verður út í móa og fólki kennt að þekkja plöntur. Fjallað verður um söfnun, þurrkun og geymslu jurta. Námskeiðsgestir frá að bragða á ýmsum teblöndum og að lokum fá þeir að búa til sína eigin teblöndu úr þurrkuðum jurtum. Leiðbeinandi verður Eva G. Þor- valdsdóttir garðyrkjukandidat og eru allir náttúruunnendur velkomn- ir, en Græna smiðjan veitir allar nánari upplýsingar." HJÓLABRETTAGARÐUR BFR (Brettafélags Reykjavíkur) verð- ur opnaður laugardaginn 13. júlí á þaki Faxaskála og um leið verð- ur BFR formlega sett á stofn. BFR er ætlað að starfa sem hagsmunasamtök brettalýðs í Reykjavík, halda mót, standa fyr- ir ýmiss konar uppákomum o.s.frv., segir í fréttatilkynningu. ÞÆR Anna Friðriksdóttir og Marion McGreevy hafa nú opnað hársnyrtistofuna Medúsu að Kleppsvegi 150 í Reykjavík. Anna og Marion eru báðar meistarar í faginu með margra Hjólabrettagarðurinn uppi á þaki Faxaskála hefur verið í byggingu að undanförnu og hann samanstendur af ýmiss konar pöilum og þrautum. Dagskráin laugardaginn 13. júlí hefst kl. 14. Boðið verður upp á grill og drykki. Fjöldinn allur af listamönnum kemur fram. ára starfsreynslu og hafa báðar unnið til verðlauna. Hársnyrtistofan Medúsa er opin til kl. 18 á virkum dögum en á laugardögum verður opið eftir samkomulagi. Nýr formaður í Samtökum sykursjúkra FORMANNASKIPTI urðu nýlega í stjórn Samtaka sykursjúkra. Nýr formaður er Sigurður V. Viggósson. Aðrir sem sæti eiga í stjórninni eru Björn Erlingsson, Helga Geirsdóttir, Helen Sjöfn Steinarsdóttir, Jakob Guðnason, Þorgils Arason og Þuríð- ur Björnsdóttir. Á fyrsta fundi stjórnar voru fráfar- andi formanni, Guðrúnu Þóru Hjalta- dóttur, þökkuð störf fyrir félagið. Markmið nýrrar stjómar era m.a. að efia fræðslu- og útgáfumál samtak- anna. Auk þess er unnið að undirbún- ingi nýrra laga og er ætlunin að kynna tillögur að þeim fyrir félags- mönnum á komandi vetri. Fánadagur EIGENDUR kráarinnar Dubliners í Hafnarstræti 4 segja í fréttatiikynn- ingu, að þeir hafi heimildir fyrir því að Jörundur hundadagakonungur hafí búið í húsi því sem Hafnar- stræti 4 er byggt ofan á. Þar hafi hann, 12. júií 1809, dregið að húni fána sem var blár með 3 útflöttum þorskum og hafi dagurinn þá verið nefndur fánadagur. Hafi eigendur nú ákveðið að endurlífga fánadaginn með því að draga slíkan fána að húni á hádegi í dag. ■ GUÐSTEINN Ingimarsson, fyrrum landsliðsmaður í körfuknatt- leik, verður í heimsókn á íslandi um næstu helgi þ.e. 13.-14. júlí. í fréttatilkynningu segir að Guðsteinn hafi flutt með fjölskyldu sína til Nýja Sjálands fyrir tæpum sjö árum og hafi starfað þar við boðun fagnað- arerindisins. Hann hefur starfað meðal innfæddra og veitir nú for- stöðu blómlegum söfnuði í Tauranga á norðureyju Nýja-Sjálands. Guð- steinn mun predika á samkomum í Krossinum á laugardagskvöld kl. 20.30 og á sunnudaginn kl. 16.30. Á sunnudagskvöld verður samsæti til heiðurs Guðsteini í húsakynnum Krossins að Hlíðarsmára 5-7. ■ ÞJÓÐVERJINN Dieter Kolb sem er mörgum kunnur síðan hann fór kringum Island á hestvagni er nú væntanlegur til landsins. Hann byijar íslandsferð sína í Biskups- tungum og býður upp á ferðir á hestvagni milli Gullfoss og Geysis um næstu helgi. Vagninn tekur 10 farþega og hyggst Dieter Kolb fara nokkrar ferðir laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. júlí. Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu að bandaríska gamamyndin Algjör plága fékk þijár stjörnur í umsögn blaðsins í gær í staðinn fyrir tvær og hálfa. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Drög að mótaskrá Bridssambandsins næsta starfsár ÞESSA dagana er verið að senda út drög að mótaskrá Bridssam- bandsins fyrir næsta starfsár. Helztu nýjungar era þær að stefnt er að því að hafa íslandsmótið í tvímenningi framvegis á haustin. 1996 21.-22. sept. Bikarkeppni BSÍ - undanúrslit og úrslit. 5.-6. okt. íslandsmót í einmenningi. 19. okt.-2. nóv. Ólympíumót á Grikklandi. 26.-27. okt. íslandsmót kvenna í tvímenningi. 2.-3. nóv. íslandsmót yngri og eldri spilara í tvímenningi. 10. nóv. Ársþing BSÍ. 15. nóv. Landstvímenningur Philip Morris. 16. nóv. Ifírmatvímenningur BSÍ. 1997 25.-26. jan. íslandsmót í parasveita- keppni. 14.-17. febr. Bridshátíð BSÍ, BR og Flugleiða. 28. febr.-2. mars íslandsmót kvenna og yngri spilara í sveita- keppni. 7.-9. mars íslandsmót í sveita- keppni, undanúrslit. 17.-23. mars Evrópumót í tvímenn- ingi. 26.-29. mars íslandsmót í sveita- keppni, úrslit. 12.-13. apr. íslandsmót í paratví- menningi. 17.-18. maí Kjördæmakeppni BSÍ á Norðurlandi vestra. 7.-8. júní Alcatel tvímenningur. íslandsmót í tvímenningi verður að líkum haldið haustið 1997. 36 pör í sumarbrids Mánudaginn 8. júlí spiluðu 22 pör Mitchelltvímenning með for- gefnum spilum. Spilaðar voru 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 270 og efstu pör voru: N/S-riðill Þröstur Ingimarsson - Þórður Bjömsson 330 Guðmundur Baldurss. - Jón St. Ingólfss. 287 SævinBjamason-BogiSigurbjömsson 286 Sigurleifur Guðjónss. - Viðar Guðmundss. 281 AV-riðill ísak Öm Sigurðsson—Einar Jónsson 338 RúnarEinarsson-SveinnSigurgeirsson 320 Anna ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir 301 Þráinn Sigurðsson — Hörður Pálsson 272 Metjöfnun Þriðjudaginn 9. júlí var þátttök- metið jafnað með 36 para Mitc- helltvímenningi. Spilin voru for- gefin. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðal- skor var 420 og efstu pör urðu: NS-riðill Magnús Halldórsson—Baldur Ásgeirsson 558 GuðbjömÞórðarson-JensJensson 500 Júlíus Snorrason - Hjálmar S. Pálsson 491 Pétur Sigurðsson - Olafur Jóhannsson 479 AV-riðill Haildór Þorvaldsson - Arnar Þorsteinsson 487 Olafurlngimundarson-JónPálmason 474 Sverrir Ármannsson — Hrólfur Hjaltason 474 Þröstur Ingimarsson - Erlendur Jónsson 472 Skor Magnúsar og Baldurs er jafnframt sú hæsta sem náðst hefur í sumar, liðlega 66,4%. Næsti vikumeistari fær glæsi- legan málsverð að launum á veit- ingastaðnum Argentína steikhús. Staðan í keppninni um vikumeist- aratitilinn 8.-14. júlí er nú þessi: Arnar Þorsteinsson 36 Halldór Þorvaldsson 36 MagnúsHalldórsson 36 Baldur Ásgeirsson 36 Þröstur Ingimarsson 35 EIGENDUR hársnyrtistofunnar Medúsu. Ný hársnyrtistofa við Kleppsveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.