Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 9
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUÐAGUR 23.JÚLÍ 1996 9 FRÉTTIR Kepptu í út- varpsleikni SAMKEPPNI í frammistöðu í útvarpi var haldin í félagsmið- stöðinni Vitanum í Hafnarfirði fyrir helgi, á milli unglinga á aldrinum 13 og 14 ára sem hafa rekið útvarpsstöð þar undan- farnar vikur. I einstaklingskeppni varð Björgvin Már Pálsson hlut- skarpastur og Naggarnir í keppni hópa, en hópurinn er skipaður þeim Guðna Sigurðs- syni, Friðberti E. Friðbertssyni og Þórði Þ. Gunnþórssyni. Islenskukunnáttan mikilvæg Hermann F. Valgarðsson umsjónarmaður útvarpsins seg- ir samkeppnina hafa farið fram með þeim hætti að þátttakendur hafi fengið ákveðinn tíma til að senda út útvarpsþátt sem skyldi vekja athygli á einhvern hátt. Hlutlausir aðilar hafi síðan hlustað á dagskrárgerðina, skráð niður athugasemdir um hana og metið frammistöðu út- varpsmanna. „Sigurvegararnir voru með mjög vandað efni og vel útsett, góða tæknivinnslu og lögðu mikið í þættina, auk þess sem þeir töluðu vandaða íslensku sem skipti miklu máli,“ segir hann. Fullviss umað Hæstirétt- ur stað- festir hér- aðsdóm BENT Scheving Thorsteinsson kveðst fullviss um að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem húsfélagið í Efstaleiti 10, 12 og 14 höfðaði til að fá þeirri ákvörðun umhverfis- ráðuneytisins hnekkt, að húsfélag- inu hafi verið óheimilt að setja upp skilrúm í sameiginlegU' rými húss- ins. Bent og eiginkona hans hafa fest kaup á húsi í Flórída, en hann segist líklega verða að eiga íbúðina í Efstaleiti þar til málið sé til lykta leitt, því enginn vilji kaupa íbúðina við þessar aðstæður. Bent sagði að áfrýjun húsfélags- ins til Hæstaréttar sýndi að menn væru enn að þverskallast. Þeir hefðu ekki viljað una niðurstöðu umhverfisráðuneytisins og krafist endurskoðunar hennar. Þegar nið- urstaðan hefði verið staðfest hefðu þeir leitað til dómstóla og enn hafi sama niðurstaða fengist. Flytja í september Bent sagði að hann og eiginkona hans hefðu verið lögð í einelti í húsinu frá því að deiiur risu og ástandið versnað í hvert skipti sem úrskurður hefði fallið gegn húsfé- laginu. „Um síðustu áramót fengum við nóg, eftir að hafa þolað þetta í á þriðja ár og settum íbúðina á sölu. Það þarf hins vegar engan að undra að við höfum ekki getað selt íbúðina. Ég er sáttur viö að fara til Ameríku, þar menntaði ég mig og kynntist konu minni, sem nú flytur heim á ný eftir 50 ára bú- setu hér. Við ætlum að flytja út í september." Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.680 Mikið úrval af allskonar buxum Opib ó laugardögum I Nýbýlavegi 12, sími 554 4433. Andlát GUÐJÓN V. ÞORSTEINSSON GUÐJÓN Valdimar Þorsteinsson, fyrrver- andi deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg, and- aðist á Hrafnistu í Hafnarfirði, laugardag- inn 20. júlí síðastliðinn. Guðjón fæddist 27. júní 1906 að Bugðu- stöðum í Hörðudals- hreppj í Dalasýslu, son- ur Þorsteins Jónssonar bónda og fyrri konu hans Andreu Þorgerðar Jónsdóttur húsfreyju. Guðjón stundaði nám við Lýðskóla Ásgríms Jónssonar 1920-21 og lauk gagnfræðanámi utanskóla. Einnig sótti hann tungumála- og tækninámskeið. Guðjón vann við verslunarstörf og almenn störf til sjós og lands til 1943 að hann hóf störf hjá Reykjavíkurborg. Guðjón var yfirverk- stjóri við gatnaviðhald og gatnahreinsun frá 1945, varð deildarstjóri við hreinsunardeild borgarinnar 1960 og gegndi því starfi til 1974 að hann lét af störfum sakir aldurs. Guðjón var í stjórn Verkstjórafélags Reykjavíkur 1956-61 og var um tíma gjald- keri Verkstjórasam- bands íslands. Guðjón kvæntist Andreu Gretu Hansen Þorsteinsson árið 1949. Áður hafði hann eignast þtjá syni sem allir lifa föður sinn. Kjólar - kápur - dragtir - pils - blússur -*0et±hu— Laugavegi 84, sími 551 0756. ÚTSALA - ÚTSALA PILS - PILS - PILS frá fcr. 2.900 Stærðir 36-48. Ghintu,,, tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, s. 561 1680. 4 f 1 ::S|! Full búð af nýjurn töskum F <] rs Mikið úrval í Ijósum litum Laugavegi 58, sími 551 3311. Sjón er sögu ríkari r UTSALA Góðar vörur - Mikil verðlækkun tískuverslun, Hverfisgötu 78, 552 8980. JJ Útsalan er hafin J ( V oss Laugavegi 20, sími 562 6062 Opiö mán - fös 10 -18, lau 10 -16 Laugavegi 99,sími 551 6646 15% afsláttur í tilefni afmælis ÞÖKKUM FRÁBÆRAR MÓTTÖKUR! SIGÞÓR P.SIGURÐARSON SJÓNTÆKJAFRÆDINGUR © GLERAUGNA GALLERÍIÐ KIRKJUTORG 4 KIRKJUHVOLI 101 REYKJAVÍK SÍMI 552 4580 FAX 552 4584 ARGUS & ÖRKIN / SÍA GG001

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.