Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Mikil launahækkun til breskra þingmanna
Gremja og hneyksl-
un meðal launþega
London. Reuter.
LEIÐTOGAR breskra verkalýðs-
félaga sökuðu þingmenn í gær
um hræsni en í fyrradag sam-
þykktu þeir að hækka sín eigin
laun um 26%. Var tekið undir þá
gagnrýni í breskum fjölmiðlum,
sem sögðu, að hækkunin væri
einstaklega óábyrg nú þegar blik-
ur væru á lofti á vinnumarkaði
og mikið aðhald í launamálum hjá
hinu opinbera.
Árslaun breskra þingmanna
eru með hækkuninni um 4,5 millj.
ísl. kr. og hefur það vakið gremju
meðal launþega, sem í besta falli
hafa fengið örlítið meira en verð-
bólgunni nemur en hún er 2,1%.
Var hækkunin samþykkt á þingi
þrátt fyrir varnaðarorð frá John
Major forsætisráðherra og leið-
togum stjórnarandstöðuflokk-
anna.
Segjast eftirbátar
annarra
Þingmenn halda því fram, að
laun þeirra hafi dregist mjög aft-
ur úr því, sem gerist hjá fólki
með líka ábyrgð á öðrum sviðum
samfélagsins, og skelltu þeir
Sagt geta
orðið olía
ábál
verkfalla
skollaeyrum við áskorunum Maj-
ors um að láta 3% launahækkun
nægja. Sögðu 279 já en 154 nei
við tillögum launanefndarinnar
en á móti kom, að ríflegur styrk-
ur vegna ferða til og frá kjördæm-
unum var lækkaður.
Rodney Bickerstaffe, fram-
kvæmdastjóri Unison, stærsta
verkalýðssambandsins í Bret-
landi, sagði í viðtali við BBC,
breska ríkisútvarpið, að venjulegt
fólk, sem ætti erfitt með að láta
enda ná saman, væri ævareitt
þingmönnunum.
„Hvað um allt það fólk, sem
vinnur sín störf af trúmennsku
fyrir skammarleg laun? Við krefj-
umst þess ekki, að þingmenn séu
einhverjir meinlætamenn en vilji
þeir gefa öðrum gott fordæmi
ættu þeir að fara hugsa sinn
gang,“ sagði Bickerstaffe.
Ken Cameron hjá sambandi
slökkviliðsmanna minnti á, að tal-
ið hefði verið nauðsynlegt að iáta
4% launahækkun til hjúkrunar-
kvenna koma í áföngum til að
ekki færi allt um koll.
Verkföll
yfirvofandi
Samkvæmt tiilögum launa-
nefndarinnar munu laun ráðherra
hækka miklu meira en þingmanna
og sem dæmi má nefna, að laun
forsætisráðherra munu hækka
um 70% eftir kosningar í maí nk.
og verða þá um 15 millj. kr. á ári.
Bresku dagblöðin gagnrýna
þingmenn fíarðlega og Daily Ex-
press segir hækkunina óábyrga á
sama tíma og verkfall vofi yfir
hjá starfsmönnum neðanjarðar-
lesta í London og flugmönnum
hjá British Airways.
„Að samþykkja svona hækkun
þegar verkalýðsfélögin virðast
vera að uppgötva verkfallsvopnið
á nýjan leik er einstaklega
heimskulegt," sagði í blaðinu.
Mótmælendur fengu að efna til göngu í Portadown
írar saka Breta um hlutdrægni
Portadown, Dublin. Reuter.
Reuter
MÓTMÆLENDUR ganga um hverfi kaþólskra í Portadown í
gær, gönguleiðin er vörðuð bílum lögreglu og herliðs. Hörð átök
hafa verið víða á Norður-írlandi undanfarna daga og óttast marg-
ir að friðarviðleitni siðustu ára muni verða til einskis.
IRSKA stjómin harmaði í gær þá
ákvörðun lögreglustjórans á Norður-
frlandi að leyfa göngu mótmælenda
úr svonefndri Óraníureglu um hverfi
kaþólikka í borginni Portadown.
„Þetta er andstætt þeirri stefnu sem
samkomulag náðist um milli beggja
ríkisstjóma [írlands og Bretlands],
um að gera báðum aðilum, mótmæl-
endum og kaþólikkum, jafn hátt und-
ir höfði," sagði í yfirlýsingu stjóm-
valda í Dublin.
Talsmenn mótmælenda á Norður-
írlandi töldu að með þvf að banna
gönguna, sem hefð er fyrir, væri
breska stjómin að reyna að blíðka
herskáa kaþólikka.
Steinum og bensínsprengjum
rigndi yfir lögreglumenn í gær er
þeir héldu aftur af bálreiðum kaþól-
ikkum sem vildu hindra göngumenn-
ina, um 2.000 manns, í að fara um
Garvaghy-veg í Portadown. Enginn
mun þó hafa slasast að ráði.
Lögreglustjórinn, sir Hugh Annesl-
ey, sagðist hafa aflétt banninu vegna
þeirrar hættu sem stafað hefði að
öldu bílþjófnaða og tilraunum til að
lama samgöngur um alit Norður-
írland. Svo hefði getað farið að lög-
regla og herlið, sem fékk 1.000
manna liðstyrk hermanna frá Bret-
landi í gærmorgun, hefði orðið að
beijast við tugþúsundir mótmælenda.
„Ég var ekki reiðubúinn til að hætta
mannslífum ... Ég iðrast einskis",
sagði Annesley.
Fulltrúar n-írskra kaþólikka, sem
eru í minnihluta í héraðinu, voru
beiskir í lund og sögðu að um herfi-
leg svik væri að ræða. „Hvers vegna
lætur breska stjómin undan Óraníu-
reglumönnum sem hafa ásamt stuðn-
ingsmönnum sínum í fjóra daga og
fjórar nætur látið öllum illum látum
um allt Norður-írland?" spurði Brend-
an MacCionnaith, talsmaður kaþól-
ikka í Portadown.
Engar sekkjapípur
Göngumenn fengu ekki að nota
sekkjapípuleikara og aðeins eina
trumbu en er þeir námu staðar sungu
þeir breska þjóðsönginn. Efnt er til
göngunnar ár hvert til að minnast
sigurs mótmælenda á kaþólikkum í
Bretlandi fyrir rúmum 300 árum en
árið 1690 sigraði Vilhjálmur af Óran-
íu innrásarher Jakobs annars sem var
kaþólikki.
I dag ná hátíðarhöld mótmælenda
í héraðinu hámarki með göngum og
miklum veisluhöldum, samkvæmt
hefð er kveikt í bálköstum til.að minn-
ast atburðarins.
Hörð átök hafa verið undanfama
daga vegna hátíðarhaldanna sem
kaþólikkar telja ögrun við sig og
geysilegt tjón hefur verið unnið á
eignum í Portadown og víðar. Lög-
reglan telur að liðsmenn vopnaðra
sveita mótmælenda hafi ef til vill
myrt kaþólskan bílstjóra, Michael
McGoldrick, í Lurgan, skammt frá
Portadown, á sunnudag en mótmæl-
endur visa þeim ásökunum á bug.
Mandela
í brezka
þinginu
NELSON Mandela, forseti
Suður-Afríku, hefur í opin-
berri heimsókn sinni til Bret-
lands hlotið fádæma góðar
viðtökur gestgjafanna. í gær,
á þriðja degi heimsóknarinn-
ar, naut hann þess fágæta
heiðurs að fá að ávarpa báðar
deildir brezka þingsins.
A myndinni sést hann í fylgd
Bettyar Boothroyd, forseta
neðri deildar þingsins, feta
niður þrepin að hinum 900 ára
gamla fundarstað, Westminst-
er Hall. I ávarpi sínu minnti
forsetinn á fortíð Bretlands
sem nýlenduveldis - land-
nám Breta í Suður-Afríku á
18. öld hafi verið upphafið að
drottnun hvíta mannsins yfir
heimalandi hans.
Mandela er fyrsti erlendi
stjórnmálaleiðtoginn sem fær
að ávarpa sameinaðan þing-
heim Breta frá því Charles
de Gaulle gerði það í apríl
1960.
Braton vill yfírþjóðlega Evrópulögreglu
Lúxemborg. Reuter.
JOHN Bruton, forsætisráðherra
írlands, sem nú situr í forsæti ráð-
herraráðs Evrópusambandsins,
hyggst vinna að því að gera Euro-
pol, lögreglusamvinnustofnun Evr-
ópu, að raunverulegri Evrópulög-
reglu, sem ekki sé háð landamær-
um. Á leiðtogafundi Evrópska al-
þýðuflokksins (EPP), þingflokks
íhaldsmanna og kristilegra demó-
krata á Evrópuþinginu, sem hald-
inn var í Lúxemborg í fyrradag,
var samstaða um að auka völd
stofnunarinnar.
Bruton sagði eftir leiðtogafund-
inn að Evrópa þyrfti á að halda
sambandslögreglu, sem hefði vald
til að grípa til aðgerða hvar sem
væri innan sambandsins.
írland, sem tók við forsæti í ráð-
herraráðinu um mánaðamótin, hef-
ur sett baráttuna gegn glæpum
ofarlega á stefnuskrá sína. Bruton
sagði að eina leiðin til að beijast
gegn skipulagðri glæpastarfsemi
væri að setja á stofn skipulagða
Evrópulögreglu. „Við erum sam-
mála um hugmyndir um sambands-
stofnun, sem hefði völd til að grípa
sjálf til aðgerða," sagði Bruton.
Evrópa þarf ájafngildi
FBIaðhalda
EPP er næststærsti þingflokk-
urinn á Evrópuþinginu. Bruton
sagði að á fundi leiðtoganna, en
þeirra á meðal eru Helmut Kohl
kanzlari Þýzkalands og forsætis-
ráðherrar Belgiu, Spánar og Lúx-
emborgar, hefði verið samstaða
um að Evrópa þyrfti á að halda
jafngildi bandarísku alríkislög-
reglunnar FBI.
„Á sama tíma og við sitjurn hér
gætu vel skipulagðir glæpamenn
verið að halda svipaða og jafnvel
undirbúna leiðtogafundi," sagði
Bruton. „Auka ætti völd Europol
verulega til að berjast gegn glæpa-
starfseminni.“
Bruton sagðist myndu hleypa
áætlun um að efla Europol af
stokkunum á næstu vikum. Stofn-
unin, sem staðsett er í Haag, hefur
til þessa einkum haft það hlutverk
að samræma upplýsingar um fíkni-
efnasmygl í álfunni.
Hugmyndir um evrópska sam-
bandslögreglu eru ekki nýjar af
nálinni. Aðildarríki ESB hafa lengi
deilt um það hversu langt skuli
ganga í að veita Europol völd til
að starfa hvar sem er innan sam-
bandsins, elta glæpamenn yfir
landamæri, krefja lögreglulið að-
ildarríkjanna um upplýsingar
o.s.frv. Bretar hafa ævinlega lagzt
gegn því að veita stofnuninni meiri
völd.
Árangur fyrir næsta
leiðtogafund
Embættismenn segja niðurstöðu
leiðtogafundar EPP þá eindregn-
ustu til þessa og að líkurnar á að
Europol verði efld hafi nú aukizt.
Bruton sagði að á fundinum
hefði ekki verið rætt nákvæmlega
hvaða völd ætti að færa Europol
og að útfæra þyrfti mörg smáat-
riði nánar. Hins vegar sagðist hann
vona að þoka mætti málinu áleiðis
fyrir næsta leiðtogafund Evrópu-
sambandsins, sem verður haldinn
í Dublin í október.