Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 13 VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Evrópsk bréf lækka vegna lækkunar í Wall Street London. Reuter. EVRÓPSK verðbréf snarlækkuðu í verði í gær vegna lækkunar í Wall Street og uggs um að næsta skref Bandaríkjamanna og Japana verði að hækka vexti. Verð í evrópskum kauphöllum virðist fara lækkandi eftir óstöðugleikann í Wall Street í síð- ustu viku þegar Dow Jones kaup- hallavísitalan lækkaði um 84 punkta. Verðið lækkaði jafnvel ennþá meir eftir opnun í Wall Street þegar Dow lækkaði um 50 punkta í viðbót. A gjaldeyrismörkuðum virtist dollar varnarlaus á sama tíma og bandarísk hlutabréf lækkuðu í verði. Vangaveltur um vaxtalækkun í Þýzkalandi í þessari viku hafði treyst stöðu dollars gegn marki um morguninn, en ekkert gat kom- ið í veg fyrir lækkun síðdegis þeg- ar gengi hans var skráð á talsvert innan við 1,49 mörk miðað við 1,4943 mörk þegar gengi hans var hæst um daginn. Ýmis ummæli starfsmanna þýzka seðlabankans og innan við 10% aukning peningamagns ýttu undir getgátur um hagstæðari lánakjör í Þýzkalandi eftir fund í stjórn þýzka seðlabankans á fimmtudag, síðasta fund hennar fyrir sumarleyfi. í Bandaríkjunum er beðið eftir fundi í valdamikilli alríkisnefnd 20. ágúst þegar hugsanlegt er talið að vaxtahækkun verði ákveðin. í Japan hefur embættismönnum ekki tekizt að eyða ugg um hækk- unforvaxta. í London varð framhald á fyrri lækkunum og lækkaði FTSE 100 vísitalan um tæplega 30 punkta í innan við 3700. Verð þýzkra hlutabréfa snar- lækkaði og hélt áfram að lækka í viðskiptum á alnetinu eftir hina slæma byijun í Wall Street. Hagnaður Norsk Hydro minni en vænzt var Ósló. Reuter. NORSK Hydro hefur skýrt frá hreinum hagnaði á fyrra árshelm- ingi upp á 3.28 milljarða norskra króna, sem er 20% lækkun miðað við sama tíma í fyrra og minna en búizt hafði verið við. Fyrirtækið segir að hagnaður af olíu, gasi og gróðuráburði hafi ekki aukizt nógu mikið til að vega á móti verulega minni tekjum af léttum málmum, jarðolíu og jarðg- asi. Hreinar tekjur minnkuðu úr 4.11 miiljörum norskra króna á fyrra árshelmingi 1995. Hreinar rekstrartekjur minnkuðu um 3,5% í 5.75 milljarða. „Þannig er ástatt fyrir Hydro að á móti góðum tekjum af olíu og gasi koma sveiflur sem valda minni hagnaði af áli og efnun unn- um úr jarðolíu og jarðgasi," segir í blaði fyrirtækisins, Pvofile. Nettóhagnaður á öðrum árs- fjórðungin minnkaði um 27% í 1.41 milljarð norskra króna miðað við 1.95 milljarða á sama tíma í fyrra. Ástæðan var minni rafmagnsfram- leiðsla og hærri skattar vegna hlut- fallslega meiri tekna af olíu og gasumsvifum. Hydro sagði að skattahækkunin væri skýringin á því að hagnaður á hlutabréf á öðrum ársijórðungi hefði minnkað um 28% í 6,10 norskar krónur úr 8,50 krónum á sama tíma í fyrra. Verð hlutabréfa í Hydro lækkaði um 2,55% í 286 krónur, en síðan batnaði staðan nokkuð. Sumitomo borgar skuldir Hamanaka Tókýó. Reuter. SUMITOMO fyrirtækið mun endurgreiða bandarísk bankalán upp á nokkur hundruð milljóna dollara, sem aðalkoparsali þess, Yasuo Hamanaka, notaði til að ijármagna koparviðskipti sín sam- kvæmt heimildum í Tókýó. Skuldirnar voru hluti 1.8 millj- arða dollara upphæðar, sem Sumi- tomo tapaði á 10 áratímabili vegna óleyfilegra kopai’viðskipta Haman- aka að sögn starfsmanns Sumi- tomo. „Sumitomo mun standa við skuldbindingar sínar til að koma í veg fyrir frekari óróa á kopar- markaði,“ sagði starfsmaðurinn. Viðskiptablaðið Wa.Il Street Journal hafði hermt að stórlán frá nokkrum bandarískum stórbönk- um, sem notuð hefðu verið til að fjármagna koparviðskipti fyrir- tækisins, væru að falla í gjald- daga. Blaðið sagði að óvíst væri talið að Sumitomo mundi greiða allar skuldir sínar eftir hneykslið í síð- asta mánuði. Sumitomo mun skulda Chase Manhattan 500 millijónir dollara ogJ.P. Morgan & Co um 400 millj- ónir dollara. Airbus ímál við Boeing? Pans. Reutcr. AIRBUS Industrie, samtök evr- ópskra flugiðnaðarfyrirtækja, íhuga lögsókn gegn Boeing flug- vélaverksmiðjunum fyrir niðrandi ummæli í viðræðum við indverska flugfélagið, Air-India. Airbus kveðst inunu endur- skoða afstöðu sína, ef Boeing dragi ummæli sín til baka. Talsmaður Airbus segir Boeing- verksmiðjurnar hafa haldið -því fram í viðræðunum að 707 þota þeirra sé hraðfleygari en A340 vél Airbus, þótt hraði þeirra sé sam- bærilegur. Kjarni málsins er að bæði fyrir- tæki standa í viðræðum við Air- India um sölu á nýjum véluin handa félaginu. Sérfræðingar telja að Air-India þurfi um tíu 200-400 farþega vélar til nota á lengri leið- um. Boeing býður nýjustu 777 vél sína, en Airbus A340. Boeing selur fleiri vélar en Airbus, sem reynir að tryggja sér að minnsta kosti 50% markaðshlutdeild í heiminum. Fyrstu sex mánuði 1996 fékk Airbus 48% nýrra pantana í vélar, sem taka fleiri en 100 farþega, Boeing 49% og McDonnell Douglas 3%. Morgunblaðið/ÓB NÝTT hlutverk. Stúlkurnar úr Rækjuvinnslunni eru nú komnar í naglhreinsun vegna endurbóta á verksmiðjunni. Rækjuvinnslan endurnýjuð Skagaströnd. MIKLAR endurbætur standa nú yfir hjá Rækjuvinnslunni á Skagaströnd. Vinnslu var hætt 12. júlí og þá hafizt handa við að rífa allar væelar úr verksmiðj- unni. Gagngerar endurbætur á að gera á vélakosti verksmiðjunn- ar og húsnæði hennar. Allt verður rifið innan úr vinnslusalnum og hann klæddur upp á nýtt og stækkaður. Nýjum pillunarvélum verður komið fyrir og afköstin þar með aukin til muna. Áætlað er að verksmiðjan taki aftur til starfa í lok ágúst eða byrjun sept- ember. Þá veðrur byijað að byggja nýja móttöku og er gert ráð fyrir að hún verði komin í gagnið um næstu áramót. Meðan á endurbótunum stendur fer starfsfólk Rækjuvinnslunnar í sumarfrí, en hluti þess fær vinnu við endurbæturnar. Þeir, sem ekki fá vinnu, verða flestir að skrá sig atvinnulausa því Rækjuvinnslan er burðarás í atvinnulífinu og ekki auðhlaupið í aðra vinnu. Víetnamar efla útveginn VÍETNAMAR fluttu út sjávarafurðir fyrir tæplega 37 milljarða ísl. kr. á síðasta ári og var greinin þá í þriðja sæti á eftir olíu og hrísgijónum. Áætlað er, að fiskafli úr sjó og eldi hafi verið 1,34 millj. tonn 1995 og hafi aukist um 20% frá 1993. Hefur mikil þróun átt sér stað í víetnömsk- um sjávarútvegi á síðustu árum, bæði vegna aukinnar fyrirgreiðslu ríkisins við greinina og vegna sam- starfs við erlend fyrii'tæki. Eins og víðar er það rækjan, sem er verðmætasta tegundin, en Víet- Góða veðrið fer illa með loðnuna REYTINGUR var á loðnumiðunum í gær og um helgina en þurfa skipin að hafa mun meira fyrir veiðini en áður og taka mörg köst til að fylla sig. Loðnan veiðist nú einkum á kvöldin og á næturna og er dagveiði nánast engin. Loðnan er orðin nán- ast átulaus en geymist samt enn mjög illa að sögn Hafþórs Sigurðs- sonar, vinnslustjóra SR Mjöls á Raufarhöfn. „Það er Mæjorkaveðrið sem er alveg að fara með okkur núna. Það er ekki nóg að losna við átuna því það hefur verið 20-25 gráðu lofthiti hérna upp á hvern ein- asta dag síðustu vikur og hitastigið í hráefnistönkunum er um 5 gráður þannig að loðnan geymist mjög tak- markað. Það sem við vildum helst fá núna er norðanátt og rigning," segir Hafþór. Komin 200 þúsund tonn Fjögur loðnuskip lönduðu á Rauf- arhöfn um helgina 3.200 tonnum en alls hefur verið landað þar 16.600 tonnum frá upphafi vertíðar. í gær höfðu borist rétt tæp 200 þúsnd tonn af loðnu á land á sumarvertíðinni, mest hjá SR Mjöli á Siglufirði, rúm- um 26 þúsund tonnum. Ársafli um 1,4 millj. t. en rækjan er verðmætust namar hafa selt hana til 22 landa. Eru Japanir stærstu kaupendurnir en auk þess fer hún til Singapore, Hong Kong og Tævans og nú upp á síðkastið einnig til Bandaríkjanna og Ástralíu. Uppbygging í ólestri Þótt margt hafi áunnist í ví- etnömskum sjávarútvegi á hann erm langt í land með að verða einn af þeim stóru í Suðaustur-Asíu. Fyrir- tækin eru illa búin og öll uppbygging iðnaðarins veldur því, að hann stend- ur höllum fæti í samkeppninni á al- þjóðlegum markaði. Víetnamar sjálfir gera sér fulla grein fyrir þessu og sem dæmi er nefnt, að það getur tekið fimm eða sex klukkustundir að flytja fisk úr eldistjörnum í verksmiðj- una. Er hann þá fluttur í opnum körfum og þótt hann sé ísaður, þá bráðnar ísinn fljótt í hitunum á þess- um slóðum. Geta Víetnama til að ijármagna nauðsynlega endurnýjun er tak- mörkuð og því hafa þeir leitað efth' samstarfi við erlend fyrirtæki. Á árunum 1981-’94 fjárfesti ríkið í sjávarútvegi fyrir tæpa átta millj- arða ísl. kr. og þar af voru um 67% íjárins erlend lán. Ríkið sjálft lagði aðeins fram 7-8% en hitt var önnur innlend fjármögnun. Stjórnvöld í Víetnam hafa ákveð- ið, að á þessu ári verði byijað fyrir alvöru á endurnýjun i sjávarútveg- inum en landsmenn vonast til að geta minnkað það lífsgæðabil, sem er milli þeirra og ýmissa annarra ríkja í Suðaustur-Asíu. I því skyni hafa þeir meðal annars gerst aðilar að Efnahagsbandalagi Suðaustur- Asíuríkja, ASEAN. 21 samstarfssamningur Víetnamar hafa gert 21 samstarfs- samning við erlend sjávarútvegsfyrir- tæki og eru þeir tveir stærstu við Alúöarþakkir til þeirra sem sýndu mér hlýhug og sóma á áttrœöisafmœli minu, 14. jú/í sl. Guðmundur Ólafsson, Kópavogsbraut 59. Rússa. Snúast raunar níu stærstu samningarnir um eldi og aðallega rækjueldi. í Víetnam er eldið nú stundað á 581.000 hekturum og framleiðslan um 415.000 tonn á ári. Víetnamar geta nú veitt allt að 1,4 millj. tonn árlega en bátaljöldinn í landinu er um 68.000. Þó er talið, að um nokkra ofveiði sé að ræða á grunnmiðum og þess vegna er reynt að beina sókninni meira á fjarlægari mið. § TOPPMERKI í KÆLISKÁPUM Verð áður 79.990,- NÚ AÐEINS 69.990,- st9r. IFDniX HÁT0NI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 10.000 KRÓNA AFSLÁTTUR GRAM KF-355E kæliskápur með lúxusinnréttingu 334 lítra 2ja hurða kæliskápur með 272 I. kæli og 62 I. frysti. HxBxD = 174,2 x 59,5 x 60,1 cm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.