Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 33 RAFN ÞÓRÐARSON + Rafn Þórðar- son var fæddur í Ólafsvík 4. des- ember 1927. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Skipholti 4 í Ólafs- vík, 13. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þórður Kristjánsson fyrr- um skipstjóri, sjó- maður og verka- maður í Ólafsvík, og kona hans Svan- fríður Þorsteins- dóttir húsmóðir. Þau Þórður og Svanfríður eignuðust 13 börn, fimm misstu þau á barnsaldri, en þau sem upp komust voru þessi í aldursröð: Elín, Ester og Sigrún, allar búsettar í Reykjavík, Þórður og Rafn, sem hér er minnst, búsettir í Ólafsvík, Lilja búsett í Kefla- vík, Rakel, látin, var búsett í Danmörku, og Unnur búsett í Garðabæ. Rafn kvæntist 24. sept. 1961 Önnu Jónasdóttur, sjómanns og verkamanns í Ölafsvík, Péturssonar og k.h. Lydíu Kristófersdóttur. Þeim varð þriggja barna auðið. 1.) Garðar, f. 12. des. 1953, býr í Ólafs- vík, vélsljóri á tog- aranum Snæfelli, kvæntur Guðrúnu Pétursdóttur, f. 31. maí 1951. Þau eiga þrjár dætur: Telmu, f. 27. maí 1973, Sif, f. 21. nóv. 1977 og Rut, f. 19. des. 1981. 2.) Ly- día, f. 29. nóv. 1960, býr á Rifi, húsmóðir, gift Hjálmari Þór Krisljánssyni verkstjóra, f. 2. júlí 1958. Synir þeirra eru: Fannar, f. 31. jan. 1983, og Daði, f. 14. mars 1986. 3.) Svanur, f. 5. apríl 1962, býr í Ólafsfirði, vélsljóri á togaran- um Hvannabergi, kvæntur Maríu Sölvadóttur, f. 28. des. 1964. Þeirra börn eru: Viðar, f. 5. maí 1982, Anna Lóa, f. 8. febr. 1986, Sóley, f. 12. júlí 1989, Rafn, f. 23. maí 1995. Útför Rafns fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig setti hljóða þegar mér barst fréttin um skyndilegt andlát Rafns mágs míns og minningar um hlýj- an og elskulegan mann streymdu fram í hugann. Og hugur minn fylltist þakklæti til hans og systur minnar elskulegrar sem mér höfðu margan greiðann gert um ævina, þakkir til hans og hennar fyrir aðstoð á erfiðleikatímum í lífi mínu, ekki síst þegar ég flutti um sinn frá Reykjavík til Olafsvíkur; - þá tóku þau mig og fjölskyldu mína upp á sína arma og leystu vandamálin með ógleymanlegum hætti. Rafn Þórðarson var umhyggju- samur fjölskyldufaðir. Skyldu- rækni hans og umhyggja var rauði þráðurinn í verkum hans og lífs- MINNINGAR starfi, enda farnaðist honum allt vel sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann var alinn upp við sjó, í sjávarplássi sem á afkomu sína og framtíð undir fengsæld fiskim- iðanna. - Og hugur hans beindist að því sem var hendi næst, sjó- mennskunni. Hann tók fiski- mannapróf og var lærður vél- stjóri, en skipstjóri var hann öll sín mestu manndómsár. Ekki átti hann hlut í bátum sínum, en hugs- aði vel um þá og fór með allt sem til þurfti eins og hann ætti það sjálfur. Útsjónarsamur var hann og tapSði nánast ekki veiðarfær- um, snarráður í tvísýnu, en gætinn og fiskinn og í fremstu röð afla- manna, enda skip hans, svo sem Hrönnin og Sveinbjörn Jakobsson, kunn fyrir aflasæld; - um eitt skeið, hjá Dverg hf. í Ólafsvík, var hann hæstur yfir landið á vetrar- vertíð með 1.430 tonn fiskjar sem hann veiddi á línu og í net. Rafn var þægilegur í viðmóti við áhafn- ir sínar og átti vinsældum að fagna þeirra á meðal. Hann var glað- sinna maður en íhugull, skapmik- ill og stríðinn stundum og kunnur fyrir orðheppni og léttan húmor. Og nú er hann skyndilega horf- inn yfir móðuna miklu þessi grand- vari dugnaðarforkur. Þótt maður komi manns í stað er að honum sjónarsviptir í nánasta umhverfi hans og söknuður þeirra sem næstir honum stóðu meiri en orð geta gefið til kynna. Með söknuði kveð ég hann - og með þakklæti í hjarta fyrir velgjörðir hans bið ég honum blessunar. Fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að vernda og styrkja afkomendur hans um ókomin æviár. Arndís Jónasdóttir (Stella). ÞORKELL GUÐMUNDSSON + Þorkell Guð- mundsson fæddist í Bæ, Ár- neshreppi, Strandasýslu, 24. júní 1926. Hann lést 16. júlí sl. á Sjúkrahúsi Suður- nesja. Hinn 14. október 1953 gift- ist Þorkell eftirlif- andi eiginkonu sinni Önnu Ólínu Annelsdóttur. Þau eignuðust níu börn. Anna átti einn son áður. Alls urðu barna- börnin 23. Hann stundaði sjómennsku sem ævistarf. Útför Þorkels fer fram í dag, 23. júlí, frá Keflavíkur- kirkju og hefst athöfnin klukkan 14. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stnð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hinn 16. júlí síð- astliðinn lést afi minn, Þorkell Guðmundsson eða Keli eins og hann var kallaður. Afí var mikill sjómaður og hafði mikið dálæti á sjónum. Núna á síðustu árum þeg- ar heilsunni var farið að hraka lét afi það ekki aftra sér og fór frek- ar af þrá en getu á sjóinn. Fyrir tæpum mánuði varð afi sjötugur. Þá grunaði mig ekki að það yrði síðasta skiptið sem við myndum hittast. Samt var allt öðruvísi. Ég var miklu opinskárri en vanalega og virtist hann hafa gaman af því. En nú veit ég að hann er í góðum höndum og þar líður afa vel. Elsku afi, við systkinin þökkum þér samverustundirnar sem við áttum saman, þær voru yndisleg- ar. Elsku amma, missir þinn er mikill og ég bið algóðan Guð að styrkja þig í sorg þinni. Bjarney. t Móðir okkar, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Ránargötu21, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Ert þú EINN í heiminum Hefurðu engan að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20-23 lést á elliheimilinu Grund þann 21. júlí. Björn Kristinsson, / Jón Kristinsson, Ásta Kristinsdóttir. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HRINGUR JÓHANNESSON listmálari, Óðinsgötu 30, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. júlí kl. 13.30. Jarðsett verður í Nesi í Aðaldal laugardaginn 27. júlí kl. 14.00. Blöm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Bryndi's Halldóra Bjartmarsdóttir, Dögg Hringsdóttir, Sigurður J. Vigfússon, Heiða Hringsdóttir, Magnus Á. Magnússon, Hrafn Hringsson, Þorri Hringsson, Sigrún H. Halldórsdóttir og barnabörn. t JÓN FERM ALEXANDERSSON, Vitastfg 11, lést í Portúgal 18. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur. ÞÓRDÍS INGVELDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, (áður Rauðalæk 53), lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 18. júlí sl. Útförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. t Eiginmaður minn og faðir okkar, JAKOBÁRMANNSSON bankamaður, Álfheimum 62, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 20. júlí. Signý Thoroddsen, Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Ármann Jakobsson, Sverrir Jakobsson, Katrín Jakobsdóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Laugarnesvegi 118, Reykjavík, lést í Landspítalanum laugardaginn 20. júlí sl. Ingimundur Sigurpálsson, Hallveig Hilmarsdóttir og barnabörn. t Ástkær faðir okkar og sambýlismaður, BJÖRN KRISTJÁNSSON, siðast til heimilis i Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja sunnudaginn 21. júlí. Fyrir hönd annarra vandamanna, Dætur hins látna og Snjólaug Baldvinsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN V. ÞORSTEINSSON fyrrv. deildarstjóri, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, laugar- daginn 20. júlí. Helgi H. Guðjónsson, Guðlaug D. Jónsdóttir, Sverrir Guðjónsson, Erna A. Guðjónsdóttir, Valsteinn V. Guðjónsson, Kristin Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NI'ELS HAFSTEINN HANSEN, Hjaltabakka 22, Reykjavík, sem andaðist 19. júlí, verður jarðsung- inn frá Áskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 13.30. Sigríður Guðmundsdóttir, Margrét Hansen, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.