Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 32
- 32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VIKTORÍA MARKÚSDÓTTIR + Viktoría Mark- úsdóttir var fædd í Hákoti í Þykkvabæ 2. ágúst 1912. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi 13. júli síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Markús Sveinsson (f. 1879, ^ d. 1966) og Katrín Guðmundsdóttir (f. 1883, d. 1957). Þau hjón eignuðust 15 börn og var Vikt- oría áttunda í röð- inni. Af þeim 13 sem komust upp, lifa þrjú systur sína, þau Anna (f. 1913), Kristinn (f. 1918) og Ingibjörg (f. 1924). Viktoría vann sem barn og unglingur við bú foreldra sinna í Dísukoti en um tvítugt fór hún að fara til Reykjavíkur yfir vetrartímann þar sem hún var vinnukona. Arið 1939 fór hún til Akraness á heimili Árna B. Sigurðssonar (f. 23.7.1895, d. 19.6.1968) sem seinna varð eiginmaður hennar, en hann hafði þá misst fyrri eiginkonu sína frá átta börnum, því yngsta aðeins nokkurra mán- aða. Böm Áma og Þóm Einars- dóttur (f. 1898, d. 1939): Einar (f. 1921), Sigurður (f. 1923), Þuríður (f. 1925, d. 1989), Geir- laugur Kristján (f. 1926, d. 1981), Ámi Þór (f. 1930), Hreinn (f. 1931), Hallgrímur Viðar (f. 1936) og Rut (f. 1939). Viktoría og Árni bjuggu á Akranesi til ársins 1958 er þau fluttust til Reykjavíkur þar sem Árni endur- byggði húsið á Hverfisgötu 69. Þar bjó Viktoría til ársins 1994, en þá flutti hún ásamt yngstu dóttur sinni, Fjólu Krist- ínu, á Háteigsveg 8. Dætur Viktoríu og Árna eru: 1) Margrét Ósk (f. 1944), gift Bjarna Geirssyni (f. 1939). Synir þeirra: Þröstur (f. 1975) og Viktor Már (f. 1978). Dóttir Margrétar er Árný Margrét Eiríksdóttir (f. 1968). 2) Svanhvít (f. 1947), gift Garðari Jóhannssyni (f. 1943). Börn þeirra: a) Katrín (f. 1967), gift Halldóri Bald- vinssyni (f. 1965), b) Hrafnhild- ur Viktoría (f. 1970), gift Kristj- áni M. Guðjónssyni (f. 1970, d. 1992). Dóttir Hrafnhildar er Viktoría Kristín (f. 1994), c) Ami Jóhann (f. 1973), og d) Kristín Ólafía (f. 1979). 3) Fjóla Kristín (f. 1956), gift Kalmani le Sage de Fontenay (f. 1961). Sonur þeirra: Alexander Jean (f. 1991). Viktoría verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast Viktoríu Markúsdóttur sem var seinni kona tengdaföður míns. Þessi fáu orð sem ég festi á blað eru aðeins lítið brot af því sem hægt væri að segja um svo mæta konu. Mér er í fersku minni, þegar ég tengdist þessari fjölskyldu, hvernig mér var tekið opnum örm- um og hvað virðing mín fyrir þess- ari glæsilegu konu var mikil. En hún hafði þá fyrir átta árum tekið að sér heimili tengdaföður míns, sem misst hafði konu sína frá átta bömum. Maðurinn minn Geirlaugur Ámason, sem er látinn, var þá ný- lega 13 ára og fékk hann að njóta umhyggju Viktoríu í ríkum mæli. Hann mat hana mikils öll árin sem þau áttu samleið. Þegar Viktoría lést 13. þm. voru nákvæmlega 15 ár frá því að maðurinn minn lést, fyrstur stjúpbama hennar. Andlát þeirra bar brátt að en það var þeim báðum sameiginlegt að eiga bjarg- fasta trú á frelsarann og von um góða heimkomu. Minningarnar hrannast upp, en efst í huga mér er þakklæti, fyrir alla umhyggjuna sem hún bar til barnanna minna og barnabama. Alltaf var rúm fyrir nýjan íjöl- skyldumeðlim í hjarta hennar, eng- um var gleymt. Þá var líka ógleym- anlegt hvað hún annaðist tengda- föður minn vel, þegar hann var farinn að heilsu. Það var allri fjöl- skyldunni mikið þakkarefni. Þegar leiðir skilja, vilja börnin mín, Inga Þóra, Kári, Hörður, Þuríður, Laufey og Geirlaug og fjölskyldur þeirra, þakka allar ljúfu og góðu minning- arnar, frá fyrstu tíð og allt sem þau nutu frá henni, bæði á sorgar- og gleðistundum í lífi þeirra. Margréti, Svanhvíti og Fjólu og fjölskyldum þeirra, biðjum Guðs blessunar við fráfall góðrar móður. Jesús segir: Sannlega, sannlega segi ég yður, sá sem varðveitir mitt orð skal aldrei að eilífu deyja. I þeirri trú lifði Viktoría og í þeirri trú kvaddi hún þennan heim. Fjöl- skyldan öll blessar minningu henn- ar. Sveinbjörg H. Arnmundsdóttir. ErfidtyMjw Safnaðarheimili Háteigskirkju t Símí: JiS y 1Z| || 551 1399 | 1 Guð blessi þig. Þessi orð var amma vön að segja þegar hún kvaddi mig og nú segi ég þau við hana á kveðjustundu með söknuði en jafnframt þakklæti. Guð blessi þig, elsku amma mín. Amma var ein sú besta kona sem ég hef kynnst. Hún var alltaf tilbú- in að hjálpa öðrum á þann hátt sem hún gat. Hún talaði aldrei illa um fólk og reyndi alltaf að finna góðu hliðarnar. Aldrei vísaði hún nokkr- um manni frá dyrum, það voru all- ir alltaf velkomnir, stórir sem smá- ir. Amma var höfðingi heim að sækja, stolt, heiðarleg, hjartahlý og sannkristin kona. Og þannig dó hún. Hún hélt sinni fullu reisn og fegurð - amma var einstaklega falleg kona. Amma kenndi mér margt, hún kenndi mér að bera virðingu fyrir náunganum hVernig sem hann væri. Hún hafði einstaklega góð áhrif á mig og sótti ég mikið til hennar. Það voru ófá skiptin sem ég fékk að sofa hjá henni á Hverfisgötunni, hún var mitt skjól ef á bjátaði. Kæmi það fyrir að mér mislíkaði eitt og annað, tók ég bara næsta strætisvagn og flúði til ömmu og alltaf tók hún mér opnum örmum og ræddi við mig fram og aftur. Ég sakna þess mest að hafa misst mitt trausta skjól, en ég veit að þó að hún sé ekki lengur á meðal okk- ar, þá hittumst við aftur og þá verða fagnaðarfundir. Það voru líka ófáar ferðirnar sem ég á seinni árum keyrði hana í bankann og þegar hún hafði sinnt þeim erindum og kom aftur í bílinn og ég spurði hana hvort hún þyrfti ekki að fara eitthvað annað sagði hún yfirleitt: Æ, ég vil nú ekki vera að tefja þig, en mig langar nú svplítið að fara niður á Lauga- veg. Átti hún þá við fatabúðirnar sem hún hafði gaman af að koma í og skoða og máta, en ósjaldan fór hún með eítthvað heim í poka. Hún var alltaf ákaflega vel til höfð og smekklega klædd svo eftir var tek- ið og í augum okkar var hún alltaf eins og drottning. Ég veit að það gladdi hana mik- ið að fá litla nöfnu. Hún ætlaði vart að trúa mér þegar ég sagðist vera búin að ákveða nafnið á litlu dóttur mína, hún var svo ánægð. Þeim auðnaðist að kynnast hvor annarri tvö fyrstu og tvö síðustu æviárin sín. Þó að Viktoría Kristín komi ekki til með að muna eftir langömmu sinni, þá mun ég sýna henni myndirnar af henni og segja henni frá og halda þannig minning- unni við. Amma kenndi mér að trúa á Guð og hið góða. Þær voru líka ófáar bænirnar sem hún kenndi mér og hafði yfir með mér á kvöldin, áður en ég sofnaði þegar ég gisti hjá henni. Þessi bæn var með þeim fyrstu sem ég lærði og minnir mig ávallt á stundirnar okkar saman þegar ég rifja hana upp: Vertu nú yfir og allt um kring, Með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín, það er með sárum söknuði sem ég kveð þig, en ég veit að þú ert komin á stað- inn sem þú vissir alltaf að þú færir á, heim til Jesú, og ég veit að þar líður þér vel og við munum hittast aftur seinna. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði, elsku besta amma mín. Þín, Hrafnhlldur Viktoría. Ég get ekki látið hjá líða að skrifa nokkrar línur til að minnast heiðurs- konunnar Viktoríu Markúsdóttur. Hún var seinni kona föðurafa míns Árna B. Sigurðssonar sem lést 1968. Afí og Viktoría bjuggu í Þórs- mörk við Skólabraut á Akranesi mín bernskuár. Ég var tíður gestur á heimili þeirra, sem helgaðist ekki síst af því að þau áttu dóttur, Svan- hvíti, á svipuðu reki og ég, sem varð eftirsóknarverður félagsskap- ur fyrir mig, jafnframt því sem mér var ætíð tekið með kostum og kynj- um hjá afa og Viktoríu. Stærstu hátíðisstundir í bernsku minni voru að fá að gista hjá þeim. Afi rak sælgætisverslun á neðri hæð húss- ins. Þaðan lagði ilm af ísformum sem hann bakaði sjálfur, og bland- aðist lykt af alls kyns góðgæti sem lá vel raðað í hillum og glerborði og var ævintýraheimur út af fyrir sig. Og oft var á boðstólum „útlits- gallað“ sælgæti sem gladdi bragð- lauka okkar barnanna. Á efri hæðinni réð Viktoría ríkj- um og gætti bús og barna og tók á móti gestum og gangandi, því hjá þeim var ávallt gestkvæmt, enda fjölskyldan stór. Þessi fasmikla, stolta, glæsilega kona kom inn í líf afa míns, þegar hann hafði misst fyrri konu sína frá átta börnum. Hún tók að sér erfitt hlutverk, en gekk að því verki með einurð og myndarskap. Það hefur áreiðanlega ekki verið létt fyrir unga konu að taka að sér heimili með átta börnum frá eins árs aldri til sextán ára og reyna að gera öllum til hæfis. Ég hef oft á seinni árum dáðst að kjarki þeirra kvenna, sem tóku slíkt hlut- verk að sér og var alls ekki svo óalgengt á fyrri hluta aldarinnar. Hvaða nútímakona mundi taka að sér slíkt hlutverk? Viktoría ílentist á heimilinu, giftist afa mínum og eignaðist með honum þijár dætur, Margréti Ósk, Svanhvíti og Fjólu Kristínu. Um það bil tíu árum áður en afi dó fluttust þau búferlum til Reykja- víkur, og var þá heilsu hans farið að hraka. Hann endurbyggði þó húsið á Hverfisgötu 69 af sinni al- kunnu smekkvísi og vandvirkni, og eignuðust þau hlýlegt og notalegt heimili þar. Viktoría bjó þar eftir að afi dó þangað til fyrir tæpum tveimur árum að hún flutti í skjól Fjólu dóttur sinnar. Viktoría vann aldrei utan heimil- is en drýgði tekjur heimilisins með flatkökubakstri og saumaskap. Hún var einstaklega vel verki farin, og smekkleg. Afskaplega var notalegt að tylla sér niður við eldhúsborðið á Hverfisgötunni og þiggja kaffi með heimabökuðum flatkökum, vöfflum eða öðru góðgæti sem hún töfraði fram. Viktoría fylgdist vel með öllum stóra barnaskaranum þeirra afa og tók virkan þátt í öllum stórviðburðum í fjölskyldunni svo framarlega sem heilsan leyfði. Um síðustu áramót heimsóttum við Viktoríu og þegar ég kvaddi hana og sagðist ekki reikna með að koma heim fyrr en eftir eitt og hálft ár þá sagði hún kankvíslega: „Ætli við sjáumst nokkuð meira hérna megin?“ Ég svaraði að bragði: „Þú ferð nú ekki að deyja að okkur fjarverandi." Þá hló hún við og sagði: „Þú veist nú jafnvel og ég Inga mín, að það er bara einn sem ræður því.“ Viktoría gat ekki beðið eftir að við kæmum heim til íslands. Hún er farin til fundar við Drottin sinn, sem hún trúði svo staðfastlega á, og þar vitum við að hún á góða heimkomu. Ég og fjölskylda mín söknum Viktoríu, hún var ein af þessum styrku stoðum í þjóðfélaginu, sem skila sínu verki af trúmennsku við Guð og menn. Guð blessi minningu mætrar konu. Inga Þóra Geirlaugsdóttir, Gautaborg. Við Halldór vorum stödd í Þýska- landi ásamt Lilju og Baldvin tengdaforeldum mínum þegar mamma hringdi og tilkynnti okkur þær sorgarfregnir að amma Viktor- ía væri dáin. Ekki grunaði mig að ég myndi ekki sjá elsku ömmu mína aftur. Elsku amma mín, ég finn ennþá þitt hlýja faðmlag þegar ég kvaddi þig nokkrum dögum fyrir ferðina. Ennþá heyri ég þín fallegu orð til okkar Dóra. Allar þínar fyrirbænir, fallegar hugsanir, orð og hrós til mín alla tíð þakka ég nú af öllu hjarta. Hugur minn hefur farið víða síð- ustu daga, hugsanir sem spanna allt frá mínum fyrstu minningum til dagsins í dag. Hjá þér og afa bjó ég ásamt mömmu og pabba fyrstu mánuði ævi minnar. Auðvit- að man ég það ekki, en myndir sýna glöggt hve hlý og barngóð þú varst. Þú hélst á mér, ruggaðir mér í svefninn og huggaðir ef þess þurfti. Þegar ég grét á nóttunni tókst þú mig í fangið og fórst inn í annað herbergi svo mamma og pabbi gætu sofið. Elsku amma mín, það varst þú sem kenndir mér bænirnar. Þegar ég fékk að gista hjá þér lágum við saman uppi í rúminu þínu og báð- um: „Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni." Og að morgni næsta dags báðum við. „Nú er ég klædd og komin á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól. í Guðs ótta kenn þú mér, að ganga í dag svo líkist ég þér.“ Þess- ar bænir segja svo margt um þig. Sem ung kona kaust þú að ganga með Jesú. Þér var alla tíð tamt að tala og vitna um hann á svo eðlileg- an hátt að aldrei þótti mér þú ota trúarskoðunum þínum að öðrum. Það er því huggun harmi gegn að nú veit ég að þú ert komin heim til himins. Og þar hefur verið vel tekið á móti þér. Ég þakka Guði fyrir að hafa notið samvista við þig, amma mín. Þú varst svo falleg, góð og hlý. Tignarleg varstu með hárið þitt svo vel uppsett. Þú talaðir um að klippa það stutt nú síðustu árin, sagðir að það væri orðið_ þunnt og erfitt að halda því við. Ég dró úr því og við vorum reyndar sammála því að hvorki þú né aðrir kynnu við þig með stutt hár. Hárið er prýði kon- unnar, sagðirðu oft. Það var svo sannarlega þín prýði. Á líkama og sál varstu ungleg. Alltaf fín og vel til höfð. Þér fannst gaman að punta þig en samt svo hóflega. Þú notaðir ekki farða né mikið skart, enda þurftirðu þess ekki, fegurðin kom öll innan frá. Um tíma vann ég við Laugaveg- inn í verslun og kom alltaf til þín í hádeginu. Þá varstu alltaf búin að leggja á borð fyrir a.m.k. tvo og elda hollan, góðan mat. Svo náðirðu í teppi og púða og sagðir mér að leggja mig smástund í sóf- ann. Þú dekraðir við mig eins og ég væri prinsessa. Alltaf varstu með svuntuna á þér því þú þurftir alltaf að fást við eitt- hvað. Heimilið þitt alltaf ilmandi af hreinlæti, blómin falleg og köku- ilm lagði úr eldhúsinu. Þegar þú bjóst við Hverfisgötuna var alltaf líf og fjör. Það minnti eiginlega á kaffihús því alltaf var heitt á könn- unni nýbakaðar vöfflur, pönnsur og jafnvel ömmukökur. Enginn bakar eins góðar pönnukökur og þú. Þér fannst þær varla boðlegar þessar skræður. Stundum fékk ég að hjálpa ykkur mömmu við að baka ömmukökur sem voru stundum seldar í nokkrum matvörubúðum. Ömmukökur voru ómissandi í ferða- lög og veiðitúra sem pabbi fór með bræðrum mömmu. Þó þú hafir ekki verið skólageng- in lengi varstu vel að þér í þjóðmál- um og last mikið. Þú hlustaðir mik- ið á tónlist, aðallega klassík og trú- arlega söngva. Það var auðsótt mál að keyra þig það sem þú þurftir, allir boðnir og búnir til þess en þú vildir helst ekki láta aðra hafa mik- ið fyrir þér. Þegar Halldór kom í fjölskylduna tókstu vel á móti honum. Síðastlið- ið ár hefur hann verið mikið í burtu. Alltaf spurðir þú: „Hvað er að frétta af elsku Dóra mínum?“ Þetta sýnir þinn hug til hans og hann var gagn- kvæmur til þín. Þið gátuð talað og hlegið saman og þú talaðir um bíla- málin við hann. Þó hafðir þú aldrei lært að aka bíl. Elsku besta amma mín, þakka þér fyrir samfylgdina og allt sem þú kenndir mér, því mun ég aldrei gleyma. Allar minningar um þig geymi ég alla tíð. Guð blessi minninguna um þig og gefi öllum þínum ástvinum og íjölskyldu styrk og kraft. Þín, Katrín. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.