Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
SOFFÍA
STEINSDÓTTIR
+ Soffía Steins-
dóttir var fædd
í Stórholti í Fljótum
26. nóvember 1913.
Hún lést á Land-
spítalanum 4. júlí sl.
Foreldrar hennar
voru Soffía Jóns-
dóttir húsfreyja,
fædd 10.9. 1887 að
Bakka í Svarfað-
ardal, d. 13.2. 1969,
og Steinn Stefáns-
•pi son bóndi og kenn-
ari, fæddur 30.11.
1882 að Stóru-
brekku í Fljótum,
d. 9.5. _ 1954. Þau bjuggu að
Neðra-Ási í Hjaltadal. Soffía
og Steinn eignuðust 7 börn, 2
syni og 5 dætur: Bergþóra, f.
17.2. 1912, d. 24.3. 1994, Anna,
tvíburasystir Soffíu, d. 29.11.
1989, Helga, f. 13.2. 1916, en
hún dvelur á hjúkrunarheimili
í Grindarvík, Svanhildur, f.
17.10. 1918, búsett í Neðra-Ási,
tvíburabræðurnir Björn, f. 2.4.
1921, d. 29.3. 1980, og Kári,
búsettur á Sauðárkróki. Soffía
giftist 28. nóv. 1942 Sigurði
Sveinssyni fæddum
í Dalskoti í Vestur-
Eyjafjallahreppi, f.
30.10. 1913, d.
29.12. 1994. Soffía
og Sigurður eign-
uðust þijár dætur:
Hrafnhildur Björk,
maki Gunnar Felz-
mann, þau eiga eina
dóttur; Guðleif,
maki Haukur Þor-
valdsson, þau eiga
þijú börn; Soffía
Steinunn, maki Ingi
Orn Geirsson og
eru börn þeirra
þijú. Barnabarnabörn Sigurðar
og Soffíu eru fjögur. Tveggja
ára gömul flyst Soffía ásamt
foreldrum og systrum að
Neðra-Ási í Hjaltadal. Hún
hlaut kennslu að hætti þeirra
tíma og fór síðan einn vetur í
Kvennaskólann á Blönduósi.
Árið 1939 flyst hún til Reykja-
víkur og vann þar ýmis fram-
reiðslustörf.
Útför Soffíu fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 12. júlí
kl. 13.30.
Nú þegar þín hinsta stund er
komin viljum við þakka þér, elsku-
lega tengdamóðir, fyrir samveruna
í gegnum tíðina. Þú tókst á móti
okkur opnum örmum inn í fjöl-
skyldu þína á sínum tíma og veittir
okkur á vissan hátt móðurlega
umhyggju. Okkur eru minnisstæðir
ýmsir atburðir frá liðnum samveru-
stundum svo sem hvað þú varst oft
kát og glöð og naust þín á mann-
fögnuðum og samkomum, sérstak-
-iega þar sem ættingjar og vinir
komu saman. Var þá oft sungið af
innlifun og jafnvel stiginn dans sem
þú hafðir gaman af. Ferðalög voru
í miklu uppáhaldi hjá þér, að ekki
sé minnst á ferðimar norður í
heimahagana í Skagafirði, sem voru
þér ávallt mikil upplyfting. Þú miðl-
aðir óspart og rifjaðir sífellt upp
sögur og ýmsa atburði þaðan.
En þér fannst ekki aðeins gaman
að heimsækja ættingja og vini held-
ur naust þú líka að taka á móti
gestum þar sem alltaf var leitast
við að hafa ýmislegt á boðstólum.
Við munum sérstaklega eftir
pönnukökunum eða „pönnsunum
frá ömmu Soff“. Þá em öll matar-
-''jboðin þín ofarlega í huga okkar þar
sem þú varst ekki í rónni fyrr en
allir voru búnir að fá nóg og kannski
meira til. En áhyggjur þínar og
umhyggjusemi vom ekki einskorð-
aðar við heimili þitt heldur minn-
umst við líka þeirra tíma er við stóð-
um í húsbyggingum og fram-
kvæmdum að þú komst færandi
hendi, réttir fram hjálparhönd sem
best þú máttir; vildir alltaf leggja
hönd á plóg.
Einhverjir okkar hafa við kaup á
nýjum bílum boðið þér með í fyrsta
ökutúrinn sem nokkurs konar
„lukkutröll". Hefur gæfan fylgt
þeim farartækjum síðan. Þetta var
í anda þinna hugmynda þar sem
þú afneitaðir ekki hjátrúnni en varst
þó umfram allt mjög trúuð þínum
Guði. Þeirri trú hefur þú sem best
miðlað áfram til barna þinna og
afkomenda.
Gaman var að fylgjast með hvað
þú varst skoðanaföst og ákveðin
og hélst þínu ákaft fram þótt aðrir
væru kannski ekki alltaf sammála.
Hélst þessi ákveðni alveg fram á
kveðjustund þína.
Þér var alltaf annt um að fylgj-
ast náið með uppvexti og fram-
gangi allra í fjölskyldunni og vildir
allt fyrir alla gera, en umfram allt
að halda henni saman og best leið
þér þegar við vorum öll saman kom-
in. Þær stundir munu ekki koma
aftur. Þær lifa hér eftir í minning-
unni. Við erum þakklátir fyrir liðn-
ar stundir með þér og munum áfram
hugsa til þín með virðingu. Við biðj-
um Guð að blessa þessar minningar.
Gunnar, Haukur og Ingi Örn.
*
t
Hjartkær móðir mín, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
SOFFÍA SÍMONARDÓTTIR
frá Selfossi,
lést á Ljósheimum, Selfossi, að kvöldi
9. júlí sl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Friðrik Friðriksson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN H. HALLDÓRSSON,
áðurtil heimilis
íTjarnargötu 10C,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landa-
koti, 10. júlí.
Hildur Ólafsdóttir, Pétur Gestsson,
Guðrún Ólafsdóttir, Björn Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
MINNINGAR
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ókunnur)
Okkur langar með örfáum orðum
að minnast elsku ömmu Soff. Það
voru ófáar stundirnar sem við áttum
með ömmu og afa og það var alltaf
jafn notalegt að koma til þeirra.
Fyrstu minningar okkar með ömmu
eru frá Hjarðarhaganum og þangað
vöndum við komur okkar eftir skóla
og með allri fjölskyldunni í hádegis-
mat á sunnudögum. Það var henni
svo mikils virði að ijölskyldan kæmi
saman.
Jólin eru sá tími sem minnir okk-
ur svo sterkt á ömmu, því á hveiju
aðfangadagskvöldi á Hjarðarhag-
anum áttum við fjölskyldan dýr-
mætar samverustundir. Þar lék
amma á als oddi og skapaði mikla
eftirvæntingu, t.d. með fræga
möndlugrautnum. Jólin voru líka
svo hátíðleg hjá ömmu enda var
hún mjög trúuö og miðlaði trúnni
óspart til okkar barnanna. Þegar
við gistum hjá ömmu fórum við
alltaf með bænir fyrir svefninn og
við lærðum margar bænir á þessum
kvöldstundum sem hafa fylgt okkur
síðan.
Amma og afi fluttu síðan á
Grandaveginn, árin liðu og margt
tók breytingum í lífi okkar. En þrátt
fyrir það var alltaf jafn gott að
koma til ömmu og afa, því þar fund-
um við svo mikið öryggi og þar var
auðvelt að gleyma tímanum og öll-
um asa hversdagsleikans.
Elsku amma. Það er sárt að geta
ekki lengur komið til þín, því þú
áttir svo stóran sess í lífi okkar.
En það er gott að hugsa til þess
að afi og Anna hafi tekið vel á
móti þér og við vitum að nú ert þú
í hlýjum faðmi Guðs. Minningin um
þig og allt sem við áttum saman
mun að mikiu leyti fýlla upp í það
tóm sem við finnum nú svo sterkt
fyrir. Þessar minningar munu fylgja
okkur og leiðbeina þar til við hitt-
umst á ný. Takk fyrir allt, elsku
amma, þér munum við aldrei
gleyma.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
' mín veri vörn í nótt.
Æ,- virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Þínar ömmustelpur að eilífu.
Hildur, Harpa, Inga Björk
og Rebekka.
Nú er hún Soffía amma okkar
dáin og ekkert er lengur eins og
það var. Þá á margt eftir að verða
öðruvísi, því hún skipaði svo stóran
sess í lífi okkar. Hún var svo blíð
og góð og hafði mikinn áhuga á
öllu sem við vorum að gera. Við-
kvæðið hjá ömmu þegar maður birt-
ist var „Nú ert þetta þú“ um leið
og hún tók hlýlega á móti manni.
Alla tíð var gestkvæmt hjá ömmu
og afa. Það var sama hvað gekk á
og hversu margir gestir voru hjá
þeim, allt var í röð og reglu hjá
henni ömmu. Hún hugsaði fyrir öllu
og hafði alltaf nógan mat handa
öllum enda voru allir velkomnir á
heimili þeirra. Amma vildi að allir
færu vel mettir frá henni og þegar
gesti bar óvænt að garði var hún
snillingur í að galdra fram veislu-
borð úr nánast engu. Amma lagði
alla tíð áherslu á að viðhalda góðum
tengslum við systkini sín og annað
skyldfólk. Dætur hennar, tengda-
synir og barnabörn hafa misst
helsta máttarstólpa fjölskyldunnar.
Amma var félagslynd og hafði gam-
an af að vera innan um annað fólk
og taka þátt í hátíðar- og gleði-
stundum. Síðastliðið sumar hittust
systkini ömmu og afkomendur að
Fjalli í Kolbeinsdal. Hópurinn ákvað
að feta í fótspor feðranna, en lang-
amma flutti með fjölskyldu sinni frá
Svarfaðardal að Neðra-Ási í Hjalta-
dal og var gengið yfir Heljardals-
heiði. Amma gat að vísu ekki geng-
ið yfir heiðina en naut engu að síð-
ur ferðarinnar og samveru systkina
og afkomenda þeirra. Er það víst
að við eigum eftir að sakna hennar
á hátíðar- og gleðistundum fjöl-
skyldunnar.
Við frændsystkinin áttum því
láni að fagna að alast upp í návist
afa og ömmu. Þegar skólaganga
hófst áttum við alltaf athvarf hjá
ömmu sem tók iðulega á móti okk-
ur með heitri máltíð eða heitu
súkkulaði og heimabökuðu bak-
kelsi. Þegar í Háskólann var komið
var stutt heim til ömmu og var því
oft gott að koma til hennar í hádeg-
inu og njóta andlegrar og líkamlegr-
ar næringar. Jafnvel lét amma sig
ekki muna um að senda íslenskan
mat til Ameríku þar sem annað
okkar stundaði framhaldsnám.
Amma var einkar örlát manneskja,
hún var ætíð reiðubúin að opna
budduna ef svo bar undir og ljá
hinum ýmsu málum lið. Við, barna-
börnin, fórum ekki varhluta af
þessu örlæti hennar enda var hún
oft kölluð, svona okkar á milli,
„amma budda“, því svo fljót var
hún að opna hana. Amma sýndi
okkur barnabömuum mikinn
áhuga, bæði í námi og síðar störfum
og hafði mikinn metnað fyrir okkar
hönd. Áhugi og umhyggja fyrir fjöl-
skyldunni var alltaf til staðar.
Amma hafði gaman af vísum og
fór oft með vísur í framhaldi af
einhverju sem hún var að.segja
okkur frá. Þar sem amma hafði
mjög gaman af spilamennsku og
spilaði mikið, kenndi hún okkur að
spila. Henni fannst enginn vera
maður með mönnum nema að geta
tekið í spil. Jafnvel elsta langömmu-
barnið fékk sín fyrstu spil og leið-
sögn hjá henni.
Amma hafði gaman af að ferð-
ast, bæði innan- og utanlands. Eru
okkur minnisstæðastar ferðirnar
norður í land en þangað fannst
ömmu hún verða að komast á hveiju
sumri, heim í dalinn sinn, Hjalta-
dal. Við vorum ekki há í loftinu
þegar við fórum okkar fyrstu ferð
með ömmu norður. Amma sá alltaf
um að við værum vel nestuð og að
stoppað væri í fagurri laut til að
seðja sárasta hungrið. Sem lítilli
stelpu í fyrstu utanlandsferðinni
með ömmu fannst mér mikið öryggi
að hafa hana með og að ekkert
gæti hent mig og foreldra mína þar
sem hún var með í för. Við áttum
eftir að fara fleiri ferðir með ömmu
og ef heilsan hefði leyft hefði hún
verið tilbúin að fara í fleiri utan-
landsferðir.
Fyrir allt sem amma hefur gefið
okkur erum við eilíflega þakklát og
megi hún uppskera hinum megin
eins og hún hefur sáð meðal okkar.
Amma, þín er sárt saknað. Við vit-
um að þú munt ætíð fylgjast með
okkur líkt og stjörnurnar á himnin-
um. Megir þú hvíla í friði.
Anna María og Sigurður Páll.
Gengin er góð kona og merk.
Þegar Hrafnhildur, dóttir hennar,
tilkynnti mér andlátið, fannst mér
kaldur gustur leika um mig, því
eins og forn kínverskur orðkviður
segir: „Nóg er til af gullinu rauða,
en af gráhærðum vinum ekki.“
Soffía ólst upp í Neðri-Ási með for-
eldrum sínum í hópi kátra og
hressra systkina. Neðri-Ás er ysti
bær í Hjaltadal austanmegin. Vegir
liggja til allra átta. Þar eru Viðvík-
ursveit, Óslandshlíð, Kolbeinsdalur
austan við Ásinn og Hólar nokkru
innar í dalnum. Skagafjörðurinn,
víður og fagur, breiðir þar út faðm
sinn og skartar m.a. eyjunum
Drangey og Málmey, sem virðast
svo undur nálægar. í Ási bjó atorku-
samt fólk, sem tók daginn snemma.
Frá unga aldri naut Soffía morgun-
ferskleika þessa víða og fagra sjón-
deildarhrings, sem gaf þrótt til að
starfa langan vinnudag.
Hún fluttist ung suður og bjó þar
alla tíð síðan. En umhverfið mótar
manninn og æskustöðvarnar eiga
undur sterk ítök í okkur. Alltaf leit-
aði hugurinn norður í Skagafjörð-
inn, þegar fór að vora. Hún var svo
lánsöm að komast þangað á hveiju
sumri. Við Soffía vorum skyldar í
þriðja lið. Föðurömmur okkar voru
systur, þær Hallfríður á Skriðulandi
og Helga í Ási, dætur Jóns á Brúna-
stöðum í Fljótum. Við erum því af
hinni fjölmennu Brunastaðaætt.
Þetta var barnafólk mikið, trygg-
lynt, hreinskilið og hneigðist til
ættfræði og fróðleiks. Jón langafi
okkar var meiri sjómaður en bóndi.
Hann átti til að standa í töðuflekkn-
um og mæna út á sjóinn, þegar vel
viðraði. Okkur Soffíu þótti því alveg
kjörið að drífa okkur hringferð um
landið með Esjunni, endur fyrir
löngu, eða 1965. Var oft vont í sjó-
inn í ferðinni, en við vorum hraust-
ar, enda eins gott, af þessari ætt.
Þarna var glatt á hjalla og Soffía
hrókur alls fagnaðar.
Soffía giftist 1942 Sigurði
Sveinssyni, miklum dugnaðar- og
sómamanni. Hann var lengst af sjó-
maður. Uppeldi dætranna þriggja
kom því meir í hennar hlut. Soffía
var kjarnakona, mjög rösk og dríf-
andi og hlífði sér hvergi. Hún vann
á barnaheimilinu Hagaborg, alveg
frá stofnun þess og meðan kraftar
entust. Hún kunni að vinna og
leggja hart að sér, en hún kunni
líka að njóta lífsins. Soffía átti fjöl-
mörg áhugamál. Hún elskaði ferða-
lög, söng og glaðværð. Forn fræði,
þjóðmál, heimsmál og allt, sem
andann dró, var henni hugleikið.
Gæti hún einhvers staðar bætt úr,
var brugðist skjótt við.
Ég fann meiri frændsemi við
Soffíu, en flest annað skyldfólk
mitt. Kom þar margt til. Við áttum
margt sameiginlegt vegna ættar-
fylgju. Aldavinátta var milli okkar
fólks. Móðir mín, Kristín Guð-
mundsdóttir, var kaupakona í
Neðra-Ási sem ung stúlka. Gætti
hún þá tvíburasystranna Soffíu og
Önnu og tengdist þeim órofabönd-
um. Elsta dóttir Soffíu, Hrafnhild-
ur, var tvö sumur í sveit heima á
Skriðulandi, þá tíu og ellefu ára
gömul. Hún féll furðuvel inn í
sveitalífið og var alltaf kölluð litla
systir. Stundum þótti henni ég
vinnuhörð um of, enda nokkru eldri.
Minnisstæðast er henni þó, þegar
við riðum yfir Kolku, stundum í
vexti, og ég æpti yfir árniðinn:
„Horfðu upp í himininn, krakki!"
Þegar ég fluttist til Reykjavíkur
1961 og bjó í Tjarnargötunni hjá
Sólveigu systur minni ásamt ungum
syni, var Soffía eins og þriðja systir-
in. Við skírn, afmæli og aðra merk-
isatburði var hún alltaf sjálfsagður
gestur. Hún var líka alltaf fyrst til
að rétta hjálparhönd, ef á bjátaði.
Mikið vatn hefur síðan runnið til
sjávar, og ég er löngu flutt norður
aftur. En við höfum alltaf haldið
vináttunni.
Soffía var svo gæfusöm, að eiga
góðan mann og góðar dætur. Með
aldri og árum hrakaði heilsu hjón-
anna beggja. Árið 1989 réðust þau,
fyrir áeggjan dætranna, í að kaupa
íbúð í þjónustublokk á Grandavegi
47. Þau tóku þátt í félagslífi, spila-
mennsku og fleiru eins og heilsan
leyfði. Sigurður var þá oft mjög
veikur og dvaldist á sjúkrahúsi.
Eftir fráfall hans 1994, var hún ein
í íbúðinni sinni. Hún hafði alla þjón-
ustu og öryggisbúnað, sem hægt
er að hafa og átti marga kunningja
í blokkinni. Dætur hennar voru í
stöðugu sambandi við hana. Þannig
gat hún, þrátt fyrir hjartasjúkdóm,
lifað frjáls og sjálfstæð, haldið reisn
sinni. Fyrir rúmum mánuði heim-
sótti ég hana. Hún var óvenju hress
og glöð rétt eins og í gamla daga.
Enn bar hún ferðahug í bijósti. Við
kvöddumst fullar bjartsýni. „Næst
sjáumst við fyrir norðan.“ Nú er
hún farin lengra, blessuð, en verið
viss, hún hefur farið um Skaga-
fjörðinn.
Til allrar hamingju þurfti Soffía
ekki á langri sjúkrahúsvist að halda.
Hún fór á Landspítalann 16. júní
síðastliðinn. Að morgni 4. júlí bað
hún um aðstoð til að setjast í stól
út við glugga, þar sem útsýnis naut.
Þar tók hún síðustu andvörpin. Ég
er þess fullviss, að þá hefur hún,
eins og áður fyrr, sótt andlega
næringu í fegurð náttúrunnar og
víðáttuna. Nú var það til að ljúka
starfsdeginum.
Soffía mín, guð gefi þér góða
ferð!
Hallfríður Kolbeinsdóttir.