Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI GUÐMUNDUR EINARSSON Guðmundur Einars- son Klettsbúð, Hellis- sandi er 100 ára í dag, 12. júlí. Guðmundur fæddist í Klettsbúð á Hellis- sandi 12. júlí árið 1896. Hann hóf ungur sjó- mennsku, stundaði sjó- róðra á árabátum fyrir 1920 með Ólafi Jóhann- essyni og var til sjós eftir að vélbátarnir komu til sögunnar, fyrst með Siguijóni Kristjónssyni og Hirti Jónssyni. Guðmundur fór fyrst að heiman 1920 er hann réði sig á kútterinn Segul frá Reykjavík. Var hann þar tvær vertíðir. Hann vann til sjós og lands suður með sjó, í Hafnarfirði og Siglufirði. Guðmund- ur sneri svo aftur heim á Sand. Þar tók hann virkan þátt í verkalýðsbar- áttunni fyrir 1930 og var m.a. for- maður verkalýðsfélagsins á Hellis- sandi í 2 ár. Stærstan hluta starfsævinnar stundaði Guðmundur fiskvinnu. Þó starfaði hann við Lóranstöðina á Gufuskálum 1961-1973. Á borgarafundi á Hellissandi 1946 bar Guðmundur upp tillögu um stofn- un sparisjóðs á staðn- um. Tillagan var sam- þykkt og var Guðmund- ur í stjóm Sparisjóðs Hellissands í 25 ár. Guðmundur er bók- hneigður. Hann er hag- yrðingur góður og hef- ur gjarnan svarað fyrir sig með hnyttinni stöku. Gmnnt er á kímninni og hefur hann ávallt verið til í „smá- hrekki“. Foreldrar Guðmund- ar voru Einar Hákonar- son frá Hellu á Hellis- sandi og Jónína Sigfríð- ur Jónsdóttir frá Haga á Barða- strönd. Guðmundur lifir systkini sín öll en þau vom Hákon, Guðrún, Snæbjörn, Þórunn, Anna og Einar. Guðmundur hélt heimili í Kletts- búð með móður sinni þar til hún lést eftir langvarandi veikindi árið 1946. Eftir andlát hennar hélt hann heimili með Snæbimi bróður sínum til 1977. Guðmundur býr nú á Hrafnistu í Reykjavík. Hugur hans reikar gjarn- an vestur og hefur hann, af miklum áhuga, fylgst með atvinnu- og mannlífinu þar. Hrafnhildur Óskarsdóttir. IHA PPDRÆTTI ae p% Vinningaskrá 10. útdráttur 11. júlí 1996 Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 47922 Kr. 100.000 4103 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 12748 58027 74881 Ferðavinningar Kr, 50,000 í ír. 100.000 (tvöfaldu rj 3178 9229 12248 17991 47048 54131 7198 11005 15294 24546 48014 54173 Húsbúnaðarvinningar 93 13374 20705 31552 40948 50898 61806 69894 141 13440 21252 31989 41211 51810 61980 70183 324 13680 21626 32326 41407 51910 62216 70641 539 13766 22482 32341 41457 52451 62293 71160 900 14163 22589 32586 42335 52715 62603 71730 1043 14419 22645 32776 42466 52992 62817 71813 1832 15295 22972 33371 42614 53679 62849 71974 1953 16174 23081 33842 42657 54277 63256 72283 2305 16469 23355 34281 42800 54458 63366 72607 2634 16580 23837 34439 43060 55757 64005 72948 2891 16794 24012 34584 43731 56147 64157 73004 2917 16849 24981 34778 44425 56219 64495 73243 3551 17196 25072 35557 44494 56240 64657 73845 3936 17285 25270 36248 44545 56252 64777 74400 3962 17372 25314 36719 45516 56411 65148 75408 5248 17462 25625 37191 45566 56632 65298 75603 5686 18466 26107 37260 46549 56761 65367 76021 5771 18763 26451 37533 46626 56794 65896 76092 6206 18872 26665 37542 47424 56914 66027 76822 6267 18952 26851 37750 47611 57160 66182 76936 7726 19055 26993 38036 47679 57164 66191 77049 8242 19346 27435 38400 48185 57516 66307 77655 8816 19569 28050 38634 48552 57533 66744 78234 9392 19628 28778 38751 48632 58651 67531 79017 10727 19657 29110 39043 48663 59347 67903 79368 11218 19761 29137 39876 48832 59429 68557 79633 11877 20104 29573 40075 48964 60273 69345 79835 12201 20151 30803 40531 49397 60399 69359 79985 12458 20229 30928 40616 50033 61298 69604 13044 20463 31226 40931 50628 61312 69665 HcímHsíða á íntcmeti - http://www.itn.is/dns/ IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is ÞakkirtilITR MIG LANGAR að þakka íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur fyrir að starf- rækja brúðubílinn. Ungir jafnt sem aldnir hafa gam- an af brúðubílnum ogþetta er þakkarvert framtak. Edda Gæludýr Kettlingur EINLITUR dökkur kettl- ingur, u.þ.b. þriggja mán- aða, er í óskilum í Smá- íbúðahverfi. Upplýsingar í síma 553-5796. Páfagaukur fannst BLÁR gára-páfagaukur með grænni slikju á bringu og svartdeplóttan gulan kraga fannst við Árbæjar- laug sl. þriðjudag. Kannist einhver við fuglinn er hann beðinn að hringja í síma 552-0815 eftir kl. 17. Hvolpar þurfa heimili MJÖG fallega, sex vikna gamla hvolpa vantar fyrir- myndarheimili. Þeir eru af íslenskum ættum. Uppl. í síma 553-4532. Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GLERAUGU í gylltri, mattri, þunnri umgjörð af gerðinni Oliver’s people töpuðust í Reykjavík um miðjan maí. Brúin yfir nef- ið gæti litið út eins og fuglsvængur og á þeim voru festingar fyrir sólgler utan yfir sjónglerin. Sölu- kona tapaðist þessum gler- augum þannig að þau gætu hafa týnst í einhverri verslun eða söluturni. hafi einhver fundið gleraugun er hann beðinn að hringja í síma 587-3949 eða vinnu- síma 587-1038. Föt í IKEA-poka STÓR poki merktur IKEA, fullur af fatnaði og skóm, var skiiinn eftir á verönd við Byggðarenda fyrir nokkru. Sá sem á pokann getur vitjað hans í síma 568-6706. Hálsmen týndist HÁLSMEN í svörtu ieður- bandi, með sporöskjulaga járnplötu og ör sem vísar upp týndist í miðbænum á 17. júní. Aftan á jámplöt- unni stendur „Warrior". Finnandi vinsamlegast hringi í síma 551-8575. Skjalatösku sárt saknað EF einhver hefur orðið var við svarta skjalatösku sem í eru gömul sendibréf og ættfræðipappírar er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa sam- band við Dóru í síma 551-3160. Á fimmtudegin- um fyrir hvltasunnuhelg- ina var brotist inn í íbúð á Frakkastíg og þar var tek- ið sjónvarpstæki og um- rædd taska. Þar sem engin „verðmæti" voru í tösk- unni gæti verið að henni hefði verið fleygt einhvers staðar. Eigandi saknar innihalds töskunnar sárt og er fólk því beðið að láta vita ef taskan finnst. SKÁK IJmsjón Margeir Pétursson STÖÐUMYND Svartur Ieikur og vinnur STAÐAN kom upp á alþjóð- legu móti í Malmö í Svíþjóð í júní í viðureign tveggja alþjóðlegra meistara. J. Agrest (2.485), Rússlandi, hafði hvítt, en Svíinn Johan Hellsten (2.475) var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 40. Hcl-el? í erfiðri stöðu. 40. — Bxh3! 41. gxh3 — Hf3 42. He3 - Hxf2+ 43. Kxf2 - Df5 44. a3 - Kh7 45. Rd3 — Ha8 og svartur vann örugglega á liðs- muninum. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Kortsnoj 7'A v., 2. Miles 6 ‘A v. 3. Curt Hansen 6 v., 4. Pia Cramling 4‘/2 v., 5. Bellon, Spáni 4 v. 6—8. Agrest, Hellst- en og Jonny Hector 3'/2 v., 9—10. Bator og Ziegler 3 v. Kortsnoj var mjög sigursæll í Norður- landaför sinni. Eftir þetta hélt hann beint yfir Eyrarsund til Kaupmannahafnar og sigraði á stóra opna mótinu þar. Víkverji skrifar... GAMAN er að ferðast um eigið land og ótalmargt sem at- hyglivert er að skoða í rólegheitum. Gefa meiri gaum en tími er oft til í amstri dagsins. Víkveiji ferðaðist um Austurland á dögunum og þrátt fyrir að veðrið væri ekki jafngott og Austfírðingar eiga oft að venjast á þessum árs- tíma var greinilega sól í sinni heimamanna og gesta þeirra. Vík- veiji var ákveðinn að njóta dvalar- innar og þykka vetrarpeysan og regnstakkurinn komu í góðar þarf- ir. Hann mundi það gamla heilræði að á stundum sem þessum væri lykilatriði að láta veðrið ekki fara í skapið á sér. Víða er ákaflega fallegt fyrir austan. Egilsstaðir eru t.d. mjög fallegur bær og næsta nágrenni hans einnig. Nægir þar að nefna Hallormsstað og raunar Fljótsdal- inn allan, sem Víkveija finnst ætíð jafn-glæsileg sveit. xxx TVENNT finnst Víkveija ástæða til að nefna sérstak- lega varðandi Egilsstaði; nýja sund- laug og Minjasafn Austurlands sem komið er í nýtt og glæsilegt hús- næði. Laugin er afar góð, bæði til sunds og leikja og sérlega gaman var að heimsækja safnið. Hæst ber etv. beinin sem fundust í kumlinu austur þar á síðastliðnum vetri en margt annað forvitnilegra hluta er að finna á safninu, sem er mjög vel skipulagt, skemmtilega upp sett og skilmerkilega merkt. xxx MJÓIFJÖRÐUR er eftirminni- legur staður en varla mjög fjölfarinn. Vegurinn þangað benti að minnsta kosti ekki til þess! En fjörðurinn er fallegur, og þangað var gaman að koma. Líka að heim- sækja Seyðisfjörð; þar er mjög snyrtilegt og greinilega mikið lagt upp úr að hafa bæinn hreinan. Enda eins gott: fyrstu spor fjöl- margra útlendinga hérlendis eru einmitt stigin í bænum, eftir að feijan Norræna leggur að landi. xxx ALSVERT er af hjólreiðafólki á vegunum. Víkveiji hitti einn íslenskan fyrir austan, sem sagðist hafa verið í um það bil mánuð í hjóltúr um landið. Áðspurður kvaðst hann engan landa hafa hitt sem ferðaðist á sama máta enda væri hann ávallt ávarpaður á þýsku þeg- ar aðrir hjólreiðagarpar mættu hon- um. Langflestir sem ferðuðust með þessum hætti um landið væru Þjóð- veijar og Austurríkismenn, og íjóð- veijar teldu sig hreinlega „eiga“ þennan ferðamáta hérlendis. xxx LÍTILRÆÐI sem vert er að benda ferðafólki á er skúr við veginn út Hérað skammt utan Eg- ilsstaða, nokkurn veginn á mótum Eiðaþinghár og Hjaltastaðaþing- hár. Þar dvaldi Jóhannes S. Kjarval eitthvað á hveiju sumri á árunum 1948-1968; hafði þar bækistöð er hann vann að listsköpun sinni í grenndinni. Skúrinn er merktur þannig að hann ætti ekki að fara fram hjá neinum. Og fjallasýnin er fögur þannig að ekki þarf að undra að Kjarval hafi dvalið þarna. xxx PETRA Sveinsdóttir á Stöðvar- firði er kona sem líklega hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu, en gaman var að heimsækja. Hún hef- ur í áratugi safnað steinum, aðal- lega á Austurlandi, og komið fyrir glæsilegu safni á heimili sínu. Safni hennar verður vart með orðum lýst en berlega kom í ljós eftir að hafa gengið um hús hennar og garð að gijót er ekki bara gijót. Óhætt er að hvetja alla sem eiga leið um að láta ekki hjá líða að sækja Petru heim, þar er margt sem kemur á óvart og eflaust margir sem verða hissa að sjá hvers konar dýrgripir leynast í íslenskri náttúru. EGAR sunnar dregur er líka margt að sjá; fjöllin og foss- ana og jöklana, klettadrangana og eyjarnar. Talsvert var af fólki víð- ast hvar sem Víkveiji stoppaði, hvort sem það var í Almannaskarði - þar sem sér yfir Höfn í Horna- firði og jöklana - við Jökulsárlón, í Skaftafelli, við Reynisdranga og Dyrhólaey, _ Skógafoss eða Selja- landsfoss. Útlendingar voru greini- lega í meirihluta og þeir sem Vík- veiji ræddi við voru stórhrifnir og sumir höfðu verið á ferðinni á þess- um slóðum áður. Enda er ísland glæsilegur staður, en jafnframt við- kvæmur og því mikilvægt að gæta hans og fara vel með. Um það sann- færðist Víkveiji enn einu sinni í þessari ferð. xxx KUNNINGI Víkveija, mikill KR-ingur, hefur oft verið orð- inn heldur framlágur á þessum árs- tíma síðasta áratuginn eftir mikla hamingjutíð að vori og fram á mitt sumar. Nú iðar hann hins vegar í skinninu af spenningi yfir því hvort „hans menn“ ná að halda sínu striki og verða íslandsmeistarar í knatt- spyrnu karla í fyrsta skipti frá 1968, og hefur í fyrsta skipti í lang- an tíma trú á því fyrir alvöru að það geti gerst. Víst er að KR-liðið hefur leikið mjög vel í sumar - best allra liða í 1. deild í sumar að mati margra og m.a. þriggja þjálfara í deildinni sem rætt var við í blaðinu í gær. Þeir bentu hins vegar á að ekki mætti afskrifa Islandsmeistara Skagamanna sem eru í efsta sæti eins og er þrátt fyrir að hafa ekki leikið eins vel og oft áður. Það er því skemmtileg tilviljun að í síðustu umferð íslandsmótsins í ár mætast ÍA og KR á Akranesi. Þar gæti orðið fjörugt ef svo fer sem horfir og einvígi liðanna um meistaratitil- inn heldur áfram!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.