Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 21 LISTIR Hreínleikínn og hæstu hæðir Morgunblaðið/RAX HRAFNKELL Sigurðsson og „Málað landslag". MYNPLIST Nýlistasafnið/Gall- c rí G r c i p I5LÖNDU1) TÆKNI/LJÓSMYNDIR Hrafnkell Sigurðsson, Daníel Magnússon, Þórodd- ur Bjarnason/Veronique Legros Nýlistasafnið: Opið kl. 14-18 alla dagatil 28. júll. Aðgangur ókeypis Gallerí Greip: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 28. júlí. Að- gangur ókeypis Þrjár sýningarvoru nýlega opn- aðar í Nýlistasafninu, þar sem hressilegar framsetningar ungra listamanna taka á móti gestum. Erlendur gestur í Gallerí Greip er að sama skapi daufur, til áminning- ar um að ekki tekst alltaf jafn vel til. Hrafnkell Sigurðsson Hrafnkell sýndi í vetur sem leið á öðrum stað marglita steina, sem vegna litarins og meðhöndlunar listamannsins breyttust í yfirveguð landslagsverk hver fyrir sig. Hér heldur hann áfram á svipaðri braut, og öll tengjast verk hans náttúrusýn sem lítur til hins lága sem hins háa, hins þekkta sem hins ókunna. í neðri sal Nýlistasafnsins hefur hann dreift silfurlituðum basalt- hnullungum um gólfið og nefnir „Málað landslag". Þessi framsetn- ing vísar sterklega til þeirra vind- sorfnu eyðisanda, sem þekja landið að miklu leyti; stakir steinar standa þar upp úr og verða að markverðum einingum, hver fyrir sig, líkt og silf- urmolar á svörtum sandi. I gryfjunni hefur listamaðurinn einnig litið til hins ókunna, en nú með öðrum hætti. Hér er að finna fimm stór ljósmyndaverk, sem hann nefnir „Speglað landslag”; teknar hafa verið ljósmyndir af stökum klettum eða lítt eftirtekarverðum hólum, sem með samhverfu um miðju breytast í tignarleg hásæti, kastala eða hallir, þar sem þeir gnæfa við himinn; gott ef ekki má greina sfinxa á verði á stöku stað meðal bjarganna. Það býr vissulega margt í landinu, eins og íslenskir listamenn þreytast aldrei á að benda okkur á. Hinar sjónrænu ábendingar þessa fyrri hluta sýningar Hrafn- kels hverfa á pallinum, þar sem aðeins er að finna eitt lítið verk, en þar eru hvítmálaðir tölustafirnir 2119 límdir hátt á vegg. Engu að síður er þetta einnig vísun til ísr lenskrar náttúru - tindur Hvanna- dalshnjúks gnæfir hvítur og glæstur yfir landinu í þessari hæð, og hér er því um sem næst helga tölu að ræða, sem allir ættu að þekkja. Daníel Magnússon í efsta sal safnsins hefur Daníel komið fyrir þremur verkum. Sýn- ingu sína nefnir hann „Geymd“, sem vísar ef til vill til þess eðlis verkanna að vera hirslur eða hús- gögn fyrir ákveðin viðfangsefni og hugsanir listamannsins. „Bókaskápur fyrir tvo“ vísar til orðspors bókaþjóðarinnar, og býður lesendum upp á áföst sæti, þar sem tveir verða þó að tylla sér samtím- is, til að jafnvægi skápsins raskist ekki; þannig fylgjast styrkur og viðkvæmt jafnvægi að í umgengni okkar við menningararfinn. „Himnaríki" er hér úr herða- tijám, sem er kímin tilvísun til efn- ishyggjunnar, þar sem heill skógur af glæstum fötum er talinn ganga því næst að komast í Guðs ríki. Skemmtilegasta verk Daníels að þessu sinni er þó „Rhetoric" eða rökræðan, þar sem ljósmyndir af listamanninum eru kjarni heildar- innar. Myndir af tómlegum svip hans þegar hann hlustar á andstæð- inginn eru settar á vegg, en aðrar af látbragði hans til að fylgja eigin málflutningi eftir eru geymdar í skúffum, sem má draga fram eftir þörfum. Þessi geymslutækni virðist raunar oft kjarni rökræðunnar, þar sem efnisrök víkja fyrir líkamlegum áherslum, og opinberast einkar vel í þessu verki listamannsins. Þóroddur Bjarnason í setustofunni er ungur listamað- ur að hefja sinn feril með því að nýta sér þá tilfinningu, að hið nýja eða ókunna sé í raun upphaf frá engu. Nýfætt barn er ómótuð per- sóna, ný vinatengsl byija sem óskrifað blað, ný verkefni hefjast með hreint borð. I sama anda skal nýr sýningar- ferill héfjast í hreinum sal, og sú ætlan verður að inntaki sýningar- innar. Fyrir opnun hefur listamað- urinn þrifið salinn í hólf og gólf, og gestir fá hér - auk hreinleikans - notið heimilda um þann gjörning; myndbands af athöfninni og ljós- mynd af listamanninum og verk- færum hans áður en átökin hófust. Þó þrifnaður einkenni fleiri dýra- tegundir, er mannskepnan iðin við slík verk, og lítur oftar en ekki á þau sem virðingarvott gagnvart því sem á eftir kemur. Hér sýnir Þór- oddur listunnendum slíkan virðing- arvott í hreinleikanum; svo er að sjá hvað kemur á eftir frá þessum unga listamanni. Að öllu sögðu er vel þess virði að líta inn í Nýlistasafnið þessa dagana. Veronique Legros Þessi sýning í Gallerí Greip lætur lítið yfir sér, enda varla tilefni til annars. Hér er á ferðinni ung lista- kona frá Belgíu, sem stundaði sitt listnám við Myndlistarháskólann í Cergy í Frakklandi, en engar frek- ari upplýsingar liggja fyrir um feril hennar eða fyrri sýningar. Hún sýnir hér fjögur verk, sem byggja á ljósmyndun; þau eru síðan unnin í tölvu, þannig að eftir standa einmanalega, máðar ímyndir, sem eru allt að því daprar í deyfð sinni. Myndefnin eru haugar - nánast lítil fjöll - sem hafa orðið til vegna iðnaðarframleiðslu í norðurhluta Frakklands. Slíka hóla eða tilbúið landslag má finna víða um lönd, einkum í tengslum við námugröft eða aðra jarðvinnslu, og minna þeir á stöðu mannsins sem fer ráns- hendi um náttúruna til að sjá fyrir þörfum sínum. En þessi áminning er að þessu sinni dauf og lítt sannfærandi, líkt og vélrænt viðbragð við tækni- væddu umhverfi; hér vantar þann slagkraft mannsandans, sem gæðir góða list lífi. Eiríkur Þorláksson M/S4S Á ferð og flugi um allan heim SAS flýgur ásamt samstarfsaðilum sínum um Kaupmannahöfn til áfangastaða um heim allan. Kynntu þér þægilegan ferðamáta hjá SAS hvert sem ferðinni er heitið. ♦ Samstarfsaðilar SAS: Flugleiöir Lufthansa United Airlines Thai Airways Int. Air Baltic Air New Zealand British Midland Qantas Airways Spanair Varig Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.