Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 20

Morgunblaðið - 13.07.1996, Side 20
20 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Nútímalegar aðferðir við rannsóknir og útreikn- inga á eðli snjóflóða ÞEGAR menn vilja reyna að skilja umhverfí sitt er nauðsynlegt að byija á því að skilgreina og flokka þau fyrirbæri sem við viljum fást við. Til að skilja eðli og segja fyrir um atburði eins og snjóflóð er heppilegt að nota líkön, sem byggjast á lögmálum eðlisfræðinn- ar. Snjóflóðalíkön stjórnast af mörg- um þáttum (grunnbreytum), sem fléttast saman í líkingu eða jöfnu, sem stýrir skriðlengd, stærð ogtíðni flóðsins á hveijum stað. Hver grunnbreyta fyrir sig lýtur líkinda- dreifingu, sem hægt er að nálgast með aðferðum tölfræðinnar. Snjóflóð eru að þessu leyti hlið- stæð mörgum öðrum fyrirbærum. Hér má t.d. nefna mannvirki sem verða fyrir áraun af völdum náttúr- unnar. Hvernig verður skipu- lagi best háttað? Hingað til hafa menn notast að mestu við staðla þegar mannvirki eru skipulögð og hönnuð. Notkun staðla leiðir þó sjaldan til hagkvæm- ustu niðurstöðu. Þess vegna eru þeir ófullkomin hjálpartæki við skipulagningu og hönnun mann- virkja. Tölvutækni nútímans hefur gert kleift að sameina eðlisfræði, iík- indafræði og tölfræði og hanna mannvirki á hagkvæmari hátt en hægt er að gera með hefðbundnum stöðlum. Við getum því velt eftirfar- andi spurningu fyrir okkur: „Er hægt að nota hliðstæðar aðferðir og þær sem nota má við hönnun mannvirkja til að skoða tíðni og stærð snjóflóða?" Viðunandi áhætta og mat á henni Áður en við svörum ofangreindri spurningu er rétt að skoða eftirfar- andi atriði. Þjóðfélagið gerir meiri kröfur til öryggis gegn snjóflóðavá og öryggis vegna brots á burðar- virkjum en t.d öryggis í umferð- inni. Öryggi okkar í umferðinni er fyrirbæri sem við getum haft áhrif á og við tökum jafnframt ákvörðun um að taka þátt í henni, t.d. með því að aka bifreið. Þetta hefur ver- ið kölluð virk áhætta. Öðru máli er taiið gegna um hættuna t.d af snjóflóðum, þar er fólk algjörlega varnarlaust ef snjóflóð fellur á heimili þeirra eða vinnustað. Menn hafa kallað þetta óvirka áhættu. Eðlilegt má því telja að gera þá kröfu að öryggi gagnvart snjó- flóðavá verði aldrei minna en hin almenna krafa um öryggi gegn hruni mannvirkja. Hermilíkön í stað hefðbundinna aðferða Það má fullyrða að hefðbundin tölfræði bregðist að nokkru leyti við ákvörðun á mörkum öruggra og hættulegra svæða með tilliti til Snjóflóðalíkön stjórnast af mörgnm þáttum sem fléttast saman í líkingu eða jöfnu, segir Björg- vin Víglundsson, og þær stýra skriðlengd, stærð o g tíðni flóðs á hverjum stað. snjóflóða. Hægt er að orða þetta þannig að það er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um tíðni fátíðra atburða vegna þess að upplýs- ingarnar sem við höfum um slíka atburði eru af skornum skammti. Til þess að fá sem gleggsta mynd af snjóflóðahættu er því skynsam- legt að gera hermilíkön sem keyra má í tölvu. Slík hermilíkön myndu innihalda allar tölfræðilegar upplýs- ingar, sem til væru um grunnbreyt- ur snjólóðalíkana, og hugsanlegra vamarvirkja. Fyrrgreind hermilíkön væru svipuð að gerð og þau sem nota má við hönnun mannvirkja. Svarið við spurningunni hér að ofan er því jákvætt. Það er þó rétt að benda á þá staðreynd að líkön sem lýsa eiga rennsli og hegðun snjóflóða eru því miður ófullkomin enn sem komið er. Nú hlýtur spurning að vakna um ISLENSKT MAL EINS og kallað kemur bréf um mál sem umsjónarmaður ætlaði að fjalla um og ærið efni er til: „Kæri Gísli! Undarleg skepna þjóðfélagið og tvíhöfða að auki, þ.s. menn eru ýmist „úti í þjóðfélaginu" að sögn mælenda sem þá eru væntanlega sjálfír inni í þjóðfé- laginu. Eru menn búnir að missa til- finninguna fyrir málinu? Fólk ræðir hin margvíslegustu mál, jafnvel sín á milli án allrar hjálp- ar þursins þjóðfélags. Að auki setja þeir, sem mæla til þeirra sem úti í þjóðfélaginu eru, sig á háan hest og tala niður til fólks- ins „innan úr þjóðfélaginu“. Reymum að kveða tvíhöfða skepnuna — þjóðfélagið — niður og öll orð af svipuðum toga, sem ekkert þýða. Valeas, floreas, creseas. Skilríkir menn.“ Umsjónarmaður þakkar Skil- ríkum mönnum þessa ádrepu og vildi sjálfur skrifað hafa. Honum hefur fundist raunalega algengt að ritstjórar, alþingismenn og verkalýðsleiðtogar staglist á tuggunni „úti í þjóðfélaginu“. Latínan í bréfi Skilríkra manna er í óskhætti (optativo) sem er undirgrein í viðtenging- arhætti (coniunctivo) og felur þarna í sér ósk um eflingu og velfarnað hvers konar. ★ í skemmtilegu bréfi frá Sigur- steini Hersveinssyni í Reykjavík er með öðru þessi spurning: Er orðið „sjálfbær" ekki nýtt í mál- inu?“ (Sjá þátt nr. 853). Umsjónarmaður fer nokkrar Umsjónarmaður Gísli Jónsson 857. þáttur krókaleiðir til þess að svara þessari spurningu. í Ensk- íslenskri orðabók Arnar og Örlygs stendur: „sustained yield“... (í skógarhöggi, fiskveið- um o.þ.u.I.) varanlegur afrakst- ur sem er í samræmi við end- urnýjun auðlindarinnar.“ Orðið sustainable er hins vegar ekki í bókinni. Þégar ég kemst í vanda, leita ég til Baldurs Jónssonar á ís- lenskri málstöð, og ekki brást hann fremur en fyrri daginn. Hann sagði mér það sem hér fer á eftir í stuttu ágripi: Árið 1990 var Páll Líndal orð- inn yfirmaður í nýju ráðuneyti sem kennt er við umhverfi. Nú átti hann að semja lög um um- hverfisvemd og vantaði þá orð yfir það sem hann sagði að væri á norsku „bærekraftig" og ensku ,,sustainable“. Hann leit- aði til Islenskrar málstöðvar, og Baldri Jónssyni flaug þá í hug orðið sjálfbær, en hann hafði sjálfur gripið til þess orðs í allt öðru sambandi, sjá Alfræði AB, Flugið 1966. Þar segir t.d.: „Vængir hennar [vélarinnar] munu vera sjálfbærir, hafa hvorki stoðir né stög til styrkt- ar.“ Þótt Baldur notaði orðið sjálf- bær tvisvar í þýðingu sinni, var það ella bæði fáséð og fáheyrt. En í Söguköflum af sjálfum mér segir sr. Matthías Jochums- son, sjá Orðabók Blöndals: „Þeir [Vestur-ísl.] kváðust... áskilja, að ég reyndi að stofna sjálfbæran söfnuð.“ Slíkur söfn- uður fær ekki styrki. Lýsingar- orðið sjálfbær er svo þýtt á dönsku: „selvstændig, som klar- er sig ved egen Hjælp.“ Ljóst er að „bær“ er myndað af þriðju kennimynd sagnarinnar að bera, og nægir að vitna í hlið- stæður eins og þungbær og létt- bær. Ekki veit umsjónarmaður hversu gömul eru orðin susta- inable og bærekraftig, en gæti trúað að þau væru fremur ung. En hverfum til ársins 1990. Baldur Jónsson spurði Pál Lín- dal um viðtökur orðsins sjálf- bær, og svaraði Páll því um- svifalaust, að það væri komið í lagafrumvarp. Og þá vitum við það. Orðabók Háskólans hefur ekki eldra dæmi um sjálfbær en frá sr. Matthíasi, og að svo stöddu telst hann höfundur orðs- ins, en Baldur Jónsson hins veg- ar upphafsmaður þess að taka það upp um flugvélavængi, og í umhverfismáli fyrir ensku sustainable og norsku bære- kraftig. ★ Áslákur austan kvað: Við pipar var Kamilla kennd, heldur kinnþunn og sloppinn á lend, en guð á alls ráð og af ást hans og náð var hún einmana karfugli send. ★ Aðsent: Fyrirsögn úr blaði: „Skólamir verða meðvitaðir um þarfír sín- ar.“ Hvað skyldi þetta merkja? Og meira af sama vettvangi: ..leikmaður Þórs, er kominn á fullt að nýju eftir langþráð meiðsl." Hvar endar þetta? Umsjónarmaður treystist ekki til að svara þessum spurningum. það hversu fljótt megi koma hermilíkönum um snjóflóð í gagnið? Höfundur telur að hefja megi notkun sh'kra líkana eftir u.þ.b. eitt til þijú ár. Til þess að svo megi verða þurfa menn áð gera eftirfarandi ráð- stafanir: Að hefjast handa nú þegar við að safna tölfræðilegum upplýs- ingum um allar grunnbreytur snjó- flóðalíkana. Að vinna úr þeim upplýsingum sem til eru og að undirbúa úrvinnslu þeirra gagna sem eiga eftir að safnast. Að byija sem fyrst á því að hanna og prófa tölvutæk hermilíkön. Það er hugsanlegt að nauðsyn- legt yrði að búa til líkan eða „mód- el“ af hveijum stað fyrir sig, til þess að gera tilraunir með snjóflóð og virkni varnarvirkja. Allar ofan- greindar aðgerðir gætu orðið kostn- aðarsamar. Varnarvirki eða rýming svæða Þegar hættusvæði eru skoðuð er um tvennt að velja, annars vegar að ráða mönnum frá búsetu á svæð- inu og hins vegar að byggja varnar- virki. Báðir þessir kostir eru dýrir. Þess vegna er nauðsynlegt að menn skoði hlutina vel áður en hafist er handa. Kostnaðinn við að rýma „hættusvæðin" er tiltölulega auð- velt að reikna út. Öðru máli gegnir um kostnað við byggingu vamar- virkja. Þau má hanna á mismun- andi hátt og virkni þeirra er háð stærð og stefnu flóðsins. Tilraunir sem gerðar hafa verið við raunveru- legar aðstæður benda því miður til þess að veggir eða garðar, sem eiga að stöðva snjóflóð fyrir ofan byggð, hafa takmarkaða virkni þegar um er að ræða mjög stór snjóflóð. Ef menn vilja fara þá leið að byggja virki eða garða, sem ættu að stöðva eða breyta stefnu snjó- flóða er nauðsynlegt að rannsaka virkni þeirra sérstaklega með tilliti til aðstæðna á íslandi. Skilgreining hættusvæða Hættan á tjóni vegna snjóflóðs minnkar að öðru jöfnu eftir því sem lengra er farið frá upptökum snjó- flóðs. Nú er eðlilegt að menn vilji skil- greina mörk hættusvæða þar sem tjónlíkindi taka gildi sem talið er viðunandi. Þessi aðferð er þó erfíð í framkvæmd, jafnvel þó að upplýsingar um grunnbreytur þær sem eru hluti snjóflóðalík- ana væru nægilega rniklar. Það er nauðsynlegt að benda á það að töl- fræðilega jafngildar nálganir á líkindadreif- ingu grunnbreytanna geta auðveldlega gefið mismunandi líkindi á tjóni á því svæði, sem á að skoða. Þetta leið- ir til þess að lögbind- ing hættusvæða með tilliti til nákvæmra lík- inda þess að snjóflóð falli er afar hæpin. Lokaorð Greinarhöfundur varar menn sér- staklega við því að ætla sér að leysa umrætt vandamál á skömmum tíma. Eðli málsins vegna mun taka nokkur ár að koma fram með lausn- ir sem byggjast á raunverulegum aðstæðum, allt annað er hættuleg blekking. Eftirlit með snjóflóða- hættu hlýtur að vera mikilvægt á næstu árum. Menn komast þó varla hjá því í framtíðinni að byggja varn- arvirki eða að ráða mönnum frá búsetu á svæðum sem nú eru byggð. Flutningur byggingarsvæða og gerð varnarvirkja mun kosta mikla fjármuni. Þess vegna er nauðsyn- legt að skoða hlutina sem best áður en hafist er handa. Margir þeirra sem búa á snjó- flóðasvæðum óttast að líkur á snjó- flóðum hafí aukist í ljósi þeirra hörmulegu atburða sem áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki rétt. Atburðir af völdum náttúru- aflanna hafa ekki bein áhrif á fram- tíðina. Það er vel hugsanlegt að tuttugu ár líði þar til næsta hættu- lega snjóflóð komi. Á sama hátt er ekki hægt að útiloka að slíkt snjó- flóð komi nú á þessu ári. Greinarhöfundur bendir á að þau mistök hafa verið gerð að byggja allt of frjálslega á snjóflóðasvæðum. Ef leiðrétta á þau mistök er nauð- synlegt að taka fullt tillit til eðlis- fræði og tölfræði snjóflóða. Lög og reglugerðir um snjóflóðavarnir sem ganga á skjön við þessa þætti eru einfaldlega verri en engin. Greinar- höfundar vonar að þessi grein muni auka skilning manna á eðli snjó- flóða og þeim mikla vanda sem við er að glíma. Höfundur er verkfræðingur. Björgvin Víglundsson v'IB | | // | j I 1_ i 1 § 'nP '1 S'XE&’Sk H 1 VtjnHMESjBL- KRISTJÁN Tryggvi Högnason heilbrigðisfulltrúi ásamt Jónasi Hvannberg hótelstjóra, Magnúsi Héðinssyni og Ragnari Wess- man, yfirmatreiðslumanni á Hótel Sögxi, þegar viðurkenningar- skjaldið var afhent. Hótel Saga fær viðurkenn- ingu Heilbrigðiseftirlitsins HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykja- víkur hefur veitt Hótel Sögu viður- kenningu fyrir að hafa komið á GÁMES-kerfi við innra eftirlit með matvælavinnslu og matreiðslu hót- elsins en Hótel Saga er fyrsta ís- ienska hótelið í veitingarekstri sem öðlast þessa viðurkenningu. í fréttatilkynningu segir: „GÁ- MES- kerfinu er ætlað að tryggja að öllum heilbrigðisþáttum í fram- leiðslu matvæla sé fullnægt og hefur Hótel Saga starfað samkvæmt þess- um reglum frá miðjum desember 1995, GÁMES tekur á öllum þáttum matvælaframleiðslunnar, allt frá móttöku á vöru frá birgjum, for- vinnslu, geymslu matvæla, mat- reiðslu og þar til kemur að veitingum á disk gestsins. Ráðgjafi i uppsetningu á GÁMES var Hákon Jóhannesson, matvæla- fræðingur hjá Matvælatækni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.