Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter LIÐSMENN Hizbollah setja klæði yfir kistur félaga sinna eftir að Iík þeirra voru afhent á sunnudag. Hízbollah og ísrael- ar skiptast á föngum Beirút. Reuter. HIZBOLLAH, hreyfing herskárra múslima, og ísraelar og bandamenn þeirra í Líbanon skiptust á föngum og líkum líbanskra skæruliða og ísraelskra hermanna fyrir milli- göngu Þjóðveija á sunnudag. Her Suður-Líbanons (SLA), sem nýtur stuðnings Israela, Ieysti 45 iíbanska fanga úr haldi og lík 123 skæruliða voru afhent í suðurhluta Líbanons og Beirút á sunnudag í skiptum fyrir jarðneskar leifar tveggja ísraelskra hermanna, sem biðu bana í Líbanon fyrir rúmum áratug. Hizbollah (Flokkur guðs) sleppti einnig 17 liðsmönnum SLA, sem höfðu verið í haldi hreyfingar- innar. „Ég hef beðið eftir þessari stund í ellefu ár og þijá daga,“ sagði ættingi eins af föngunum sem var sleppt. „Ég vona að þessi fögnuður verði fullkomnaður og að allir fang- arnir verði leystir úr haldi.“ Irönum hrósað Þýskir milligöngumenn, undir forystu Bernds Schmidbauers, náðu samkomulagi um skiptin á föstudag eftir viðræður við leiðtoga Hizbollah í Damaskus og Beirút. Schmidbauer fór lofsamlegum orðum um Irani fyrir þátt þeirra í samkomulaginu og sagði að án hjálpar þeirra hefðu skiptin ekki orðið að veruleika. Schmidbauer sagði að haldið yrði áfram að semja um skipti á arabísk- um föngum og ísraelskum hermönn- um, sem er saknað í Líbanon. Hann kvaðst vona að Þjóðveijar gætu notað tengsl sín í Miðausturlöndum til að gegna veigamiklu hlutverki í friðarumleitunum í þessum heims- hluta. Þýsku milligöngumennirnir hefðu áunnið sér traust allra helstu deiluaðilanna, þeirra á meðal írana. Kohl lofar aðstoð _Enn eru um 70 líbanskir fangar í Israel og um 160 skæruliðar eru í fangelsi SLA í suðurhluta Líban- ons. Fjögurra ísraelskra hermanna er enn saknað í Líbanon frá átökum á árunum 1982-86 og talið er að aðeins einn þeirra, Ron Arad, sé á lífi. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, lofaði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, að gera allt sem á sínu valdi stæði til að tryggja að Arad yrði látinn laus og lík hinna hermánnanna þriggja af- hent. Ný bók um Richard Nixon gefin út Fannst Clinton fullur valdhroka New York. Reuter. RICHARD Nixon, fyrr- verandi Bandaríkja- forseti, var þeirrar hyggju að Biil Clinton Bandaríkja- forseti væri háll sem áll, hefði komist upp með framhjáhald og látið eins og huglaus, spilltur smástrákur í Víetnam-stríðinu samkvæmt grein í tímaritinu The New Yor- ker á sunnudag um nýja bók um Nixon. í bókinni, sem er eftir Monicu Crowley, aðstoðarmann Nixons í utanríkismálum, og heitir „Nixon Off the Record", segir að Nixon hafi kunnað að meta Clinton sem forseta. Það hefði að hluta til verið vegna þess að Clinton hefði sýnt forsetanum fyrrverandi virð- ingu, spurt hann ráða og meira að segja boðið honum í Hvíta húsið, en þaðan fór Nixon með skömm þegar hann sagði af sér árið 1974. Hillary hættulegur róttæklingur í bókinni segir einnig að Nixon hafi fyrirlitið Hillary Clinton for- setafrú og taiið að hún gæti ver- ið hættulegur róttæklingur í ást- lausu hjónabandi. Hann hafi heyrt að þau „þoli ekki hvort annað, hjónaband þeirra væri leiksýning og hún [hefði ætlað að] skilja við hann ef hann tapaði kosningun- um“. Crowley hóf störf fyrir Nixon árið 1990 og starfaði fyrir hann þar til hann dó árið 1994. Hún fór með honum til Rússlands og Asíu og var viðstödd þegar hann ræddi við leiðtoga. Meðan á þessu stóð hélt hún dagbók án vitundar Nixons. Þar skráði hún samtöl um leið og þau höfðu átt sér stað. Rowley segir að ívitnanir í Nixon séu hans eigin orð, en hún tók sam- tölin ekki upp. Nixon sagði við Crowley: „Þessi maður hélt ekki bara fram- hjá, hann átti í 12 ára ástarsam- bandi. Hann er síbrotamaður og ríkisstjóri í þokkabót. Þetta er valdhroki! En ég held að það muni ekki verða honum til falls. Hann er of háll viðkomu til að þetta festist við hann. Og hvað Hillary viðkemur . . . Hún er róttæklingur. Ef hún kemst að, [upphrópun]! Þá verða aliir að festa öryggisbeltin.“ Hann er gunga og loddari Nixon gat ekki fyrirgefið Glin- ton að hafa komið sér undan því að gegna herþjónustu þegar Víet- nam-stríðið stóð yfir. „Ég trúi því ekki að þessi maður eigi í raun möguleika á að verða forseti," hefur Crowley eftir Nixon. „Hann er gunga og loddari. Hann þjón- aði ekki landi sínu þegar það þarfnaðist hans og hvers vegna ættum við þá að leyfa honum að þjóna því þegar hann er tilbúinn? . . . Þegar hann komst undan herkvaðningu sveik hann landið og þjóðina, sem hann biður nú að greiða sér atkvæði . . . Hann gerði mitt starf erfiðara og guð einn veit hvað hann lét marga menn deyja í sinn stað. Ég segi þér, ef hann verður kjörinn for- seti mun ég vita að þetta land er endanlega farið ijandans til.“ Bókin kemur út hjá forlaginu Random House í næstu viku. í í t I i I I I I i I í t ísland staðfestir tvo Evrópuráðssáttmála Samstarf í forsjármálum bama og skattamálum SVERRIR Haukur Gunnlaugs- son, fastafulltrúi íslands hjá Evr- ópuráðinu, afhenti í gær Daniel Tarschys, framkvæmdastjóra ráðsins, skjöl til staðfestingar á aðiid íslands að tveimur sáttmál- um Evrópuráðsins. Annar sátt- málinn fjallar um gagnkvæma aðstoð aðildarríkjanna í skatta- málum, hinn um viðurkenningu og framkvæmd ákvarðana um forsjá barna. Báðir munu taka gildi hér á landi 1. nóvember næstkomandi. Nítján ríki Evrópuráðsins hafa þegar staðfest síðarnefnda sátt- málann, en ríki utan Evrópuráðs- ins geta einnig fengið aðild að honum. I fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu segir að fram- kvæmd sáttmálans eigi að geta stuðlað að skjótri lausn deilna milli skilinna foreldra um forsjá barna þeirra, en slíkum málum fari sífellt fjölgandi, Bent er á að slíkar deilur verði oft til þess að barni sé rænt og farið með það til annars lands, eða að um- gengnisréttur sé brotinn og neitað að skila barni til þess foreldris, sem hafi forræðið. Samkvæmt sáttmálanum ber stjórnvöldum í aðildarríkjunum að veita ókeypis, skjóta og skil- virka aðstoð í málum þar sem barn hefur með ólögmætum hætti verið tekið úr umsjá forsjárfor- eldris. í sáttmál- anum eru ákvæði um að gæta skuli hagsmuna barn- anná, sem í hlut eiga, og um gagnkvæma við- urkenningu aðildarríkjanna á for- sjárúrskurðum. Þá er í samningn- um að finna ákvæði um gæzlu lögmætra hagsmuna beggja for- eldra, hvað varðar forsjá barna og umgengnisrétt. Gildir ekki í Tyrklandi Sáttmálinn kveður á um að hafi barn verið tekið með ólög- mætum hætti frá forsjárforeldri sínu, skuli skila því aftur innan sex mánaða, fyrir milligöngu sérs- takrar nefndar, sem sett verði upp í hveiju aðildarríki. Þess má geta að Tyrkland, sem á aðild að Evrópuráðinu, hefur ekki staðfest sáttmálann. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa dómstólar í Tyrklandi dæmt tyrkneskum föð- ur forræði yfir dætrum hans og íslenzkrar konu, þótt íslenzkur dómstóll hafi áður dæmt móð- urinni forræðið. Hinn tyrkneski faðir hefur einnig ítrekað brotið umgengnisrétt fyrrverandi konu sinnar, Sophiu Hansen. Stefnt gegn skattsvikum Sáttmálinn um gagnkvæma aðstoð í skattamálum, sem sam- inn var í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, hefur þegar verið staðfestur í sjö ríkjum Evrópuráðsins og í Banda- ríkjunum, en alls eiga 45 ríki aðild að þessum tveimur alþjóða- stofnunum. Sáttmálanum er stefnt gegn skattsvikum og kveð- ur hann á um að ríki megi veita hvert öðru umfangsmikla aðstoð við rannsókn á skattamálum, öðr- um en þeim sem snerta greiðslu innflutningstolla. Á meðal þeirra aðgerða, sem leyfilegar eru sam- kvæmt samningnum, eru upplýs- ingaskipti, skattrannsóknir sem framkvæmdar eru á sama tíma í tveimur eða fleiri ríkjum, inn- heimta skattskulda, sem önnur ríki eiga og birting stefna, sem gefnar eru út í öðrum ríkjum. I texta samningsins eru hins vegar margvísleg undanþáguá- kvæði og geta aðildarríkin sagt sig undan ýmsum ákvæðum hans. I samningnum eru ákvæði um að allar upplýsingar, sem veittar eru, séu trúnaðarmál. Jafnframt eru ýmis ákvæði um vernd rétt- inda einstaklinga, fyrirtækja og ríkja. Breska stjórnin Aðstoðar- • ráðherra • segir af sér Lundúnum. Reuter. DAVID Heathcoat-Amory, aðstoð- arráðherra í breska Ijármálaráðu- neytinu, sagði af sér í gær til að mótmæla stefnu Johns Majors for- sætisráðherra í Evrópumálunum. Heathcoat-Amory sagði í af- sagnarbréfi sínu að hann segði af M sér vegna þess að hann gæti ekki lengur stutt stefnu stjórnarinnar í málefnum Evrópusambandsins. „Einkum er ég sannfærður um að sameiginleg evrópsk mynt myndi hafa hörmulegar afleiðingar, bæði pólitískt og efnahagslega." „Ég harma þá ákvörðun þína að L segja af þér, þar sem þú veist frá fyrri samtölum okkar að ég tel i hana mistök,“ sagði Major í svar- ■ bréfi. Forsætisráðherrann kvaðst bera þjóðarhag jafn mikið fyrir bijósti og Heathcoat-Amory. „Ef við ákveðum, þegar að því kemur, að innganga [í myntbandalag ESB] þjóni ekki hagsmunum Breta þá höfnum við henni.“ Afsögnin er talin mikið áfall fyrir Major, sem hefur reynt að f: sameina íhaldsflokkinn fyrir þing- kosningarnar sem eiga að fara fram ekki síðar en í maí á næsta M ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.