Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 35 MINNINGAR Frá uppsetningu Þjóðleikhússins á Stundarfriði eftir Guðmund Steinsson. listamanninn til dáða þótt ljóst sé að ekki verði allar ferðir til fjár. Það er þó meira um vert að þetta kvöld urðum við Guðmundur vinir og þá vináttu hefur aldrei borið skugga á síðan og þótt nú hafi svo farið að skapanornirnar hafi leitt Guðmund á vit heimsins sem við hvorki skynj- um eða skiljum hafa ekki veiga- mestu böndin slitnað; mynd Guð- mundar, rödd hans og hlýr faðmur eru ljóslifandi og deyja ekki. í viðureigninni við harðneskju heimsins berum við öll okkar vopn. Guðmundur bar beittasta vopnið sem var honum í senn sverð og skjöldur. Hann hafði sannfæringuna að vopni. Maður sem á sannfæringu og hug- sjón er óvinnandi vígi. Hann veit alltaf hvert stefna skai og honum er alltaf ljóst markmið ferðarinnar. Slíkur maður var Guðmundur. Ferð- ir hans urðu margar og sumar yfir torleiði, en þær voru allar farnar til að greiða götu hins góða, listinni og lífinu. Sannfæringu sína eignaðist Guðmundur ungur og hún fylgdi honum í dauðann. Guðmundur var hamingjumaður og bar margt til þess. Hann átti eig- inkonu sem studdi hann til dáða og skildi hann allra manna best og ætlunarverk hans, besti vinur og ráðgjafi í senn. Börnunum þeirra unni hann eins og lífinu. Guðmundur tók veikindum sínum af karlmennsku og æðruleysi og kvaddi lífið sáttur. Til þess að deyja sáttur þarf maðurinn að lifa vel. Guðmundur sá marga sína drauma rætast og átti margar hamingju- stundir. Hann lagði aldrei stein í götu nokkurs manns og sú öfund og illgirni, sem stundum hefur orðið fylgifiskur listanna, fór hjá garði Guðmundar og knúði þár aldrei dyra. Verkin lifa þótt maðurinn deyi. Verk Guðmundar eru merkur kafli í ungri sögu leikbókmennta á Is- landi. Það var ekki árennilegt á sín- um tíma að reyna að brjóta gulnað blað í leikritun hér á landi. Til þess hafði Guðmundur bæði sannfæringu og kjark og það færði honum sigr- ana sem hann vann. Af slíkum manni má margt læra. Á kveðjustund ætlum við Jóhanna að láta þakklæti fyrir svo verðmæt kynni verða hryggðinni yfirsterkari. Þórður Helgason. Ég sé hann fyrir mér. Hann kem- ur fyrir sem lágvaxnari en hann raunverulega var, af því hann var smáger og fínlegur. Andlitið var óvenju frítt og drengjalegt, þannig að manni fannst hann ævinlega yngri en hann raunverulega var. Svipurinn var hreinn og heiður, en bros lék ekki bara um varir heldur leyndist stundum í augum og augna- krókum. Þá var hann hýr og smá- kíminn. Annars var hann oft alvar- legur í bragði, en alvöru hans fylgdi hógværð og ekki var hann fram- hleypinn í viðræðum. En mér er minnisstætt eitt sinn er hann sat fyrir svörum daginn eftir sýningu á Stundarfriði á listahátíð úti í heimi, hversu bersýnilegt var, að sú hóg- værð sem einkenndi hann, stafaði hvorki af skap- né skoðanaleysi, og vissi ég það nú reyndar fyrir. En mér þótti vænt um hve hinir heims- vönu og jafnvel lífsleiðu gagnrýn- endur, sem þar beindu spjótum sín- um að Guðmundi, dáðust að því hversu svör hans voru yfirveguð og vel grunduð. Á bakvið verk Guðmundar býr nefnilega merkileg heimspeki og- merkileg greining á nútímanum. Ef leikskáldskap væri skipað jafnt til borðs með Ijóðum og lausamáli, væru bókmenntafræðingar fyrir löngu búnir að gera verðug skil því framlagi Guðmundar til skilnings á samtímanum, eins og hann speglast í verkum hans. En það er staðreynd, að leikskáldskapur og barnabók- menntir eru settar skör lægra en skáldsagnagerð og ljóðasmíð hér á landi og þarf ekki að lesa margar yfirlitsgreinar um bókmenntir okkar á þeim tíma, sem Guðmundur lagði sitt af mörkum, til að sannfærast um það. Staðreynd er þó að leikverk hans hafa borið nafn íslands víðar um lönd en margt af því, sem meira er hampað. Nú er það auðvitað eng- inn endanlegur mælikvarði á ágæti íslenskra ritverka, að þeim sé sinnt á Norðurlöndum, meginlandi Evr- ópu, Bretlandi, Póllandi, Eystrasalt- slöndunum og jafnvel Japan, eins og átti sér stað og á sér enn stað um leikrit Guðmundar. En vel má þó minna á þá landvinninga, sem annað íslenskt leikskáld vann fyrr á öldinni. Þegar verk Jóhanns Sigur- jónssonar voru sýnd víða um Evrópu á öðrum áratug aldarinnar, gerðu íslenskar bókmenntir í fyrsta skipti vart við sig utan landsteinanna síðan á dögum Islendingasagna og Eddu- kvæða. Fyrir þjóð, sem var að endur- greina öll sín hugtök og sýna sjálfri sér og öðrum að hér byggi siðmennt- uð þroskuð sjálfstæð menningarþjóð, skiptu afrek Jóhanns Siguijónssonar máli, bæði út á við og inn á við. Enginn er eyland, þegar allt kemur til alls. Síðan hefur auðvitað mikið vatn runnið til sjávar og við borið gæfu til að eignast umtalsverð sagna- og ljóðskáld, sem vakið hafa óskipta athygli utanlands sem innan. En það er líka gaman að vita til þess, að sú vakning í leikritun okkar, sem varð á seinni helmingi aldarinnar, er þar hlutgeng. Þar eiga allnokkur hæf leikskáld hlut að máli. En það er staðreynd, að verk Guðmundar hafa gert víðreistast allra þeirra verka. Því að hann hitti nefnilega á tón- inn. Forsetaefnið kom fyrst, og sýn- ing Benedikts Árnasonar á því verki í Þjóðleikhúsinu 1964 varð ein af þeim sýningum, sem vöndu okkur af að ætla leikhúsinu of natúralíska framsetningu á spegilmynd lífsins. Síðan komu nokkrar pólitískar alleg- óríur hjá Grímu en sá ritháttur fékk sitt fullkomnasta form í Lúkasi, sem Þjóðleikhúsið sýndi 1975 í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Rittækni fár- ánleikastefnunnar var þar nýtt af þeirri leikni, að örlög gömlu hjón- anna og yfirgangur gests þeirra urðu átakanlegur smáheimur hins póli- tíska veruleika, og þarf engan að undra þó að langkúgaðar smáþjóðir við Eystrasalt hafi tekið ástfóstri við það verk. í kjölfar þessa „kammer- verks“ náði svo Guðmundur með boðskap sinn til stærri áhorfenda- hóps, „sló í gegn“ eins og það heitir á leikhúsmáli, með verkum eins og „Sólarferð" í leikstjórn Brynju Bene- diktsdóttur og „Stundarfriði" í leik- stjórn Stefáns Baldurssonar. í báð- um verkunum er firring nútíma- mannsins meginþema, hlaup hans í vindinn eftir svokölluðum lífsgæðum og samfélagsáliti, sem stillt er upp sem andstæðu mannúðar, hlýju og skilnings. Báðar þessar sýningar hittu í mark og gengu lengi; einkum varð Stundarfriðarsýningin minnis- stæð sem einn af tindum í íslenskri leiksköpun á seinni árum. Hún fór og víða við góðan orðstír, til Norður- landa og á leiklistarhátíðir á megin- landinu og í kjölfar þess var leikur- inn sýndur í ýmsum löndum af þar- lendum listamönnum. Sá sem hér heldur á penna sá eina þessara sýn- inga, í Ósló, og getur ekki látið und- ir höfuð leggjast að tíunda hér, hversu honum þótti íslenska leiklist- arfólkið ná miklu betri tökum á efni leiksins. Stílsmátinn er nefnilega orðinn allsérstakur, - samtölin orðin eins konar and-samtöl, þar sem vanahugsunin hefur gengið af ftjórri hugsun dauðri og valdið yfir tung- unni til að tjá tilfinningar sínar er þorrið. Á slíkan leiktexta kemur hefðbundin bókmenntagreining að hálfu gagni; kannski er hér komin skýring á því, hvers vegna bók- menntamenn vanrækja að fjalla um leikritun. Síðan kom Garðveislan, marg- slungið og sérstætt verk, sem ekki höfðaði jafn óskipt til leikhúsgesta þrátt fyrir ágæta sýningu Maríu Kristjánsdóttur. Síðustu leikrit Guð- mundar eru svo Brúðarmyndin og Stakkaskipti, þar sem þekkt þemu fá ný tilbrigði. Af þeim leikjum Guð- mundar, sem ekki hafa verið flutt fram til sigurs í Þjóðleikhúsinu lang- ar mig sérstaklega að minnast á Skírn, sem ég hef alltaf trúað að myndi taka sig vel út í sjónvarpi; þar er komið enn eitt tilbrigðið um það, hversu ósýnt okkur venjulegum manneskjum er um að fóta okkur í þessum flókna nútímaheimi. Skerfur Guðmundar Steinssonar til íslenskrar leikmenningar er því býsna stór og full ástæða að leiðar- lokum til að halda honum á lofti og rækta áfram. Það er eitt af óhægind- um þess að búa í litlu samfélagi, að leikverk fá allt of sjaldan tækifæri til að spreyta sig við nýja áhorfend- ur í nýrri túlkun, nýjar kynslóðir með ný viðhorf. Þá má heimurinn mikið breytast, ef sjónleikir Guð- mundar Steinssonar halda ekki áfram að eiga erindi við áhorfendur sína til að minna á þá mennsku, sem við verðum að halda dauðahaldi í, ef við eigum að lifa af. Það var gæfa Guðmundar Steins- sonar í einkalífi að eiga að lífsföru- naut eina mikilhæfustu leikkonu okkar, Kristbjörgu Kjeld. Þarf ekki að fara í grafgötur um þá gagn- kvætriu örvun, sent í samlífi þeirra fólst. Henni, Þórunni dóttur þeirra og fiölskyldunni allri eru færðar inni- legar santúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðmundar Steinssonar. Sveinn Einarsson. Fréttin um fráfall Guðmundar Steinssonar, sem barst mér til Kaupmannahafnat' á þriðjudags- kvöld, varð þungt áfall, þó lengi hefði verið tvísýnt um hvert stefndi. Banvænt mein sitt hafði hann borið af svo einstakri hugarró og æðru- leysi, að vinir hans gerðu sér í lengstu lög von um að hann fengi storkað örlögunum. Það hefði verið í stíl við allan hans æviferil. Við Guðmundur kynntumst snemma árs 1953, þegar við unnum á Keflavíkurflugvelli. Með okkur tókst frá öndverðu náin vinátta sem ekki bar skugga á síðan. Ég fylgd- ist af áhuga og nokkurri öfund með samningu fyrstu skáldsögunnar sem hann gaf út. Hún bar titilinn „Síld“ og kom út undir höfundar- nafninu Guðmundur J. Gíslason. Síðan kenndi hann sig við Stein afa sinn. Guðmundur átti óbeinan þátt í að ég ílentist í New York á árun- um 1953-1956. Þegar ég kom heim frá námi var þráðuriiin tekinn upp aftur. Áttum við margar ógleymanlegar sam- verustundir næstu árin og þá einatt í kompaníi við Matthías Johannes- sen sem mjög lífgaði upp á sam- vistirnar. Guðmundur vann að nýrri skáldsögu sem hann gaf heitið „Maríumyndin" og fékk mjög góðar viðtökur þegar hún kom út árið 1959. Eftir útkomu hennar snéri hann við blaðinu og helgaði sig leikritun þaðan í frá. Hann var ásamt konu sinni, Kristbjörgu Kjeld, aðalhvata- maður að stofnun Leikfélagsins Grímu sem hélt uppi framsæknu og fjörmiklu leiklistarstarfi á önd- verðum sjöunda áratug og braut blað í íslenskri leiklistarsögu. Nokk- ur af verkum Guðmundar voru fyrst sýnd af Grímu, en fyrst verka hans á sviði Þjóðleikhússins var „For- setaefnið". Síðan hafa rnörg af verkum hans verið sýnd í Þjóðleik- húsinu, meðal þeirra „Stundarfrið- ur“ og „Sólarferð", sem bæði urðu feikivinsæl. Meðal annarra verka hans má nefna „Lúkas“, „Garð- veislu“ og „Stakkaskipti“. Ég hef því miður ekki við hönd- ina heimildir um þau verk Guð- mundar sem sýnd hafa verið á ís- lenskum leiksviðum, en þau eru bæði mörg og hafa víða farið. Auk þess hafa fjölmörg verka hans ver- ið sýnd á erlendum leiksviðum, bæði verk sem kunn eru á íslandi og verk sem aldrei hafa komið fyr- ir sjónir Islendinga. Má hiklaust slá því föstu að Guðmundur Steinsson sé sá íslenskra leikskálda fyrr og síðar sem víðast hefur gert garðinn frægan, og væri verðugt viðfangs- efni fræðimanna að kanna feril verka hans og viðtökur þeirra er- lendis. En það er ekki rithöfundurinn Guðmundur Steinsson sem ég vil fyrst og fremst minnast að leiðar- lokum, heldur maðurinn og vinur- inn. Guðntundur var einn hinna hógværu og hljóðlátu í landinu, maður sem einbeittur fór sína mörk- uðu leið og lét vinsældir eða bumbu- slátt aldrei trufla sig frá því sem hann hafði sett sér að gera. Hann var með eindæmum vinnusamur og vandvirkur, samdi einatt yfir 20 drög að hverju verki. Persónulega var hann hlédægur, en ákaflega hlýr í viðmóti, laus við hverskyns pjatt og snobb, heilsteyptur og for- dómalaus, höfðingi heim að sækja og einstaklega áhugasamur um allt sem snerti mannleg kjör. í Kristbjörgu Kjeld fann Guð- mundur skilningsríkan, áhugasant- an og samhentan lífsförunaut. Þau hjónin ættleiddu stúlkubarn frá Suður-Amríku, Þórunni, sem nú er fulltíða og færði þeim dótturson. Þau ólu einnig upp son Kristbjarg- ar, Jens. Við Sigríður færum Kristbjörgu, Jens, Þórunni og syni hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur við þessi dapurlegu vatnaskil. Megi minningin um góðan dreng verða þeim öllum hughreysting í sárum harmi. Allerod, 18. júlí 1996. Sigurður A. Magnússon. Þegar við Guðmundur Steinsson og Sigurður A. Magnússon hittumst síðast allir, það var föstudaginn 24. nóvember sl., mátti ljóst vera að við SAM höfum ekki náð þeim þroska mikillar reynslu sem Guðmundur vin- ur okkar gat státað af; erum enn að veltast í jarðbundnum hrellingum lík- amans og höfum ekki losnað við neitt sem er þessa heims, hvorki kvíða né áhyggjur né aðrar kenndir sem manninum fylgja. En Guðmundur vinur okkar var að breytast í þessa heims eilífðarveru með ótrúlega þroskuðu viðhorfi vegna óvæntrar, hastarlegrar reynslu. Hann hafði að vísu ávallt verið í góðu jafnvægi en átt sína eigingirni eins og við hin. En eftir þessa sjúkdómsreynslu sagð- ist hann vera gjörsamlega laus við hana og þá einnig alla öfund og af- brýðisemi, mannjöfnuð og samanburð sem verkar æsandi á tilfmningalífið og setur fólk úr jafnvægi. Guðmundur hafði ávallt mikla löngun til að fara norður á Horn- strandir og lét það eftir sér í hitteð- fyrra, að ég held. Þá fór hann í þrett- > án daga ferðalag með Ferðafélagi íslands og naut þess til hins ýtrasta. Það reyndi á kraftana og hann fann að hann átti þrek sem hann þekkti ekki áður og svo þessa samsömun við náttúruna sem er annarri reynslu bæði mikilvægari og dýrmætari. Guð- mundur stóð sig eins og hetja í Horn- strandaferðinni og taldi hana nauð- synlegan undirbúning undir þá miklu baráttu sem framundan var; að hann hafi getað tekið áfallinu af karlmann- legri rósemi vegna þessarar reynslu; eða öllu heldur ekki sízt vegna henn- ar. Hann var í fullkomnu jafnvægi og gat miðlað okkur gömlum vinum sínum af dýrmætri upplifun sem hann þekkti ekki áður og vissi raunar ekki að væri til. Ég sagði við þessa gömlu vini mína, Þetta minnir mig á setn- ingu í Nýja testamentinu sem séra Bjarni lagði áherzlu á við okkur ferm- ingarbörnin sín: að íklæðast krafti af hæðuni. Guðmundur Steinsson taldi að vel mætti segja að hann haft íklæðzt krafti af hæðum. Við rifjuðum upp ýmislegt sem við áttum sameiginlegt frá þeim tíma þegar við vorum ung, upprennandi skáld í jafnómótaðri borg. En Guð- mundur nefndi sérstaklega að nú hefði hann meiri unun af því að ganga fjöruna á Eyrarbakka en áður og þangað sækti hann og yndi sér vel og án þess þurfa að flýta sér suður. En áður kvaðst hann hafa verið fyrir austan eins og fló á skinni; eða kría á steini. Nú færðist yfir hann kyrrð og rósemi í fjörunni á Eyrarbakka og eitthvert jafnvægi sem hann hefði ekki þekkt áður, en væri að öllum líkindum í einhveijum tengslum við eilífðina. Og hann fór að minnast þess þegar við gengum þrír saman um þessa sömu fjöru upp úr miðri öldinni, í fylgd með Guð- mundi vini okkar Daníelssyni, og það var eftirminnileg reynsla - og það var þá sem þú ortir um bóluþangið, bætti hann við brosandi. Það var gott að þekkja Guðmund' Steinsson. Hann var einlægur maður og heill í vináttu sinni. Og hann var stór andspænis dauðanum. Matthías Johannessen • Fleirí minningargreinar tint Guónmnd Steinsson bíöa birtingar og munu birtast íblaöinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.