Morgunblaðið - 26.07.1996, Page 13

Morgunblaðið - 26.07.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚLÍ 1996 13 VIÐSKIPTI Hlutafjárútboði Útgerðarfélags Akureyringa lokið Hluthafar vildu þriðj- ungi meira en íboði var FORKAUPSRÉTTARTÍMABILI vegna hlutafjárútboðs Útgerðarfé- lags Akureyringa lauk á miðvikudag og óskuðu hluthafar eftir því að kaupa öll hlutabréf sem í boði voru, þrátt fyrir að Akureyrarbær hefði afsaiað sér forkaupsrétti sínum . Alls var um að ræða 150 milljónir króna að nafnvirði og voru þau boð- in hluthöfum til kaups á genginu 4,5. Söluverðmæti hlutabréfaútboðs- ins er því 675 milljónir króna. Tæplega fimm hundruð hluthafar skráðu sig samtals fyrir hlutabréfum að nafnvirði um 200 milljónir króna, eða rúmlega 900 milljónir að sölu- virði. Það er um þriðjungi hærri fjár- hæð en í boði var. Því er ljóst að engin bréf úr hlutafjárútboðinu verða boðin á almennum markaði. Ekki verður heldur hægt að verða við ýtrustu óskum hluthafa um kaup umfram forkaupsrétt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ÚA og Kaupþingi Norðurlands, sem var umsjónaraðili útboðsins. Eins og fyrr-segir ákvað Akur- eyrarbær, sem átti 53% hlut í ÚA fyrir hlutafjárútboðið, á sínum tíma að afsala sér forkaupsrétti enda lá fyrir ákvörðun um að selja hlutabréf bæjarins í fyrirtækinu. Eftir þessa hlutaíjáraukningu er bænnn því orð- inn minnihiutaeigandi í ÚA með 44% hlut. Nafnvirði hlutafjár í fyrirtækinu eftir breytingu er 917 milljónir króna. Brejrtt skuldasamsetning skilar sér í bættri afkomu hjá Landsvirkjun Hagstæð vaxtakjör og gengishagnaður Menn og mýs hf. Nýr hug- búnaður hlýtur lof erlendis HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Menn og mýs setur nýja útgáfu af QuickDNS Pro nafnamiðlaranum í dreifingu þann 30. ágúst n.k. Forrit- ið tengir fyrirtæki við alnetið og leggur til grunnþjónustu við miðlun upplýsinga á alnetinu. Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri, segir að QuickDNS Pro 1.1. sé fyrsti fullbúni nafnamiðlarinn fyr- ir Macintosh tölvur. „í febrúar sl. kom út fyrsta útgáfan, QuickDNS Pro 1.0, en sú nýja er mun fullkomn- ari. Okkar búnaður hefur það fram yfir aðra nafnamiðlara Macintosh tölva að hafa mun meiri afkastagetu og svipar því til þeirra sem eru hann- aðir fyrir Unix vélar.“ Greinarhöfundurinn Don Crabb ber QuickDNS Pro 1.1 vel söguna í tímaritinu Mac WEEK, sem er gefið út í 130 þúsund eintökum vikulega. Greinin birtist í gær á alnetinu, en þar mælir Don Crabb með QuickDNS Pro fyrir Macintosh-tölv- ur því forritið sé allt að 16 sinnum hraðvirkara en önnur. LANDSVIRKJUN hefur á þessu ári notið verulegrar lækkunar á beinum vaxtagreiðslum vegna betri kjara á lántökum fyrirtækis- ins á sama tíma og vaxtatekjur hafa heldur aukist. Vaxtagreiðslur hafa lækkað m.a. vegna þess að vaxtakjör á alþjóðamörkuðum hafa verið mjög hagstæð í ár. Þá hefur Landsvirkjun á mark- vissan hátt reynt að lágmarka vaxtagreiðslur með breytingum á einstökum lánum og samsetningu heildarskulda án þess að auka á gengisáhættu fyrirtækisins. Jafn- framt hefur umtalsverður gengis- hagnaður orðið af lánum á árinu.að sögn Stefáns Péturssonar, deildar- stjóra fjármála- og markaðsdeildar Landsvirkjunar. Þessi atriði skýra að stærstum hluta þá 775 milljóna lækkun sem varð á nettófjármagnskostnaði Landsvirkjunar fyrstu sex mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra, Lækkunin átti stærstan þátt í mikl- um umskiptum á afkomu fyrirtæk- isins til hins betra á tímabilinu, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær var um 970 milljóna hagnað- ur á fyrri helmingi ársins. Skuldir um 49 milljarðar Stefán segir að gengishagnaður fyrirtækisins hafi verið verulegur það sem af er árinu vegna betri stýringar á lánasamsetningunni en áður. „Skuldir Landsvirkjunar eru um 49 milljarðar króna og um 90% af þeim eru í erlendri mynt, þann- ig að gengisþróunin vegur þungt,“ sagði hann. „Við höfum á undan- förnum árum verið að reyna að lágmarka áhættu af gengissveifl- um á erlendum myntum og notum til þess ákveðin tæki. Því er þó ekkert að leyna að aðstæður hafa verið okkur hagstæðari í ár en á síðasta ári. Stöðugt raungengi hef- ur mikla þýðingu fyrir okkur ásamt fleiri þáttum. Við höfum einnig haft meiri vaxtatekjur en í fyrra þrátt fyrir að vextir hafí farið lækkandi.“ Sementssala jókst um 13% á fyrri árshelmingi Meiri aukning en reiknað var með SEMENTSSALA fyrstu sex mán- uði þessa árs jókst um tæp 13% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er aðeins meiri aukning en gert var ráð fyrir í áætlunum Sements- verksmiðju ríkisins, en þar var reiknað með að sementssala myndi aukast um 11,5% á þessu ári. Að sögn Tómasar Runólfssonar, fjármálastjóra Sementsverksmiðj- unnar, nam sementssala fyrstu sex mánuða þessa árs ríflega 36 þús- und tonnum samanborið við rúm 32 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. „Hins vegar er sala fyrstu sex mánuðina í ár nánast hin sama og hún var fyrstu sex mánuði árs- ins 1994.“ Tómas segist vera þokkalega bjartsýnn vegna síðari hluta árs- ins. „Júlímánuður virðist ætla að standast áætlanir og gott betur. Áætlun okkar gerir ráð fyrir því að heildarsala ársins muni nema um 85 þúsund tonnum og við erum því þokkalega bjartsýnir á að hún standist. Það yrði smávægileg aukning frá því sem var árið 1994.“ Litil aukning í íbúðarbyggingum Tómas segir þessa aukningu hins vegar fyrst og fremst liggja í álversframkvæmdum og virkj- anaframkvæmdum. Sáralítil aukn- ing hafi orðið í sementssölu vegna íbúðarbygginga enn sem komið er. því besta! 5 manna hústjald 33.240 kr. 4 manna hústjald 28.49(3 kr. stgr. Tjaldborð og 4 stólar 3.990 kr. stgr. s BlÐjlÐ UM MVNDALIS iAl RAÐCREIÐSLUR ( E) Raðgreiðslur • Póstsendum sarndægurs. rSMWK fWMPfK Sími 561 2045

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.