Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Sannleikurinn er sagna bestur FÖSTUDAGINN 19. júlí sl. geystist fram á ntvöllinn Armann Öm Ánnannsson, fram- kvæmdastjóri Ár- mannsfells hf. Grein hans í Morgunblaðinu fjallaði um hljóðvistar- mál á Kirkjusandi. Þar kom fram m.a. að hon- um þykir minn hlutur í hljóðvistarumræðunni einkennast af því „að fara vísvitandi með ós- annindi“ eins og það er orðað. Ekki gerir Ármann grein fyrir því í hveiju meint ósann- indi mín eru fólgin og er hann minni maður fyrir. Vegna mikilvægis hljóðvistarum- ræðunnar tel ég rétt að rita nokkrar línur um þetta mál, þótt greinin sé í raun ekki svara verð. Ég vil taka það strax fram að afstaða mín til hugsanlegra íbúðar- bygginga á Kirkjusandi hefur frá upphafi verið sú að ekki sé hægt að heimila íbúðarbyggð á svæðinu nema jafnframt sé tryggt að íbúðirn- ar fyrirhuguðu uppfylli öll þau skil- yrði, sem gilda um nýja íbúðarbyggð skv. lögum og reglum þar að lút- andi. Hef ég ekki talið koma til greina að beita neinum fráviks- ákvæðum í þeim efnum, hvorki hvað snertir hljóðvist eða aðra þætti. Þessi afstaða mín er ekki til komin vegna óvildar í garð eins né neins, hvorki Ármannsfells hf. eða framkvæmda- stjóra þess, sem ég þekki ekki neitt. Hins vegar er ég eins og fram- kvæmdastjórinn getur um í grein sinni arkitekt, á sæti í skipulags- nefnd Reykjavíkur og ber sem slík vissa ábyrgð á því að lögum og regl- um sé fylgt og reynt sé í störfum nefndarinnar að bera hag borgarbúa fyrir bijósti við afgreiðslu mála. í umræddu máli nefni ég sérstaklega hag núverandi íbúa í nágrenninu annars vegar og hag hugsanlegra íbúa í 75 nýjum íbúðum á svæðinu hins vegar. í því máli sem hér er til umræðu háttar svo til að svæðið við Kirkju- sand er í Aðalskipulagi Reykjavíkur skilgreint sem iðnaðar- og athafna- svæði. Fyrir liggur deiliskipulag að svæðinu, þar sem gert er ráð fyrir að byggja megi atvinnuhúsnæði. Er byggingarreitur fyrir það hús- næði skilgreindur á uppdrætti tveggja hæða næst Sæbraut. Síðan hækkar hann í fjórar hæðir, en lækkar svo aftur í þijár hæðir. Þeg- ar beiðni kom um að breyta hluta svæðisins í íbúðarsvæði þurfti því tvennt að koma til, annars vegar breyting á landnotkun aðalskipu- lags og hins vegar breyting á deili- skipulagi svæðisins. Slíkar breyt- ingar þarf skv. skipulagslögum nr. 19/1964 að auglýsa með formlegum hætti og geta þá allir, sem telja sig málið varða, gert skriflegar athuga- semdir við framkomna tillögu. Skv. lögum er frestur til að gera at- hugasemdir 8 vikur frá því að auglýsingin birt- ist. Skipulagsnefnd fjallaði um þetta mál á fundum sínum í febr- úar og mars sl. og sam- þykkti að beina því til borgaryfirvalda að óska eftir heimild skipulagsstjóra ríkisins til að auglýsa breytingarnar. Slík samþykkt er ekki endanleg af hálfu nefndarinnar enda gefur augaleið að hlálegt væri að auglýsa eftir athugasemdum við tillögu en geta svo engu breytt ef athugasemdir berast, sem ástæða væri til að taka til greina. Lögin gera því ráð fyrir að allar athugasemdir fari til um- fjöllunar í skipulagsnefnd (sveitar- stjórn), um þær sé samin umsögn áður en til endanlegrar ákvarðana- töku kemur um framhald málsins og lokaafgreiðslu. Þegar skipulagsnefnd samþykkti að óska eftir heimild til auglýsing- Tillagan uppfyllir ekki, segir Guðrún Jónsdóttir, hljóðvistar- ákvæði byggingar- reglugerðar. ar, var gerður ákveðinn fyrirvari um hljóðvist. Þá er í samþykkt skipulagsstjórnar ríkisins frá 8. maí sl., þegar stjórnin heimilaði auglýs- ingu á tillögu að deiliskipulagi íbúð- arsvæðisins, óskað eftir því „að upplýsingar varðandi hávaðameng- un og forsendur á þeim útreikning- um verði hluti fylgigagna á auglýs- ingatíma“ eins og segir orðrétt í bókun nefndarinnar. Samkvæmt beiðni Borgarskipu- lags Reykjavíkur annaðist Almenna verkfræðistofan gerð þessara út- reikninga, en þeir sýndu svo ekki varð um villst, að hávaði frá um- ferð við húshlið á fyrirhuguðum íbúðarhúsum var langt yfir þeim ákvæðum, sem gilda um slíkt fyrir nýja íbúðarbyggð. Útreikningarnir sýndu allt upp í 71,3 dB (A), en reglugerð kveður á um hámark 55 dB (A). Tekið skal fram að hér er um lógaritmiskan skala að ræða og tvö- faldast hávaðinn við hver 3 dB (A). Útreikningar Almennu verk- fræðistofunnar komu ekki fyrir Guðrún Jónsdóttir mínar sjónir fyrr en á auglýsinga- tímanum, þ.e.a.s. í maí sl., þótt útreikningarnir séu dagsettir í mars sl. Þá var önnur skýrsla frá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins undirrituð af Steindóri Guðmunds- syni, verkfræðingi, um sama efni heldur ekki lögð fram í skipulags- nefnd fyrr en eftir að auglýsinga- fresti lauk. Hún var unnin að beiðni Ármannsfells hf. og er dagsett 5. mars 1996. I skýrslu Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins seg- ir m.a. orðrétt um fyrirhugað 7 hæða hús: „Krafan um 55 dB (A) utan við glugga er uppfyllt fyrir þijár neðstu hæðirnar með 4 m háum hljóðtálma í formi bílskýlis. Á fjórum efri hæðunum er þessi krafa ekki uppfyllt." Þá segir enn- fremur að í 9 hæða húsinu uppfylli 4. -9. hæð ekki skilyrði byggingar- reglugerðar og í 6 hæða húsinu sé 5. og 6. hæðin ofan við mörkin. í þessari skýrslu er miðað við 60 km umferðarhraða á Sæbraut. í skýrsl- unni er gert ráð" fyrir að farið sé út í flóknar tæknilegar lausnir til að ná löglegu hljóðstigi inni í íbúðun- um. M.a. segir orðrétt í skýrslunni: „Til viðbótar við aðgerðir á glugg- um, þarf væntanlega hljóðdeyfðar loftrásir, svo unnt sé að hleypa inn fersku lofti, án þess að hljóðið frá umferðinni komist inn líka.“ í Ioka- orðum segir m.a.: „Eins og þetta er núna er hávaðinn yfir mörkum við alla glugga norðvestur íbúðanna á efri hæðum.“ Fleiri skýrslur bár- ust skipulagsnefnd eftir að auglýs- ingafresti lauk. Hér er um að ræða skýrslu frá Stefáni Guðjohnsen dags. 1. júlí 1996 og aðra skýrslu frá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins undirritaða af Steindóri Guðmundssyni dags. 2. júh' 1996. Sú fyrri er unnin fyrir Ármannsfell hf., en hin síðari fyrir Borgarskipu- lag og borgarverkfræðing. Ástæðu- laust er að fara nánar útí niðurstöð- ur þeirra á þessu stigi þar sem þær sýna í meginatriðum það sama og hinar skýrslurnar. Ekki veit ég skýringuna á því hvers vegna fyrri skýrslurnar (út- reikningarnir) voru ekki lagðar fram í skipulagsnefnd fyrr en raun ber vitni, en það var mjög bagalegt svo ekki sé meira sagt. í ljósi þeirra upplýsinga sem fram koma í fyrrnefndum skýrslum er óhætt að segja, að tillaga sú að deiliskipulagi íbúðarbyggðar sem auglýst var uppfyllir ekki hljóðvist- arákvæði byggingarreglugerðar fyrir nýja íbúðarbyggð hvað sem framkyæmdastjóri Ármannsfells hf. segir. í þeim efnum er sannleikur- inn sagna bestur. Margt annað hefur einnig komið fram á auglýsingatímanum varð- andi þetta mál, sem ekki verður rakið hér að þessu sinni. Þó vil ég nefna gömul hús á svæðinu, sem menn fengu fyrst réttar upplýsingar um á auglýsingatímanum. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, hversu mikilvægt það er að auglýsa með formlegum hætti tillögur sem þessa. Betur sjá augu en auga. Höfundur er arkitekt. Furðuleg skrif um Hveravelli VIÐ SEM vinnum daglega úti og í sam- býli við móður jörð og hennar gjöfulu nátt- úru getum ekki orða bundist þegar tvær greinar birtast enn frá forseta Ferðafélags íslands í þeim stíl sem raun ber vitni. Það vekur undrun mína hvað fijálslega er far- ið með staðreyndir í greinunum og alvar- legar ásakanir og get- sakir eru bornar á okkur hér norðan heiða án eðlilegs rökstuðnings. Þar er beinlínis sagt að „gríðarleg umhverfisröskun" muni fylgja bættri aðstöðu fyrir allt almennt ferðafólk á Hveravöll- um. Samt liggur fyrir að farið verði eftir faglegri vinnu og mati færra fagmanna á hveiju sviði og fram- kvæmdum verði stillt í hóf miðað við umferð og aðstöðu til að vernda landið. Einnig er í greinum forseta Ferðafélagsins látið að því liggja að hinnar viðkvæmu náttúru Hveravalla verði ekki gætt og henni jafnvel spillt. Það er jafnvel gengið svo langt að nefna það að þar verði „sjoppa“ þótt allir heima- menn sem komið hafa að þessu máli séu sammála um að það komi ekki til mála. Hápunkturinn í ham- förum hagsmunagæslu í þessari rakalitlu ritsmíð er að hrópa í fyrir- sögn „Umhverfisslys á Hveravöll- um“. Finnst hinum almenna borg- ara svona málflutningur sæmandi hjá ábyrgum aðila? Stjórnendur félaga eru misjafnir eins og ríkis- stjórnir en þeir eiga að bera ábyrgð á orðum sínum og gæta sín í get- sökum um menn. Eg var farinn að vonast eftir þegar nokkur tími hefði liðið frá fyrri skrifum og aðgerðum stjórn- enda Ferðafélagsins og meðan deiliskipulagið væri í endurskoðun myndu forsvarsmenn þess hafa samband við okkur til að ræða málin. Það var fullur vilji hjá okk- ur til að skoða þessi mál frá öllum hliðum. Við eigum ekkert sökótt við Ferðafélag íslands. Það hefur gert marga góða hluti. Stjórnendur þess geta þó ekki vænst þess að það geti tekið sér einokunarað- stöðu á öllum rekstri uppi á Hvera- völlum um aldur og ævi. Hver er samstarfsandinn? Föstudaginn 24. febrúar 1995 átti Hveravallanefnd fund á Blönduósi með forseta Ferðafé- lagsins og stjórnarmanni þess. Þar skýrði Páll Hjaltason arkitekt deili- skipulagið er var í vinnslu. Ferða- félagið fékk drögin að því í hendur og forseti þess skýrði frá því að Pálmar Kristmunds- son arkitekt væri að vinna að deiliskipulagi fyrir Hveravelli á veg- um Ferðafélagsins. Okkur kom það algjör- lega á óvart en féll- umst samt á ósk Ferðafélagsmanna um að fresta fram í mars- mánuð að leggja fram drög Páls Hjaltasonar að deiliskipulagi. og arkitektarnir mundu ræðast við og reyna að samræma sjónarmiðin. Viðræð- ur á fundinum urðu þá vinsamleg- ar og báðir aðilar virtust hafa hug á að vinna gott deiliskipulag fyrir Hveravelli. Nú líður tíminn og við fréttum að hjá Skipulagi ríkisins hafi verið lagt fram deiliskipulag fyrir Hvera- velli af Ferðafélagi Islands. Á þessu deiliskipulagi, sem byggir á aðalskipulaginu umtalaða frá 1992, stendur „Reykjavík í janúar 1995 Pálmar Kristmundsson“ Ég verð að segja að þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum, því ljóst var að orðin sem voru töluð á fundinum 24. febrúar af forseta Ferðafélags- ins rímuðu ekki við þetta. Ég er að minnsta kosti svo gamaldags að ég vil að orð standi og það sé hægt að treysta mönnum. Hvað eru stórframkvæmdir? í drögum að deiliskipulagi Pálm- ars merktum Ferðafélaginu stend- ur: „Þjónustumiðstöð FÍ,- Þjón- ustumiðstöðin samanstendur af fimm meginþáttum: 1, anddyri, eldhúsi og setustofu, 2, gistiað- stöðu, 3, hreinlætisaðstöðu, 4, viðdvalarhúsi og 5, híbýlum starfs- fólks.“ Síðar segir: Stærsta eining byggingarinnar er nýtt undir gisti- rými. I fyrstu er gert ráð fyrir gistirými fyrir 80 manns, en gert er ráð fyrir stækkun hússins sem myndi tvöfalda gistirýmið." Það er sem sagt gert ráð fyrir að gisti- rými skuli verða fyrir 160 manns ásamt veitingaaðstöðu. Forseti Ferðafélagsins hamrar á fyrirhug- uðum stórbyggingum á Hveravöll- um sem þó eru ekkert stærri en arkitekt þess lagði til þegar hann var að gera faglegar tillögur um framtíðina. Það er merkilegt að hafa lagt fram drög að deiliskipu- lagi í nafni Ferðafélagsins með framkvæmdir af engu minni stærð- argráðu en eru í deiliskipulagi Páls Hjaltasonar og ráðast svo á það skipulag. Það er lélegt áróðurs- bragð gagnvart þeim sem ekki Stefán Á. Jónsson /W 860 Þvottavél • Vinduhraöi 800 sn/mín. • 14 þvottakerfi • Stiglaus hitastillir • Orkunotkun 2,3 kwst GR 1860 • H:117 B:50 D:60 cm • Kaelir: 140 Itr. • Frystir 45 Itr. GR 2260 • H:140 B:50 D:60 cm • Kaelir:! 80 Itr. • Frystir 45 Itr. GR 2600 • H:152 B:55 D:60 cm • Kaelir 187 Itr. • Frystir: 67 Itr. GR 3300 • H:170 B: 60 D:60 cm • Kaelir:225 Itr. • Frystir 75 Itr. ■og þvottavélar B R Æ Ð U R N I R Umboósmenn um land allt Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgliróinga. Borgamesi.Blómslurvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrimsson, Grundarlirði. Asubúð.Búðardal Vestflrðlr: Geirseyrarbuðin, Palrekslirði. Balverk.Bolungarvik.Straumur.lsalirði. Norðurland: KI.Steingrlmsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blðnduósi. Skaglirðingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavðrur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Siglulirði.ólalslirði og Dalvík. Kl. Þingeyinga. Húsavlk. Urð, Raularhöln. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsslöðum. Kl.Vopnlirðinga, Vopnafiröi. Versiunin Vfk, Neskaupsstað. Kf.Fáskrúösfirðinga, Fáskrúösliröi. KASK, Höfn Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklauslri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanos: Stapafell.Keflavlk. Rafborg, Grindavík. INSISiT INDESiT ÍN&ESÍT INDFStT INOESIT IN&ESiT IIvlOESIT ÍNDESIT tMPFSIT tMDRSiT IWDfiStT tMTOSiT IWDESIT iNDESIT tMSFSST tMDESff UsiDFStT /NPEStT tWDCSIT jM&KIT mOÍ-m" iti it'íu i-,r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.