Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ URVERIIMU Fréttabréf LÍÚ fjallar um hugmyndir um veiðileyfagjald Ekki rétt að einblína um of á auðlindaskatt“ 99 DEILT er um það hvort veiðileyfagjald skuli lagt á sjávarútveg- inn til að jafna sveiflur í íslenzku efnahagslífi. ERLENT Otrúleg skerpa SKIPTAR skoðanir eru um afstöð- una til veiðileyfagjalds á sjávarút: veginn innan Samtaka iðnaðarins. í nýútkomnu fréttabréfi LIÚ, Útvegi, eru viðtöl við fjóra stjórnendur fyrir- tækja í iðnaði tengdum sjávarút- vegi, og efast þeir allir um þá leið, að nota beri veiðileyfagjald á sjávar- útveginn til að koma í veg fyrir efna- hagssveiflur. Þeir eru hins vegar á einu máli um að koma verði í veg fyrir slíkar sveiflur. Haraldur Sum- arliðason, formaður Samtaka iðnað- arins, segir ekkert nýtt þó fram komi ágreiningur innan raða sam- takanna um þetta mál. „Ég er engu að síður þeirra skoðunar að veiði- leyfagjald sé ein þeirra leiða, sem fara þarf til að draga úr eða koma í veg fyrir þessar sveiflur,“ segir Haraldur. Þeir, sem rætt er við í Útvegi, eru Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, Ágúst Einars- son, framkvæmdastjóri Stálsmiðj- unnar, Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Hampiðjunnar og Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Slipp- stöðvarinnar. Frekar verði litíð tíl sameiginlegra hagsmuna Geir A. Gunniaugsson segir sam- eiginlega hagsmuni iðnaðar og sjáv- arútvegs mjög mikla og velmegun í iðnaði byggist á uppgangi í sjávarút- vegi. „Ég held að Samtök iðnaðarins eigi ekki að einblína um of á auð- lindaskatt og krefjast þess að slíkur skattur verði tekinn upp, heldur eigi samtökin frekar að líta til sameigin- legra hagsmuna þessara aðila. Ég tel að samtökin eigi ekki að berjast sérstaklega fyrir því að auðlinda- skattur verði lagður á sjávarútveg- inn. Það er hluti af hinni pólitísku umræðu sem samtökin eiga ekki að blanda sér í,“ segir Geir í samtali við Útveginn. Undarleg umræða Ágúst Einarsson segist vera á móti auðlindaskatti og kveðst ósátt- ur við málflutning forystumanna Samtaka iðnaðarins um þetta efni og kröfur þeirra um að lagður verði auðlindaskattur á útgerðina í land- inu. „Mér fínnst þessi umræða um auðlindaskatt undarleg. Það er ekki sízt afkáralegt að hún skuli eiga sér stað í hópi atvinnurekenda og að öll þessi áherzla skuli vera lögð á það hjá samtökum iðnaðarins að heimta sérstakan skatt á aðra atvinnugrein. Það væri nær fyrir samtökin að snúa sér að eigin málum inn á við í grein- inni í stað þess að krefjast skattlagn- ingar á aðra,“ segir Ágúst. Skekkir samkeppnisstöðuna í Evrópu Gunnar Svavarsson segir, að sterkar raddir séu uppi um það í iðnaði að aðstöðumun atvinnugrein- anna verði einungis mætt með ein- hvers konar afnotagjaldi af auðlind- inni. „Ég legg ekki dóm á það, seg- ir hann, og heldur áfram: „Það eru yfirleitt tvær hliðar á hverju máli hið minnsta. Segja má að það væri mjög eðlilegt að útgerðarfyrirtæki og önnur fyrirtæki hvar sem er í heiminum greiddu gjaid fyrir afnota- rétt af auðlind. Hins vegar tlðkast ekki í Evrópu að innheimta slíkt J gjald. Þvert á móti er sjávarútvegur i þar styrktur á ýmsa iund. Þar er því j í raun neikvætt auðlindagjald. Sú staðreynd er vart rök með upptöku afnotagjalds hér á landi. Það skekkti ! samkeppnisstöðuna." Aðrar leiðir Ingi Björnsson segir að mikilvægt j sé að komið verði í veg fyrir miklar sveiflur í efnahagslífinu. Það sé ekki i síður hagur sjávarútvegsins en ann- arra að jafna slíkar sveiflur. „Það eru hins vegar engir sérstakir hags- munir fólgnir í því fyrir skipasmíða- iðnaðinn að auðlindaskattur verði lagður á. Þannig að út frá þeirri forsendu er hann ekki eina leiðin, sem á að skoða í þessu samhengi. Það eru aðrar leiðir til sem menn eiga að einbeita sér að að finna. Umræðan um auðlindaskatt er mikið til í upphrópanastíl sem engum er tii gagns og leiðir okkur ekki að lausn vandans," segir Ingi. Veiðileyfagjald hlutí nauðsynlegra ráðstafana Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það sé ekkert nýtt að félagsmenn hafi mismunandi skoðanir á því hvort veiðileyfagjald eigi að leggja á sjáv- arútveginn. „Sumir innan okkar raða telja að veiðileyfagjald sé nauðsynlegt til að draga úr hinum miklu efnahags- sveiflum, sem komið hafa í íslenzku efnahagslífi marga undanfarna ára- tugi. Aðrir telja að aðrar leiðir sé betur til þess fallnar. Aðalatriðið er auðvitað að koma í veg fyrir þessar miklu sveiflur, sem hafa haft slæm- ar afleiðingar fyrir efnahagslífið. Ég batt nokkrar vonir við að hag- vaxtarnefnd sú sem forsætisráð- herra skipaði til að skoða málið, kæmist að einhverri niðurstöðu um það, hvernig bezt væri að koma í veg fyrir þessar sveiflur, en svo hef- ur ekki orðið enn. Reyndar ríkir meiri stöðugleiki í efnahag lands- manna nú en oft áður og stjórn þeirra mála er nokkuð breytt. Hætt- an á miklum sveiflum kann því að vera minni, en hún er enn fyrir hendi. Ég er því enn þeirra skoðunar, að veiðileyfagjald sé hluti nauðsynlegra ráðstafana til að draga úr eða koma í veg fyrir óæskilegar efnahags- sve'flur. Ályktun Samtaka iðnaðarins um veiðileyfagjald Ástæðan fyrir því að við teljum sveiflujöfnun nauðsynlega, er ein- faldlega sú, að iðnaðurinn getur hvorki né vill búa við þau skilyrði að afkoma hans sveiflist upp og nið- ur eftir því hvernig árar í sjávarút- vegi eins og reynsla margra undan- genginna ára sýnir. Þeir sem harð- ast mæla gegn því að taka hér upp veiðileyfagjald, sem hluta af nauð- synlegri sveiflujöfnun, ættu, ef þeim er alvara, að benda á aðrar og betri leiðir til að viðhalda hér nauðsynleg- um stöðugleika," segir Haraldur. Haraldur leggur áherzlu á, að á iðnþingi í vor hafi verið samþykkt mótatkvæðalaust tillaga þess efnis taka bæri upp veiðileyfagjald á sjáv- arútveginn í því skyni að jafna sveifl- ur í efnahagslífi landsins. Þessi ályktun sé hina eina opinbera stefna samtakanna og eftir starfi forystu- menn þeirra. Sú tillaga fer hér orð- rétt á eftir: „Hagstæð samkeppnisstaða á undanförnum árum hefur skilað vexti í útflutningi og aukinni mark- aðshlutdeild á heimamarkaði. Skyn- samleg hagstjórn og stöðugt rekstr- arumhverfi eru forsendur þess að framhald verði á þessum góða ár- angri. Til þess að tryggja hámarks- afrakstur í þjóðarbúskapnum og sem hagkvæmasta nýtingu framleiðslu- þátta þarf að ríkja jafnræði milli atvinnugreina. Augljós réttlætisrök Samtök iðnaðarins telja að ekki verði lengur vikist undan því að sanngjarnt gjald verði lagt á nýting- arrétt fiskimiðanna við Island. Fyrir þessu eru augljós réttlætisrök auk hagkvæmnisraka sem snerta beint starfsskilyrði atvinnulífsins. Veiði- leyfagjald má nota til sveiflujöfnun- ar í þjóðarbúskapnum sem kemur öllu atvinnulífi til góða, ekki síst fisk- vinnslunni. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á að veiðileyfagjald dugar ekki eitt og sér til þess að jafna þær miklu sveiflur sem einkennt hafa starfs- skilyrði íslenskra fyrirtækja. Verð- jöfnun er líka nauðsynleg til þess að skjóta traustum stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf, fjölgun starfa og bætt lífskjör. Taka þarf höndum saman Samtök iðnaðarins telja að auka þurfí til muna erlendar fjárfestingar í íslensku atvinnulífí. Ekki er nóg að glæða áhuga erlendra fjárfesta ef þeir eiga þess ekki kost að kaupa hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum. Stórefla þarf íslenskan hlutabréfa- markað og fjölga skráðum fyrirtækj- um, ekki síst í iðnaði. Stjórnvöld og hagsmunasamtök þurfa að taka höndum saman í þess- um efnum með breyttum leikreglum, fræðslu og hvatningu. Virkur hluta- bréfamarkaður og greiður aðgangur að upplýsingum um fyrirtækin er forsenda þess að innlendir og erlend- ir aðilar geti og vilji leggja fé sitt í atvinnurekstur hérlendis.“ HNÍFSKARPAR myndir af yfir- borði stærsta tungls plánetunnar Júpíters, Ganymede, hafa borist frá ómannaða geimfarinu Gal- íleó, og segja vísindamenn við bandarísku geimvísindastofnun- ina (NASA) skerpu myndanna vera með ólíkindum. I ljós komi kuldalegt yfirborð með fjölda gíga. Myndin til hægri er ný, en sú til vinstri dæmi um það sem vísindamenn hafa hingað til haft úr að moða við athuganir á Ganymede. Tunglið er það stærsta i sólkerfinu, 5.262 km í þvermál, stærra en plánetan Merkúr. „Það er um það bil einn SIGRÍÐUR Haraldsdóttir, sérfræð- ingur í faraldsfræði og ritstjóri Heil- brigðisskýrslna, er ein þeirra Islend- inga sem lagt hefur stund á rann- sóknir tengdum alnæmisjúkdómn- um. Hún var eini fulltrúinn frá Is- landi sem sat ell- eftu • alþjóðlegu ráðstefnuna um alnæmisjúkdóm- inn sem hófst sl. sunnudag í Vancouver í Kanada en lauk í nótt. Morgunblaðið fékk Sigríði til að segja frá reynslu sinni af ráðstefn- unni. Þetta er í annað sinn sem hún situr svona ráðstefnu. Þegar ráð- stefnan fór fram í Stokkhólmi fyrir átta árum kynnti hún þar niðurstöð- ur íslenzkrar rannsóknar. „Síðan þá hefur ýmislegt breytzt, ýmislegt nýtt komið í ljós,“ segir Sigríður. „Það athyglisverðasta sem hefur komið fram hér í Vancouver eru þessi nýju lyf eða lyfjablöndur, eins og komið hefur fram í heims- pressunni. Þessi uppgötvun kom til- tölulega skyndilega fram. Hún vekur vonir, þar sem nú virðist mögulegt betur en fram að þessu að halda sjúk- dómnum í skefjum. Það er hins veg- ar ýmislegt sem enn á eftir að at- huga í sambandi við þetta, langtíma- áhrifín meðal annars. Það sem er líka athyglisvert er að þrátt fyrir þessar góðu fréttir þá er uggur í bijósti margra vegna þess að þeir óttast að fjárframlög til rann- sókna eigi eftir að dragast saman þegar fréttirnar af nýju lyfjunum verða orðnar alkunnar. Þá þyki ekki lengur eins áríðandi að fíárfesta í alnæmirannsóknum." Lækning enn langt undan Aðspurð sagði Sigríður, að eftir sem áður væri hvorki endanleg lækning né bóluefni fundið við sjúkdómnum, það væri heldur ekki fyrirsjáanlegt að bóluefni finndist. Nýja lyfjameð- ferðin væri aðeins aðferð til að halda sjúkdómnum í skefjum, ekki vinna þriðji af stærð jarðarinnar, en mjög kalt - mörg hundruð gráður undir frostmarki, hvaða mæli- kvarða sem maður notar," sagði Jim Head, eldfjallafræðingur við Brown-háskólann í Bandaríkjun- um og starfsmaður NASA. Mynd- irnar voru teknar þegar Galíleó flaug, í 835 km fjarlægð,hjá tunglinu 26. og 27. júní. Áður höfðu borist myndir af tunglinu frá geimfarinu Voyager, sem flaug framhjá því í 70 sinnum meiri fjarlægð 1979. Sagði Head, að nýju myndirnar veittu upplýs- ingar sem leiddu til breyttra nið- urstaðna um Ganymede. bug á honum. Auk þess væru nýju lyfin ekki fyrir alla. Þau eru of dýr fyrir flesta sjúklinga þriðja heimsins. „Um tíma leit út fyrir að draga myndi saman með þróunarlöndunum og iðnríkjunum hvað varða lífsgæði, t.d. þokaðist meðalaldur þar smám saman upp á við og nálgaðist meðal- aldur í ríkari löndunum," sagði Sig- ríður, „en frá því alnæmi kom til sögunnar dregur aftur í sundur. Það kom fram í máli heilbrigðismálaráð- herra Suður-Afríku hér á ráðstefn- unni að gert væri ráð fyrir að meðal- aldur í Sambíu lækki úr 66 árum í 34 af völdum sjúkdómsins og svipað væri uppi á teningnum í öðrum Áfr- íkulöndum." Hlutur íslenzkra rannsókna Aðspurð að þýðingu íslenzkra rann- sókna fyrir hina alþjóðlegu þróun rannsókna á þessu sviði bendir Sigíð- ur sérstaklega á rannsóknir Margrét- ar Guðnadóttur veirufræðings á riðu- veiki, en riðuveikiveiran mun líkjast að ýmsu leyti alnæmiveirunni. Al- mennt megi segja að útkoma rann- sókna á þessu sviði byggi sterklega á alþjóðlegu samstarfi og niðurstöður þeirra rannókna sem Islendingar hefðu framkvæmt hefðu vafalaust lagt sitt af mörkum til þeirra. Ávinningurinn innblástur og hvatning Dagurinn í gær var síðasti dagur ráðstefnunnar, og lauk henni í nótt að íslenzkum tíma. En hver var mesti ávinningurinn af ráðstefnunni? „Ég fylgist fyrst og fremst með faraldsfræðilegum rannsóknum og eins félagslegum þáttum, meðal ann- ars varðandi hugmyndir um hvernig bezt sé að koma fræðslu á framfæri og þess háttar. Þær hugmyndir eiga líklega eftir að nýtast okkur heima,“ sagði Sigríður. „Einn mesti ágóðinn sem ég sé af þátttöku í ráðstefnu sem þessari er að maður fær innblástur og hvatn- ingu, sem er sérstaklega mikilvægur fyrir fólk sem starfar við alnæmis- fræðslu. Það sem ég trúi að flestir taki heim með sér er innblástur og hvatning." Eini íslenzki fulltrúinn á alþjóðleg’u alnæmisráðstefnunni í Kanada „Tek heim innblást- ur og hvatningu“ Sigríður Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.