Morgunblaðið - 26.07.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Grein 1 kanadísku náttúrulífstímariti
um sjávarútveg á Islandi
Getur verið fyrir-
mynd annarra þjóða
í GREIN sinni veltir höfundurinn,
Randall Nyman, því fyrir sér hvort
íslendingar geti viðhaldið fiskvernd-
arstefnu sinni eða leiðist út í ofveiði
að gömlum sið.
GETA íslendingar verið fyr-
irmynd annarra þjóða á al-
þjóðavettvangi í vemdun
fískistofna á síðustu og
verstu tímum ofveiði og rá-
nyrkju í heimsins höfum?
Greinarhöfundur kanadíska
náttúrulífstímaritsins, Cana-
dian Wildlife, Randall Hy-
man, leitar svara við þessari
spumingu í nýjasta tölublaði
tímaritsins, maí/júní 1996, í
grein sem hann nefnir
Gnægtabrannur Islands.
Randall kemst að þeirri
niðurstöðu eftir að hafa veg-
ið og metið kosti og galla
kvótakerfisins að íslendingar
séu í góðri aðstöðu til að vera fyrir-
mynd annarra þjóða. Það sé þó bund-
ið þeim skilyrðum að þeir einbeiti sér
að vísindalegri uppbyggingu fiski-
stofna innan eigin landhelgi og freist-
ist ekki til að taka upp fyrri ósiði og
nýti stjórnlaust mikilvæga auðlind.
Greinarhöfundur minnir á í upp-
hafi greinar sinnar að ekki sé langt
síðan að íslendingar deildu hafsvæð-
inu umhverfis landið með fiskiskipa-
flotum annarra þjóða. Eftir þijú ár-
angursrík þorskastríð hafi Island náð
yfirráðum yfir auðlindum í 200_ mílna
landhelgi sinni. En vandræði íslend-
inga hafí ekki verið úti. Hann lýsir
því hvemig íslendingar þurftu á síðari
hluta áttunda áratugarins að beijast
við yfírvofandi hran fískistofna sem
hafí leitt til þess að stjómvöld settu á
fót kvótakerfi og gerðu kröfur um að
þorskveiði yrði minnkuð um helming.
Randall upplýsir lesendur sína um
að á kvótaárunum hafi tekist að
bjarga og viðhalda þorskstofninum
og að kvótakerfið hafi orðið fyrir-
mynd í fiskistjórnun víða um heim.
Hann kemst aftur á móti að því að
íslendingar eru ekki á eitt sáttir um
ágæti kerfisins.
Farið í kringum kerfið
í greininni er rætt við trillukarl,
skipstjóra og veiðieftirlitsmenn á
varðskipi um kvótakerfið. Þessir aðil-
ar segja að frelsi til sjósóknar sé að
nokkra skert og að með kvótakerfinu
sé nýtingu auðlinda hafsins misskipt.
Hjálmar Jónsson trillukarl segir
að kvótasvindl sé slæmt en kerfið
sé einfaldlega ömurlegt. Hann lýsir
því hvernig algengast er að farið sé
í kringum kerfið í þeim tilvikum þeg-
ar skip veiða of mikið. Það sé með
þeim hætti að afli sé færður milli
skipa, einkum af stórum togurum
yfir í minni skip.
Greinarhöfundur greinir frá því
hvernig viðskipti með kvóta hafa
sums staðar haft þær afleiðingar að
byggðarlög hafa misst togara úr
plássinu með tilheyrandi atvinnu-
leysi. Á móti komi að íslendingar
hafa smám saman uppgötvað hvern-
ig unnt er að nýta hráefnið betur.
Áhersla sé lögð á að þróa nýjar vör-
ur og leita nýrra markaða. Áð þessu
leyti telur greinarhöfundur Islend-
inga standa sig velv
Randall segir að Íslendingar hafí,
líkt og margar aðrar þjóðir, leitað út
fyrir landhelgina og rekur Smugu-mál-
ið í því samhengi. Hann minnir á að
víða geysi „þorskastríð" um auðlindir
hafsins, Rússar beijist við Japani,
Kanadamenn við Spánveija o.s.frv.
Hann telur að þegar öilu er á botn-
inn hvolft sé farsælast að efla vís-
indaiegar rannsóknir og byggja upp
markvisst upp fiskistofnana. Þannig
hafí íslendingar náð árangri og þeir
eigi ekki að kasta því á glæ fyrir
skammtímaávinning. Haldi þeir
áfram á braut vísindalegrar fisk-
vemdarstefnu verði ísland fyrirmynd
annarra þjóða.
FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 7
Bjóðum nokkra tvöfalda ameríska ísskápa
með klakavél og rennandi vatni á aðeins kr.
r
NOATUN
Veisla fyrip lítið
SÖÚWBOB*
'£SSS*+
•&
k.
MEÐAN BIRGÐIR ENBAST
Svínarifjur
(Spareribs)
9Kfl| pr.kg.
MVl
Tl
Verslanir Nóatúns eru opnartil kl. 21, öll kvöld
NOATUN
NÓATÚN117 • ROFABÆ 3? • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUBORG 3, KÓP.
ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HUSI VESTURI BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HAALEITISBRAUT