Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 33
unarrekstri eftir að kunningsskapur
okkar hófst og fannst mér athyglis-
vert hvað hann lagði sig mikið eftir
að vanda til þeirrar vöru sem hann
flutti inn til sölu í verslun sinni,
hvort sem það voru teppi, parket
eða eitthvað annað, allt var þetta
valið með það í huga að það kæmi
viðskiptavininum sem best að not-
um, enda held ég að Borgþór hafi
haft þá lífssýn að vilja vanda sem
best til alls sem hann tók sér fyrir
hendur hvort sem það var í starfi
eða leik. Gaman var að ræða við
Borgþór um ýmis mál hvort sem
það voru þau mál sem varðaði dag-
inn í dag eða frá löngu liðnum tím-
um enda maðurinn víðlesinn og
mjög athugull og fátt sem fram hjá
honum fór sem varðaði hag okkar
sem einstaklinga eða þjóðarinnar
allrar.
Borgþór var upprunninn norðan
af Melrakkasléttu þaðan sem ber
fyrir augu manns bæði hrjóstrugt
en um leið fallegt landslag. Oft
fannst mér að mótun skapgjörðar
hans væri þaðan komin. Mér fannst
koma fram í öllu hans viðmóti stór-
brotinn maður sem stóð fastur á
sínu en um leið mildur og góður
sem gaman var að umgangast og
að eiga samleið með.
Borgþór átti myndarkonu sem
sómdi sér vel við hlið hans, enda
fannst mér þegar ég kom fyrst inn
á heimili þeirra hjóna. eins og þau
hefðu verið sniðin hvort fyrir annað
og hvað þau sýndu hvort öðru mikla
virðingu og tillitsemi. Borgþór og
hans góða kona völdu að byggja
sér fallegt hús í Kópavogi og
ákváðu því stað alveg niður við
voginn þar sem sást vel út á fjörð-
inn sem getur verið undurfagur
þegar sólin gyllir hafflötinn við sól-
setur. Ekki efast ég um að þarna
hafi þau hjón átt margar yndislegar
stundir saman í fallega garðinum
sínum sem umlukti hús þeirra og
sem sneri þannig að vel sást til
fjarðarins. En ekki hefur það verið
sársaukalaust að yfirgefa þennan
sælureit þegar þau þurftu að fá sér
hentugra húsnæði þegar árin færð-
ust yfir og heilsuleysi fór að gera
vart við sig, en nú er komið sólset-
ur hjá þeim sjálfum. Borgþór horf-
inn á vit feðra sinna en Inga kona
hans er mikill sjúklingur og dvelur
á sjúkrahúsi.
Þeim varð fjögurra barna auðið
sem bera þeim glöggt vitni um
góða heimilishagi, enda var það
auðséð á öllu að þar hefur reglu-
semi verið höfð í fyrirrúmi. Barna-
börnin eru orðin níu, allt myndar-
börn. Við hjónin söknum góðs
manns þar sem Borgþór var og
vottum aðstandendum hans okkar
dýpstu samúð, sérstaklega Ingu
konunni hans, sem missir sinn góða
lífsförunaut eftir langa og farsæla
sambúð.
Feijan hefur festar leyst
farþegi er einn um borð
mér er ljúft af mætti veikum
mæia fáein kveðjuorð
þakkir fyrir hlýjan hug
handtak þitt og gleðibrag
þakkir fyrir þúsund hlátra
þakkir fýrir liðinn dag
(J.Har.)
Blessuð sé minning Borgþórs
Bjömssonar.
Magnús Þór.
Afi minn Borgþór Björnsson lést
þann 4. júlí sl. Stórt tómarúm skilur
hann eftir fyrir okkur sem stóðum
honum næst, en eftir standa minn-
ingar um góðan mann sem munu
lifa með okkur allt okkar líf.
Eftir að afi hafði hlotið sína
grunnmenntun í heimahögunum á
Gijótnesi á Melrakkasléttu hleypti
hann heimdraganum og settist á
skólabekk í gagnfræðadeild
Menntaskólans á Akureyri. Ekki
auðnaðist honum að ljúka stúdents-
prófi, eins og hugur hans stóð til,
þar sem hann neyddist til að hverfa
frá námi sökum efnaleysis. í þá
daga var ekki hagstætt að vera
yngstur systkina sinna þegar maður
var af efnalitlu fólki kominn. Olli
það afa vafalaust miklum vonbrigð-
um að þurfa að hverfa frá námi í
menntaskólanum, en aldrei varð ég
var við neina beiskju hjá honum
vegna þessa. Eftir að hafa lagt hart
að sér við vinnu átti afi eftir að
taka upp þráðinn í námi og ljúka
prófi frá Samvinnuskólanum.
Skömmu eftir að afi lauk námi þar
hélt hann til Skotlands til að stunda
nám í verslunarfræðum við háskóla
í Edinborg. Tel ég þetta vera til
vitnis um kjark og áræði hans því
fátitt var í þeirri kreppu er geisaði
þá að ungt fólk sækti menntun út
fýrir landsteinana.
Er heim var komið leið ekki á
löngu þangað til að afi kyntnist lífs-
förunaut sínum, Ingu Erlendsdótt-
ur, ömmu minni. Var það mikil
gæfa fyrir þau bæði og leyfi ég mér
að fullyrða að hugtakið hjónaskiln-
aður hefði aldrei orðið til ef öll
hjónabönd hefðu verið eins og hjá
Borgþóri afa og Ingu ömmu. Ast
og gagnkvæm virðing einkenndi
samband þeirra. Afi, sem var stór-
huga og þurfti sífellt að hafa eitt-
hvað fyrir stafni, kunni vel að meta
skynsömu röddina sem öðru hvetju
sagði honum að hægja á.
Afi hugsaði mikið um heims- og
þjóðmálin. Stjórnmál skipuðu sinn
sess í lífi hans og framsóknarmaður
var hann mikill. Ræddi hann oft um
skoðanir sínar á hinum ýmsu mál-
efnum og var sjaldan komið að tóm-
um kofunum er rætt var um stjórn-
mál, innlend sem og á alþjóða vísu.
Hafði hann lesið mikið um þau mál
og bar bókasafn hans þess glöggt
vitni.
Afi var mikill sögumaður. Allt
fram undir það síðasta hélt hann
áfram að segja okkur sögur. Nú
þegar afi er horfinn á braut lifa
þessar sögur í minningunni. Margar
voru frá æskustöðvunum á Grjót-
nesi, sem voru honum sérstaklega
hugleiknar. Ein sagan var um
frostaveturinn mikla 1918, þegar
krakkarnir á Gijótnesi eignuðust
sínar eigin stórborgir rétt fyrir utan
bæjardyrnar og fyrir kom að krakk-
arnir sofnuðu við hljóð frá ísbjörnum
úr fjarska. Aldrei var á afa að heyra
að lífið hafi verið erfitt, heldur virt-
ist hann einungis eiga góðar minn-
ingar úr æsku. Ekki þarf þó að fara
mörgum orðum um að lífið hefur
ekki verið eintóm sælá á fyrstu ára-
tugum þessarar aldar á einum harð-
býlasta stað á íslandi. Það var ekki
einungis í gegnum sögurnar sem
við upplifðum æskustöðvar hans og
bernsku. Afi var nefnilega ágætur
málari og var viðfangsefnið oftast
heimahagarnir á Gijótnesi.
Ekki er hægt að lýsa afa án þess
að geta þess hve barngóður hann
var. Nutum við barnabörnin, afa-
strákarnir og afastejpan, þess ríku-
lega. Hann kom fram við okkur á
jafnræðisgrundvelli og talaði aldrei
yfir okkur. Rekur mig tæplega
minni til að afi hafi sagt nei við
okkur, hvað þá að hann hafi hvesst
tóninn. Við barnabörnin vorum í
augum afa mest og best. Arkitekt-
inn nýútskrifaði hafði í huga afa
teiknað allar þær byggingar sem
hann hafði aðstoðað við teikningu
á og sýslumannsfulltrúinn var orð-
inn sýslumaður skömmu eftir próf-
lok. 011 höfðum við barnabörnin ein-
hveija virðingartitla hjá afa. Ég var
fyrsta barnabarnið hans, tveir voru
nafnar hans og öll vorum við Gijót-
ar. Frá unga aldri eyddi ég miklum
tíma með afa. Ferðirnar upp í sum-
arbústað, sundferðirnar eða heim-
sóknimar og vinnan { Byggi, fyrir-
tækinu hans, hafa öðlast nýtt líf
síðustu daga, þegar ég hef farið
yfir samverustundirnar með honum.
Afafstrákarnir og afastelpan hafa
misst mikið, en margar ljúfar minn-
ingar lifa með okkur. Síðustu dag-
arnir með afa munu aldrei líða mér
úr minni. Þykir mér mikilvægt að
hafa fengið tækifæri til að verja svo
miklum tíma með honum þegar líða
fór að kveðjustund og þakklátur er
ég fyrir að hafa fengið að vera við-
staddur er afi kvaddi.
Að lokum vil ég nota tækifærið
fyrir hönd aðstandenda Borgþórs
Björnssonar og þakka starfsfólki á
hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
fyrir einstaka aðhlynningu við afa
og hlýhug í okkar garð. Blessuð sé
minning Borgþórs Björnssonar afa
míns.
Bjarni Hauksson.
BERGUR RAGNAR
JÓNSSON
+ Bergur Ragnar
__ Jónsson fæddist
á Ólafsfirði 22. maí
1929. Hann lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 8. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar Bergs voru
Margrét Sigurðar-
dóttir, f. 20. sept-
ember 1887, d.
1949, og Jón Frið-
rik Bergsson, sjó-
maður, f. 12. maí
1883, d. 29. mars
1942. Systkini
Bergs voru: Óli, f.
1909, Sigurbjörn, f. 1911, Hólm-
fríður, f. 1913, Guðfinna, f.
1915, Steinunn, f. 1916, Jakob-
ína, f. 1919, Þorlákur, f. 1921,
Halldóra, f. 1924, Eiður f. 1926.
Utför Bergs fer fram frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 16.
Bergur móðurbróðir okkar er
dáinn. Hann ólst upp í foreldrahús-
um á Ólafsfirði og var yngstur tíu
systkina sinna og er aðeins eitt
þeirra eftirlifandi, móðir okkar
Halldóra. Að móður sinni látinni
flyst Bergur inn á æskuheimili okk-
ar í Vestmannaeyjum og bjó hjá
foreldrum okkar þar til fyrir tveim-
ur árum að hann flutti á Hraunbúð-
ir, vistheimili aldraðra.
Elsku Göggur. Með fáum orðum
viljum við minnast þess að hafa
fengið að alast upp undir þínum
verndarvæng og kynnast þeim æv-
intýraheimi sem þú leiddir okkur í
með ótal ferðum um eyjuna okkar,
allt frá fjöru til hæstu fjalla. Það
var nefnilega með ólíkindum, hvað
þú, þessi hógværi frændi, gast ver-
ið uppátektasamur og spunnið upp-
úr þér ævintýrasögur'
sem okkur systrunum
þótti hinn mesti fróð-
leikur. Þú kunnir einn-
ig þá list að teikna, og
var þá umhverfíð, hús,
skip og fjöll, sú fyrir-
mynd sem þér var hug-
leiknust. Seint munum
við gleyma þeim virkj-
um og borgum sem þú
límdir saman úr eld-
spýtum, það þurfti
allnokkra stokkana til.
Við vorum stoltar af
þér, frændi, þegar þú
sast með okkur í rök-
krinu á Pétó og leikfélagar okkar
úr nágrenninu hópuðust í kringum
þig til að hlusta á þær sögur sem
gátu orðið til þess að þú þurftir að
fylgja sumum hlustendum til síns
heima að loknum flutningi. Við
geymum í minningunni hve oft þú
gast, með þrautseigju og þolin-
mæði, borið blak af gerðum okkar
systra, heilræðin sem við síðar höf-
um getað deilt með börnunum okk-
ar, heimsóknirnar niðrí kró, þar sem
þú varst að beita fyrir pabba.
Að lokum er við kveðjum þig,
elsku frændi, erum við þakklát for-
eldrum okkar, sem ólu önn fyrir
þér lengst af ævi þinnar, fyrir að
gefa okkur tækifæri til að alast upp
með þér. Við þökkum þér, hversu
góður þú varst okkur og bömununj
okkar og fjölskyldunni allri og von-
um að við höfum að einhveiju leyti
getað endurgoldið þér þá ánægju
sem þú veittir okkur á lífsleiðinni.
Far í friði, yið söknum þín öll.
Margrét, Ólöf, Eyja og fjöl-
skyldur.
Þegar ég fór í sveitina í vor
datt mér ekki í hug að ég ætti
ekki eftir að sjá hann Berg aftur,
en hann veiktist skyndilega og lést
stuttu seinna.
Þegar ég hugsa til baka þá
koma ótal minningar upp í huga
minn þegar ég heimsótti Berg á
Ásaveginn þar sem hann bjó hjá
systur sinni og manni hennar, en
síðar flutti hann í Hraunbúðir, sem
er dvalarheimili aldraðra í Vest-
mannaeyjum.
Bergur var mér alltaf svo góður
og hann skipti aldrei skapi og
heimsóknirnar til hans voru svo
skemmtilegar, en þær verða víst
ekki fleiri.
Ég kynntist Bergi fyrir um það
bil níu árum og var þá aðeins sex
ára gamall og hefur vináttan orðið
sterkari og sterkari síðan. Bergur
var alltaf barngóður og börn leit-
uðu til hans.
Við Bergur spjölluðum um allt,
hvort sem okkur kom það við eða
ekki, en við höfðum alltaf gaman
af því að rabba saman. Svo
skoðuðum við myndir frá Dan-
merkurferð sem hann fór í í fyrra
og ég man svo vel hve glaður hann
var þegar hann kom úr þeirri ferð.
Ég hafði svo gaman af því að
skoða myndirnar því að ég hef líka
farið til Danmerkur og sá einnig
stóran hluta af þessu.
Áhugamál Bergs voru ýmis.
Hann hafði sérstaklega gaman
af því að veiða, t.d. þegar ég ^
spurði hvort hann ætlaði að koma
í heimsókn til mín í sveitina, þá
spurði hann hvort þar væri á til
að veiða í. Einnig hafði hann gam-
an af því að mála dúka og verð
ég að segja það að hann var mjög
fær í því.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Ólafur Jóhann Borgþórsson.
MÁLFRÍÐUR
LARSDÓTTIR
+ Málfríður Lars-
dóttir fæddist í
Helgustaðahreppi í
Suður-Múlasýslu 13.
mars 1912. Hún lést
á sjúkrahúsi Suður-
nesja 7. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Ólöf Bergþóra Stef-
ánsdóttir og Lars
Sören Jónasson sem
bjuggu á Útstekk.
Málfríður giftist
Kristni Helgasyni
fyrrverandi fisk-
kaupmanni í Kefla-
vík 14. desember 1935 og
bjuggu þau á Hringbraut 87 í
Keflavík. Þau eignuðust tvö
börn, Lárus Arnar, búsettur í
Keflavík, kona hans er Kristín
Rut Jóhannsdóttir fædd að
Syðri Höfða í Skagafirði, þeirra
börn eru Jóhann Kristinn, Haf-
steinn og Sigvaldi
Arnar, og Þuríður,
búsett í Garðabæ,
hennar maður er
Arnór Hvanndal
Hannesson úr Sand-
gerði, þeirra börn
eru Hannes
Hvanndal, Málfríð-
ur Arna, Kristinn
Már, og Arnór
Hvanndal. Einnig
ólu þau upp systur-
dóttur Málfríðar,
Jakobínu Báru
Jónsdóttur sem gift
er Gunnari Ólafs-
syni úr Keflavík. Búa þau í
Njarðvík. Þeirra böm eru Lárus
Arnar, Halla Geirlaug og Guðný
Ólöf.
Útför Málfríðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Hver minning dýrmæt perla á liðnum lífsins
degi
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér
þinn kærleikur í verki var gjðf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum sem fengu að
kynnast þér.
Þetta ljóð Ingibjargar Sigurðar-
dóttur kom mér í huga við andlát
tengdamóður minnar Málfríðar
Larsdóttur. Þetta litla ljóð segir
meira en mörg orð um kynni okkar.
Það er vissulega mikil gæfa að hafa
notið samfylgdar tengdamóður búna
þeim mannkostum sem Málfríður.
Ég minnist þeirrar vinsemdar og
hlýju sem ætíð einkenndu framkomu
hennar. Hún var traust og hrein-
skiptin og hennar ánægja var að
gera öðrum lífið auðveldara. Þó okk-
ur sem yngri vorum þættu oft vanda-
mál vera nokkur eins og oft vill vera
á lífsleiðinni, þá sýndi hún gjarnan
að þolinmæði og þrautseigja ásamt
hæfilegum skammti af dugnaði væri
besta ráðið til að vinna bug á vanda-
málum hins daglega lífs. Málfriði
var öll ræktun hugleikin, bæði að
rækta og efla þroska barna sinna
og annarra, einnig naut hún þess
að vera í garðinum sínum og bera
bæði blóm og tijágróður þess merki
að nærfærnar hendur hafi þar hlúð
að gróðri. Málfríður var mikilhæf
húsmóðir og bjó hún manni sínum
og börnum ljúft og friðsælt heimili.
Hjónaband þeirra Kristins stóð nær
60 ár og var það henni mikið áfall
er hann lést fyrir rúmu ári. Hún
gerði sér ljósa grein fyrir að hveiju
stefndi og kvaddi lífið sátt eftir far-
sælt ævistarf. Nú þegar Málfríður
hefur kvatt þetta tilverustig er efst
í huga mínum innilegt þakklæti fyr-
ir liðnar samverustundir. Það er ljúft
að minnast þess að aldrei skuli hafa
borið skugga á okkar kynni, góðvild
hennar og kærleikur gera hveija
minningu kæra. Ég votta ættingjum
hennar og vinum dýpstu samúð,
blessun fylgi minningu Málfríðar
Larsdóttur.
Kristín Rut Jóhannsdóttir.
Elsku Malla amma.
Mér finnst svo sárt að kveðja þig
núna, þó að ég viti að þér líði vel
hjá Kidda afa. Ég vildi óska að þú
hefðir verið lengur hjá okkur, þá
gæti ég komið í heimsókn, sest ).■>_
eldhúsið hjá þér og spjallað, fengið
kleinur og flatkökur, þær allra bestu
í heimi. Það var svo gott að heim-
sækja þig, þú varst alltaf svo góð
og tókst á móti öllum opnum örm-
um, enda vorum við sjaldan einu
gestirnir sem komu þann daginn.
Alltaf hafðir þú gaman af því að
heyra hvernig mér gengi í skólanum
og yfirleitt heyra um það hvað við
krakkarnir vorum að gera.
Elsku amma, ég þakka þér fyrir
allar góðu samverustundirnar, ég
mun alltaf muna eftir þér og ég
veit að þú vakir yfir mér.
Þín,
Heiðrún.
*■
BORGAR
APÓTEK
Álftamýri 1-5
GRAFARVOGS |
APÓTEK
Hverafold 1-5
eru opin til kl. 22
'
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Borgar Apótek