Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Sameining þingflokka Þjóðvaka og Alþýðuflokks í haust? Sambúðarformið ætti ekki lengur að standa í vegi fyrir löglegu hjónabandi... Norðurá yfir 1.100 laxa LAXI landað í Vaðsstrengjum í Laxá í Leirársveit. TALSVERT virðist vera af laxi í ám vestanlands og suðvestan, en lengst af í júlí hafa þurrkar staðið veiði nokkuð fyrir þrifum. Nú hef- ur veiði verið að glæðast eftir að dró fyrir sólu og rigna tók undir lok síðustu viku. Þeir veiðimenn sem fá góð skilyrði þessa dagana ættu að vera í góðum málum. Norðurá í fjögurra stafa tölu Norðurá varð um helgina fyrsta áin til að komast í fjögurra stafa tölu. Þá veiddist þúsundasti laxinn og veiði var góð þar sem veðra- breyting, rigning og hvassviðri, hleypti lífí í menn og laxa. Það hækkaði nokkuð í ánni og laxinn fór að taka betur. MikiII lax er í ánni og í gær var aflinn kominn yfir 1100 laxa. Þá var holl að ljúka veiðum með 109 Iaxa á þurru.Afl- inn þessa daganna er að mestu 3-6 punda laxar og er mikið af fiski í ánni. Gljúfurá í þriggja stafa tölu Um 100 laxar eru komnir á land úr Gljúfurá og er það ágæt staða. Að sögn Bergs Steingrímssonar hjá SVFR er veiðin einkum neðar- lega í ánni og þar er talsvert af laxi. Fiskur er þó upp um alla á, alveg fram í efsta foss og ef mið- að er við reynslu síðasta sumars þá fer að koma hreyfing á laxinn á næstunni og hann dreifir sér þá betur. Laxinn í Gljúfurá er hefð samkvæmt yfirleitt—1 smár, 3-6 pund. Elliðaárnar í ham Veiðin í Elliðaánum er nú miklu betri heldur en á sama tíma í fyrra. Um helgina voru komnir 420 laxar á land, en á sama tíma í fyrra höfðu aðeins 260 Iaxar veiðst. Þá er það gleðiefni að enn hefur ekk- ert orðið vart við kýlaveikina sem setti allt á annan endann í ánum í fyrra og menn óttuðust að gæti skotið aftur upp koilinum nú. Kraftur kominn í Hítará Rúmlega 80 laxar voru komnir á land úr Hítará um helgina, allt að 15 punda fiskar. Þar er að veið- ast bæði stór lax og smár og bleikjuveiði hefur einnig gengið með ágætum, en misjafnt þó hversu mikið menn bera sig eftir henni. Sumir ekkert, aðrir meira. Bleikjan í Hítará er mjög væn, yfirleitt 2-4 pund. Laxá í Kjós í góðum gír Ágæt veiði hefur verið í Laxá í Kjós að undanförnu eftir fremur skrykkjótt gengi framan af. Tók veiðin m.a. mikinn kipp eftir regn- ið í síðustu viku. Lagaðist vatns- hæð þá til muna og lax fór að taka betur. All mikið hefur verið að ganga af laxi að undanförnu og vænir sjóbirtingar eru einnig fyrir nokkru farnir að sjást í af- lanum. Hafa veiðst allt að 5-6 punda fiskar, en flestir eru þó um 2 pund. Um 300 laxar eru komn- ir á land og er algengt nú að 10-20 laxar veiðist á morgunvökt- unum og svo eitthvað minna seinni partinn. Viðunandi í Haffjarðará Páll G. Jónsson sagði vel á þriðja hundrað laxa komna á land úr Haffjarðará og væri það vel viðunandi útkoma þar sem áin 'nefði lengi framan af verið erfið vegna vatnsskorts. Hefur ræst vel úr eftir rigningar á dögunum. Sagði Páll tvö 6 daga holl hafa fengið 60 laxa hvort og hefði það verið gott miðað við rólega sókn margra eldri manna í hópunum. Nóg væri af laxi, en suma daga tæki hann grannt og menn misstu fleiri en þeir næðu. Sameining þriggja ungmennasamtaka Islendingfur í nefnd Evrópska æskulýðsráðsins N ’Y SAMTÖK ungs fólks í Evrópu, Evr- ópska æskulýðs- ráðið, voru stofnuð með samruna Alþjóða æskulýðs- samtakanna, Æskulýðsráðs Evrópu og Sambands evr- ópskra æskulýðssambanda. Ungur íslendingur var kos- inn í forsætisnefnd samtak- anna á stofnfundinum á ír- landi. - Hverjir eru aðilar að sam- tökurium? „78 alþjóðleg ungmenna- samtök og 25 æskulýðs- samtök víðast hvar úr Evr- ópu eiga aðild að samtökun- um. Þrátt fyrir að þau hafi verið stofnuð nú í júli, þá verða þessar 3 hreyfingar ekki lagðar niður fyrr en um næstu áramót." - Hvert er markmið samtakanna? „Þeim er ætlað að vera vett- vangur fyrir ungt fólk til að koma á framfæri skoðunum sínum og hugðarefnum við ríkisstjórnir og stofnanir, s.s. Evrópusambandið, -ráðið og Sameinuðu þjóðirnar. í stefnuræðunni á stofnfundin- um lagði ég áherslu á þau mál sem ég þekki best. Það eru sam- skipti við lönd utan Evrópu. Við höfum m.a. unnið mjög mikið með ungum Palestínuaröbum og ung- mennasamtökum þeirra. Hreyfingamar sem standa að samtökunum vinna ýmis verkefni sem annað hvort koma upp að okkar frumkvæði. Eitt þeirra verkefna er „Use your rights“ eða notið réttindi ykkar. Það voru Æskulýðsráð Evrópu og MTW sjónvarpsstöðin sem stóðu að því. Það miðaði að því að hvetja ungt fólk til að nýta kosningaréttinn til Evrópuþingsins. Eins getur Evrópusambandið beint til okkar einhveijum verkefnum." - Einhver ný verkefni í deiglunni? „Já það eru tvö verkefni sem er verið að undirbúa. Annað þeirra tengist atvinnuleysi ungs fólks en hitt nefnist „Ungt fólk gegn eitur- lyfjum". Evrópusambandið setur töluverðan þrýsting á það verkefni og leggur til mikla fjármuni til þess að gera það mögulegt. - Hveit er hlutverk stjórnar sam- takanna? Stjórn Evrópska æskulýðsráðs- ins sér um samskipti við fulltrúa Evrópusambandssins en aðildar- félögin í hveiju landi sjá um verk- efnin í heimalandinu. Við komum til með að starfa mikið með ráðuneytum sem hafa afskipti af ungu fólki í Evrópu. Verkefnin eru mjög góð leið fyrir bæði íbúa Evrópu og annarra landa að eyða fordómum og auka umburðarlyndi. Ég hef mikinn áhuga á nýju verkefni sem tengist því að gefa fjölda ungmenna í Evrópu kost á að ferðast til ann- arra ríkja innan álfunnar til að vinna sjálfboðaliðastörf í 6-12 mánuði.“ - Hvernig sjálfboðal- iðastörf? „Þetta eru aðallega __________ félagsleg störf sem er ætlað að auka skilning og víðsýni þátttakenda. Störfin eru ólaunuð og svipar til hugmyndarinnar sem býr að baki skiptinemasamtökum. Þeir sem taka þátt í verkefninu fá styrk enda er það ætlað þeim ungmennum sem ekki hafa efni á Guðmundur Ólafsson ► Guðmundur Ólafsson var nýverið kosinn til tveggja ára í forsætisnefnd Evrópska æskulýðsráðsins. Guðmundur er fæddur 1. október 1972 og er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Undanfarin fjögur ár hefur hann gegnt for- mennsku í Alþjóðlegum ung- mennaskiptum eftir að hafa dvalið í eitt ár í Bólivíu sem skiptinemi. Sambýliskona Guð- mundar er Elfa Björk Eiríks- dóttir. Erum á undan Evrópusam- bandinu að ferðast til annarra landa og dveljast um tíma.“ - Eiga íslensk ungmenni kost á að taka þátt í verkefninu? „ Alþjóðlegu ungmennaskiptin óskuðu eftir því að gerast þátttak- endur og sóttu um um styrki til Evrópusambandsins. Þau fengu tvo styrki til að taka við fólki og jafnvel fleiri til að senda ungmenni héðan. Okkar hlutverk er að útvega ungmenn- unum sem hingað koma atvinnu og aðstoða þau á ýmsan hátt við að kynnast landi og þjóð. - Hvers vegna var stofnfundur samtakanna haldinn í Cork á ír- landi? Æskulýðssamband írlands hélt fundinn vegna þess að írland fer nú með forsæti í málefnum ung- menna í Evrópusambandinu. Fundinum var ætlað að vera áminning til ráðamanna um að ungt fólk hefur bæði vilja og getu til að taka virkan þátt í þjóðfélags- umræðunni og hefja umræðu um þörf mál, s.s. jafnréttindi og mann- réttindi til handa öllum og fordó- maleysi í samskiptum ólíkra þjóða og menningarhópa. Með því meðal annars að bindast sterkum bönd- um, jafnt innan Evrópu sem utan. Samtökin eru töluverð breyting fyrir Evrópusambandið því þau eru ekki eingöngu ætluð ríkjum ir.nan þess. í raun eru ungmenna- samtökin að taka skrefið á undan Evrópusambandinu sem ætlar að stækka við sig árið 2002. Jacques Santer, for- seti Evrópusambands- ins, hefur tekið vel í stofnun samtakanna og sendi okkur hlýjar kveðjur til Cork. Það er því ljóst að það er mik- il vinna framundan hjá okkur í nýju stjórninni næstu fimm mán- uðina í að taka við þessum stóru samtökum og gera þau að einni heild.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.