Morgunblaðið - 13.07.1996, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÚ HEYRIR
MUNINN
JIM CARREY MATTHEW BRODERICK
A.l mbl
gamanmyjr
Tengdu þig við THE CABLE GUY á Ainetinu:
http://www.vortex.is/cable guy oq fáðu geggjaðar
uppiýsinar veint í aéo!!
Aliir fá tiiboðsmiða sem veitir frían internet aðgang í
einn mánuð hjá Hringiðunni.
Sjáið Jim Carrey og Matthew Broderick í geggjuðustu
grínmynd ársins.
Aðalhlutverk: Jim Carrey (Dumb - Dumber, Ace Ventura 1-2, The Mask) og
Matthew Broderick (Glory, The Freshman, Ferris Bueller’s Day Off).
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 . Bönnuð innan 12. ára.
Sýnd kl.4.45, 9.05 og 11.05.
VONIR OG VÆNTINGAR
Sími
551 6500 Sfmi
FRUMSVlUIIUG: ALGJÖR PLÁGA!
551 6500
EINUM OF MIKIÐ
7 tilnefningar til Óskars-verðlauna
Synd kl. 6.45.
STJÖRNUBÍÓLÍNAN - SPENNANDI
KVIKMYNDAGETRAUN.
VERÐLAUN: BlÓMIÐAR 0G HRÓA
HATTAR PIZZUR. CABLE GUY
JAKKAR, ÚTVÖRP, KLUKKUR 0G
GEISLAPLÖTUR. SÍMI904-1065
Reuter
Tónlistarmenn verðlaunaðir
ÞEIM tónlistarmönnum sem
selt hafa yfir eina milljón platna
í Evrópu voru veittar platínu-
plötur á sérstakri athöfn í
Briissel á fimmtudag. Lista-
mennirnir stilltu sér upp til
myndatöku fyrir athöfnina
ásamt Jacques Santer. Á meðal
listamannanna voru hljómsveit-
irnar Ace of Base, Pur og INXS,
auk frönsku söngkonunnar
Patricia Kaas.
Vegur Russels vaxandi
FERILL leikarans Kurts Russel hefur
verið á stöðugri uppleið undanfarin
misseri, eftir mörg mögur ár. Þar til
nýlega kostaði vinna hans við eina mynd
3 milijónir dollara, en núna tekur hann
heilar 15 milljónir dollara á mynd.
Mikla athygli vakti þegar Kurt fékk
7 milljónir dollara fyrir hlutverk sitt í
„Stargate“ árið 1994. Efasemdamenn
þögnuðu þó þegar myndin sló óvænt í
gegn og síðan hafa laun Kurts farið
hækkandi með hveiju verkefninu sem
hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann
fékk 10,5 milljónir fyrir „Executive
Decision“ og væntanlega svipaða upp-
hæð fyrir leik sinn í myndinni „Escape
from LA“ sem frumsýnd verður vestra
9. ágúst.
Nú hefur hann samið um að leika í
myndinni „Soldier" og fyrir vinnu sína
fær hann 15 milljónir dollara. Sömu
upphæð fær hann fyrir hlutverk sitt í
myndinni „Breakdown“. „Soldier“ bygg-
ist á vísindaskáldsögu og ráðgert er að
tökur hefjist í september á næsta ári.
Leikstjóri er Paul Anderson.
RUSSEL í hlutverkl sínu
í myndinni „Stargate“.
SNORRABRAUT 37, SÍMI 552 5211 OG 551 1384
★★★ A.I. Mbl.
;rðinni sumarafþreying eins og hún
bragðs skemmtiefni. Það ætti engw
frekar en venjulega i Alcatraz.,,
DIGITAL
Ein stærsta kvikmynd sumarsins er komin til fslands. Óskarsverðlaunahafarnir
Scan Connery og Nicholas Cage fara á kostum í magnaðri spennumynd ásamt
fjölda annara heimsþekktra leikara. Alcatrazkletturinn hefur verið hertekinn og
hótað er sprengjuárás á San Fransisco. Á meðan klukkan tifar er árás á Klettinn
skipulögð og til aðstoðar er fenginn eini maðurinn sem nokkru sinni hefur
fiúið Klettinn... lifandi.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.30. b.í ie í THX DIGITAL
Kjarkaður
Kanadamaður
EKKIÞARF alltaf að komast á
mála hjá stórfyrirtækjum til að
ná eyrum almennings, að
minnsta kosti ekki ef menn hafa
kjark. Svo er því farið með
kanadíska tónlistarmanninn og
lagasmiðinn Hayden sem beið
ekki eftir frægðinni en gaf sjálf-
ur út sína fyrstu breiðskífu.
Hayden er kanadískur og
segist hafa heillast af tónlist
þegar foreldrar hans gáfu hon-
um kassagítar í afmælisgjöf.
Ekki leið á löngu þar til hann
var farinn að leika á rafgítar í
rokksveit, en entist ekki lengi
þar því hann vildi semja eigin
tónlist. „Þegar ég útskrifaðist
úr skóla fór ég að semja af
kappi,“ segir hann, „keypti mér
segulband og fór að troða upp
á tónleikum. Mér leiddist
skvaldrið í fólki þegar ég var
að spila svo ég hækkaði smám
saman í gítarnum þangað til
fólkið fór að taka eftir mér.“
Það bar þann árangur að hann
fékk það verk að hita upp fyrir
ýmsar vinsælar sveitir á líku
tónlistarróli; Grant Lee Buffalo,
G Love og Weezer.
Ekki fannst honum það nóg,
því sívaxandi lagasafn kallaði á
útgáfu og á endanum gaf hann
sjálfur út breiðskífuna Every-
thing I Long For, þar sem hann
lék á öll hljóðfæri og stýrði
upptökum. Platan kom aðeins
út í Kanada og Hayden lagðist
í ferðalög til að kynna hana.
Smám saman náði platan inn í
Hayden
kanadískt útvarp og tók að selj-
ast og þegar upp var staðið sat
hún í efsta sæti á lista yfir sölu-
hæstu óháðu útgáfur ársins og
á topp tíu kanadíska breiðskífu-
listans. Stórfyrirtækin sperrtu
eyrun og ekki er langt síðan
skífan var gefin út um heim
allan.
Gagnrýendur hafa tekið Ha-
yden fagnandi og bera hann
saman við tónlistarmenn eins
og Bob Dylan og Leonard Co-
hen, en aðrir undirstrika að
hann hefur sinn sérstaka stil
og stemmningu.