Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Farsæl samvinna EDDA og Kogga við nokkur verka sinna LIST OG HÖNNUN Norræna húsið LEIRLIST/HUG- MYND/HLJÓÐ EDDA OG KOGGA Opið frá 14-17 alla daga. Til 11 ág- úst. Aðgangur 200 krónur með sýn- ingarskrá. LENGSTUM hefur aðstöðuleysi háð íslenzkum myndlistarmönnum, sem hafa viljað vinna tímabundið í hliðargeirum myndlistar, eða út- færa ákveðnar hugmyndir í ein- hveijum þeirra. En undanfarin ár hefur smám saman orðið nokkur breyting á, og má það öðru fremur þakka listamiðstöðinni að Straumi, vinnuaðstöðu rýmislistamanna við Ægisgötu og loks grafíkverkstæð- inu í Hafnarhúsinu, sem óðast er að verða tilbúið. Þetta eru mjög mikilvæg umskipti og marka tíma- mót, með því að sífellt verður dýr- ara að fá faglega aðstoð á verk- stæðum erlendis. Starfandi lista- menn í heimalöndunum hafa fæstir efni á því lengur nema um opinbert sérverkefni sé að ræða, eða ákveðna pöntun frá stuðningsmönnum lista og listafélögum. Tækniheimurinn er að gera allt handverk yfirmáta kostnaðarsamt, en um leið fágæt- ara og verðmætara. Sértæk samvinna þeirra stall- systra Eddu og Koggu, Eddu Jóns- dóttur og Kolbrúnar Björgólfsdótt- ur, hefði þannig naumast orðið að veruleika hefðu þær ekki fengið draumaaðstöðu að Straumi í heilt ár, sem þær hafa nýtt mjög vei. Afraksturinn er kynntur á Sumar- sýningu Norræna hússins og er sú kynning saga út af fyrir sig fyrir skilvirkni og fáguð vinnubrögð. SKEMMTANIR Loftkastalinn SIRKÚS SKARA SKRÍPÓ Höfundur, skipuleggjandi, leikstjóri, leikmyndahönnuður og og aðal- stjarna: Skari Skrípó (Óskar Jónas- son). Abrakadabra-systur: Eva María og Ragna Sara Jónsdætur. Doppel- dusch-dúettinn: Sigurjón Kjartans- son og Kristjana Stefánsdóttir. Kvartettinn Canada, sem sér um lif- andi hljómlist, frumsamda af með- limunum jafnt sem lánaða frá öðrum, skipa: Haukur Þórðarson, Ólafur B. Ólafsson, Ragnar Kjartansson og Úlfur Eldjárn. Þjálfari lifandi og hættulegra dýra: Asta Dóra Inga- dóttir. Sviðsetning: Baltasar Kor- mákur. Búningar: María Ólafsdóttir. Brellur: Eggert Ketilsson og Bjöm Helgason. Ljós: Helgi Jóhannesson. Sviðsmenn: Þórhallur Agústsson og Ólafur Pétur Georgsson. Föstudagur 19. júlí. MUNIÐ þið eftir því þegar lífið var allt einfaldara í sniðum. Islend- ingar sameinuðust fyrir framan sjónvarpið eina sanna öll kvöld (nema fimmtudagskvöld auðvitað) og horfðu gagnrýnislaust á alla dagskrána. Þjóðin var undur þakk- lát fyrir skemmtiþætti þar sem boð- ið var upp á það besta sem ísland gæti skartað í alþjóðiegri menn- ingu, svo sem Kattadúettinn og sagarspil. Allir voru einhuga um að skemmta sér rækilega óg litla þjóðarhjartað tók kipp þegar Island eignaðist sinn fyrsta reglulega tö- Ekki veit ég fullkomiega hver for- sagan er, en það kom ýmsum á óvart er fréttist af samstarfi þess- ara tveggja að upplagi frábrugðnu listakvenna, þótt báðar teljist í framvarðasveit á ólíkum forsendum þó, önnur í tvívíðum verkum en hin þrívíðum. Beið því margur spenntur eftir afrakstrinum, sem þeir vissu að hlyti að verða forvitnilegur, og væntanlega hefur enginn orðið fyr- ir vonbrigðum nema að síður sé. Um var að ræða að leita til nátt- úrunnar og handverksins í öllu sínu veldi, forma allt í höndunum og brenna hluta munana yfir eldi til að ná sem náttúrulegustum gler- ungi og tímalegri fyllingu í skreyt- ið. Ofsagt er þó, að það sé óvenju- legt að notagildi ílátanna sé ekk- ert, og að hér hafi verið brotið blað í þróun leirlistar, því hliðstæður eru fyrir hendi og svo er afar hæpið að hægt sé að fullyrða, að leirlistin hafi frá upphafi byggst á sérstæð- um hlutum án samhengis. þvert á móti var mikið samhengi í fram- leiðslunni til forna bæði í leir og gleri eins og sjá má á söfnum. Þótt stílað væri á notagildið hefur seinni tíma framleiðsla trauðla yfirgengið hið formræna næmi, og fagurfræði- lega samhengi, sem var þessu fólki svo eðlislæg. Nútíma listamenn hafa svo sótt stíft í hugmyndir lið- inna tímaskeiða, jafnvel svo að um algjörar eftirlíkingar hefur verið að ræða, Er þessu líkt farið og með portrettið sem margur álítur að lif- að hafi sitt blómaskeið í upphafi tímatals okkar, þótt forsendur þess væru aðrar í Ijósi annarrar siðmenn- ingar. Má allt eins vísa til uppgraftar á Krít er bar fyrir augu mín er ég var þar á ferð 1959, þar sem sjá mátti leirker af öllum stærðum í skipulögðum röðum, sum risastór, framan. Þeir sem sakna þeirra tíma geta nú huggað sig við það að þessi ár ganga aftur ljósum logum þessa dagana í gamla Héðinshúsinu. Sumarið er dauður tími hjá at- vinnuleikhúsunum og þau halda fast í þann sið að loka í nokkra mánuði. Á meðan gefst hugvitsöm- um framkvæmdamönnum tækifæri til að koma ár sinni fyrir borð, eins og sást best á söngleikjunum í fyrrasumar. Auk hefðbundinna leikrita, dagskrár fyrir ferðamenn og óhefðbundins söngleiks er nú um þessar mundir boðið upp á skemmtidagskrá á nýjasta sviði höfuðborgarinnar, Loftkastalanum. Það allrabesta við þessa sýningu að hún er ný, fersk og bráðfyndin. Húmorinn er í senn þjóðlegur og alþjóðlegur. Skari Skrípó minnir í látbragði, búningum, hárgreiðslu, skeggtísku og háttum helst á eitt- hvert stórstirnið frá Slóvakíu. Það er greinilegt að persónan er vön því að vera stærðar fiskur í lítilli skál. Einnig má ætla að persónu- sköpunin eigi eitthvað skylt við aðra töframenn íslenska sem mikið bar á á árum áður, en sú tíska sem þeir voru fulltrúar fyrir - og þótti þá hæst móðins - þykir núna með eindæmum afkáraleg. Eins og Skari sjálfur eru systurnar Abraka og Dabra fulltrúar áttunda áratugarins í klæðaburði. Þær eru samt helst til glæsilegar til að hægt sé að draga þær í sama hallærisdilkinn og þar á ofari léku þær listir sínar af þvílíkri snilld og yndisþokka (auk ótvíræðra leikrænna hæfileika) að hvaða sirkús sem er hefði mátt og þótt hér hafi verið um að ræða forðabúr var þetta svo vel sett upp að minnir á innsetningar nútímans. Að raða saman hlutum svo úr verði sjónræn heild með vísun til ytri fyrirbæra, huglægra sem hlutlægra er svo ei heldur nýtt heldur mjög algengt í núlistum. Upp í hugann kemur srax textíllistakonan Magda- lena Abakanovicz og fjölþættar inn- setningar hennar í rými. Hins vegar er þessi samvinna um margt nýstárleg hér á klakanum, þótt óþarfi sé að líta fram hjá þeim tíma er Ragnar Kjartansson renndi ílát og myndlistarmenn skreyttu þau. Hafa þær Edda og Kogga ómældan sóma af frumkvæði sínu og árangrinum, sem lofar enn meiri afrekum ef haldið skal áfram á sömu braut. En skyldi þetta ekki verða einangrað fyrirbæri eins og svo margt hér á landi? Um það getur tíminn einn skorið úr, en æskilegt væri að þær héldu áfram i 3-5 ár hið minnsta. Helst þangað til þær verða orðnar svo yfirþyrm- andi leiðar hvor á annarri, að þær þoli hina ekki í næsta nágrenni, eins og oft vill fara um samvinnu metnaðarfullra listamanna. Sem er einnig ástæða þess hve ýmsir nafn- kenndir listhópar hafa orðið skammlífir sbr. Cobra í útlandinu og Semtembersýningarnar hér heima. Þær hafa þannig ekki náð að þróa ýkja frumlega hluti/ílát, en hins vegar er framleiðsluhátturinn persónulegur og lausnirnar í upp- röðun munanna oftar en ekki mjög sannfærandi og samræmdar, og ber þá einna hæst verkið ísaland (15). í fremri sal eru dökkir hlutir er byggast á fjölþættum blæbrigðum samlits glerungs og þróuðu skreyti. Þannig búa sérverkin Lam, (1) og Landris (6) yfir sterkum vísunum til geijunar í jarðskorpunni, er hníg- ur og rís, myndar Ijallstoppa, and- stæður og formrænt samræmi. Glerungurinn er eilítið gljáandi og stásslegur, en hann á vafalítið eftir að fá á sig yfirbragð tímans og verða mattari. Hér og í gangi er iíka sá hluti framleiðslunnar er gef- ur snjöllum tónsmiðum tækifæri til að virkja ýmis hljóð og óhljóð úr náttúrunni, eins og til að árétta upprunalegt vinnsluferli ílátanna. Það er svo rétt sem þær stöllur segja, að stundum séu ílátin ástleit- in „bæði munúðar- og kynþokka- full“, og á þeim vettvangi eru kon- ur býsna fundvísar á duldar vísanir jafnt í næsta umhverfi sem úti í náttúrunni sbr. Georgíu O.Keffe í útlandinu og Ragnheiði Jónsdóttur hér heima. í innri sal ræður formræn fágun í einlitum hvítum ílátum og sá hluti er afar sannfærandi ásamt því að lýsingin vinnur mjög hnitmiðað með verkunum og dregur fram sérkenni þeirra. Hin fáguðu vinnubrögð bera svip metnaðarfullra og velmenntaðra listakvenna er vilja kryfja og rann- saka möguleika leirlistarinnar, leit- ast við að víkka út tjásviðið. Til að leggja áherslu á vinnsluferlið hefur verið gerð sjónvarpsmynd af vinnu- brögðunum og er þar falinn mikill fróðleikur, sem sýningargestir eiga helst ekki að láta fram hjá sér fara. Lítil en innihaldsrík sýningarskrá, prýdd mörgum myndum í svart- hvítu, ér snotur hönnun og sér- viskuleg. Vel skrifuð en háttsemd ritgerð er eftir Aðalstein Ingólfsson og tónverk eftir Guðna Franzson. Um er að ræða afar metnaðar- fulla og vel heppnaða Sumarsýn- ingu. Bragi Ásgeirsson •BRESKUR barnabókahöfundur notaði tækifærið er lionum voru afhent virt barnabókaverðlaun, til að ráðast harkalega á skáldsagna- höfunda, sem hann segir allt of gjarna á að leggja áherslu á tækni, stíl og bókmenntaþekkingu á kostn- að frásagnargáfunnar. Rithöfund- urinn, Philip Pullmann, sem kenndi um árabil við Oxford, fékk fyrir skemmstu Carnegie-orðuna, verð- laun sem fyrst voru veitt árið 1936. Pullmann sagði bækur margra rit- höfunda hvorki hafa upphaf né endi og sagði að barnabókahöfund- ar væru þeir einu sem væru sög- unni trúir. Réðst hann sérstaklega á A.S. Byatt, sem hefur m.a. hlotið Booker-bókmenntaverðlaunin, en Pullmann segir nýjustu bók hennar „Babel Tower“ hafa þrenns konar upphaf. •NORSKI fjöllistamaðurinn og prófessorinn Jorgen Nash, hyggst láta uppi hver það var sem sagaði höfuðið af „Litlu hafmeyjunni" í Kaupmannahöfn árið 1964. Nasli hefur í smíðum bók sem kemur út eftir rúmt hálft ár, og þar á að afhjúpa skemmdarvarginn. Nash segir að höfuðið sé í Ósló og hefur nú þegar upplýst að maðurinn hafi verið norskur starfsmaður hjá skipaútgerð og að hann hafi verið í ástarsorg. Haldið hafði verið mik- ið kveðjuhóf fyrir manninn, sem starfaði í Kaupmannahöfn en var á leið til Noregs. í hófinu hitti eigin- kona hans mann sem hún féll fyrir og varð Norðmaðurinn svo reiður að hann reyndi að kyrkja eiginkon- una. Af honum bráði áður en konan hlaut skaða af en hann ákvað að skeyta skapi sínu á styttunni. • NASH segir manninn ætlaað fara til Kaupmannahafnar er bókin kemur út og játa syndir sínar. Nash lá sjálfur undir grun um að hafa sagað höfuðið af styttunni en tókst að hreinsa sig af þeim áburði. Stuttu síðar hafði hinn raunveru- legi sökudólgur samband við hann og vildi segja sögu sína. Þjóðlegt en alþjóðlegt grín Morgunblaðið/Þorkell SYSTURNAR Abraka og Dabra léku listir sínar af snilld og yndis- þokka. prísa sig sælan að hafa slíkar mann- eskjur innanborðs. Brellurnar sem þessi þrenning framkvæmir með hjálp viljugs áhorfanda eru langoftast bráð- fyndnar og á stundum óþægilega óútskýranlegar. Eitt eiga þær allar sameiginlegt, þ.e. að áhorfendur hafa á tilfinningunni að þeir hafi séð þær áður en þurft að sitja undir þeirn alvarlegir og fullir að- dáunar. I þessu samhengi fá þær allt aðra merkingu og það verður erfitt í framtíðinni að horfa á aðra töframenn leika listir sfnar án þess að gera sér grein fyrir hvað þeir eru innilega leiðinlegir og húmors- lausir. Hljómsveitin Canada og Dopp- eldusch-dúettinn halda uppi íjörinu á milli atriða, auk þess se_m Sigur- jón Kjartansson kynnir. í þessum atriðum er innblásturinn sóttur til sjötta og sjöunda áratugarins, í þann tíma sem ríkisútvarpið hljóð- varp og sjónvarp eru að eilífu föst í og verða alltaf fulltrúar fyrir. Þetta eru árin þegar allar hljóm- sveitir klæddust einkennisklæðnaði og skemmtikraftar voru. með þjóð- legar tilvísanir á takteinum. Þessum geðþekku piltum tekst að laða fram yndislega tóna sem undirleik fyrir söngparið Sigurjón og Kristjönu, sem eiga yfrið nóg af yndisþokka, auk þess sem söngur þeirra á sér engin takmörk. Ekki má gleyma dýratemjaranum sem leggur allt í sölurnar við að temja hin „lifandi og hættulegu" dýr. Þessi kvöldskemmtun er mjög vel heppnuð þó að stórfenglegustu at- riðin vilji skyggja á þau mannfærri og rólegri. Sífellt nýjar uppákomur kitla hláturtaugarnar og flytja mann í huganum aftur til fyrri tíma þegar ákveðið sakleysi réði ríkjum, jafnt í hugum áhorfenda sem í skemmtanalífi landsins. Sveinn Ilaraldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.