Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 27
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1996 2 7 fKwgmiÞIafetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMBÚÐ FÓLKS OG BÍLA HÁVAÐAMENGUN vegna bílaumferðar í Reykjavík hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna áforma um að byggja þrjú fjölbýlishús við Kirkjusand, skammt frá Sæbraut, þar sem umferðarþungi er mikill svo og vegna upplýsinga, sem fram hafa komið um áhrif umferðar á íbúa við Miklubraut og Hringbraut. Fram hefur komið að hávaði við vegg húsanna mælist 70 desibel og að innandyra verði hann um 40 desibil, en í nýrri reglugerð um leyfiiegan hávaða við nýbyggingar er gert ráð fyrir að hann sé ekki meiri en 55 dB utan dyra og 30 inni við. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins er gerð grein fyrir áhrifum hávaða á heilsufar fólks og þeim miklu óþægindum, sem sífelld- ur umferðarniður veldur þeim, sem við hann búa. íbúar um 1.700 íbúða í eldri hverfum Reykjavíkur búa nú við umferðarhávaða, sem er yfir 65 dB við húsvegginn. Við Miklubraut hefur hljóð- styrkurinn mælzt 78 dB, sem telst heilsuspillandi hávaði. Ekki fer á milli mála að hávaðamengunin er alvarlegt vanda- mál víða í borginni. Við hana bætist svo loftmengun af völdum útblásturs bíla og tjöruagna, sem hjól þeirra rífa upp úr malbik- inu, og sú hætta, einkum fyrir börn, sem fylgir því að fjölfarnar umferðargötur liggi nálægt íbúðarhúsum. Einkabíllinn er áberandi í Reykjavík. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, bendir á að umferðin í borginni sé eins og í 300.000 manna borg, enda eigi Reykvíkingar hlutfallslega miklu fleiri bíla en íbúar borga annars staðar í Evrópu. Forseti borgarstjórnar segist þeirrar skoðunar að þrengja þurfi að einkabílnum, auka veg almenningsvagna og leigubif- reiða og taka tillit til þess að margir vilji ganga eða hjóla til vinnu. Eflaust er ástæða til að bæta almenningssamgöngur og aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda í Reykjavík — jafn- vel þótt ekki sé „þrengt að“ einkabílum. Framhjá því má þó ekki líta að íslenzk veðrátta er með þeim hætti, að einkabíll er oft þægilegasti ferðamátinn. Ósennilegt er að almenningssam- göngur eða hjólreiðar geti náð sömu vinsældum hér og í mörgum nágramjalöndum, þar sem náttúran er mildari. Borgaryfirvöld hljóta þess vegna að leitast við að finna leiðir til að bæta sambúð fólks og bíla, meðal annars með því að haga skipulagi þannig að helztu umferðaræðar borgarinnar liggi ekki við húsvegginn hjá íbúum. Jafnframt er athugandi að borgin taki þátt í að leysa vanda íbúa í eldri hverfunum, hugsanlega með.gerð skjólveggja eða með því að greiða hluta kostnaðar við hljóðeinangraða glugga. Það virðist sömuieiðis liggja beint við að borgaryfirvöld hagi ákvörðunum um nýbyggingar á þann veg, að ekki verði til ný vandamál af þessu tagi. OLYMPÍULEIKAR í ATLANTA LIÐLEGA tíu þúsund keppendur frá öllum heimshornum taka þátt í Olympíuleikunum í Atlanta. Leikarnir rekja rætur til íþróttamóta, sem háð voru í Grikklandi hinu forna á árabilinu frá 776 fyrir Krist til 394 e.Kr. og allir frjáisbornir Hellenar höfðu aðgang að. Á okkar tímum eru Olympíuleikarnir heims- mót hæfasta íþróttafólksins, sem þjóðirnar geta teflt fram hverju sinni. Olympíuleikar nútímans hafa af fjölmörgum stórkostlegum afrekum að státa, í undirbúningi, framkvæmd og árangri. Þeir hafa engu að síður sína annmarka, eins og önnur mannanna verk. Þannig þykir sumum sem fjármunir setji um of svip á leik- ana. Og miður æskileg „hjálparmeðul" hafa komið við sögu, þrátt fyrir strangt eftirlit, en heildarmyndin er glæsileg og já- kvæð. í uppiýstum samféiögum gerir fólk sér grein fyrir mikilvægi líkamsræktar og hollra lífshátta. íþróttir gegna leiðandi hlut- verki á þeim vettvangi. Olympíuleikarnir eru ekki aðeins hápunkt- ur keppnisíþrótta í veröldinni, heldur jafnframt og ekki síður dýrmætur vegvísir að því marki, að þjóðir heims geti leitt saman hesta sína, á öðrum samskiptasviðum, í heilbrigðri keppni með friðsömum hætti. LANDSMOTSKATA SKÁTAHREYFINGIN er, eins og íþróttahreyfingin, skóli í heilbrigðum lífsmáta — og reyndar einnig í hollum lífsvið- horfum. Landsmót skáta, sem nú fer fram að Úlfljótsvatni og sótt er af þrettán hundruð íslenzkum skátum og á fimrnta hund- rað erlendum, undirstikar þetta. Yfirskrift mótsins er „Á víkingaslóð". Ekkert vopnaskak verð- ur þó á mótinu. Því til staðfestingar munu 100 litlir skátavíking- ar afhenda vopn og skildi á opnunarhátíðinni til merkis um friðar- vilja. Skátahreyfingin leiðir æsku landanna saman til hollra leikja og vináttu. Hún hefur ærnu hlutverki að gegna á viðsjálum tím- um, þar sem fjölmörg villuljós blasa við ungu fólku á mótunar- aldri. ÞÓRSHÖFIM Morgunblaðið/Sverrir GESTIR streymdu til Þórshafnar uni helgina og var áætlað að íbúatalan hefði tvöfaldast. Flestir þeirra voru annað hvort brottflutt- ir Þórshafnarbúar, nágrannar úr sveitunum í kring, frá Raufar- höfn eða Bakkafirði. Hér heilsast systurnar Laufey frá Gilhaga i Öxarfirði og Signý sem býr á Þórshöfn en þær eru Guðbjörnsdætur. VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, fór í sína síðustu embættis- ferð til Þórshafnar á laugardaginn. Það var því vel við hæfi að Verkalýðsfélag Þórshafnar gaf bænum 150 trjáplöntur í tilefni af- mælisins. Hér fylgist Vigdís með skemmtidagskrá á sviði í Þórs- veri. Á hægri hönd henni situr Halldór Kristjánsson sýslumaður og vinstra megin Reinhard Reynisson sveitarstjóri. Súrt og sætt í 15 0 ára verslunarsögu Langnesinga Verslun hófst á Þórs- höfn á Langanesi löngu áður en þar varð til byggð. Helgi Þor- steinsson fræddist um verslunarsögu staðar- ins og fylgdist með há- tíðarhöldum í tilefni verslunarafmælisins. ILEYFISBRÉFUM erlendra kaupmanna er getið um verslun á Langanesi á 16. öld. Verslunarleyfi fékk Þórshöfn fyrir 150 árum, árið 1846. Þessum timamótum fögn- uðu Þórshafnarbúar um helgina. Það hefur gengið á ýmsu í verslunarmálum Þórshafnar. Fram undir aldamót var hún í höndum erlendra lausakaup- manna sem komu á skipum sín- um á sumrin. Þórshafnarbúar stofnuðu pöntunarfélag árið 1895 og upp úr því voru stofnað- ar fastaverslanir á staðnum. Eins pg gerðist víða annars staðar á íslandi færðist verslunin smám saman í hendur kaupfélagsins en það var stofnað á Þórshöfn árið 1911. Á afmælisárinu st.endur versl- unin á nokkrum tímamótum þvi kaupfélagið varð gjaldþrota í febrúar síðastliðnum. Upp úr því var hlutafélagið Lónið stofnað, en það tók við rekstri matvöru- verslunar, bakarís, vöruaf- greiðslu og byggingarvöruversl- unar. Eigendur Lóns eru sveitar- félögin á svæðinu, starfsfólk verslunarinnar og fyrirtæki. Samtals eru eigendurnir áttatíu. Steini Þorvaldsson, verslunar- stjóri Lóns, tók við erfiðri stöðu hjá kaupfélaginu á sínum tíma. „Rekstur kaupfélagsins var í raun í jafnvægi en það voru gamlar skuldbindingar sem drógu það niður. Því var ekki hægt að fara aðra leið en í gjald- þrotið. íbúarnir tóku síðan hönd- um saman um að endurreisa verslunina. Hún er lífsnauðsyn fyrir Þórshöfn. Ef ekki væri hér vöruafgreiðsla til dæmis kæmu loðnubátarnir hér ekki inn.“ TRÚSSLEST reið í bæinn á laugardaginn. Þar voru á ferðinni bændur með ull þvegna úr hlandi sem þeir ætluðu að skipta fyrir kaffi, sykur og brennivín hjá kaupmönnum. BROTTFLUTTIR Langnesingar sýndu verk sín um helgina. Hér sjást gestir á sýningu Arnar Karlssonar en listamaðurinn stendur í dyrum. Auk Arnar sýndu Rut Rebekka Siguijónsdóttir, Sveinn Björnsson og Freyja Önundardóttur, formaður afmælisnefndar. SÉRA Ingimar Ingimarsson, sóknarprestur í Þórshafnar- prestakalli, blessaði flugbraut og nýtt flugskýli við hátíðlega athöfn á laugardag. Halldór Blöndal vígði brautina en Vig- dís Finnbogadóttir, forseti Is- lands, var farþegi fyrstu vélar- innar sem þar lenti. Steini segist líta björtum augum á framtíðina þrátt fyrir nýaf- staðna erfiðleika. „Það fylgja því auðvitað ákveðnir erfiðleikar hversu fámennt verslunarsvæðið er. Á svæðinu frá Raufarhöfn til Bakkafjarðar búa um þúsund manns. En við þjónum líka að- komubátum, bæði íslenskum og útlendum." Fyrr á öldum komu Hollend- ingar, Frakkar, Englendingar, Færeyingar og Danir með salt, veiðarfæri, kex, kaffi, sgkur og fleira til Langnesinga. I staðinn fengu þeir sjóvettlinga, ull, fið- ur, skinnavöru og kindur. Danir koma enn við og við en Græn- lendingar og Rússar hafa tekið við af hinum þjóðunuin. Þeir koma með loðnu að landi en fá í staðinn alls kyns vistir í skip sín. Rússarnir sækja sér líka varahluti í bíla, sjónvarpstæki og ýmislegt fleira sem er fágætt i heimalandinu. Vestur-Evrópuþjóðirnar sem voru tíðir gestir á skipum sínum á sumrum áður eru einnig farnar að koma aftur. Útlendir ferða- menn hafa ekki verið tíðir gestir á Norð-austurhorni landsins en sífellt fleiri koma til að skoða auðnina á Langanesi. Verslunin hlýtur að njóta góðs af því. ÆFLEIRI vísindamenn rannsaka nú áhrif farsímanotkunar á heilsu manna og rannsóknum, sem benda til þess að mikil farsímanotkun auki hættuna á krabbameini og öðrum sjúkdóm- um, fer einnig fjölgandi. Hafa niður- stöðurnar orðið til þess að allmarg- ir vísindamenn hafa ráðlagt fólki að stilla farsímanotkun í hóf og þeir eru til sem telja að menn eigi helst að sleppa því að bera farsíma upp að eyranu. En svo eru þeir einn- ig fjölmargir sem benda á að ekki séu nægilega sterk rök fyrir því að hræða farsímanotendur. Fjöldi um- fangsmikilla rannsókna er í farvatn- inu en ljóst er þó að rannsóknirnar hafa engan veginn náð að fylgja eftir þeirri miklu sprengingu sem orðið hefur í farsímaeign. Ein af nýjustu vísindagreinunum um þetta mál er eftir Nerendra Singh og Henry Lai, sem starfa við Washington-háskóla í Seattle í Bandaríkjunum og birtist í Inter- national Journal of Radiation. Þeir hafa komist að þeirri niðurstöðu að rafsegulsvið geti skaðað DNA-sam- eindir í heilum rotta, en klofið erfða- efni er talið tengjast sjúkdómum á borð við krabbamein, alzheimer og parkinsonveiki. í samtali við danska blaðið Berl- inske Tidende sagði Singh að hann og Lai teldu mjög sterkar vísbend- ingar til þess að rafsegulsvið hefði áhrif á erfðaefnið. Rannsókn þeirra væri frábrugðin fyrri rannsóknum þar sem hún hefði verið gerð á heilafrumum, sem væru mun við- kvæmari en aðrar frumur. Hefðu heilafrumur verið áreittar með raf- segulbylgjum af svipuðum styrk- leika og farsími gefur frá sér og niðurstöðurnar gæfu til kynna að vissara væri að nota farsíma í sem stystan tíma í senn. Danskir krabbameinssérfræðing- ar segja það hafa verið vitað að heilinn hitni lítillega nærri rafsegul- sviði, svipuðu því sem sé í farsím- um. Þá hafi hann líffræðileg áhrif á frumurnar og því sé ekki hægt að útiloka að hættan á krabbameini aukist. Það valdi vissulega áhyggj- um að í ljós hafi komið að breyting- um sem verði á frumunum, svipi til þeirra frumubreytinga sem séu und- anfari krabbameins. Minni hætta af nýjum símum Sendirinn í farsímum sendir frá sér rafsegulbylgjur, eða örbylgjur, svipað því sem gerist í örbylgjuofn- um, að því er segir í The Financial Times. Þrátt fyrir að fjölmörg tæki sendi frá sér rafsegulbylgjur, eru fá tæki sem eru að jafnaði eins nálægt heilanum og farsímar. Það hefur orðið til þess að kynda undir hræðsluáróðri um að bylgjurnar úr farsímum „sjóði“ heilann. Það á ekki við rök að styðjast, þar sem styrkur bylgjanna er um 1 watt, og ekki berast þær allar inn í heil- ann. Til samanburðar má nefna að örbylguofnar eru flestir 600 wött eða öflugri. Þá hafa lögregiu- og hermenn árum saman notað tal- stöðvar sem senda frá sér öflugri bylgjur en farsímar. Framleiðendur farsíma hafa vís- að á bug öllum fréttum af því að þeir séu hættulegir heilsunni. Hins vegar kann vel að vera að þróunin í framleiðslu símanna muni verða til þess að draga úr meintri hættu. Unnið er að því að draga úr krafti rafsegulbylgjanna sem berst frá símanum, til að lengja notkunar- tíma hans á milli þess sem hann er hlaðinn. Þá er tíðni rafseguL bylgna nýjustu símanna hærri en verið hefur, en slíkar bylgjur berast ekki eins langt inn í líkamann. „Eins og að stinga höfðinu í örbylgjuofn" Sífelldar fréttir af öllu því sem reynst getur mönnum hættulegt, þreyta marga og eru fréttir af far- símum þar engin undantekning. Hins vegar fjölgar sífellt þeim rann- sóknum sem styðja þetta og tengj- Fylgikvillar farsíma Æ fleiri rannsóknir benda til þess að farsíma- notkun geti verið skaðleg heilsu manna. Vísindamenn eru ekki á eitt sáttir um hvort þessi fullyrðing stenst eða hversu mikil áhrif símarnir hafa. Styrkur o o o o o o j; n ö9§o^$ o o o o JS o o o o o o ~C onn U-7 oocíooc!oq'1' \ ooooooooo \ o o o o ^ o o o o o o . ^ COCOOOOCOOCOCO ast afleiðingum á borð við krabba- mein, alzheimer, parkinsons og astma. Heit umræða hefur verið um málið í Bretlandi, m.a. var málið tekið fyrir í neytendaþætti BBC, „WatchDog Health-Check“, þar sem rætt var við vísindamenn víða um heim. í Svíþjóð hafa verið gerðar rann- sóknir sem benda til þess að farsím- ar geti valdið notendum óþægindum og jafnvel verið skaðlegir heilsunni. Olle Johansson, prófessor við Karói- ínsku stofnunina í Stokkhólmi, seg- ir að farsímar séu tæki „sem hafi verið hleypt inn á markaðinn án. þess að nægilegar prófanir hafi verið gerðar á þeim“. Segir Johans- son að líkja megi því, að tala í tvo tíma í farsíma, við það að stinga höfðinu inn í örbylgjuofn í eina mínútu. Dr. Bruce Hocking, sem var yfir- maður heilbrigðiseftirlits ástralska símafyrirtækisins Telstra, segir að hann hafi skráð hjá sér yfir 40 til- felli þar sem símnotendur kvörtuðu yfir miklum höfuð- og vöðvaverkj- um sem þeir tengdu notkun sím- anna. Og landi Hocking, skurðlækn- irinn John Holt, segist hafa sönnun fyrir því að krabbameinsfrumur vaxi hraðar og breiðist hraðar út þegar þær verði fyrir rafsegulbylgj- um en eila. Segir hann að áhrifin vari þó aðeins á meðan frumurnar verði fyrir bylgjunum. í niðurstöðu skýrslu sem Banda- ríska geislaráðið lét gera og lekið var til fjölmiðla, segir að menn verði að jafnaði fyrir allt of miklum raf- seguibylgjum. Telja höfundar henn- ar að eigi að gera bragarbót á þessu, verði að fara út í umfangsmiklar, flóknar og kostnaðarsamar breyt- ingar á notkun ýmissa raftækja. Önnur bandarísk rannsókn, sem Reba Goodman við Columbia há- skólann gerði, styður niðurstöðu Singhs og Lais um áhrif rafseguls- sviðs á frumur. Efast um hættu af símnotkun Jorgen Bach Andersen prófessor við háskólann í Álaborg, hefur rann- sakað áhif farsíma og er að leggja síðustu hönd á undirbúning fimm ára rannsóknar á vegum Evrópu- sambandsins. Hann segist efast stórlega um sannleiksgildi fullyrð- inga um það hversu hættuiegir far- símar geti verið heilsunni. Hins veg- ar verði að fylgjast mjög vel með rannsóknum á áhrifum rafseg- ulbylgna, því vitað sé að þær hafi áhrif á frumur. Menn viti bara ekki hvernig. Rannsókn sem Flæmska tækni- og rannsóknarnefndin (VITO) í Belgíu gerði, leiddi ekki í ljós að rafsegulbylgjur hefðu bein áhrif á heilsufar manna, eða yllu krabba- meini. Hins vegar hefði komið í ljós „samvirkni" undir vissum kringum- stæðum; örbylgjur virtust auka áhrif krabbameinsvaka í blóðfrum- um. Þetta gerðist ef frumurnar urðu fyrir 1,6 watta örbylgjum í tvo tíma eða meira. Fjöldi kannana í farvat ninu Fjöldi umfangsmikilla kannana er í farvatninu. Nefna má danska könnun sem ná á til þeirra 800.000 manna sem fengu sér farsíma á árunum 1981-1995. Bera á saman heilsufar farsímaeigenda og síma- notkun þeirra. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ákveðið að veija um 210 milljónum ísl. kr. í fimm ára rannsókn á áhrifum rafsegulbylgna frá ýmiss konar rafmagnstækjum, svo sem farsímum og rafmagns- rakvélum. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur skipað tíu manna nefnd til að gera grein fyrir þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á áhrifum rafmagnstækja, og gera tillögur um frekari rannsóknir. Bandarísk rannsóknarnefnd á þráðlausum rafmagnstækjum, ákvað í júní að veija um 27 milljón- um ísl. kr. til 2 'h árs rannsóknar á því hvort farsímanotkun yki hætt- una á heilakrabbameini. Og sænska vinnueftirlitið hefur látið hrinda af stað faraldsfræðilegri rannsókn á 10.000 farsímaeigendum í Svíþjóð og Noregi, þar sem könnuð verður tíðni einkenna á borð við höfuðverk, minnistap, útbrot, ógleði og pirring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.