Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 37 Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Guð fylgi þér. Þín barnabörn, Hannes og Marta. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Barnabarnabörn. Ástríður Torfadóttir eða Ásta eins og hún var kölluð, missti móður sína við fæðingu og var skírð hennar nafni. Amma hennar Vigdís Jóns- dóttir í Deildartungu tók hana í fóst- ur og var Ásta í hennar skjóli til sjö ára aldurs er móðursystir hennar Vigdís Hannesdóttir giftist Sigurði Bjarnasyni frá Hömrum í Reyk- holtsdal árið 1912. Flutti hún með þeim hjónum að Oddsstöðum í Lund- arreykjadal. Var hún þar fram yfir fermingaraldur, fór þá í vistir og í Kvennaskólann á Blönduósi. Með Ástu er gengin mikilhæf sómakona, sem alla tíð var að gera öðrum gott. Ræktarsemi hennar við frændfólk verður ekki gleymt. Alla tíð voru kærleikar á milli heimila hennar og systranna frá Oddsstöð- um. Otaldar verða gistinætur skyldra sem vandalausra um lengri eða skemmri tíma á heimili Ástu og Hannesar. Að leiðarlokum er þetta skrifað sem lítill þakklætisvottur fyrir vin- semd og hlýhug við Oddsstaða-heim- ilin frá fyrstu tíð til síðustu stundar, með samúðarkveðjum til aðstand- enda Ástríðar. Oddsstaðasystur. Ástríður Torfadóttir húsmóðir í húsinu Norðtungu á Akranesi til margra ára, síðast búsett á Dvalar- heimilinu Höfða, er látin. Ástríður var fóstursystir móður minnar og var ákaflega kært þeirra á milli og reynd- ar milli þeirra systra allra. Ásta Torfa, eins og hún var yfir- leitt kölluð, trúlega í upphafi til að- greiningar frá Ástríði Sigurðardóttur húsfreyju á Oddsstöðum, kom að minnsta kosti einu sinni á sumri upp að Oddsstöðum á æskuheimiii mitt að heimsækja fóstursystur sínar og frændfólk, en móðir mín Hanna Vig- dís Sigurðardóttir og systir hennar Ástríður bjuggu þá tvíbýli á Odds- stöðum. Oddsstaðir voru jafnframt æskuheimili Ástu Torfa, en hún var í fóstri hjá ömmu minni og afa, Vig- dísi Hannesdóttur og Sigurði Bjarna- syni, frá sjö ára aldri og fram yfir fermingu. Oftar en ekki dvaldi Ásta í nokkra daga á Oddsstöðum og mér rennur seint úr minni gæska hennar og góð- lyndi. Aldrei sá ég Ástu bregða skapi, hún var alltaf ljúf og vildi öllum gott gera eins og hún frekast mátti. Þann- ig mun ég minnast hennar. Ég heim- sótti hana af og til út á Akranes, bæði á heimili hennar við Suðurgötu og eins á Dvalarheimiiið Höfða. Allt- af var við brugðið gestrisni hennar, alltaf bar hún fram góðgerðir, nán- ast hvernig sem á stóð. Síðast heim- sótti ég Ástu í vor, ásamt móður minni og dóttur, nöfnu Ástu. Ásta hafði greinilega gaman af heimsókn litlu nöfnu sinnar, þó heilsan væri þá farin að gefa sig töluvert. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum Ástu innilegar sam- úðarkveðjur um leið og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast mildi hennar, góðvild og kærleika. Olgeir Helgi Ragnarsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Brúarflöt 1, Garðabæ. Fyrir hönd barna, tengdabama, barnabarna og barnabarnabarna, Birgir Kristjánsson. t Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts elskaðs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar, tengdasonar og afa, SIGTRYGGS SNORRA ÁSTVALDSSONAR, Skógarási 7B. Megi Drottinn blessa ykkur og launa ríkulega alla aðstoð. Sigríður Esther Birgisdóttir, Snorri Sigtryggsson, Kristbjörg Sigtryggsdóttir, Eyþór Sigtryggsson, Karl Sigtryggsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Þröstur Rikharðsson, Anna María Sigtryggsdóttir, Bjarki Guðlaugsson, Kristbjörg Lúthersdóttir Elín Pétursdóttir, Birgir Sigurðsson og barnabörn. HÆKW>AUGL ÝSINGAR Kennarar Áhugasama kennara vantar að Grunnskólanum Hellu fyrir næsta skólaár. Um er að ræða almenna kennslu og umsjón með tölvukennslu. Upplýsingar veita: Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri, í síma 487 5943 og Helga Garðarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 487 5027. Járniðnaðarmenn Óskum að ráða járniðnaðarmenn vana reisingu stálmannvirkja. Upplýsingar gefur Teitur Gústafsson í símum 562 2700 og 567 4002 á skrifstofutíma. ÍSTAK Skúlatúni 4. Organisti Óskum eftir að ráða organista og kórstjóra til starfa á ísafirði frá og með 1. ágúst nk. Um er að ræða fullt starf við ísafjarðarkirkju og Hnífsdalskapellu. Allar starfsaðstæður eru hinar ákjósanleg- ustu: í kórnum eru um 30 manns. Orgel kirkj- unnar var vígt um seinustu jól, en jjað er af gerðinni P. Bruhn og 22 radda. I haust verður hluti safnaðarheimilisins tekinn í notk- un og verður þar sérstök aðstaða fyrir organ- ista og kór. Umsóknir skulu sendar ísafjarðarkirkju, póst- hólfi 56, 400 ísafirði, fyrir 30. júlí nk. í umsókninni skal tilgreina menntun og hugs- anlega fyrri störf. Sóknarprestur á ísafirði er sr. Magnús Erlingsson. Isafjarðarkirkja. Tjaldmarkaður á Selfossi Þeir aðilar, sem hafa áhuga á sölubásum í Tjaldmarkaði á Selfossi dagana 20. júlí og 7. september, hafi samband í símum 482 2140 og 897 3615. Sumarferð Varðar í Landmannalaugar laugardaginn 13. júlí nk. Brottför: Kl. 8.00 frá Valhöil við Háaleitis- braut (mæting kl. 7.45). Heimkoma: kl. 20.00 (áætluð heimkoma). Leið: Hellisheiði, um Skeiðaveg, Þjórsárdal, um Sigöldu til Landmannalauga. Til baka verður farið um Dómadal, Landssveit, um Holtin og til Reykjavíkur. Miðaverð: 2.500 krónur fyrir fullorðna og 1.000 krónur fyrir börn 5 til 12 ára. Miðasala: í Valhöll í dag milli kl. 9.00 og 19.00. Ávarp: Davíð Oddsson forsætisráðherra. Mikilvægt: Þátttakendur taki með sér gott nesti fyrir heilan dag og skjólgóðan fatnað. Ferðanefndin. Skrifstofu-, verslunar- og þjónustuhúsnæði Til leigu 60-70 fm húsnæði á götuhæð í miðbænum. Góð staðsetning. Næg bílastæði. Jafnframt gæti verið til sölu í miðbænum 150 fm húsnæði á götuhæð, mjög vel stað- sett. Næg bílastæði. Áhugasamir sendi nafn sitt til afgreiðslu Mbl., merkt: „Miðbær - 801“. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Seyðisfjarðarvegur á Fjarðarheiði Niðurstöður frum- athugunar og úrskurður skipulagsstjóra rfkisins Skipulagsstjóri ríkisins hefur úrskurðað sam- kvæmt lögum nr. 63/1993 um mat á um- hverfisáhrifum. Fallist er á, með skilyrðum, lagningu Seyðisfjarðarvegar um Mjósund á Fjarðarheiði. Úrskurðurinn er byggður á frummatsskýrslu Vegagerðarinnar, umsögn- um og svörum framkvæmdaaðila við þeim. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagi ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulags ríkisins: http://www.islag.is Úrskurð skipulagsstjóra ríkisins má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því að hann er birtur eða kynntur viðkom- andi aðila. Skipulagsstjóri ríkisins. výsingar Hallvcigarstíg 1 • sími 5G1 4330 Dagsferðir 14. júlí 1. Kl. 10.30 Leggjarbrjótur; forn leið á milli Hvalfjarðar og Þing- vallasveitar. Verð kr. 1.400/1.600. 2. Kl. 10.30 Nytjaferð, 4. ferð; Þingvellir. Te- og lækningajurt- um safnaö undir handleiðslu Kolbrúnar grasalæknis. Verð kr. 1.400/1.600. Ath. nýtt fyrirkomulag í dags- ferðum: Miðasala hjá BSI og til- kynnt um brottför inni í sal. Helgarf erð 12.-14. júlí kl. 20.00 Básar. Fjölbreyttar gönguferðir um eina af fegurstu náttúruperlum landsins. Verð kr. 4.900/4.300. Fimmvörðuháls í miðri viku, 17.-18. júlí kl. 8.00. Ein stórfenglegasta gönguleið landsins. Hægt að framlengja dvöl í Básum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.