Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 11
FRÉTTIR
VINSTRA megin er þýðing Róberts Mellk á grein Þórs Magnússon-
ar þjóðminjavarðar um Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndara í Gesti
1995, en hægra megin er sama grein í Dear Visitor '96.
Miðlun hf. sögð brjóta gegn goðum
viðskiptaháttum
Málsókn vegna
höfundarréttar-
brota í athugun
BÓKAÚTGÁFAN Líf og saga ehf.
undirbýr nú málsókn á hendur Miðl-
un ehf. vegna meintra brota á höf-
undarrétti og hugsanlegs ritstuldar,
i tengslum við útgáfu síðarnefnda
fyrirtækisins á bókinni Dear Visitor
'96, sem ætluð er erlendum ferða-
mönnum. Róbert Mellk hjá Lífi og
sögu segir að um helmingur af efni
Dear Vistor '96 sé annaðhvort tek-
inn beint upp úr Gesti 1995, sem
Líf og saga gaf út í fyrra, eða efnis-
tök séu stæld á annan hátt.
Róbert segir lögfræðinga vera
að athuga réttarstöðu Lífs og sögu
þessa dagana og sterkar líkur séu
til að mál verði höfðað og skaða-
bóta krafist. Um sé að ræða að
hans mati brot á reglum um við-
skiptasiðferði, og vinnubrögð útgef-
enda og ritstjóra Dear Visitor séu
fyrir neðan allar hellur.
Sögð vera eftirlíking
„Tugir blaðsíðna í Dear Visitor
eru orðréttar úr Gesti, fjöldi mynda
er eins og því til viðbótar er Dear
Visitor eftirlíking af Gesti hvað
varðar uppsetningu á kápu og bak-
síðu, stærð, pappír og frágang.
Lögfræðingar okkar segja um tví-
mælalaust höfundarréttarbrot að
ræða og jafvel um ritstuld.
Einnig hefur verið reynt að dreifa
Dear Visitor til nákvæmlega sömu
aðila og Gesti hefur verið dreift,
auk þess sem dreifingar- og auglýs-
ingaraðilar sem rætt var við, héldu
oft að þeir væru að semja við Líf
og sögu um nýjan Gest. Þar að
auki eru þýðingar mínar fyrir Gest
notaðar í Dear Visitor, og hvorki
ég né Líf og saga ehf. vorum innt
leyfis fyrir þeirri notkan. Sama
máli gegnir um ýmsa aðra höfunda
efnis sem skrifuðu fyrir Gest og eru
endurbirtir í Dear Visitor," segir
Róbert.
Líf og saga hefur síðastliðin fjög-
ur ár gefið út bækur undir nafninu
Gestur og hafa þær verið ætlaðar
erlendum ferðamönnum og legið
frammi á gistiherbergjum hérlend-
is, auk þess sem þeim hefur verið
dreift erlendis. Ritstjóri Gests síð-
astliðin tvö ár var Helgi Steingríms-
son, en hann hætti því starfí að
eigin ósk um mánaðamótin nóvemb-
er/desember 1995 og hóf að vinna
með Miðlun hf. að útgáfu bókar
undir heitinu Dear Visitor, sem
hefur sama markmið og Gestur.
Brot á ákvæðum
samkeppnislaga
Líf og saga gerði athugasemdir
við þetta til Samkeppnisstofnunar
í janúar síðastliðnum og felldi sam-
keppnisráð þann úrskurð í maí, að
Miðlun ehf. hefði með viðskipta-
háttum sínum við kynningu og sölu
á fyrirhugaðri útgáfu Dear Visitor
brotið gegn ákvæðum samkeppnis-
laga. Sérstaklega var brýnt fyrir
fyrirtækinu að gæta þess vandlega
að í viðskiptum sínum kæmi skýrt
fram að Helgi Steingrímsson stæði
ekki lengur að ritinu Gesti.
Miðlun ehf. kærði ákvörðun
samkeppnisráðs um að fyrirtækið
hefði brotið gegn góðum viðskipta-
háttum til áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála, en nefndin staðfesti
fyrri niðurstöðu með úrskurði sem
féll á föstudag.
Róbert kveðst telja um að ræða
prófmál hvað varðar höfundarrétt
á útgáfu. „Við raunum ekki una
því að einhverjir aðilar reyni að
beita óheiðarlegum meðulum og
eftirlíkingum til að freista þess að
koma samkeppnisaðila á kné,“
segir hann.
Fáskrúðsfjörður
MáLnmgarúði skemmdi
sextíu bíla og hús
Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið.
í SUMAR hefur verið unnið við að
sandb'ása mjölgeyma Loðnuvinnsl-
unnar hf. á Fáskrúðsfirði. Byijað
var að sprauta málningu á þá og í
fyrradag varð það óhapp að vegna
óhagstæðrar vindáttar barst máln-
ingarúði yfir bæinn og olli skemmd-
um á bílum og húsum.
Tilkynnt hefur verið um 60 bíla
til lögreglunnar, sem hafa orðið
fyrir skemmdum. Þegar síðast
fréttist voru enn að berast tilkynn-
ingar til lögreglu. Hæð geymanna
er 32 metrar og var verið að mála
efri hluta þeirra þegar óhappið varð.
Lögreglan hefur nú stöðvað spraut-
un og er nú unnið við að mála með
rúllum.
Sófasett
Áður 69.900
Tuskumottui
frá aðeins:
Áður lítil 1.990,
Áður stór 2.990,
FerÓatöskur
DraumakotUinn
l Áður 1.290
Nú settið aðeins:
Stakir
baðherbergis
Reykjavíkurvegi 72
220 Hafnarfjörður
565 5560
Holtagörðum
v/Holtaveg
104 Reykjavík
588 7499
Skeifunni 13
108 Reykjavík
568 7499
Norðurtanga 3
600 Akureyri
462 6662