Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Islandsvika íÞýskalandi ISLANDSVIKA verður haldin í Þýskalandi í nóvember næstkom- andi. Að sögn Bjarna Grímssonar, markaðsráðgjafa, er það stærsta smásölusamsteypa Þýskalands sem stendur fyrir íslandsvikunni í versl- unarmiðstöðinni Saar basar í Saarbriicken. Þar verða íslenskar vörur til sölu og ef salan gengur vel þá hefur verslunarkeðjan áhuga á að koma vörunni á fastan inn- kaupalista annarra stórmarkaða keðjunnar." íslandsvinurinn dr. Dieter Kolb er helsti hvatamaðurinn að íslands- vikunni en undirbúningur hefur staðið yfir í rúmlega ár. í apríl sl. hittu forsvarsmenn stórmarkaðar- ins Dieter Koib ásamt íslenskum > aðilum sem starfa að undirbúningi sýningarinnar. Ákveðið var að bjóða Þjóðverjum íslenskan mat í heim- sókninni og slóst matreiðslumeistari frá Þremur Frökkum með í Þýska- landsförina. Meðal þess sem sem boðið var upp á var reyktur og grafinn lax frá Eðalfiski í Borgar- nesi. Nýlega höfðu forsvarsmenn stór- markaðsins samband við Eðalfisk um að fá framleiðslu fyrirtækisins til sölu í stórmarkaðnum í Saar- brucken. Ragnar Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Eðalsfisks, segir „að þetta sé mjög mikið tækifæri fyrir Eðalfisk og verði þeirra frumraun á Þýskalandsmarkaði, en fyrirtæk- ið selur lax til verslana í Banda- ríkjunum og í veitingahúsakeðju á Benelux-svæðinu. Ef samningar ganga eftir verður farið að selja DIETER Kohl og Magnús Aspelund hafa undanfarið ár undirbúið íslandsviku í Þýskalandi. íslenskan lax í Saarbrucken í næsta mánuði." Á Islandsvikunni verður ekki ein- göngu um að ræða sölu á íslenskri framleiðslu heldur verða einnig ís- lenskir listamenn og handverksfólk sem kynna starfsemi sína. Bjarni segir „að víkingaskipi verði komið fyrir á svæðinu til að vekja ennfrek- ari athygli viðskiptavina verslun- armiðstövarinnar, en þeir eru að jafnaði um 20 þúsund daglega. Búist_ er við að þýskir fjölmiðlar sýni íslandsvikunni mikinn áhuga og íjalli bæði um hana og Island þann tíma sem hún stendur." Undirbúningur að sýningunni hér á landi er í höndum Magnúsar Aspe- lund, framkvæmdastjóra. Einu matvöruversluninni á Suðureyri lokað * Ahugi á áframhaldandi rekstri HEIMAVALI, einu matvöruverslun- inni á Suðureyri við Súgandafjörð, hefur verið iokað vegna rekstrarörð- ugleika. Óvíst er hvort eða þá hve- nær verslunin verður opnuð að nýju en nokkrir aðilar hafa þó sýnt rekstr- inum áhuga. Elvar Jón Friðbertsson, eigandi Heimavais, segir að versluninni hafi ekki verið lokað vegna lélegrar veltu heldur vegna skulda, sem stafi af eldri fjárhagsvanda. „Veltan hefur verið næg en þegar ég tók við versl- uninni fyrir fjórum árum tók ég við skuldum, sem_ hefur ekki tekist að greiða niður. Ég mun ekki opna aft- ur sjálfur en tel þó að það sé góður grundvöllur fyrir rekstri matvöru- FLUGLEIÐIR hf. hafa náð samn- ingum við Kringluna um að taka á leigu 330-340 fermetra rými í Borg- arkringlunni fyrir söluskrifstofu fé- lagsins. Fyrirhugað er að skrifstof- an verði opnuð þann 9. október nk. en þá á breytingum á Borgarkringl- unni að vera lokið og verslunarmið- stöðvarnar orðnar ein heild, að því er fram kemur í nýútkomnu frétta- bréfi félagsins. Söluskrifstofan verður í þeim hluta Borgarkringlunnar sem snýr að bílastæðum Kringlunnar, and- spænis versluninni Sautján. Gert er ráð fyrir að um 20 starfsmenn verði á nýju skrifstofunni þegar hún verður komin í fullan gang. Þjónust- verslunar á Suðureyri. Nokkrir aðilar hafa sýnt því áhuga að taka við rekstrinum en ekkert liggur þó fyrir í þeim efnum.“ Ekki göngunum að kenna Elvar Jón neitar því aðspurður að VestQarðagöngin hafi spillt fyrir verslunarrekstrinum á Suðureyri. „Á síðasta ári voru göngin opin allt árið og það er metár í veltu síðan ég tók við.“ Súgfirðingar hafa eðlilega ekki tekið því vel að missa einu matvöru- verslunina á staðnum en um tuttugu mínútna akstur er frá Suðureyri til ísafjarðar. Verslunin er til sölu og segist Elvar Jón vona að einhverjir ar) verður nokkru sérhæfðari en hjá öðrum söluskrifstofum Flugleiða og verða allar greinar söiustarfseminn- ar nú í fyrsta sinn undir sama þaki. Þannig verða á skrifstofunni svo- nefndar sölueiningar sem sérhæfa sig á tilteknum sviðum svo sem viðskiptaferðum, pakkaferðum, miðasölu, bókunum, þjónustu við vildarkorthafa og þjónustu við fasta viðskiptavini. Einnig er ráðgert að hafa þar tii sýnis þann tolifrjálsa varning sem boðinn er til sölu um borð í miililandavélum Flugleiða. Nýja skrifstofan mun leysa af hólmi söluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni og verður það rými leigt út. sjái sér fært að taka við henni og -reka hana áfram. Elvar Jón er tré- smiður að mennt og hefur hann ákveðið að flytjast búferlum til Reykjavíkur þar sem hann hefur fregnað að næga vinnu sé að fá við trésmíðar. Eftir lokun Heimavals er söluskáli Esso eini staðurinn á Suðureyri þar sem matvæli eru seld. Þar er hægt að fá brýnustu nauðsynjavörur, t.d. mjólk, brauð og hreinlætisvörur. Þor- gerður Karlsdóttir, annar af eigend- um söluskálans, segir að hún sé ekki í aðstöðu til að auka vöruúrvalið vegna plássleysis en þó hafi t.d. kjöt- vöru verið bætt við. Rólegt á hluta- bréfamarkaði HELDUR hægðist um á hlutabréfa- markaði í gær eftir óvenju lífleg viðskipti í síðustu viku miðað við árstíma. Heildarviðskipti dagsins námu tæpum 10 milljónum króna að söluvirði og hækkaði þingvísitala hlutabréfa um 0,26%. Gengi hlutabréfa í Marel hækk- aði á nýjan leik í gær eftir að hafa lækkað um 23% í síðustu viku. Lokagengi gærdagsins var 11,90, 8% hærra en á föstudag. Þá hækk- aði gengi hlutabréfa í íslenskum sjávarafurðum um 4% í 5,05. Gengi hlutabréfa í Jarðborunum lækkaði hins vegar nokkuð í við- skiptum á Verðbréfaþingi í gær. Lokagengi dagsins var 2,85 og hafði það lækkað um 5% frá því á föstudag. Hefur gengi bréfanna þá lækkað um tæp 14% frá 10. júlí. Flugleiðir flytja í Borgarkringlu .. .. ..m ■ - V sem veroa sein a r koma FISKBÚÐIN HÖFÐJIBAKKil 1 - GULUNBRti - SÍMI58? 50?0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.