Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 52
Jíem£d -setur brag á sérhvern dag! HEIMILISLÍ NAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga 0 BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MORGUNBIAÐIÐ, KKINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Flug Flugleiða og þýska flugfélagsins LTU til Hamborgar ÞÝSKA flugfélagið LTU býður mun ódýrari flugfargjöld milli Islands og Þýskalands í sumar en Flugleiðir. Á leiðinni til Hamborgar er verð- munur milli flugfélaganna í mörgum tilfellum yfir 50%. Þannig kostar apex-fargjald með flugvallarskatti fyrir fullorðna 22.700 krónur með LTU, en 46.430 krónur hjá Flugleið- um. Apex-fargjöld þarf að bóka með minnst viku fyrirvara og þau gilda í einn mánuð. Farþegar Flugleiða sem kaupa slíkan miða þurfa að gista aðfaranótt sunnudags, en hjá LTU þarf að gista minnst sjö daga. Mestur verðmunur er á fargjöldum fyrir ungt fólk, ríflega 60%. Hjá LTU býðst apex-flugmiði fyrir 12 til 21 árs á 17.450 krónur og pex-miði þar sem bókunarfyrirvari er enginn 26.450. Hjá Flugleiðum kostar hoppfargjald 44.130 krónur, sem er ódýrasti farmið- Allt að 60% verðmunur inn sem býðst ungu fólki innan við 25 ára aldur. Hámarksdvöl er eitt ár en lágmarksdvöl er engin og ekki er hægt að bóka far með meira en viku fyrirvara. Helmings afsláttur býðst 12 til 18 ára unglingum hjá Flugieiðum sem ferðast með einhveijum á apex- fargjaldi. LTU, sem er næst stærsta flug- félag Þýskalands, flýgur áætlun- arferðir vikulega milli íslands og þriggja borga; Hamborgar, Miinchen og Diisseldorf. Áætlunarferðum LTU-flugfélagsins hingað til lands lýkur 16. september. Samvinna um ferðir Hamborg er eini áfangastaðurinn þar sem LTU og Flugleiðir eru í beinni samkeppni. Guðrún Harðardóttir á söludeild utanlandsdeildar Ferðaskrif- stofu Austurlands, sem er umboðsað- ili LTU, segir að flugi flugfélagsins til Hamborgar verði hætt frá 6. ág- úst vegna lélegrar sætanýtingar. „Um hálfgert tilraunaflug var að ræða en LTU jók í vor sætaframboð um 400 milli landanna frá því í fyrra. Auk þess hefur slæmt efnahagsástand í Þýskalandi haft sitt að segja.“ Áfangastaðir Flugleiða í Þýska- landi eru auk Hamborgar, Berlín, Miinchen og Frankfurt. Flugfélögin tvö eiga í samvinnu um flug til Munchen og Berlínar. Símon Pálsson, markaðsstjóri Flugleiða, segir farmiðasölu til Þýskalands hafa gengið vel að und- anförnu. „Við sjáum því ekki ástæðu til að lækka fargjöldin í bráð. Hins vegar verðum við með margs konar tilboð á ferðum í haust, meðal ann- ars til Halifax, Boston, Amsterdam, Glasgow og fleiri borga.“ Héraðsdómur Reykjavíkur í máli lyfsala á Siglufirði Ríkissjóður kaupi apótek og lyfsalaíbúð HERAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt að ríkissjóði sé skylt að kaupa húsnæði Siglufjarðarapöteks og íbúð lyfsala, innréttingar, lyija- búðaráhöld og lyfjabirgðir apóteks- ins, eins og þær eru þegar afhending fer fram. Þá var ríkissjóði jafnframt gert að greiða lyfsalanum, Ástu Júl- íu Kristjánsdóttur, 500 þúsund krón- ur í málskostnað. Ásta Júlía lagði lyfsöluleyfi sitt inn í febrúar og kvaðst þá vera til- neydd til að gera það því hún hefði keypt apótekið og þær eignir, sem því fylgdu, á um það bil fimm millj- ónir yfir markaðsverði, miðað við markaðsverð fasteigna á Siglufirði. Kaupverð eignanna, þegar Ásta Júl- ía tók við þeim í apríl 1994, var rúmar 12 milljónir króna. Ásta Júlía vísaði til þess að áður hefði það kerfi verið við lýði, að ef eitthvert apótek seldist ekki, bæri lyfsölusjóði að kaupa það upp. Með nýju lyfsölu- lögunum væri þessari verðtryggingu skyndilega kippt út. Höfðaði Ásta Júlía mál til að fá staðfestingu á því að ríkissjóði væri skylt að leysa til sín eignirnar, þar sem enginn hefði sótt um lyfsölu- leyfi hennar. Af hálfu ríkisins var þessu hafnað, þar sem lyfsölusjóður hafi verið lagður niður frá 1. júní 1995. Önnur lagaákvæði enn í fullu gildi í dóminum segir, að þrátt fyrir að felld væru niður ákvæði um lyf- sölusjóð hefðu enn verið '\ gildi lög um lyfjadreifingu, þegar Ásta Júlía lagði inn leyfi sitt, þar sem sagði í 6. málsgrein 3. greinar að þegar enginn sækti um tiltekin lyfsöluleyfi væri lyfsölusjóði skylt að kaupa við- komandi lyfjabúð og annast rekstur hennar með þeim réttindum og skyldum er því fylgdi samkvæmt lögunum. Einnig hefði 11. grein lag- anna verið í gildi, en í 1. málsgrein hennar var þeim lyfsala, sem tók við rekstri, gert skylt að kaupa vöru- birgðir og 2. málsgrein kvað á um skyldu til að kaupa húseign lyfjabúð- arinnar og íbúð lyfsala. Þrátt fyrir að kafli um lyfsölusjóð í lyfjalögum hefði fallið úr gildi 1. júní 1995 hefði það ekki haft áhrif á þessa tilhögun, enda ný ákvæði ekki tekið gildi fyrr en 1. mars 1996. Ekkí rök fyrir að leggja sjóðinn niður Dómurinn segir að telja verði að ekki hafí verið rök fyrir því að leggja lyfsölusjóð niður á meðan hann hafði enn hlutverki að gegna. Jafnframt er vísað til þess, að náist ekki sam- komulag um kaupverð skuli gerðar- dómur úrskurða í málinu. Sigríður Ingvarsdóttir, héraðs- dómari, kvað upp dóminn. Tólf ára drengur bjargar yngri bróður sínum frá driikknnn I sumarút- söluskapi SUMARÚTSÖLUR hófust í mörgum verzlunum í Kringlunni í gær. Víða var heldur betur handagangur í öskjunni þar sem ötulir neytendur bitust um beztu bitana. Drengurinn á myndinni virðist hafa fundið bol, sem hann telur fara sér — og á hálfvirði. Morgunblaðið/Ásdís „Ósjálfráð viðbrögð“ Siglufirði. Morgunblaðið. ÞAÐ var fyrir snarræði tólf ára drengs, Sigurjóns Ásgeirssonar, að ekki fór verr þegar yngri bróðir hans, Guðni Brynjólfur, tveggja og hálfs árs, var hætt kominn í Langeyrarljörn í Siglu- firði, sem er skammt frá heimili þeirra bræðra. Sigurjón var inni við er móðir drengjanna, Erla Gunnlaugs- dóttir, kom inn og bað hann að taka við og líta eftir Guðna, en Sigurður er í vist hjá mömmu sinni við að passa litla bróður. Ekki liðu nema um það bil tvær mínútur þar til Sigurjón kom út. Þá sá hann að Guðni var kominn út að tjörninni. Sigurjón kallaði í hann, en í einhverjum ærsla- gangi óð Guðni litli út í og eftir að hafa vaðið aðeins tvö til þrjú skref, kom hann á aukið dýpi. Guðni flaut frá landi á meðan loft var í fötunum, en sökk síðan og snerist þá á grúfu, svo andlit- ið var undir vatni. Siguijón sá þetta gerast á hlaupunum, óð út í vatnið upp að mitti og náði að teygja sig í bróður sinn. Þrátt fyrir að Guðni hafi verið holdvot- ur og mjög kaldur þegar hann var dreginn upp úr vatninu, varð honum ekki meint af volkinu og sagði hann fréttaritara Morgun- blaðsins á Siglufirði að stóra vatnið tæki litla stráka. Sigurjón sagðist eiginlega ekkert hafa hugsað á meðan at- burðirnir áttu sér stað. „Þetta voru bara ósjálfráð viðbrögð, en sjokkið kom eftir á.“ Erla, móðir drengjanna, setti sig strax í samband við bæjar- sljóra og bað um að girðing yrði sett upp við vatnið, þar sem íbúð- arhúsin eru skammt undan, enda er þetta ekki I fyrsta sinn sem slys af þessu tagi á sér stað þarna. Þegar er hafin smíði nýs grindverks. Sigurjón sagðist verða feginn þegar girðingin yrði komin upp, því hann vildi ekki lenda í þessu aftur. Morgunblaðið/Sigriður Ingvarsdóttir Starfsmenn Landmælinga Hyggjast hnekkja ákvörðun ráðherra STARFSMENN Landmælinga íslands hafa ákveðið að ein- beita sér að því að reyna að hnekkja ákvörðun umhverfís- ráðherra um að flytja stofnun- ina til Akraness. Jafnframt ætla þeir fyrst um sinn að leggja til hliðar álitaefni um réttindi opinberra starfsmanna við flutning ríkisstofnana. Hrafnhildur Brynjólfsdóttir talsmaður starfsmanna segir, að á fundi með fulltrúum stétt- arfélaga sinna hafi verið ákveð- ið að knýja fram rökstuðning ráðuneytisins fyrir ákvörðun sinni, fara fram á fund með þingmönnum og borgarfulltrú- um í haust og óska eftir laga- áliti laganefnda BHMR og BSRB. Sérstök áhersla verður lögð á að safna gögnum um reynslu af flutningi systurstofnana Landmælinga í Noregi og Sví- þjóð. Hrafnhildur segir að þá hafi komið upp margvísleg vandamál og ókostir við flutn- ing hafi verið fjölmargir. í ljósi þeirrar reynslu hafi Danir t.a.m. ákveðið að hætta við áform um flutning kortagerð- arstofnunar sinnar. ■ Markmið starfsmanna/4 * Islendinga- sögurnar á geisladiski GEISLADISKUR með öllum ís- lendingasögunum og orðstöðu- lykli var afhentur forseta ís- lands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, við hátíðiega athöfn á Bessa- stöðum í gær. Hópur fræðimanna við Há- skóla íslands vann orðstöðulykil- inn, en texti sagnanna er að stofni til sá sem prentaður var í íslendingasagnaútgáfu Svarts á hvítu fyrir um tíu árum. Bóka- forlag Máls og menningar gefur geisladiskinn út. ■ Fyrsti geisladiskurinn/20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.