Morgunblaðið - 13.07.1996, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.07.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 5 AUGLÝSING Budweiser-um- boðsins í Morgunblaðinu í fyrradag. * Afengisvarnaráð Auglýsing- ar „á mörk- unum“ ÁFENGISVARNARÁÐ hefur að undanförnu sent fyrirspurnir til lög- fræðinga heilbrigðisráðuneytisins um það hvort auglýsingar frá fram- leiðendum og umboðsmönnum áfengs öls standist lög um bann við áfengisauglýsingum. I auglýsingun- um er bjór ekki nefndur, heldur rætt um vöruna undir rós. Síðasta auglýsingin, sem áfengis- varnaráð sendi fyrirspurn um til heil- brigðisráðuneytisins, er frá Budweis- er-umboðinu og birtist í Morgunblað- inu í fyrradag. Jón K. Guðbergsson, fulltrúi hjá ráðinu, 'segir að ekki hafi borizt svör frá ráðuneytinu vegna fyrri auglýsinga. „Mér virðist að þessar auglýsingar séu á mörkunum. Við viljum fyrst og fremst geta svarað almenningi, sem til okkar leitar, og viljum frá svör frá þeim, sem lögin setja og eiga að kunna þau, um það hvar auglýsing af þessu tagi stendur," segir Jón. Ibúar í nágrenni Efstaleitis senda mótmæli við byggingaráf ormum Vilja grænt útivistarsvæði í stað fjögurra stórhýsa ÍBÚAR við Hvassaleiti, Miðleiti, Neðstaleiti og Ofanleiti hafa skorað á borgaryfirvöld að hætta við fyrir- huguð áform um að byggja heilsu- gæslustöð og þrjú önnur stórhýsi við Efstaleiti 3, 5, 7 og 9. Þess í stað verði þar komið upp vistvænu grænu útivistarsvæði. í erindi íbúanna til borgaryfirvalda er lýst áhyggjum yfir aukinni umferð sem óhjákvæmilega fylgi starfsemi þeirra aðila sem fengið hafa vilyrði fyrir byggingu húsanna. Umferðarteppa fyrir stórhátíðar í bréfi til byggingarfulltrúa er bent á að umferð um Listabraut og Efstaleiti valdi nú þegar miklum umferðarhávaða og mengun íbúum hverfisins til ama og óþæginda við að komast til og frá heimilum sínum. Þá segir: „Þá er ástæða til að benda á að þegar stórhátíðir fara í hönd myndast oft miklar umferðarteppur á þessu svæði sem afmarkast af Kringlumýrarbraut, Miklubraut, Háa- leitisbraut og Bústaðavegi. Þijár stór- ar verslunar- og þjónustumiðstöðvar eru á svæðinu, Kringlan, Borgar- kringlan og Austurver, og fylgir þeim öllum mikill umferðarþungi í íbúðar- hverfinu. Þá er ótalin önnur umfangs- mikil starfsemi svo sem Verslunar- skólinn, Borgarleikhúsið og Ríkisút- varpið og einnig er fyrirhugað kvik- myndahús í hverfinu. Gatnamót Listabrautar og Efstaleitis eru mjög þröng og við teljum að það liggi í Morgunblaðið/Golli FYRIRHUGAÐ byggingarsvæði afmarkast af Útvarpshúsinu, Efstaleiti, Listabraut og Háaleitisbraut. augum uppi að sú gríðarlega umferð- araukning sem óhjákvæmilega mundi fylgja þeini starfsemi sem yrði í fyrir- huguðum byggingum myndi leiða til óþæginda og slysahættu sem umferð- aryfirvöld hljóta að telja óviðunandi og eru óþolandi fyrir okkur sem búum á þessu svæði.“ Þá er bent á að gatnamót Bústað- arvegar og Efstaleitis hafi reynst bílstjórum erfið vegna lélegrar yfir- sýnar til austurs. Nánast engin leiksvæði Þá segir að nánast engin leik- svæði séu í hverfinu, leikskóli hverf- isins sé við hliðina á Grensáskirkju og eldri börnin sæki Hvassaleitis- skóla og þurfi því oft á dag að fara yfir mjög erfiðar umferðargötur. Oskir íbúanna standi til þess að þar sem fyrirhuguðum byggingum sé ætlaður staður, fái áfram að vera gott útivistarsvæði sem nýtast muni öllum íbúum hverfisins, bæði börnum og eldra fólki sem mikið er af í hverf- inu. I hugum íbúanna hafi fyrirhug- aðar byggingarframkvæmdir ein- göngu miðast við hugsanlega stækk- un útvarpshússins í norður en aldrei að svæðið allt yrði lagt undir bygg- ingar fyrir atvinnurekstur. Erindið hefur verið lagt fram í borgarráði og var vísað til umsagnar borgarskipulags og borgarverkfræð- ings. Héraðsdómur í máli fyrrverandi atvinnuflugmanns Réttindamissir vegna áfengis- sýki staðfestur HÉRAÐSDÓMUR hefur sýknað samgönguráðherra, Flugmálastjórn og formann áfrýjunarnefndar sam- gönguráðuneytis af kröfum fyrrver- andi atvinnuflugmanns. Heilbrigð- isvottorð flugmannsins var aftur- kallað vegna áfengissýki og þar með missti hann flugmannsréttind- in. Maðurinn hélt því m.a. fram fyrir dómi að hann hefði verið látinn sæta þyngri úrlausn en almennt hefði tíðkast um flugmenn í sömu aðstöðu. Því mótmælti Flugmála- stjórn og sagði getsakir einar. Trúnaðarlæknar Flugmálastjórn- ar drógu heilbrigðisvottorð manns- ins til baka í desember árið 1991 vegna ofdrykkju hans. Fyrir dómi kom fram sú viðmiðun trúnaðar- lækna, að þótt maður falli eftir aðra meðferð við áfengissýki sé eðlilegt að gefa honum kost á end- urútgáfu heilbrigðisvottorðs eftir reynslutíma, en falli hann eftir það sýni reynslan að takmarkaðar líkur séu á að honum takist að halda sig varanlega frá áfengisneyslu, þrátt fyrir þriðju meðferðina. Ekkert benti til varanlegs bata Maðurinn skaut ákvörðuninni tveimur árum síðar til áfrýjunar- nefndar samgönguráðuneytisins. Hún komst að þeirri niðurstöðu að hann væri haldinn krónískri áfeng- issýki, sem hefði verið mjög hratt stígandi fram til 1978, en eftir það hafi heildarneysla minnkað mjög mikið, þó svo áhrifin yrðu mjög alvarleg þegar hann neytti áfengis. Sjúkrasaga hans og gangur áfeng- issýkinnar hefði verið með þeim hætti að ekkert benti til þess hð varanlegur bati hefði náðst. Þrátt fyrir þetta taldi nefndin í úrskurði sinum í september 1994 að gefa ætti út heilbrigðisvottorð, en með skilyrðum, því nokkuð ör- uggt væri að maðurinn hefði ekki neytt áfengis frá því í desember 1991. Skilyrðin voru þau, að maður- inn gæti sýnt fram á að hann hefði ekki neytt áfengis á þessum tíma, að hann héldi áfram AA-fundasókn og mætti reglulega í viðtöl hjá meðferðaraðila á sviði áfengissýki og loks að hann mætti á þriggja mánaða fresti til lækna Flugmála- stjórnar og gengist undir blóðrann- sókn sem sýndi ástand lifrar. Uppfyllti ekki skilyrði í dóminum segir að ekki yrði séð af gögnum málsins að maðurinn hefði uppfyllt þessi skilyrði. Þar sem hvorki trúnaðarlæknar Flugmála- stjórnar né áfrýjunarnefndin hefðu metið manninn hæfan til að fá flug- mannsskírteini hefði samgöngu- ráðuneytinu verið óheimilt að breyta þeirri ákvörðun Flugmálastjórnar, að synja um útgáfu skírteinisins. Arngrímur Isberg héraðsdómari kvað upp dóminn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.