Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 15 ERLEIMT Tyrkland Herferð gegn fjölmiðlum Ankara. The Daily Telegraph. HUNDRUÐ tyrkneskra frétta- manna, andófsmanna og mannrétt- indasinna hafa verið hnepptir í varðhald og sætt líkamsmeiðingum af hendi lögreglu á undanförnum vikum. Oktay Eksi, stjórnarformað- Ur Fjölmiðlaráðsins, sakaði Nec- mettin Erbakan, forsætisráðherra landsins, og Tansu Ciller, leiðtoga samstarfsflokks Erbakans, um „skipulagða og ofsafengna herferð gegn fjölmiðlum.“ Lögregla í Istanbúl barði fimm fréttamenn sem voru að fylgjast með réttarhöldum yfír hópi lög- reglumanna, sem var gefið að sök að hafa lamið til ólífis blaðamann vinstrisinnaðs dagblaðs. Að sögn vitna reyndu fréttamennirnir að leita skjóls í skrifstofum tyrkneska blaðamannasambandsins en lög- reglumenn réðust þá inn í bygging- una. Rúmlega 130 háskólamenn, fréttamenn og rithöfundar eru í fangelsi fyrir að hafa látið í ljósi skoðanir sem Necmettin hafa verið úr- Erbakan skurðaðar hættulegar „einingu tyrkneska ríkisins." Hátt í 70 fréttamenn hafa verið fangelsaðir það sem af er þessu ári og 25 aðr- ir hafa látið lífið af óútskýrðum orsökum frá því 1992. Telst Tyrk- land vera eitt hættulegasta land í heimi fyrir fréttamenn. Fyrstu ritskoðunarlögin Á mánudag varð Erbakan fyrstur tyrkneskra forsætisráðherra til þess að setja lög um ritskoðun, þegar hann bannaði útsendingu á sjón- varpsfrétt um hungurverkföll í mörgum fangelsum í landinu. Var útsendingin bönnuð á þeim forsend- um að hún væri „ógn við þjóðarör- ygg>-“ Rúmlega 200 fangar hafa verið í hungurverkfalli í tvo mánuði til þess að mótmæla aðbúnaði í fangels- um og illri meðferð af hendi varða. Búrma Sljórnin skammar SuuKyi Rangoon, Djakarta. Reuter. HERFORIN GJ ASTJ ÓRNIN í Búrma miðlaði í formi leiðara í tveimur helztu dagblöðum lands- ins í gær þeim skilaboðum til leið- toga stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, að ekkert rúm væri fyrir hana á sviði stjórnmála í Búrma, þar sem hún uppfyllti ekki þær forsendur sem gerðar væru til löglegrar þátttöku í stjórn- málum. í leiðaranum segir að þótt Suu Kyi hafi mikinn áhuga á að taka þátt í stjórnmál- um innihaldi hin nýja stjórnar- skrá landsins ákvæði sem hún einfaldlega geti ekki mætt. Suu Kyi er kölluð „leik- konan“ og sögð eiga að halda sér fjarri stjórnmálasviði Búrma til að spilla því ekki. Stjórnskipuð nefnd vinnur nú að því að semja nýja stjórnarskrá fyrir Búrma, en það starf hófst árið 1993, upphaflega einnig með þátttöku lýðræðisflokks Suu Kyi, en hún dró flokkinn út úr viðræð- unum á þeirri forsendu að þær endurspegluðu ekki þjóðarviljann. í leiðaranum segir að meðal ann- ars muni nýja stjórnarskráin inni- halda lista yfir 10 atriði, sem lýsa menn óhæfa til að gegna þing- mennsku. Eitt þessara atriða er , að þiggja aðstoð frá útlöndum og að vera undir áhrifum erlendrar ríkisstjórnar. Leiðarahöfundur sakar Suu Kyi um að þiggja að- stoð frá útlöndum. Spring og Christopher lýsa áhyggjum Þessa dagana fer fram ráð- stefna Samtaka ríkja Suðaustur- Asíu (ASEAN) í Djakarta í Indo- nesíu. Dick Spring, utanríkisráð- herra írlands, sem nú gegnir for- I sæti í ráðherraráði Evrópusam- bandsins (ESB), hitti í gær á ráð- stefnunni utanríkisráðherra Búrma, Ohn Gyaw. Spring sagði ESB hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Búrma. ESB hefur þó ekki viljað bregðast við áskorunum Dana um að beita Búrma beinum viðskiptaþvingunum. Ráðherrarnir sömdu um að viðræður ESB og ) Búrma myndu halda áfram. I Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði við komu sína til Djakarta í gær, að enn komi til greina að Bandaríkin herði refsiaðgerðir gegn Búrma, ef undirokun skyldi aukast þar. Aung San Suu Kyi Blað allra landsmanna! - kjarni málvinv! I GAITALÆ KJARSKOGI VERSLUNARMANNAHELGIN 2. - 5. AGUST1996 ^rReggae on lce *Dj TB 303 ggÉÉ ^Upplyfting '&Bítlastemning Geirmundarsveifla 7““^ ^rMagnús Scheving \ ^rHalli og Laddi * ^Ómar Ragnarsson '&Haukur Heiðar ^Margrét Kristjánsdóttir '&Séra Pálmi Matthíasson '&Söngvarakeppni BG ★Ökuleikni BFÖ J '&Lúðrasveit '&Danssýning undir stjórn | Auðar Haralds / Gunnar Þorláksson '&Brúðubíllinn ^Tívolí \ '&Körfuboltakeppni \ ; Kántrýdanssýning barnal 'AVarðeldur \ 7 Flugeldasýning \ ^rValur Óskarsson \ '&Gönguferðir \ Hjólreiðakeppni BFÖ Ævintýraland '&Galtalækjarþol og fimi - keppni 13 -16 ára '&Hestaleiga xOg margt fleira ^rSætaferðir frá BSÍ og SBK Potusnúðagengið sem helur Inið með Depeche Mode og i jkgvið plötu með FrankieUf Traustur vinur Séra Pálmi Margfaldir íslandsmeistarar í latin-dönsum Umdæmisslúkan nr.1 á Suðurlandi - Unglingahljómsveit sumarsins. Hvers vegna varstu ekki kyrr?, Kyrrlútt kvöld, Lóan er 3RÚ0UBILUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.