Morgunblaðið - 13.07.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 15
ERLENT
Sprengjutilræðin í Moskvu
Aðgerðir gegn
aðfluttum
Kákasusbúum
Moskvu. Reuter.
EKKERT er vitað með vissu um það
hveijir stóðu að baki tilræðunum í
Moskvu í gær og fyrradag en einn
fórst í gær og tugir manna slösuð-
ust. „Við erum að kljást við skipu-
lögð og samræmd hryðjuverk," sagði
Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu,
er hann heimsótti tilræðisstaðinn á
Prospekt Míra-götunni, sem er í
norðausturhluta Moskvu.
Borgarstjórinn sagði að tvær
skýringar væru líklegastar á því
hvetjir væru að verki. Annaðhvort
væri um að ræða flugumenn Tsjetsj-
ena en hart er barist í Kákasushérað-
inu þessa dagana, eða tilræðismenn
á vegum glæpasamtaka sem væru
að svara áætlunum stjórnvalda um
herferð gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi. Verður áætlunin undir
stjórn Alexanders Lebeds, hins nýja
yfirmanns öryggisráðs iandsins og
þykir ljóst að tilræðin séu ógnun við
völd hans.
„Við ætlum að iosa Moskvu við
heimilislausa flækinga og einnig þá
einstaklinga sem við álítum hættu-
lega“, sagði Lúzhkov. Itar-Tass-
fréttastofan sagði að ljóst væri af
ummælum borgarstjórans að gripa
ætti til aðgerða gegn „gestum frá
suðri“ en þetta orðalag er oft notað
um Tsjetsjena og annað fólk frá
héruðunum í norðurhluta Kákasus
sem sest hafa að í höfuðborginni.
Margir Rússar kenna Tsjetsjenum
um giæpafárið í borgunum en nokk-
ur af öflugustu samtökum glæpa-
manna í Rússlandi eru undir stjórn
Tsjetsjena.
Aðrir embættismenn iögðu
áherslu á að ekki væru neinar traust-
ar vísbendingar um þátt Tsjetsjena
í tilræðunum en talsmenn aðskilnað-
arsinna í Tsjetsjníju hafa oft hótað
að beita sprengjutilræðum gegn
rússneskum almenningi. Fjórir létust
í tilræði í jarðlest í Moskvu 11. júní
og margir særðust en ekki er vitað
hveijir stóðu að baki.
Sergej Gontsjarov, sem er sér-
fræðingur í baráttu gegn hryðju-
verkum, varaði menn við því að of-
túlka það sem gerst hefði. Hann
sagði útilokað að fullyrða nokkuð
um það hvort þjálfaðir hryðjuverka-
menn hefðu verið að verki. „Miðað
við þær upplýsingar sem við höfum
fengið var þetta sprengja af hefð-
bundinni gerð sem sérfræðingur í
flugeldum hefði getað búið til án
mikillar kunnáttu". Gontsjarov sagð-
ist efast um að aukinn viðbúnaður
myndi hafa mikil áhrif, nær ómögu-
legt væri að veita fullkomna vernd
fyrir þeim sem einbeittu sér að því
að valda ótta og glundroða í borg-
inni.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti kynnir nýjan yfirmann öryggislög-
reglunnar, Níkolaj Kovaljov (t.v.), á blaðamannafundi í gær. For-
setinn sagði að grípa yrði til harkalegri aðgerða gegn hryðjuverk-
um í Moskvu. Til hægri er Alexander Lebed, yfirmaður öryggis-
ráðsins, en hann stjórnar herferð gegpi giæpum og spillingu.
27 bjargað á
Ermarsundi
London. Reuter.
TUTTUGU og sjö sjómönnum, flest-
um indverskum, var bjargað heilum
á húfí þegar eldur kom upp í flutn-
ingaskipi á Ermarsundi í gær.
Einn áhafnarmeðlimanna var
fluttur á sjúkrahús vegna minnihátt-
ar meiðsla, að sögn strandgæslu á
Suður-Englandi.
í áhöfn voru 24 Indveijar, tveir
Úkraínumenn og einn maður frá
Búrma. Þeir fóru í björgunarbáta
þegar eldurinn kom upp, skömmu
eftir miðnætti. Þeim var bjargað um
borð í fiskiskip.
Flutningaskipið var skráð á Kýp-
ur, og flutti kopar og gámavaming.
Eldur logaði enn í skipinu í gærmorg-
un, en þrír dráttarbátar voru á staðn-
um, einn þeirra búinn slökkvibúnaði.
Mandela segir óþarft
að rifja upp fyrri orð
London. Rcuter.
NELSON MANDELA, forseti Suð-
ur-Afríku, hefur fyrirgefið margt
um dagana, og í gær bætti hann
um betur, og átti fund með Marg-
aret Thatcher, fyrrum forsætisráð-
herra Bretlands, en hún sagði einu
sinni að Mandela væri félagi í „dæ-
migerðum hryðjuverkasamtök-
um.“
Þegar Mandela var fyrr í vik-
unni inntur álits á þessum orðum
Thatchers sagði hann óþarft að
rifja þau upp.
Mandela bauð Thatcher til
Buckinghamhallar, þar sem forset-
inn dvelur nú í boði drottningar, á
meðan hann er í opinberri heim-
sókn í Bretlandi. Ræddu þau sam-
an í um 20 mínútur, að sögn tals-
manns Thatcher.
Thatcher var harðlega gagnrýnd
á níunda áratugnum þegar hún
neitaði að styðja alþjóðlegar að-
gerðir sem miðuðu að því að refsa
þáverandi stjórn Suður-Afríku fyr-
ir aðskilnaðarstefnuna og fyrir að
halda Mandela í fangelsi, þar sem
hann sat í 27 ár.
Sjálf gagnrýndi Thatcher flokk
Mandela, Afríska þjóðarráðið
(ANC), þegar flokkurinn var bann-
aður og háði „vopnaða baráttu“
gegn aðskilnaðarstefnu stjóm-
valda. „ANC er dæmigerð hryðju-
verkasamtök ... Þeir sem halda að
þau muni einhverntíma verða við
stjórnvölinn í Suður-Afríku em
geggjaðir," sagði Thatcher 1987.
Thatcher var viðstödd þegar
Mandela ávarpaði breska þingið í
fyrradag. I endurminningum sín-
um, sem gefnar voru út 1993, seg-
ir Thatcher um Mandela að hann
hafi sannarlega mannlega fram-
komu.
Angist
afkom-
endanna
FÓLKIÐ erfir frægðina sem býr í
nafninu og virðist hafa allt sem
hugurinn gæti girnst; lífið virðist
leika við það. En það sem lítur út
eins og partí í paradís reynist oft
vera efni í harmleik.
Amschel Rothschild, sem var 41
árs stjórnarformaður eignarhalds-
félags Rauðskjöldunga og langa-
langa-langafabarn Nathans Meyers
Rothschilds, sem árið 1804 stofnaði
í London banka sem enn ber nafn
hans, hengdi sig á hótelherbergi í
París á mánudaginn.
Fyrir tæplega hálfum mánuði
lést Margaux Hemingway, afadóttir
Ernests, höfundar Vopnanna
kvaddra og fleiri bóka sem gerðu
hann heimsfrægan. Hún var líka
41 árs, og lést á heimili sínu í
Bandaríkjunum, 35 árum eftir að
afi hennar skaut sig. Það er ekki
alveg á hreinu hvort hún hafði neytt
of mikils magns af lyfjum eða
áfengi, en útlit er fyrir að svo hafi
ekki verið. Hún hafði byrjað að
drekka eftir að fyrirsætuferillinn,
sem hófst með glæsibrag þegar hún
var barnung, virtist með öllu farinn
í vaskinn.
Hún átti við alkóhólisma að etja
og átvanda, og vinir hennar sögðu
hana hafa verið orðna þunglynda
vegna þess að leiklistarferill varð
að engu. Hún fór í meðferð á Betty
Ford-heimilinu í Kaliforníu og
hjónaböndin tvö enduðu bæði með
skilnaði.
Þung arfleifð
Afkomendur fræga fólksins eru
fyrst og fremst undir álagi vegna
þess að þeir þurfa að standa undir
arfleifð áa sinna. Undir stanslausu
eftirliti fjölmiðlunga reynir fólkið
að fylla út í ættamöfnin sem það
MARGAUX HEMINGWAY ásamt ömmu sinni og eldri systur,
Joan. Afinn frægi, Ernest, stendur að baki fjölskyldunni.
Angist virðist vera orðin
svo algeng meðal af-
komenda fræga fólksins
og þeirra vellauðugu, að
talað er um sérstök
„paradísar-einkenni. “
ber, og slíkt reynist oft erfitt.
Bandaríski leikarinn Paul New-
man missti elsta son sinn 1978 eft-
ir að strákurinn hafði borðað of
margar pillur og drukkið of mikið
áfengi. Mörgum árum seinna lét
Newman þau orð falla að það væru
um það bil „180 þúsund gallar á
því að eiga mig að föður. Sá stærsti
er, að það er alltaf vottur af sam-
keppni milli barnanna og foreldr-
anna.“
Margmilljónamæringurinn
Christina Onassis, dóttir gríska
skipakóngsins Aristótelesar, giftist
og skildi fjórum sinnum á 16 árum,
þjáðist af offitu og dó af völdum
vökva í lungum þegar hún var 37
ára.
Marlon Brando, leikarinn frægi,
gaf syni sínum, Christian, heila
eyðieyju til þess að leika sér á. En
leikurinn var fljótt úti, þegar sonur-
inn var dæmdur í 10 ára fangelsi
fyrir að myrða kærasta hálfsystur
sinnar, Cheyenne. Segir sagan, að
kærastinn hafi misþyrmt Cheyenne,
og hún jók enn á raunir íjölskyld-
unnar með því að hengja sig.
Nýrnasteinn og lijartaáfall
í síðasta mánuði sagði tónlistar-
maðurinn Dave Stewart, sem ásamt
Annie Lennox stofnaði Eurythmics,
að fjárfúlgurnar hefðu ekki gert
hann hamingjusaman. Reyndar
væri það vegna peninganna að hann
væri orðinn ímyndunarveikur. í fyr-
irlestri sem Stewart kallaði Paradís-
ar-einkennin, rifjaði hann upp
ímyndaðan nýrnastein í Bankok,
sem varð til þess að botnlanginn
var tekinn úr honum, og hjarta-
áfall í New York, sem reyndist vera
vöðvatognun af völdum ofreynslu
við tennisiðkan.
Septembertilboð
til Benidorm
24. september
25 dagar
frá kr. 45.532
Takmarkað sætamagn — bókaðu strax
Nú bjóðum við glæsilegt tilboð til
Benidorm þann 24. sept. í 25 daga
á ótrúlegu til boðsverði þar sem þú
getur notið yndislegra daga í
yndislegu veðri og tryggrar þjón-
ustu fararstjóra Heimsferða á meðan
á dvöl þinni stendur. Beint flug til
Alicante þann 24. september og í
boði.eru afbragðsgóðir gististaðir,
allir með íbúðum með einu svefn-
herbergi, stoíu, eldhúsi, baði og
svölum. Móttaka, veitingastaðir
og verslun er einnig í hótelinu.
Bókaðu meðan enn er laust.
45.532
íslenskur hjúkrunarfræðingur
með í ferðinni.
Verð kr.
m.v. hjón með 2 börn,
2-1 I ára, El Faro, 24. sept.
59.960
ISFE RÐIRJ
Verð kr.
M.v. 2 I íbúð, 24. sept, El Faro.
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.