Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 17 Finnur Bjarnason barítonsöngvari kemur fram í Wigmore Hall í London Fær umfjöllun í breskum blöðum London. Morgunblaðid. FINNUR Bjarnason baríton-söngv- ari, var valinn til þess að koma fram á tónieikum Songmakers stofnunar- innar í Wigmore Hall í London sl. miðvikudagskvöld. Tónleikarnir vekja jafnan eftirtekt og tveir gagn- rýnendur breskra blaða hafa Qallað um frammistöðu Finns. Finnur útskrifaðist úr tónskóla Sigursveins vorið 1995, en hefur stundað nám við almennu tónlistar- deildina í Guildhall í London frá því sl. haust og hyggst í kjölfarið Ieggja stund á tveggja ára framhaldsnám í óperusöng. Graham Johnson, sem er prófessor í undirleikaradeildinni við Guildhall, kom á laggirnar Songmakers, stofn- un sem hefur á þeim 20 árum sem hún hefur starfað notið virðingar fyrir að koma á framfæri ungum og efnilegum söngvurum. Starfsmaður „Song- makers" skrifstofunnar sagði að Graham hefði líkað mjög vel þegar hann heyrði í Finni og þess vegna ákveðið að bjóða honum að koma fram á tónleikunum, en stofnunin stendur fyrir 3-4 tónleikum árlega í hinni þekktu tónleika- höll Wigmore Hall í London. Graham Johnson set- ur saman dagskrá og velur þema fyrir hveija tónleika, en að þessu sinni voru það fyrstu og síðustu söng- lög þekktra tónskálda allt frá Beet- hoven til Berg. Jafnframt því að vera upphafsmaður sér Graham um undirleik á píanó og kynnir lög og söngvara. Með Finni komu fram sópransöng- konan Chestine Schafer og messósópraninn Stella Soufexis. Söngvararnir fá allir góða dóma í Times, en gagnrýnandi blaðsins segir þá hafa stutt Johnson vel í að ná fram viðeigandi ástríðu í verkunum sem voru flutt. Sá hinn sami seg- ir ennfremur að Finnur hafi sungið Der Kiiss eftir Beethoven af áræðni. Gagnrýnandi The Financial setur upp heldur kennaralegri tón og segir Finn hafa sungið verk Shostakovich af íhygli en skort ómun - sem hann telur að muni koma eftir 1 - 2 ár. í verkum Bergs segir í dómnum að Finnur hafi streist við að halda sam- kvæmni í tóntegund. Þrátt fyrir það telur hann að vei hafi tekist til í heildina og hrósar skipuleggjandan- um, Graham Johnson, fyrir framtak- ið. Finnur sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði verið gaman að koma fram í Wigmore Hall og dagskráin hefði verið skemmtileg. „Það var gaman að bera saman það sem þessi tónskáld voru að gera þeg- ar þau byijuðu ferilinn og svo undir lokin, sjá þróunina og hvað er líkt með lögunum. Það mátti sjá ákveðin stíleikenni þrátt fyrir að 10, 20 eða 30 ár liðu á milli lagasmíðanna." Finnur Bjarnason Gestir í Suð- ursveit Suðursveit. Morgunblaðið GÓÐIR gestir dvöldu hér í Suð- ursveit á dögunum, þau Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Páll Guðmundsson upptöku- stjóri. Erindið var hljóðupptaka fyrir einleiksfiðlu í Kálfafells- staðarkirkju, en fyrirhuguð er útgáfa á geisladiski með verk- um eftir íslensk tónskáld. Rut og Páll dvöldu hér á síðasta ári til að kanna hljómburð og aðstæður, en létu nú til skarar skríða. Þau rómuðu mjög hljómburðinn í kirkjunni og aðstæður allar, kyrrð og næði í faðmi Suðursveitar. Ef til vill verður Kálfafells- staðarkirkja verðugur vett- vangur hljómupptöku í framtíð- inni. Nýjar bækur Georgískt helgirit á íslensku ÚT ER komið rit til minningar um georgíska íslandsvininn Grigol Mat- sjavariani, en hann fórst í bílslysi í heimalandi Sínu í vor. Grigol varð þjóðkunnur hér á landi, er það fréttist að hann hefði upp á eigin spýtur lært ís- lensku ótrúlega vel. Davíð Odds- son forsætisráð- herra sýndi hon- um og Irmu konu hans þá viðurkenningu að bjóða þeim hingað til lands, og dvöldust þau hér í hálft ár 1993. Ritið sem Fjölvi sendir frá sér er þýðing Grigols á fornu georgísku handriti, sem telst bæði í senn grundvöllur bókmennta og kirkju- ritunar þessarar kristnu Kákasus- þjóðar. Það nefnist „Píslarvætti Sjúsjanikar drottningar", ritað af kristnum munki um árið 480. „Ge- orgíumenn urðu meðal fyrstu þjóða til að gera kristindóminn að ríkistrú árið 337, en síðar var sótt að þeim úr öllum áttum. Persar neyddu Varsken höfðingja þeirra til að kasta trúnni og taka upp eldsdýrk- un, en drottning hans Sjúsaník reis upp og hafnaði trúskiptum. Fyrir það misþyrmdi Tíann henni og lok- aði í dýflissu í sjö ár,“ segir í kynn- ingu. Við þýðinguna naut Grigol að- stoðar Pjeturs Hafstein Lárussonar. Grigol ritar skýringar og sér- staka kynning á ættlandi sínu, þjóð og sögu með litljósmyndum. Fjölvaútgáfan fékk georgíska listakonu sérstaklega til að mynd- skreyta verkið með fjölda litprent- aðra mynda í georgískum stíl. Hún heitir Dali Mughadze. Útgefandi er Ejölvaútgáfan. Bókin um Píslarvætti Sjúsjaníkar er 80 síður í stóru broti. Filmugerð annaðist PMS í Súðarvogi, en prent- un og bókband Grafík hf. Verð bókarinnar er 2.480 kr. ------» ♦ ♦----- Ljóðaupplestur á Kaffi Oliver LJÓÐAUPPLESTUR verður á Kaffi Oliver, Ingólfsstræti, kl. 22 í kvöld, og er þetta fimmta þriðju- dagskvöldið í röð sem slíkur við- burður er á staðnum. Hjalti Rögn- valdsson leikari les úr ljóðum og ljóðaþýðingum Einars Braga, undir yfirskriftinni „Þegar nóttin dó í jök- ulinn“. ARIEL HIKER DOME Kúlutjald. 3.4 kg. ' 2 manna. tjöldum HUSTJALD PARADÍSÓ Htew 4 manna 42.700 áður 47.000 SWALLOW 3ÖO Svefnpoki -5°C 1,6 kg. Fallegur og mjúkur með innri kraga. Umbodsaðilar um land allt: Höldur verslun, Glerárgötu.Akureyri Borgarsport, Borgarnesi Verslunin Hamrar, Grundarfirði Þjótur, ísafirði Verslunin Laufið, Bolungarvík Kaupfélag V-HÚn., Hvammstanga Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Sportvík, Dalvík Bókarverslun Þórarins, Húsavík BH-búðin, Djúpavogi Akrasport, Akranesi Verlsunin Vík, Neskaupsstað y -'áður 11.700 JURA gönguskór á 9.900 j&kr* tx\Vð.T-\ ,þar sem ferðalagið byrjar! Gagnrýni - DV 9.júlí Gkta fín sumarskeinmtun. Gagnrýni - Mbl ó.júlí Ég hvet sem flesta að verða ckki af þcssari sumarskemmtun. Fös. 26. júlí kl, 20. Örfá sæti laus. Ipff. +_akl. i KASIAUNn sK# SKlgi{j Miðasala í síma 552 3000. Komdu ef þú ÞORIRill Lau. 27. júlí kl. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.