Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 11

Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 11 LANDIÐ FJÖLBREYTT hátíðarhöld verða á Þórshöfn á Langanesi helgina 19.-21. júlí í tilefni 150 ára verslunarafmælis. íbúar Þórshafnar og nágrennis minnast þessarar merku sögu í hátíðarhöldunum, sem margir góð- ir gestir munu sækja. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun opna hátíðina, en fulltrúar erlendra sendiráða og þingmenn verða meðal viðstaddra, auk heimamanna og brottfluttra Lang- nesinga. í hátíðarhöldunum koma einnig fram listamenn, sem ættað- ir eru frá Þórshöfn, auk fjölda heimamanna. Opnaðar verða myndlistarsýn- ingar á verkum brottfluttra Lang- nesinga, listamannanna Sveins Björnssonar, Rutar Rebekku Sigur- jónsdóttur og Arnar Karlssonar auk Freyju Önundardóttur. Sýndar verða gamlar ljósmyndir, gamalt og nýtt handverk og minjasýning verður opnuð í samvinnu við Byggðasafnið á Kópaskeri, þar sem gamlir verslunarhættir verða kynntir. M.a. verður boðið upp á tívolí, bryggjuveiði, sjóferðir, skoð- unarferðir. Hátíðin verður formlega sett kl. 13 laugardaginn 20. júlí á útisviði við höfnina, en þar verða m.a. flutt ávörp auk þess sem kór heima- manna syngur, jassveitin Blús- bræður spilar, Súrheyssystur taka lagið og rifjaðar verða upp gamlar stökur frá svæðinu. Eftir útidag- skrána verður boðið til matarveislu við höfnina, þar sem fyrirtæki bjóða gestum að bragða á ýmsum nýjungum í matvælaframleiðslu. Kl. 18 hefst hátíðardagskrá í Félagsheimilinu Þórsveri. Þar koma fram íjölmargir listamenn, sem eiga ættir að rekja til Þórshafnar. Auk þess syngur Samkór Þórshafn- ar í hátíðardagskránni. Gamalt leikrit frumsýnt Þá koma félagar í Leikfélagi Þórshafnar fram og flytja leikritið „Ambrið“ eftir Aðalbjörn Arn- grímsson, en hann var afkastamik- ið leikskáld á Þórshöfn fyrr á öld- inni. Þetta leikrit hefur þó aldrei verið leikið fyrr svo að vitað sé. Stjórnandi hátíðardagskrár er Þór- unn Sigurðardóttir leikstjóri. Þá verður dansleikur við höfnina þar sem stórsveitin Tinan leikur, flugeldasýning og hátíðinni lýkur síðan á sunnudag með flautublástri skipa og báta. Gamla prestsetið á Sauðanesi verður opið sunnudaginn 21. júlí. Aðalsteinn Maríusson hefur að undanförnu unnið að endurbygg- ingu hússins sem er í umsjá Þjóð- minjasafnsins og mun hann sýna það gestum. Gert er ráð fyrir miklum fjölda gesta og eru menn beðnir að huga að gistingu í tíma. Tjaldstæði verður opnað á staðnum og aðrir gisti- möguleikar eru á bændagistingu og á Hótel Jórvík. Framkvæmdastjóri afmælishátíðarinnar er Már Guð- laugsson, auglýsingateiknari, en formaður afmælisnefndar er Freyja Önundardóttir myndlistarmaður. Bj örgunarvestin athuguð Húsavík - Að tillilutan Slysa- varnafélags Islands og fleiri að- ila fór fram á 12 stöðum á land- inu skoðun á björgunarbeltum sem börn eiga og eiga að nota þegar þau eru á bryggjum, sjó eða vötnum. Á Húsavík sá formaður Björg- unarsveitarinnar Garðar, Jón Friðrik Einarsson, um skoðunina og sagðist hann nokkuð ánægður með þátttökuna og ástand belt- anna. Staðið hefur yfir leikjanám- skeið á vegum Völsunga og Húsa- víkurbæjar fyrir börn á aldrinum 5-8 ára undir stjóm Ingólfs Freyssonar. Einn þáttur í nám- skeiðinu var sjóferð á skemmti- siglingabát Amars Sigurðssonar. Klæddi hann alla þátttakendur í björgunarvesti áður en lagt var úr höfn og brýndi fyrir bömum notkun þeirra. Sjóferðin var farin þann dag sem Slysavamarfélagið var að minna á og athuga ástand belta þeirra sem í notkun era. ÖLL björgunarvesti vom vel athuguð áður en lagt var frá landi. Hátíðarhöld vegna 150 ára af- mælis Þórshafnar Morgunblaðið/Egill Egilsson Hreinsað til í kirkjugarði Flateyri - Miklar framkvæmdir eiga sér stað á Flateyri um þess- ar mundir. Ein af þessum fram- kvæmdum er hreinsunarstarf í kirkjugarðinum, en hann varð fyrir miklum skemmdum í flóð- inu. Víða liggja legsteinar og brot úr þeim og múrnum í kring eins og hráviði. Einnig liggja trén á sveig í eina átt og sýna þau ljós- lega stefnu og kraft flóðsins. Krakkarnir í unglingavinn- unni lágu ekki á liði sínu við að slá grasið í kringum leiðin, og um leið að kippa burt hrísl- um og öðru lauslegu. Morgunblaðið/J6n Sigurðsson KRISTINN Ólafsson, ungur veiðimaður, nýbúinn að ianda 2-3 punda sjóbleikju en þetta var jafnframt fyrsti silungurinn sem hann hefur veitt. Með hon- um á niyndinni er áhugasainur veiðimaður, Hjalti Jónsson. Blönduós Rífandi silungs- veiði í sjónum Blönduósi - Að undanförnu hafa ungir sem aldnir farið með veiði- stöngina sína niður í fjöru fyrir neðan hafnarvogina og fengið fal- legan silung. Um er að ræða sjó- bleikju frá tveimur pundum allt upp í 6 pund. Töluverðar umræður hafa verið manna á milli að undanförnu um það hvort þessar veiðar séu leyfileg- ar vegna nálægðar við laxveiðiána Blöndu. Að sögn lögregluyfirvalda á Blönduósi eru veiðar á stöng heimilar allt að 250 metrum frá ósi árinnar þannig að þeir sem þarna eru að veiðum hafa lögin sín megin. FASTEIGN Efí FfíAMTID FASTEIGNA Suðurlandsbraut 12, 108 Reykjavík, fax 568 7072 MIÐLUN Selvogsgata 21 — Hf. v. Hamarinn 5 herb. 112 fm efri sérhæð auk rislofts í þríb. ásamt 35 fm bílskúr. Ibúðin er meðal annars 2 stofur og 3 svefnherb. Verð 7,8 millj. Áhv. 1,1 millj. byggsj. Gott mál. Espigerði 2 — „penthouse" Opið hús frá kl. 14 — 16 Nk. laugardag tekur Ruth á móti ykkur og sýnir íbúðina sem er falleg og björt 5 herb. íbúð á 8. og 9. hæð í mjög eftir sóttu lyftuhúsi rétt við Borgarspítalann. Tvennar svalir. Stór kostlegt útsýni. íbúðin er laus. 5521150-5521370 Til sýnis og sölu - meðal annarra eigna: Innst við Kleppsveg - gott verð Góð, sólrík 3ja herb. íb. á 1. hæð, 80,6 fm, í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Parket. Rúmg. geymsla í kj. Stór ræktuð lóð. Laus strax. Nýleg suðuríb. - lækkað verð Glæsil. 3ja herb. íb. 82,8 fm við Víkurás á 3. hæð. Sólsvalir. Parket. 40 ára húsnlán kr. 2,5 millj. Útsýni. Laus fljótl. Einstaklingsíb. - öll eins og ný í gamla góða austurbænum nýendurbyggð lítil 2ja herb. íb. á 1. hæð á vinsælum stað. Sérinng. Langtlán kr. 3,0 millj. Tilboð óskast. Á besta stað við Dalsel Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð rúmir 100 fm. Gott bílhýsi. Öll sam- eign eins og ný. Vinsaml. leitið nánari uppl. Á vinsælum stað í vesturbænum Sólrík einstaklib. v. Meistaravelli. Laus fljótl. Mjög gott verð. Smáíbúðahverfi - Fossvogur - nágr. Leitum að 3ja-4ra herb. íb. Má þarfn. endurbóta. Traustur kaupandi. • • • Opið í dag kl. 10-14. Einbhús á einni hæð 100-150 fm óskast í Kópavogi. ALMEIMIMA FflSTEIGNASALAN UII6IVEBI1B S. 552 1150-552 1371

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.