Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Vegaframkvæmdir á Fljótsheiði Háfell vinnur verk- ið fyrir 133 millj. Starfsdagur í Laufási Gömlu handtökin sýnd STARFSDAGUR verður í Gamla bænum í Laufási á morgun, laugar- daginn 13. júlí, frá kl. 14 til 17. Slíkur dagur hefur verið haldinn síð- ustu tvö ár og fjöldi fólks lagt leið sína að Laufási til að fylgjast með. Hópur fólks tekur þátt í dag- skránni, en sýnd eru gömul vinnu- brögð sem nú heyra sögunni til. Inni í bænum er kveikt upp í hlóðum og bakað, i búri er mjólkin skilin og strokkuð en einnig er gert skyr sem gestir fá að bragða á. Þá fá gestir að smakka á slátri, hangikjöti, ný- strokkuðu smjöri og heimabökuðu rúgbrauði. í baðstofu situr fólk á rúmum við vinnu úr ull og hrosshári. Úti við verður sláttur með orfi og ljá, konur ganga í flekk og snúa og raka, heyið verður bundið og sett upp á klakka, því þar verður hross með reiðing og klyfbera. Á hlaðinu í Laufási verður harm- onikkuleikur og stiginn dans. Hátíðin er undirbúin af starfsfólki gamla bæjarins í Laufási og Minja- safnsins á Akureyri, en þeir sem taka þátt koma víða að úr Eyjafírði og Þingeyjarsýslu. ----♦ ♦ ♦ Framhaldsaðal- fundi Foldu frestað FRAMHALDSAÐALFUNDI Foldu hf. á Akureyri sem fram átti að fara í gær, var frestað um óákveð- inn tíma. Að undanförnu hefur verið unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtæk- isins og eru nýir aðilar að taka við rekstrinum, eins og komið hefur fram í fréttum. Þar sem þeirri vinnu er ekki að fullu lokið var fundinum frestað aftur. VEGAGERÐIN hefur skrifað undir samning við Háfell ehf. í Reykjavík um framkvæmdir á veginum yfir Fljótsheiði næstu þrjú árin. Hér er um að ræða stærsta einstaka verk- takasamning Vegagerðarinnar á Norðurlandi frá því að unnið var við göngin í Olafsfjarðarmúla. Að sögn Sigurðar Oddssonar, yfir- tæknifræðings, er stefnt að því að framkvæmdir hefjist um næstu mánaðamót. Tilboð í verkið voru opnuð 10. júní sl. og átti Háfell þriðja lægsta tilboðið. Kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar hljóðaði upp á 187,7 milljónir króna en tilboð Háfells var upp á 133 milljónir króna eða um 71% af kostnaðaráætlun. Fyrirtæk- in sem áttu lægri tilboð voru Hér- aðsverk hf. á Egilsstöðum og Hafn- arverk efh. á Svalbarðsströnd en alls bárust 11 tilboð í verkið. Verklok 1. ágúst 1998 Framkvæmdin nefnist Hringveg- ur Fosshóll - Aðaldalsvegur og er hér um tæpa 11 km að ræða, 9,9 km á hringveginum yfir Fljótsheiði, um 200 m á Aðaldalsvegi og 700 m á Ingjaldsstaðavegi. Sem fyrr segir tekur framkvæmd verksins um þijú ár, sem helgast af þeim fjárveitingum sem í það eru settar, að sögn Sigurðar. Samkvæmt út- boði skal því lokið 1. ágúst 1998. Morgfunblaðið/Kristján * I túninu heima „VIÐ ERUM oftast úti að leika okkur,“ sögðu vinirnir Eva, Arnór, Erla og Tómas sem voru með hundana Hring og Vask úti á túni í Öxnadalnum eitt kvöldið í vikunni, þegar ljós- myndarinn átti leið þar um. Krakkarnir fjórir eiga heima á bæjunum Skógum, Auðnum I og Auðnum II. Þau sögðust oft fara á hjólunum sínum milli bæja til að fá félagana út að leika, en þau væru enn of ung til að taka þátt í heyskapnum á bæjunum. „Það er ekkert að gera fyrir krakka, það eru bara þau sem eru stærri, unglingarn- ir sem kunna á vélarnar, sem eru með í heyskapnum. Við setj- um samt stundum bolta í vagn- ana.“ /iSÍ&titHA*é9C Eða þannig í Deiglunni VALA Þórsdóttir flytur einleik sinn „Eða þannig" í Deiglunni í kvöld, föstudagskvöldið 12. júlí og einnig á morgun, laugardag, kl. 20.30. Ein- leikurinn fjallar um nýfráskilda konu um þrítugt, verkið er grátfyndið og tekur á ýmsum þáttum í samfélag- inu. Jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar styrkir leiksýningar Listasumars en þær eru haldnar í samvinnu við Kaffileikhús Hlaðvarpans og höf- undarsmiðju Borgarleikhússins. Ferill Kristjáns Péturs KRISTJÁN Pétur Sigurðsson fleytir ijómann ofan af tónlistarferli si'num í Deiglunni annað kvöld, laug- ardagskvöldið 13. júlí kl. 22. Kristján Pétur hefur samið texta og lög, sungið og spilað einn eða með ýmsum hljómsveitum í ríflega 20 ár. Allt frá Kamarorghestum í Kaupmannahöfn til Norðanpilta um víðan völl. Sérlegur meðhjálpari Kristjáns verður Haraldur Davíðs- son. ------♦ -♦--♦--- Tréborg smíðar kennslustofu TRÉBORG ehf. átti lægsta tilboð í smíði lausrar kennslustofu við Síðu- skóla. Þijú tilboð bárust, en kostn- aðaráætlun var 4,7 milljónir. Tréborg smíðar kennslustofuna fyrir tæpar 3,5 millj. sem er 73,5% af áætluðun, Ösp ehf. bauð tæpar 3,7 millj., 77,2% af kostnaðaráætl- un, en tilboð Hyrnu var rúmar 4,5 millj., eða 95,7% af áætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sín- um í gær að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 14. júlí, kl. 21. * Akureyrarbær ákveður að selja helmingshlut sinn í Utgerðarfélagi Akureyringa Heimamenn fá for- kaupsrétt að hluta Söluverðmæti hlutabréfanna er rúmur milljarður króna MEIRIHLUTAFLOKKARNIR í bæjarstjórn Akureyrar, Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur hafa náð samkomulagi um hvernig staðið verður að sölu á hluta af hlut bæjar- ins í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. en bærinn á um 53% hlutafjár í ÚA að nafnvirði um 410 milljónir króna. Bærinn mun ekki nýta for- kaupsrétt sinn í hlutafjárútboði sem nú stendur yfir en felur bæjarstjóra að ganga til samninga við stjórn ÚA um framsal á forkaupsréttinum til félagsins. Þá er bæjarstjóra falið að bjóða til sölu hlutabréf í ÚA sem nemi eftir hlutafjáraukningu allt að 24,6% af heildarhlutafé í félaginu að nafnverði úm 225 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í ÚA hefur hækkað mjög frá áramótum, en í maí voru þau seld á genginu 5,30. í forkaupsrétti í hlutafjárútboðinu eru bréfin seld á genginu 4,50. Selji bærinn bréfin á gengi kringum 5 að raunvirði má ætlað að bærinn fái rúmlega 1,1 milljarð fyrir þessi 24,6%. Jakob Björnsson bæjarstjóri lagði fram tillögu þessa efnis á fundi bæjarráðs í gær. Tillögunni var vís- að til bæjarstjórnar þar sem hún verður afgreidd nk. þriðjudag. Af þessum 24,6%, sem ráðgert er að selja, er gert ráð fyrir að ÚA verði boðin til kaups 10% af heildarhlut- afjár að nafnverði um 92 milljónir króna. 14,6% hlutafjár að nafnverði um 133 milljónir króna verði boðin til sölu á almennum hlutabréfa- markaði. Starfsfólki ÚA og almenn- ingi á Akureyri verði veittur for- kaupsréttur að hluta þessa hluta- fjár. Söluandvirði bréfanna verður notað til greiðslu skulda Fram- kvæmdasjóðs og Bæjarsjóðs og til verkefna á vegum bæjarfélagsins eftir nánari ákvörðun við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Komið til móts við sem flest sjónarmið Jakob Bjömsson bæjarstjóri segir að þótt við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar hafi verið samþykkt að stefna að sölu á öllum hlutabréfum bæjar- ins í ÚA, sé þetta hins vegar niður- staðan og að fyrir henni sé meiri- hluti í bæjarstjórn. Það sé því ljóst að bærinn verði áfram stór eigandi í ÚA um óákveðin tíma. „í þessari tillögu er reynt að koma til móts við sem flest sjónarmið og er sá farvegur sem lagt er til að málið fari í núna. Ég lít þannig á, eftir umræður í bæjarráði í morgun (gærmorgun), að það geti verið víð- tækur stuðningur fyrir þessari leið í bæjarstjórn,“ sagði Jakob. Hann segir að það sem menn kalli seinagang hafi engan skaðað enda tíminn verið notaður til að ná fram línu í málinu sem menn gætu verið þokkalega sáttir við og það hafi tekist. „Eftir afgreiðslu málsins í bæjarstjóm á þriðjudag verður farið í að vinna málinu framgang en menn hafa ekki sett nein tíma- mörk í því efni. Þá kemur m.a. að því að skoða hvernig menn ætli að ná sem mestu út úr þessari sölu. Það er líka alveg ljóst að lækkun skulda Framkvæmdasjóðs og Bæj- arsjóðs gefur aukið svigrúm til ýmissa góðra verka og af nógu er að taka,“ sagði Jakob. Skrefin stigin af varfærni Gísli Bragi Hjartarson, fulltrúi Alþýðuflokks í bæjarráði, sagðist ánægður með þá tillögu sem lögð var fram af bæjarstjóra. „Þetta er niðurstaðan, að bærinn verði áfram eigandi af um 20% hiut í ÚA og ég er hinn ánægðasti með það. Ekki síst þar sem menn virðast vera að gefast upp á þessari pólitísku bæjar- útgerð, sem ég hef alltaf verið mjög hrifínn af. En það eru aðrir tímar nú og kannski önnur lögmál sem ráða en áður. Með sinni eignaraðild á bærinn þó áfram mann í stjórn og getur því enn haft áhrif.“ Gísli Bragi segir að margir hafi gagnrýnt meirihlutann fyrir seina- gang varðandi málefni ÚA og enn aðrir reynt að beita alls kyns þrýst- ingi. Hann sagðist ekki geta séð að bærinn hafi skaðast þótt skrefin hafi verið stigin af varfærni, enda hafi t.d. hlutabréfin í félaginu hækk- að mikið í verði síðustu mánuði. „Ég hef fulla trú á að það náist breið samstaða í bæjarstjórn um þessa niðurstöðu. Enda er hún skyn- samleg og pólitískt mjög sterk eins og við var að búast af þessum meiri- hluta. Við höfum ekki látið undan þessum stöðuga þrýstingi um að gera eitthvað einhvern veginn og um leið hækkað eign bæjarins um einhver hundruð milljóna króna,“ sagði Gísli Bragi. Ásættanleg aðferð SIGURÐUR J. Sigurðsson, full- trúi Sjálfstæðisflokks í bæjarráði, sagði mikilvægt að komast út úr þeim umræðum sem verið hefðu um sölu hlutabréfa bæjarins í ÚA og staðið hefði í á annað ár. „Það var löngu ljóst að eina leiðin til að greiða niður skuldir Framkvæmdasjóðs var að selja einhvern hluta af hlutabréf- um Akureyrarbæjar í Útgerðarfé- lagi Akureyringa og lækka þá jafn- framt skuldir bæjarsjóðs," sagði Sigurður. „Það var hins vegar okkar skoðun að ef menn ætluðu að selja á annað borð væri skynsamlegast að selja allt og fá sem hæst verð fyrir bréfin." Sigurður sagði að allt annað gengi hefði verið á bréfunum þegar fyrst var rætt um sölu þeirra, eða veru- lega miklu lægra en nú. Sjálfstæðis- menn hefðu talið innra virði félagsins nær genginu 6, en gengið þá verið um 3. „Aðstæður hafa gjörbreyst, þannig að út af fyrir sig má segja að þessi aðferð sem nú er verið að tala um við sölu bréfanna sé ásætt- anleg,“ sagði Sigurður. Sigríður Stefánsdóttir, fulltrúi Alþýðubandalags í bæjarráði, lagði til á bæjarráðsfundinum í gær að tillögunni yrði vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn Akureyrar, tillagan hefði ekki verið send út til fulltrúa í bæjarráði fyrir fundinn heldur lögð þar fyrst fram. Henni hefði því ekki gefist kostur á að kynna sér inni- hald hennar fyrir fundinn. „Okkar afstaða kemur fram á bæjarstjórn- arfundi á þriðjudag, ég á eftir að ræða tillöguna við mitt fólk,“ sagði Sigríður. v Önnur stefna Hún sagði þó ljóst að með tillög- unni væri meirihluti bæjarráðs að taka aðra stefnu en kynnt hefði verið við gerð Ijárhagsáætlunar fyr- ir þetta ár þar sem ætlunin hefði verið að selja öll hlutabréf bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa. Til- lagan sem nú væri uppi á borðinu væri nær því sem Alþýðubandalags- menn hefðu á sínum tíma talið betri kost, að selja ekki öll hlutabréfín í einu. Jón Þórðarson, formaður stjórnar ÚA, fagnaði því að niðurstaða hefði fengist í þessu máli og sagði að sér litist vel á þær tillögur sem fyr*r lægu. h \ I > I t ft I I I i. ft ! ! ft I I I ! í i 1 t I |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.