Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUÍXENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNÁRSTRÆTI 86 ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Sjúkrahús Patreksfjarðar Þinginenn beðnir um fund ÞINGMENN Vestfjarðakjördæmis munu eiga fund með stjórn Sjúkra- húss Patreksfjarðar kl. 14 í dag. Steindór Ögmundsson, stjórnarfor- maður sjúkrahússins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórnin hefði farið þess á leit við þingmenn kjördæmisins að þeir ættu slíkan fund með henni. „Ég ætla að vona að þeir komi allir, því þetta er mikið alvörumál," sagði Steindór. Steindór sagði óráðið hvort fyrir- ^^hugaður stjómarfundur Sjúkrahúss '"Patreksfjarðar yrði haldinn í dag. Enn væri beðið eftir endurskoðuðum ársreikningum sjúkrahússins fyrir árið 1995. Fyrir stjórninni liggja til- lögur um breytingar á rekstri sjúkra- hússins, en viðvarandi halli hefur verið á rekstri þess í tvö ár. Af hálfu heilbrigðisráðuneytisins er þrýst á stjórnina að taka afstöðu til tillagn- anna sem fyrst. ....------- 66% af kostnað- aráætlun Morgunblaðið/Sverrir í afmælisskapi ÞÆR voru í sannkölluðu af- mælisskapi hnátumar tvær á Þórshöfn nú um helgina, enda var verið að halda upp á 150 ára verslunarafmæli Þórshafn- ar og við sama tækifæri var nýr flugvöllur Þórshafnar vígður. Fyrsti farþeginn sem lenti á vellinum var Vigdís Finnbogadóttir, forseti Ís- lands, en hún var jafnframt í sinni síðustu embættisferð. ■ Súrt og sætt/26 Neyslukönnun Félagsvísindastofnunar HÍ 43,7%faraífrí til útlanda 43,7% AÐSPURÐRA í nýrri neyslukönnun Félagsvísndastofn- unar Háskóla íslands sögðust hafa farið í frí til útlanda á sl. 12 mán- uðum. í eina ferð fóru 31,1%, í tvær ferðir fóru 8,3% og 4,3% fóru í þijár ferðir eða fleiri. í úrtakinu voru 1200 manns á aldrinum 14-80 ára. Könnunin var send út til um 1.200 manns og bárust svör frá 882, sem er heldur minna en í fyrri könnunum. Margir til Bretlands Af þeim sem fóru í frí til út- landa fóru 38,4% á tímabilinu maí til september 1995, 25,6% fóru á tímabilinu október til nóvember 1995, 9,9% í desember til janúar 1996, 10,4% í febrúar til mars og 15,7% á tímabilinu apríl til maí 1996. Flestir fóru til Bretlands eða írlands, eða 25,3%. Til Norður- landa fóru 20,7%, til Spánar 12,8%, til annarra Evrópulanda fóru 12,2% og 8,8% fóru til Banda- ríkjanna. Flestir í heimsókn Tilgangur ferðarinnar var heim- sókn í 24,3% tilfella, 19,5% fóru í stórborgarferð, 19,4% fóru í sól- arlandaferð og 15,7% fóru í versl- unarferð. í skipulagða hópferð fóru 38,9%, en 59,4% fóru á eigin vegum, og hjá 1,7% var um hvort tveggja að ræða. Ferðin var keypt hjá Flugleiðum í 30,8% tilfella, hjá Samvinnuferðum-Landsýn keyptu 30,3% ferðina og 15,9% keyptu ferðina hjá Úrval/Útsýn. 38,9% tók þátt í skipulagðri hópferð en 59,4% ferðuðust á eig- in vegum. Klakkur á leið í Smuguna Viðgerð- armenn TILBOÐ í fyrsta áfanga vegtengingar Hvalfjarðarganga, hringveg og Akra- fjallsveg, voru opnuð hjá Vegagerð- inni í gær. Lægsta tilboð í verkið átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, 323 milljónir króna eða tæp 66% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 489,6 milljónir króna. Frávikstilboð Borgarverks ehf. nam 336,421 mkr., tilboð Háfells ehf. og Loftorku, Reykjavík, 377 mkr., tilboð Valar hf. 382,128 mkr., tilboð Ingileifs Jónssonar á Svína- vatni rúmum 383 mkr., tilboð Borg- arverks ehf., Borgarnesi, rúmum 392 mkr., tilboð ístaks hf. rúmum 402,5 mkr., tilboð Suðurverks hf. á Hvols- velli og Klæðningar í Hafnarfirði 418,8 mkr., frávikstilboð Skóflunnar hf., Akureyri, og Jónasar Guðmunds- sonar, Bjarteyjarsandi, rúmum 451 mkr., tilboð sömu aðila tæpum 473 mkr. og tilboð JVJ í Hafnarfirði tæplega 554,7 mkr. Eitt skip á rækju við Svalbarða JÓHANN A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, segist gera ráð fyrir að útgerð hans sendi skip til rækju- veiða á Svalbarðasvæðinu og nýti þannig heimild í nýrri reglugerð Norðmanna fyrir eitt íslenzkt skip að stunda veiðar við Svalbarða. Skip hraðfrystistöðvarinnar, Stak- fell, hefur eitt íslenzkra skipa gert tilraun til að veiða þar rækju. Rækjuveiði á Svalbarðasvæðinu hefur ekki verið háð takmörkunum til þessa. Nú taka Norðmenn hins vegar upp kerfi, sem þeir segja sniðið eftir sóknarstýringarkerfi, sem viðhaft er við rækjuveiðar á Flæmska hattinum; hveiju ríki sem rétt hefur til veiða er úthiutað ákveðnum fjölda skipa, sem mega veiða á svæðinu hveiju sinni. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, segir að ís- lenzkir útgerðarmenn hafi að und- anförnu haft í huga að brygðist þorskveiði í Barentshafi væri mögu- leiki að reyna fyrir sér á rækju við Svalbarða. „Það er engin spurning að Norðmenn hafa flýtt sér að gera þetta vegna þess að þeir hafa ótt- azt að við færum að reyna fyrir okkur í rækju ef þorskurinn brygð- ist,“ segir Sveinn Hjörtur. ■ Smugu Iokað/6 fóru um borð Morg'unblaðið/Valdimar Kristinsson Seinni sláttur hafínn á Suðurlandi HEYSKAPUR er yfirleitt vel á veg kominn á landinu að sögn Olafs Dýrmundssonar landnýtingarráðunauts hjá Bændasamtökunum. Sums staðar, sérstaklega á Suður- landi, eru bændur góðum hálfum mánuði á undan og aðeins farið að slá seinni slátt. Sagðist Ólafur ekki muna eftir því að byrjað hafi verið svo snemma á seinni slætti. Margir væru búnir með fyrri slátt og væri heyfengur mjög góður það sem komið væri, bæði að magni og gæðum. Á Norðurlandi væri ástandið gott þótt bændur þar væru skemur á veg komnir með heyskapinn. Bændurnir á Heiði í Bisk- upstungum, þeir Sigurður Þorsteinsson og sonur hans, Brynjar, hófu seinni slátt um helgina en þeir höfðu lokið fyrri slætti fyrir viku. Heyj- uðu þeir á 110 hekturum en gerðu ráð fyrir að taka fyrir 20 hektara í seinni slætti. Heyin eru mikil og góð að sögn Sigurðar, líklega aldrei verið svona góður heyskapur fyrr á Heiði. VIÐGERÐARMENN frá Fiskiðj- unni Skagfirðingi hf., útgerð togarans Klakks frá Grundarfirði, fóru um borð í skipið um helgina þar sem það lá fyrir utan fjögurra mílna lögsögu Noregs og gerðu við bilun í spili skipsins, en skip- inu hafði verið meinað að koma til hafnar í Tromsö til að fá gert við bilunina. Ingimar Jónsson, fjármálastjóri Fiskiðjunnar Skag- firðings, vildi í samtali við Morg- unblaðið ekki greina frá því með hvaða hætti viðgerðarmennirnir komust út í skipið né hvenær viðgerðin hefði farið fram. Klakkur er á nýjan leik farinn til veiða í Smugunni þar sem skipið hefur verið við veiðar að undanförnu. „Sérfræðingar á okkar vegum fóru til Noregs og fóru um borð í skipið og ásamt vélstjórum skips- ins gerðu við það sem aflaga hafði farið, en viðgerðin tók nokkrar klukkustundir. Eg get í sjálfu sér ekkert sagt um það hvaðan þeir fóru um borð eða hvernig,“ sagði Ingimar. íslenskum skipum fjölgar í Smugunni Hann sagði að aldrei hefði feng- ist heimild fyrir Klakk til að koma að landi og fljótlega eftir að bilun- in hefði komið í ljós hefði verið búið að skipuleggja ferð viðgerðar- manna héðan til Noregs. íslenskum skipum í Smugunni fer fjölgandi og sagði Ingimar ástæðu til að búast við því að einhver skipanna ættu eftir að bila eða lenda í öðrum vandræð- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.